Vesturland

Árgangur

Vesturland - 23.09.1939, Blaðsíða 1

Vesturland - 23.09.1939, Blaðsíða 1
v fsturlan BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON XVI. árgangur. ísafjörður, 23. september 1939. 38. tölublað. Sögulegur septembermánuður Septemermánuður það herrans ár 1939 mun lengi verða minst á spjöldum sögunnar, sökum hildarleiksins sem þá byrjaði aftur eftir 25 ára h!é. 24. ágúst gerðust þau óvæntu tiðindi, að stefnur þær, sem hat- ramlegast höfðu barist hvor móti annari, nazisminn og kommún- isminn, gerðu með sér vináttu- samning, og undirmái um skift- ingu herfangsins. Með þennan samning að bak- hjarli hófu svo þýzkar.hersveitir innrás i Pólland 1. dag septem- bermánaðar, og er sýnt var þ. 17. þ. m. að Þjóðverjar væru að gersigra landið, hófu rússneskar hersveitir innrás I austanvert Pólland, og um leið tilkynti rússneska stjórnin hátiðlega 24 rikjum, að hún væri hiutlaus í aðaideiiunni milli Þjóðverja og Pólverja. Eru Rússar og Þjóðverjar nú þegar þetta er ritað, að brjóta síðustu varnir Pólverja, sem barist hafa af mikilli hreysti, en sýnilega skort bæði einhuga yfirstjórn og þá forustu sem hreysti þeirra og hernaðarundir- búningur átti skilið. Er það eftirtektarvert að pólska ríkis- stjórnin skuli flýja iand, áður en höfuðborg ríkisins og aðrar þýðingarmiklar borgir eru fallnar í hendur fjandmannanna. Það væri svipaðast þvi, að skipstjóri yfirgæfi skip I nauðum fyrstur allra, og léti hásetana eftir í háskanum. Tala rússnesku hersveitanna, sem reka eiga endahnútinn á hin hörmulegu forlög Póllands, er legíó. Segja fregnir að Rússar hafi haft 1 milj. manna her á þessum slóðum, auk varaliðs, og innrás sina gerði rússneski herinn samtlmis á ölium austur- landamærum Póllands. Hafa rússnesku hersveitirnar sótt fram af mesta ákafa og þýzkar her- sveitir hafa þokað frá þeim borgum, er þeir höfðu umkringt, t. d. Lemberg, svo að Rússar geti hertekið þær og þar með dregið þær í sinn hlut þegar herfanginu verður skift. Innrás rússneska hersins er því engu siður stefnt gegn Þjóðverjum en Pólverjum, þótt enn sé alt slétt og felt á yfirborðinu milli Þjóðverja og Rússa. Skal engu spáð hvaða dilk það dregur á eftir sér, en það liggur i augum uppi, að þær ástæður eru ekki fyrir hendi, að Rússar þurfi nú neinu að bjarga frá Pólverjum, sem eru að missa Iand sitt. Ef Rússar þykjast einhverju þurfa að bjarga, er það úr höndum Þjóðverja en ekki Pölverja. Vert er að minnast þess, að Póliand hefir iöngum orðið auð- unnið fyrir innrásarher, en jafn- an hefir oltið á ýmsu að halda yfirráðum þar I landi og þau hafa jafnan reynst dýrkeypt fyrir sigurvegarana. Er ekki ólíklegt að svo reynist enn, að hinir glæsilegu sigrar Þjóðverja í Pól- landi verði þeim dýrkeyptir og ljómi þeirra fölni. Með samningunum við Rússa er lfka talið, að Hitler hafi fórnað vonum sinum og fjölda annara um voldugt stórt Ukrainskt riki, sem hefði orðið til þess að halda Rússum I skefjum með land- vinninga i vestur-átt. Ennfremur hljóta þessir samningar, að veikja trú þýzku þjóðarinnar á höfuð- kenningu nazista um baráttuna gegn kommúnismanum. Gæti þar auðveldlega myndast sú meinsemd, sem græfi út innan frá. Lítur og út fyrir að Bretar ali þá von, að stjórnarbylting geti orðið í Þýzkalandi og hafa lagt mikla áherzlu á áróður í þá átt. Enskar fregnir segja llka nú siðustu dagana, að viðtæk upp- reisn hafi orðið I Bæheimi og Mæri. Hafi þar orðið snögg vopnaviðskifti við stormsveitar- inenn. Fjöldi manna verið hand- tekinn. Eru Tékkar vitanlega uppreysnargjarnir, studdir áróðri voldugra þjóða og vonum um endurheimt frelsi. Hafa þeir að sögn unnið margvisleg hermdar- verk til skaða fyrir Þjóðverja. Þótt ensku fregnirnar kunni að vera ýktar nokkuð er það stað- fest af þjóðverjum, að mikil hermdarverk hafi verið unnin af verkamönnum við Skoda-vopna- verksmiðjurnar í Bæheimi. Það er lika kunnugt, að meiri hluti þýzku þjóðarinnar vill frið, en ekki strið. Leynileg útvarpsstöð hefir starfað I Þýzkalandi frá striðsbyrjun. Nefnir hún sig frelsisstöðina og beinir viðtæk- um áróðri að Hitler og öðrum foringjum nazista. Þrált fyrir mikla leit þýzku leynilögregl- unnar hefir stöð þessi ekki fundist enn. Útvarpsstöð þessi segir, að dr. Göbbels sé nú fangi og gætt af einkavarðmönn- um Göhrings. Var Göbbels ó- vinveittastur Rússum af foringj- um nazista og sjálfsagt verið fórnað á altari hinnar nýju Rússavináttu með þvl að gera hann áhrifalausan í opinberu lífi. Þótt septembermánuður hafi orðið ærið viðburðarlkur geta næstu mánuðir orðið enn örlaga- rlkari. Slíðra Þjóðverjar og Rúss- ar sverð sln og morðtól þegar þeir hafa slátrað nóg I Póllandi eða halda þeir áfram, vaða yfir fleiri lönd og stofna nýja ríkja- skiftingu í Evrópu? Enginn getur enn svarað þessum spurningum, en það er vist að sameinaðir eru Þjóðverjar og Rússar svo hernaðarlega sterkir, að fátt stenzt fyrir þeim. Það er llka eftirtektarvert, að ýmsar þjóðir, er hafa þýðtngarmikia aðstöðu hernaðarlega, t. d. Tyrkir, vingast nú mjög við Þjóðverja og Rússa, þótt þeir hefðu áður lýst yfir stuðningi og vináttu við Frakka og Breta. Þetta þarf þó ekki að þýða það, að Tyrkir séu albúnir að styðja Rússa og Þjóðverja f áframhaldandi ófriði, heldur að eins hitt, að þeir telji nauðsyn- legt að bllðka voldugan nágranna og ofstopamann, sem ella sé til alls ills búinn. Innrás Frakka í Þýzkaland og hernaðaraðgcrðir þar eru enn ekki svo þýðingarmiklar að Iik- legt sé að þær breyti verulega áforinum Þjóðverja, og þótt von sé meiri herstyrks hjá Bretum og Frökkum á vesturvlgstöðvunum er talið liklegt að Þjóðveijar séu einfærir um vörnina.- Sumir ala þá von I brjósti, að strlðið muni hætta bráðlega, þeg- ar Pólland er sigrað að fullu. Sú von er veik og ólikleg til að rætast, enda hafa Bretar og Frakkar nú siðustu dagana lýst því yfir, að ófriðinum verði hald- ið áfram unz þeir hafi náð fullum sigri. Það má þvi búast við, að Ev- rópuþjóðirnar verði enn að þola hörmungar og eyðileggingu ófrið- arins, sem teygir ógnarhramm sinn lika til hlutlausra þjóða. Hannibal, Helgi, Hálfdán. í blaðinu Skutull 16. þ.m. birtast greinar frá þeim Hannibal Valde- marssyni og Helga Hanness., þar sem þeir leggja allmikla áherzlu á að sýna fram á, að Hálfdán Hálf- dánsson sé félagsmaður I Vinnu- veitendafélagi ísfirðinga. Vegna þessara skrifa, vil eg, til viðbótar við grein mína I næst siðasta tbl. Vesturl., taka fram eftirfarandi: Það er alþekt fyrirbrigði, að menn tilkynna þáttlöku sina I ein- hverjum félagsskap, en láta undir höfuð leggjast að uppfylla þær skyldur sem félagsmönnum ber að uppfylla. Leikur þá oft vafi á.hvort telja skuli manninn löglegan fé- laga. Einmitt þetta hefir átt sér staðmeðHálfdánfumræddutilfelli. Eg vil taka það fram, að þvl fer fjarri, að eg hafi viljað gera Verka- lýðsfélaginu „Baldur" nokkra erf- iðleika I þessu máli. Eg hefi ávalt lagt mikla áherzlu á, að allir okkar samningar við verkalýðsfélögin væru stranglega haldnir. Eghefi heldur ekki minstu löngun til að þóknast Hálfdáni í þessu máli, enda hygg eg að hann hafi ekki vænst þess af mér. Að lokum vil eg taka það fram, að samtal það, sem Helgi Hannes- son segist hafa átt við mig, og sem hann birtir I slðasta Skutli, er i aðalatriðum rangt. í samtali okk- ar lagði eg, þegar í upphafi, aðal- áherzlu á, að eg teldi vafasamt að Hálfdán gæti talist félagsmaður, sbr. grein mina I næst slðasta VI. Þegar svo stjórn V. í. hafði athug- að málið tilkynti hún Verkalýðsfél. „Baldur “, að hún liti svo á, að Hálf- hafi aldrei löglega verið með- limur i félaginu. Þá vil eg geta þess, að eg hefi aldrei krafið Hálfdán um félags- gjöld I V. í, eins og Hannibal hefir eftir Hálfdáni í grein sinni. Þetta er ranghermi hjá öðrum hvorum þeirra. Ennfremur vil eg ítreka það, að Hálfdán hefir aldrei mætt á fundum V. í., og er það þvf misminni, ef einn úr stjórn V. í. hefir sagt Helga Hannessyni, að sig minti að Hálfdán hefði mætt þar á fundi. Eg bið menn að athuga, að Helgi Hannesson viðurkennir I grein sinni, að eg hafi í upphafi viðtals okkar, i fyrra skiftið, getið þess, að eg teldi vafasamt hvort Hálfdán gæti talist félagsmaður i V. í. Finst mönnum þá líklegt að eg hafi svo siðar I samtali okkar gefið honum yfirlýsingu um, að Hálfdán hlyti að vera i félaginu? Ólafur Guðmundsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.