Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.05.1940, Blaðsíða 1

Vesturland - 11.05.1940, Blaðsíða 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÓRI: ARNGR. FR. BJARNASON XVII. árgangur. ísafjörður, 11. maí 1940. 19. tölublað. $ I I Vori fagnað. Enn er velrarveldi liœlla búin af vorsins ungu sveil. Enn eru Ijóssins öfl lil verka knúin, enn jtú lifna blóm i reil. — Gaddur fyrir geislum /hiinn. Enn þú aflurhaldsins helgi svifla af hauðri báisins mögn, öllu hrjúðu upp lil Ijóssins lyfla lifsins stei'ku verndar-rögn. — Vori fylgir guðleg gifla. Vikna og lárasl vellir, börð og langi við vorsins augnaráð. Iíýrna og roðna liáls og bjarlur vangi. Hugumkœr og full af núð léll er vorsins gyðja í gangi. Slraumsins börn sór kveðja hljóðs í hliðum og he/ja upp snjalla rausl, sœkja fram, með söng, í röðum friðum, sigurviss og meginirausl. lián þeim lieilsar rómi blíðum. Elskan sígrar enn í lífsins máluni svc^ œskuhcii og slerk. Kœrleikseldar orna kölduin sálum, úsiiu gerir kraflaverk. Holt er vín á vorsins skálum. Vaknar bœr af velrar jmngum blundi og viðrar öll sln torg, býr sig upp á, broshýr /jalls i lundi, buri er öll lians hjarlasorg, — vorsins gyðju fagnar j’undi. Vorið miðlar öllum elsku sinni og andar von og slyrk. Eegrar hœtli lífsins úli og inni, — öll er stjórn jiess mikilvirk. — Illúðu að vori í vilund þinni. Eigir þú, sem lifir Ijóssins megin af Ijósi meira en nóg, leið þá skuggans barn ú bjarla veginn, billu á fól þess gœfuskó. — Litlu verður vöggur feginn. Guðm. E. Geirdal. @1 ® Bretar taka Island hernámi. Um kl. 5 í gærmorgun iagð- ist brezkur tundurspillir að hafn- arbakkanum I Reykjavík og setti þar her á land. Voru þá á ytri höfninni allmörg brezk herskip; flestir segja 7, og var lið flutt á land úr þessum skipum og not- aðir til þess íslenzkir togarar, sem lágu á höfninni. Hinir brezku hermenn tóku vörð á helztu götuhornum og vegum tll og frá bænum. I>á gekk brezkur herflokkur til bú- staðar þýzka konsúlsins og fratn- kvæmdi þar húsransókn og flutti liann um borð í eitt herskipanna. Jafnhliða fóru aðrir brezkir her- menn á Herkastalann og á gisti- staði og heimili bjóðverja í Reykjavík og voru þeir allir teknir og fluttir um borð I her- skipin. Jafnframt og þessi tiðindi gerð- ust hdföu Bretar tekið á sftt vald símstöðina, útvarpsstöðina og pósthúsið. Bresku herskipin fóru aftur i gærkveldi, en flutt var í land úr þeim mikið af vörum og skot- færum og brezkir hermenn hafa tekið sér bækistöðvar víðsvegar um bæinn. Kl. 20,30 í gærkveldi gerði forsætisráðherra þjóðinni grein fyrir þeim atburðum, sem gerst höfðu. Sagði hann frá því, að ríkisstjórninni hefðu ekki komið þeir allskostar á óvart, því fyrir milligöngu brezku stjórnarinnar hefði verið rætt um að nauðsyn- legt kynni að geta orðið, að taka hernámi þá staði hér á landi, sem hafa mesta hernað- arlega þýðingu. Ríkisstjórnin hefði mótmælt þessari skoðun og nú mótmælt harðlega her- námi landsins. Hinn nýi brezki sendiherra, Mr. Howard Smith, hefði tekið við þessum mótmælum og jafn- framt fullvissað sig um, að eng- inn brezkur hermaður myndi dvelja lengur hér á landi, en nauðsyn bæri til af hernaðará- slæðum. Hann bað þjóðina að vera vongóða og einhuga og lála ekki bugast, þótt nú dragi dimt ský yfir, því öll él birta uin síðir og þolinmæðin þrautir vinn- ur allar, sagði forsætisráðherra. þjóðina bað liann $ð koma vin- samlega fram gagnvarl brezku hermönnunum. bvf hefði verið lofað, að engum yrði áreitni sýnd og ekki myndi heldur af hálfu Breta seilst til afskifta af innanlandsmálum. bá gat forsætisráðherra þess, að formaður brezka hluta brezk- fslenzku verzlunarnefndarinnar hefði komið til Reykjavfkur með brezku herskipunum til þess að taka upp nýja verzlunarsamn- inga við íslendinga. Utan Reykjavikur hefir lltið orðið vart við hernám Breta. Sagt er að liðsflokkur hafi verið sendur til Akranes í gærkveldi, og vopnaður togari kom til Seyðisfjarðar um kl. 9,30 f gær- morgun og spurði hvort nokkrir Þjóðverjar dveldust þar, en hélt nær strax á brolt aftur er því var svarað neitandi. Sjálfsagt er að almenningur taki þessum stórviðburðum, sem nú dynja yfir land okkar með stillingu og karlmannlegum kjarki. Forðast vendilega allar æsingar eða opinbera andúð. Með slíku vinnst ekkert nema aukin vand- ræði. Enn er alt of snemt að kveða upp spádóma um hvaða áhrif atburðir þessir hafa á efnahag og afkomu þjóðarinnar, en hitt verður þjóðin að horfast I augu við, að nú er hún orðin einn aðili hins blóðuga hildarleiks. Þjóðverjar hafa ráðist inn í Belgíu, Holland og Luxepi- burg og gert magnaðar loft- árásir á fjölda borga. Aðfaranótt 10. þ. m. réðist þýzkur her inn í Holland, Belgiu og Luxemburg. Var þetta lið búið öllum nýtízkuhergögnum og framsókn þess studd af ótölu- legum flugvélagrúa. Her Hollendinga og Belga snerist strax til hraustlegrar varnar og samtímis báðu stjórnir þessara ríkja um hernaðarlega aðstoð Breta og Frakka. Var barist af látlausu kappi í allan gærdag, og voru bardagar harðastir í Hollandi. Hafði þýzka hernum tekist að komast um 10 enskar mllur inn í Holland á ein- um stað, og jafnframt að ná flug- vellinum í Amsterdam. Var bar- ist utn alla borgina i gærkveldi, því Hollendingar sóttu harðlega að hiiiuin þýzka her. Breytingar á brezku stjórninni. 7. og 8. þ. m, gáfu brezku ráðherrarnir skýrslu I þinginu um brottflutning herliðs bandamanna úr Noregi. Talaði Chamberlain forsætisráðherra fyrstur ráðherr- anna en Churchill flotamálaráð- herra síðastur. Mjög var deilt á herstjórnina og framkoinu stjórn- arinnar í þessum málum og voru þeir Herbert Morrison úr verka- mannaflokknum og Loyd George harðorðastir. Verkamannaflokk- urinn vill fá nýja stjórn eða stórar breytingar á ráðuneyti Chamberlains. Telur sýnt og sannað, að það sé ekki þeim vanda vaxið, að færa þjóðinni sigur í yfirstandandi styrjöld. Lagði verkamannafl. fram van- (Piamhald á 4. slðu.)

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.