Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.01.1948, Blaðsíða 3

Vesturland - 22.01.1948, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Skíðaskólinn á Seljalands- dal við ísaf jarðarkaupstað Menntaskóli á ísafirði. Framhald af 1. síðu. heimahéruð sjn og tapast þeim þá að mestu eða öllu leyti. Bæjarstjórn lítur svo á, að ódýrara og farsælla. muni vei>a að hyggja fleiri menntaskóla og smærri heldur en bákn eitt mikið i Reykjavík. Hér á ísafirði er þegar til veglcg, yfirbyggð sundhöll, á- gætt bókásafn og einn glæsi- legasti íþróttasalur landsins, þá er og bærinn reiðubúinn að leggj a menntaskólabyggingu til ókeypis lóð. Allt þetta mundi draga úr stofnkostnaði menntaskóla hér í l>æ. Sé það rétt, að lóðin ein undir menntaskóla í Reykjavík muni kosta 5—6 miljónir króna, er greinilegt, að fyrir þá upphæð eina mætti hyggja mennta- skóla bæði á Vestfjörðum og Austf jörðum. Allar stoðir, hvort heldur lit- ið cr á menningargildi málsins eða fjárhagshlið þess, renna því undir l>að, að fyrrnefnt frumvarp nái samþykki Al- þingis, og væntir þvi bæjar- stjórn þess, að háttvirt Alþingi verði við þeirri áskorun henn- ar að samþykkja frumvarp þeirra Hannibajs Valdimars- sonar og Páls Zophaníassonar um menntaskóla á Vestfjörð- um og Austfjörðum“. l3egar stríðið skall á 1939 og leiðir lokuðust til náms i Svi- þjóð og Noregi, og ekki var hægt að fá skíðakennara utan- lands frá, þá fóru nokkrir á- liugamenn um skiðaíþróttir á Isafirði að hugsa um að stofna skíðaskóla. Pessi ætlun þeirra varð að veruleika í þorralok 1943 Skólanum var komið fyrir í skiðaslcála Skiðafélags Isa- l'jarðar ó Seljalandsdal, sem er dalverpi á hjalla í 400—700 m. hæð fyrir sunnan Eyrar- fjall, en í vestur frá Skutuls- l'irði. — Landslag er þarna mjög hreytilegt og snjóalög fram á sumar. Þeir, sem stóðu að þessari skólastofnun réðust í vegagerð af þjóðveginum meðfram Skutulsfirði og liættu eigi, þrátt fyrir torfærur og bratta, fyrr en vegur var kominn upp á hjallann. Einnig cndurbættu þeir skálann. Skólastjóri og kennari skól- ans var. ráðinn lir. Guðnnmd- ur Hallgrímsson frá Grafar- gili í Valþjófsdal við önundar- fjörð. Guðmundur liafði ungur lært á skíðum og ávallt iðkað skiðaíþróttir. Hann hafði dval- ið í Svíþjóð við skíðajiám og liafði þegar fyrir nokkra reynslu sem skiðakennari. Síð- an hefur Guðmundur veitt skólanum forstöðu. Hann fór veturinn 1945 enn á ný utan til Svíþjóðar og kynnti sér nýj- ungar í skíðakennslu og relesl- ur skiðaskóla. Naut liann hjá sænska sliíðasamhandinu slikr- ar tiltrúar, að honum var trú- að fyrir að kenná á skíðánám- skeiði á vegum sambandsins. Alls hafa dvalið við nám á skólanum 42 nemendur. 1943: 4 nemendur og luku allir skíðakennaraprófi. 1944: 7 nemendur, sem allir ljúka prófi. 1945: 11 nemendur, en 5 luku prófi. 1946: 11 nemendur, þar af 3 stúlkur, 4 nemendur ljúka prófi. 1947: 9 nemendur, þar af 3 stúlkur, 3 nemendur ljúka prófi. Skólinn liefur starfað í l1/^ mánuð árlega og venjulega liefur starfstímanum verið þannig fyrir komið, að ncm- endur tiafa verið þátttalcendur i skíðavikunni um páskana. Áhrifa frá skólanum gætir þegar víða. Nemendur frá lion- um hafa lilásið áliuga í skíða- iðkanir t. d. i Strandasvslu (Arngrímur Ingimundarson) á Austfjörðum (Stefán Þor- leifsson og Öskar Ágústsson, en Gunnar Ölafsson var þar l'yr- ir). Menn, sem eftir slcóladvöl liafa vakið á sér athygli í skíða- iþróttum, eru t. d. Stefán P. Kristjónsson í Reykjavík, Ás- geir Eyjólfsson i Reykj avík. I- þróttakennarar, sem dvalið hafa á skólanum, eru Vignir Andrésson í Reylcjavík, Stefán Þorleifsson frá Nesltaupstað, Öskar Ágústsson við Lauga- skóla, Guttormur Sigurbjörns- son á Isafirði. Nú hefur verið ákveðið, að skólinn taki til starfa í febrúar og starfi í 1% mánuð. Skálinn hefur verið endur- bættur, t. d. hefur hann verið raflýstur, olíukynntum ofnum komið fyrir í öllum herbergj- um og sum herbergjanna ver- ið einangruð betur. Nógar birgðir af olíu og kol- um eru þegar komnar til skál- ans. Hvert íþrótta- og ungmenna- félag á landinu ætti að lcapp- kosta að senda nemendur til náms á skólann, svo að á hverjum tíma eigi hvert félag einhvern félagsmann, sem kann að leiðbeina um sldða- íþróttir. Sum félög hafa þegar gert þetta og má þar til nefna glímufélagið Ármann í Reykjavík og Iþróttafélag Reykjavíkur. Kennurum við skóla var boðin þátttaka í skíðanámi í júnímánuði 1947, en úr þessu námskeiði varð ekki, vegna ó- nógrar þátttöku. Mun verða reynt að koma á slíku náms- skeiði á komandi vori og er þá vonandi að kennarar og aðrir notfæri sér þetta námsskeið til þess að auka kunnáttu sína og getu á skíðum og eins til hress- ingar. Dvöl á skólanum i IV2 mán- uð kostar um kr. 600,00 Jfæði, viðlega og kennsla). Fræðslumálaskrif stofan Iþróttafulltrúi. O------- Gullbrúðkaup. Þann 13. janúar s. 1. áttu þau hjónin frú Ástríður Ebenes- ersdóttir og Halldór Ólafsson múrarameistari Sólgötu 5 fimmtíu ára hjúskaparafmæli. Þau liafa bæði komið mikið við félagsmálasögu þessa bæj- arfélags um áratugi, og jafn- an notið almennra vinsælda og virðingar samhorgara sinna. 1---------------------------------------------- ÞAKKARÁVARP. Hjartans þakkir til allra nær og fjær, sem sýndu mér vinsemd á 70 ára afmæli mínu 18. okt. s. I. með velvöld- um gjöfum, heimsóknum og heillaóskaskeytum og á all- an hátt gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð og gæfan fylgi ykkur æfinlega. Kjós, Grunnavíkurhreppi, 18. nóv. 1947. Ragnheiður I. Jónsdóttir. 1___________________________________________________________\ Þökkum auðsýnda hluttekningu og samúð við andlát og jarðarför barnsins okkar, Selmu. Guð blessi ykkur öll. Hnífsdal, 19. janúar 1948. María Friðriksdóttir Vernharð Jósefsson Jörð tíl sölu Tækifærisverð. Jörðin Bæir I. í Snæfjallahreppi fæst til kaups og áhúðar í næstu fardögum. Á jörðinni er nýtt sfeinsteypt íbúðarhús, fjós i'yrir 6 naut- gripi, áhurðargeymsla, þVaggryfja og heyhlaða fyrir 200 liesta — allt sambyggt úr steinsteypu. Ennfrémur fjárhús fyrir 100 fjár og hesthús fyrir 6 liesta, sambyggt með heyhlöðu fyrir um 200 liesta. Tún og engjar girt. Bryggja, sem póstbáturinn getur afgreitt sig við. Jörðinni fylgja 20 ær. * Leiga á jörðinni getur komið til mála. Atlar nánari upplýs- ingar gel'ur éigandi jarðarinnar, Sigurður Ólafsson, Bæjum, eða Óskar Sigurðsson, Fjarðarstræti 29, Isafiði. Jörð til sölu. 12 lnmdruð í jörðinni Bæjum, Snæfjallahreppi er til sölu nú þegar. Túnið er mest allt véltækt, gefur af sér um 400 hestburði af töðu, miklar útengjar og mótekja. Ihúðarhús i góðu standi, byggt 1930. Peningshús úr steini fyrir 8 kýr, 8 hestá, 150 fjár, haughús, safnþró, súrheysgryfja. og 2 þurheyshlöður, allt úr steini með járnþaki, steiplir kjallarar undir fjárhusum. 2 útihús úr steini. Bryggja og sími á staðnum. Semja ber fyrir marzlok við Kjartan Halldórsson, Hrannar- götu 6, Isafirði, sem gefur nánari upplýsingar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.