Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1952, Blaðsíða 1

Vesturland - 24.12.1952, Blaðsíða 1
<3jGR§) 2/eSSÍF)VlZWíiH SdfÍJ3FS3?£$»SMffllfMR XXIX. árgangur. Isafjörður, jólin 1952. 27.—30. tölublað. 1 GLEÐILEG JÓL! ÆÐEY við Isafjarðardjúp í fegurðarlendu og friðsælu stöð mig farkostur loksins ber tii eyjar, sem mig liefir ávalt dreymt og æðurin helgar sér. Nú kem ég til þín á fagnaðarfund og færi þér hjarta mitt, er úar bliki sín ástúðar ljóð um átthaga veldi sitt. En skrúðtignina bezt hann ber, er blasir við hreiðurgjörð og lognalda vaggar sjálfri sér í svefnró um stafaðan fjörð. Er eggtíðin birtist og umhyggjan vex og alúð við hækkandi sól, er Æðey gersemi allra mest og unaðar höfuðból. Hjá arðsælu metfé að eiga dvöl er árbót og lyfting sönn. Ef elli getur ei yngt sig hér, er innræti komið í fönn. Er sigldi ég frá þér um sólarlagsbil og sá yfir ríkidóm þinn, þá fann ég hvernig þitt aðdráttarafl fór eldi um huga minn. Á Æðey sjást ekki ellimörk, hún yngist í raun og sjón. Með eftirsjá Iít ég um öxl til þín, er andi minn kveður Frón. Guðm. Friðjónsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.