Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vesturland

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vesturland

						Úr bæ og byggð.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína Halldóra Guðmundsdóttir,
hjúkrunarkona og Jóhann Eiríks-
son yfirfiskimatsmaður. Guðrún
Dóra Hermannsdóttir verzlunar-
mær og Þórír Þórisson Kópavogi.
Hansína Vilhjálmsdóttir Isafirði
og Guðlaugur Guðjónsson frá
Stykkishólmi.
Hjúskapur.
Sigrún Halldórsdóttir (Gunn-
arssonar) og Hringur Hjörleifsson
voru gefin saman í hjónband af
sóknarpresti 5. nóv. s.l.
Afmæli.
Helgi Ketilsson Odda ísafirði
átti sjötugsafmæli í gær 30. nóv.
Helgi er borinn og barnfæddur Is-
firðingur og hefur búið hér alla
ævi. Hann er greindur maður og
mjög víðlesinn og vel látinn af öll-
um, sem hann þekkja. Kona Helga
er Lára Tómasdóttir og hafa þau
hjón eignast sex börn.
Frú Anna Sigfúsdóttir, kona
Krístjáns H. Jónssonar verk-
smiðjueigenda á í dag fimmtugs-
afmæli. Frú Anna er mikil mynd-
ar og dugnaðarkona og hefur tek-
ið merkan þátt í félagsmálum
kvenna, einkum slysavarnarmálum
og kvenfélagsmálum. og hefur nú
um nokkur ár verið formaður
Kvenfélagsins Óskar.
Þau hjón Kristján og Anna hafa
eignast tvö börn, sem bæði eru
uppkomin.
Andlát.
Sigríður Guðmundsdóttir, Aðal-
stræti 17 Isafirði, andaðist 19.
f. m. Hún var fædd 1. ágúst 1888.
Jósep Hermannsson í Hnífsdal
andaðist í Sjúkrahúsi Isafjarðar
24. október eftir langa vanheilsu,
nær áttræður að aldri.
' Jósep heitinn var um langan
tíma bóndi á Atlastöðum í Fljóta-
vík.
Guðbjörg Sigurðardóttir lézt fyr-
ir nokkru á heimili dóttur sinnár
Önnu Bjarnadóttir og tengdasonar
Ólafs Jakobssonar skósmiðs. Guð-
björg var 85 ára að aldri.
Togarasölur.
ísborg seldi í Þýzkalandi s.l.
föstudag 196 tonn fyrir 87300
mörk.
Kirkjubyggingasjóður.
Kvöldskemmtun verður í Al-
þýðuhússinu í kvöld til ágóða fyr-
ir - Kirkjubyggingasjóð. Til
skemmtunar verður: Ávarp, ræða,
einsöngur, þrisöngur kvenna,
ferðaþáttur frá Ceylon, Upplestur,
einleikur á trompet. Dansleikur
verður kl. 11. Ágóði af skemmt-
uninni rennur í Kirkjubyggingar-
sjóð.
sm® aÆssrFwzyuRR S3úGFssms»smjmi
XXXII. árgangur.   ísafjörður, 1. desember 1955.   14.—15. tölublað.
Sundhollín verður lokuð i vetur.
Gleymdu að panta efni til viðgerða og ráða smiði.
1 mörg ár hefur staðið til að
gera nauðsynlegar lagfæringar á
Sundhöllinni. Meirihluti bæjar-
stjórnar hefur þó alltaf heykst á
að framkvæma þessa viðgerð. Á
s.l. vetri var þó séð að ekki væri
hægt að komast lengur hjá að láta
viðgerð fara fram og var ætlað að
framkvæma hana nú í sumar.
Undirbúningur að þessu verki
gleymdist svo gersamlega að
hvorki var pantað efni til viðgerð-
innar eða menn ráðnir til að vinna
verkið. Síðla sumars er þó byrjað
að vinna nokkuð innanhúss og í
bæjarstjórn er látið í veðri vaka
að nu skuli settur kraftur á f ram-
kvæmd verksins og stefnt að því
að ljúka því um áramót svo að
sundkennsla gæti þá hafist. En í
stað þess að hraða þessu hefur
vinna við verkið verið lögð niður
um langan tíma og ekkert gert.
Það er því sjáanlegt að sund-
kennsla mun falla niður í vetur.
Það var hægur vandi að ljúka
þessari viðgerð á Sundhöllinni á
sumrinu, ef byrjað hefði verið
strax í vor og haldið áf ram af 1 u II-
um krafti í sumar.
Núverandi bæjarstjóri hefur
haft með höndum undirbúning að
viðgerð Sundhallarinnar síðan
sumarið 1951 en þá festi hann
kaup á tjörupappa á þak hússins
og var hann um langt bil geymd-
ur í kjallara Iþróttahússins og síð-
an seldur eða ráðstafað í annað.
Að öðru leyti gleymdist að panta
efni fyrr en komið var fram á
sumar og sömuleiðis gleymdist að
ráða smiði til að vinna verkið.
Enginn skrifstofnstjóri hjá bænum.
Leitin hefíir ennjiá ekki borið áramjur.
Skrifstofustjóri bæjarins Eyjólf-
ur Jónsson, sagði lausu starfi sínu
fyrir sex mánuðum síðan og er
hann að láta af starfi nú um mán-
aðarmótin.
Fyrir hálfum mánuði gerðu
Sjálfstæðismenn fyrirspurn á bæj-
arstjórnarfundi um hvað hefði
gerzt í því að fá annan mann til
þessa starfs. Bæjarstjóri varð
fyrir svörum og sagði hann að
ekkert hefði gerzt í málinu. Fluttu
Sjálfstæðismenn þá tillögu um að
auglýsa starfið laust til umsókn-
ar þegar í stað, þar sem þá var
liðinn 5y2 mánuður af uppsagnar-
tíma Eyjólfs og útilokað að kom-
azt hjá því að ráða skrifstofu-
stjóra, sem jafnframt er aðalbók-
ari. Forseti bæjarstjórnar lagði
til að tillögu Sjálfstæðismanna
yrði vísað til bæjarráðs og var það
samþykkt með 5 atkvæðum Fram-
sóknarkrata gegn 4 atkvæðum
Sjálfstæðismanna.
Á bæjarráðsfundi nýlega var til-
laga þessi tekin fyrir á ný. Matthí-
as lagði til að hún verði samþykkt
en Birgir og Jón Jóhannsson, (sem
þar mætir í forföllum aðalmanns
Framsóknar og er 18 maður á list-
anum), lögðu til að frestað verði
að auglýsa starfið. Hvað liggur
hér á bak við?
Um leið og Eyjólfur segir upp
starf i sínu með sex mánaða upp-
sagnarfresti, hefja meirihluta-
flokkarnir karp mikið hvor
þeirra skuli ráðstafa starfinu. 1
þessu stendur lengi og loks þeg-
ar það er til lykta leitt þá byrj-
ar flokkurinn sem hnossið hlaut
að leita eftir manni. Enginn
fyrirfannst innanbæjar, sem
hafði þekkingu til þess að taka
þetta að sér eða kærði sig um.
Leitin hefur ekki ennþá borið
árangur og þessir karlar eru
ekki stærri en það að í sex mán-
uði hefur þeim ekki tekizt að
fá hæfan mann í þetta starf. En
þrátt fyrir það að uppsagnar-
frestur Eyjólfs er úti þá neita
þessir menn að auglýsa starfið.
Að auglýsa störf er bannað hjá
núverandi bæjarstjórnarmeiri-
hluta, klíkustarfsemi og bak-
tjaldamakk er þeim kærkomn-
ast.
Munið að koma f ötunum til hreins-
unar tímalega fyrir jól.
ÞVOTTALAUGIN  h/f.
Gólfdreglar, gólfmottur,
gólfteppi.
VERZLUNIN RtrN
Tveir stólar og skemill til sölu
tækifærisverð.
VERZLUNIN RÚN
Jón heldur uppteknum
hætti.
Gamli maðurinn í bæjarstjóra-
stólnum heldur áfram uppteknum
hætti og fékk lögfræðing hingað
frá Reykjavík fyrir mánuði síðan,
til þess að innheimta hér útsvör og
gera lögtök fyrir ógreiddum út-
svörum hjá nokkrum gjaldendum.
Aldrei er farið fram á heimild
bæjarráðs til þess að ráða hingað
dýra lögfræðinga. Væri fróðlegt að
málgögn meirihlutans gæfu bæjar-
búum upplýsingar um hvað Isa-
fjarðarbær hefur greitt í þókn-
un fyrir þennan innheimtustarfa.
Frú Ragna Pétursdóttir
látin
Frú Ragna Pétursdóttir kona
Sigurðar Kristjánssonar fyrv. al-
þingismanns andaðist í Reykjavík
21. nóvember s.l. á 52. aldursári.
Ragna var fædd 14. ágúst 1904
að Þúfum í Reykjafjarðarhreppi,
dóttir Péturs Pálssonar í Brautar-
holti í Skutulsfirði. Hún ólst upp
hjá föðurforeldrum sínum Páli Ól-
afssyni prófasti í Vatnsfirði og
Arndísi Pétursdóttir. Ragna giftist
1924 SigurSi Kristjánssyni, þá rit-
stjóra hér á ísafirði og hér bjuggu
þau hjón sín fyrstu búskaparár.
Um 1930 fluttu þau til Reykjavík-
ur og hafa búið þar síðan. Þeim
varð 11 barna auðið og eru 10
þeirra á lífi.
Ragna Pétursdóttir var einstök
gæða og mannkostakona. Aðlað-
andi viðmót, fágæt lyndiseinkunn
og glæsileg persóna eru góðir eig-
inleikar sérhvers manns. Alla
þessa eiginleika átti Ragna heitin.
Allir þeir sem henni kynntust
sakna hennar, en sárastur verður
harmurinn manni henriar og börn-
um, en þeim til huggunar lifir hlý
og björt minning ástríkrar eigin-
konu og móður. Vestfirzkir vinir
þeirra hjóna senda Sigurði og
börnum hans innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Rögnu Pét-
ursdóttir.
M. Bj.
-------oOo-------
Nýr innheimtumaður
bæjarsjóðs
Jón Á. Jóhannsson innheimtu-
maðuf bæjarins sagði fyrir
skömmu lausu starfi sínu og ósk-
aði að losna strax frá starfi.
Kratár og Framsókn ákváðu að
ráða Stefán Stefánsson skósmið
í starfið og felldu framkomna til-
lögu í bæjarstjórn um það að starf-
ið yrði auglýst laust til umsókn-
ar. í einstaka tilfellum hentar ekki
að auglýsa störf, hrökk út úr ein-
um bæjarfulltrúa kratanna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6