Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.04.1957, Blaðsíða 1

Vesturland - 11.04.1957, Blaðsíða 1
Veruleg hækkun á rafmagnsverðinu Á fundi rafveitustjórnar 27. marz s.l. var samþykkt með öllum atkvæðum hækkun á rafmagns- verðinu. Nokkru áður hafði for- manni rafveitustjórnar, rafveitu- stjóra og Matthíasi Bjarnasyni, verið falið að gera tillögur um breytingar á gjaldskránni. Bæjarstjórn samþykkti raf- magnshækkunina á aukafundi 28. marz með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Rafmagnsverðið hækkar sem hér segir: Ljós...........hækki úr kr. 1,60 í kr. 2,10 kwst. eða um 31,35% Suða og hiti . . — — -— 0,38 - — 0,55 —---------- 44,8 % Smáiðnaður . . —----------1,10-----1,25 -— ------13,6 % Stóriðnaður . . —---------- 0,35 - — 0,45 —--------- 28,6 % Bökun ............ — — — 0,30 - -— 0,35 —---------- 16,7 % Götu- og hafnarljós .... —---------- 0,50 -- 0,60 -—--------- 20 % Götuljósakerfisgj. hækki úr 168,00 í 200,00 pr. ljósast. eða um 19% Þá urðu einnig breytingar á gjaldskrá fyrir heimtaugar. Eftir er að fá samþykki viðkom- andi ráðuneytis á þessari hækkun rafmagnsgjalda, en hið nýja raf- magnsverð á að hækka frá síðasta mælaaflestri um s.l. mánaðarmót. Rekstur rafveitunnar. Rafmagnsverðið hefur verið ó- breytt síðan sumarið 1951. En raf- veitan hefur farið út í fjárfrekar framkvæmdir með byggingu hinn- ar nýju dieselstöðvar og mjög að- kallandi verkefni bíða úrlausnar. Reksturskostnaður hefur aukist ár frá ári aðallega vegna vaxandi dýrtíðar í landinu. Rafmagnsverð undanfarin ár. Árið 1945 var rafmagnsverðið 1,00 kr. kwst. til ljósa og kr. 0,18 kwst. til suðu og hita. Árið 1950 hækk- ar rafmagn til ljósa í kr. 1,10 kwst. og til suðu og 'hita í kr. 0,25 kwst., en ári síðar eða frá 1. ágúst 1951 hækkar rafmagnið til ljósa í kr. 1,60 kwst. og suða og hiti í kr. 0,38 kwst. Þetta er mikil verðhækkun. Þessi rafmagnshækkun er mjög mikil og að sjálfsögðu þungur skattur ofan á alla þá, sem fyrir voru. En þessi hækkun er óhjá- kvæmileg til þess að hægt sé að reka fyrirtækið sómasamlega. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði með þessum hækkunartillögum, en þeir hefðu kosið að hækkunin hefði komið fyrr til framkvæmda og hefði þá verið hægt að láta nægja nokkru minni hækkun. Þá er ekki hægt að neita því, að höfuðástæðan fyrir hækkun rafmagnsverðsins er framkvæmd dieselstöðvarinnar sem varð að ráðast í, þó fyrr hefði verið. Hefur kaup á nýrri dieselvél verið mikið áhugamál Sjálfstæðismanna og voru þeir flutningsmenn að tillög- unni um kaupin. Hinsvegar hefur það verið mönn- um til mikilla leiðinda hve seint var hyrjað á byggingafrainkvæmd- um á s.l. sumri, en vegna þess hef- ur þurft að vinna eftir- og nætur- vinnu og dýra vinnu og aðflutn- inga í vetur, sem kostað hafa raf- veituna aukalega Stórfé, sem raf- magnsnotendur verða að greiða. Ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Sjálfstæðsmenn vita gerla að hækkun á gjöldum er ekki vinsæl hjá almenningi og gátu auðveld- lega látið meirihlutann einan um að samþykkja þessa hækkun. En slík framkoma er vítavert ábyrgð- arleysi, sem ábyrgur stjómmála- flokkur getur ekki leyft sér. 1 þessu sambandi er rétt að rif ja upp framkomu Alþýðuflokksins, þegar hann var í minnihluta hér í bæ. Einveldi Alþýðuflokksins, sem staðið hafði í 24 ár, lauk í árs- byrjun 1946 og tóku þá Sjálfstæð- ismenn við bæjarmálaforystunni. Rafmagnsverðið var óbreytt til 1. júní 1950 en þá hækkaði rafmagn til Ijósa úr 1,00 í kr. 1,10 kwst. og rafmagn til suðu og hita úr kr. Framhald á 2. síðu. Blóðgjafasveit ísafjarðar Undirbúningsnefndin að stofnun Blóðgjafarsveitarinnar. Talið frá vinstri: Jóh. Gunnar Ölafsson, bæjarfógeti, Einar B. Ingvars- son, bankastjóri, Gunnlaugur Jónasson, bóksali og Úlfur Guim- arsson, yfirlæknir Sjúkrahúss ísafjarðar. Á myndina vantar Júlíus Helgason, rafvirkjameistara. Dagana 27. og 28. marz fór fram innritun í Blóðgjafasveit Isafjarð- ar, og hafa 164 ísfirðingar þegar látið skrá sig í sveitina. Undanfar- ið hefir verið starfandi hér mjög fámenn blóðgjafasveit, sem aðal- lega hefir verið skipuð skátum hér í bænum. Var hún orðin alltof fá- menn, til þess að geta sinnt aukn- um blóðgjöfum. Það var Rótaryklúbbur ísaf jarð- ar, ásamt Skátafélaginu Einherjar og Karladeild Slysavarnafélagsins, sem beitti sér fyrir stofnun Blóð- gjafasveitarinnar. 1 undirbúnings- nefnd sveitarinnar voru: Jóh. Gunnar Ólafsson, Einar B. Ing- varsson, Gunnlaugur Jónasson og Júlíus Helgason, auk Úlfs Gunn- arssonar, sjúkrahússlæknis, sem var aðalhvatamaður að stofnun sveitarinnar. Afgreiðsla fiugvéla fari fram á landi Lagfæra þarf flugbi autina í Suðurtanga. Á fundi bæjarstjórnar fyrir skömmu síðan bar Matthías Bjarnason fram eftirfarandi til- lögu, sem samþykkt var með sam- hljóða atkvæðum allra bæjarfull- trúa: „Bæjarstjórn Isafjarðar beinir þeim eindregnu tilmælum til flug- málastjórnarinnar að hún láti framkvæma þegar á komandi vori lagfæringu á flughrautinni í Suð- urtanga til þess að gera kleift að afgreiða á Iandi Catalinaflugvélar þær, sem annazt áætlunarflug til Isafjarðar. Eins og liáttar verður að afgreiða flugvélarnar á sjó við erfið skilyrði farþeguin til mikils óliagræðis, en úr þessu má bæta auðveldlega með því að breikka tii muna flugbrautina og lengja til sjávar.“ Á sínum tíma var þessi flug- braut byggð fyrir Grumman flug- báta, sem þá héldu uppi áætlunar- flugi til ísafjarðar, og jafnframt byggt hér flugskýli fyrir þá. Um likt leyti og þessi mannvirki voru fullgerð var farið að nota Catalina- flugvélar á þessari flugleið, því farþegaflutningar með flugvélum ukust verulega og var þá ílug- braut þessi of lítil og skýlið sömu- leiðis. Ef flugbrautin er breikkuð um ea. þriðjung og lengd nokkuð til sjávar, þá er fullyrt að hægt er að afgreiða Catalinaflugvélar á brautinni og er þá hægt að losna við hinar leiðinlegu og seinu af- greiðslu með bát út í flugvélarn- ar. Á meðan ekki kemur hér flug- Framhald á 2. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.