Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.05.1970, Blaðsíða 1

Vesturland - 30.05.1970, Blaðsíða 1
Ávarp til ísfirzkra kjósenda GÓÐIR ÍSFIRÐINGAR. Á morgun, sunnudaginn 31. maí, gangið þið að kjörborðinu til að velja menn í bæjarstjórn ísafjarðar til næstu fjögurra ára. Margvísleg verkefni bíða úrlausnar hinnar nýju bæjar- stjórnar, þótt ekki sé hægt að ætlast til, að unnt sé að ljúka þeim á einu kjörtímabili. Bygging elliheimilis og stækkun sjúkrahússins, malbikun gatna, íbúðabyggingar, nýtt heildarskipulag fyrir kaupstað- inn, hafnarframkvæmdir, bygging íþróttamannvirkja, vatns- veituframkvæmdir, framkvæmdir í skóla- og menningarmál- um og stuðningur við atvinnulífið í bænum o.m.fl. Hvar, sem litið er, eru óleyst verkefni framundan. Samskipti við nærliggjandi sveitarfélög þurfa að verða nánari en verið hefur, til átaka í sameiginlegum málum s.s. til eflingar atvinnulífsins og fullnýtingar sjávaraflans, og ennfremur í rafmagnsmálum, heilbrigðismálum, samgöngu- málum, mennta- og menningarmálum. Isafjörður er fjölmennasta byggðarlagið og ber því að hafa forystu um þessi mál. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins er skipaður fólki, sem hlaut traust fjölda samborgara sinna í prófkjöri. Nokkrir menn, sem áður skipuðu sæti á lista flokksins, óskuðu að vera ekki í kjöri að þessu sinni, og þökkum við þeim góð störf fyrir bæjarfélagið í lengri eða skemmri thna. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins bjóða bæjarbúum upp á samstarf af fullum heilindum um lausn aðkallandi mála. Við bjóðum starfskrafta okkar og munum leitast við að leysa hvert mál af velvild og skilningi. Því öflugri stuðning, sem þið veitið D-listanum, því meiri áhrif höfum við á gang bæjarmála og uppbyggingu blómlegs bæjarfélags. Isfirðingar sækjum fast fram. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Frambj óðendur Sj álfstæðisflokksins. Frambjóðendur Sjálfstæðisílokksins

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.