Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.10.1970, Blaðsíða 1

Vesturland - 30.10.1970, Blaðsíða 1
XLVH árg. IsafirSi, 30. okt. 1970. 15. tölubl. Meirihlutafl. í bæjarstjórn ísafjaröar gefast upp Kratar og kommúnistar slíta samstarfi við Framsókn Ráðning í starf skrifstofustjóra bæj- arins er notoð sem tylliástæða Högui Þórðarson SPÁIN, SEM RÆTTIST Á fundi bæjarstjómar ísa- fjarðar 21. þ.m. létu bæjar- fulltrúar Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins bóka yfir lýsingu um, að meirihlutasam starfi þessara flokka við Fram sóknarflokkinn væri lokið. Yfirlýsing þessi kom á óvart. Samstarf þessara flokka, sem staðið hefur um árabil, hefur farið síversnandi. Á síðasta kjörtímabili var þetta samstarf ekkert nema nafnið tómt. Að kosningum loknum var þó enn einu sinni skriðið í eina sæng. Sjálfstæðismenn héldu því fram, þegar í kosningabarátt- unni, að tækist þessum flokk- um að mynda meirihluta að nýju eftir kosningar, yrði slíkt samstarf endasleppt. Vart er hægt að hugsa sér ósamstæðari hóp, en bæjar- fulltrúa þessa fyrrverandi meirihluta. Það leynir sér ekki í sein- asta tölublaði Isfirðings, að „spámennska íhaldsins“ hefur farið í fínu taugar skattstjór ans, enda er svo að skilja, að einhverjir „spretthlaupar- ar“ hafi verið að stríða gamla manninum fyrir kosningamar. Hann hefur því sýnilega ekki verið búinn að jafna sig, þeg- ar stóra áfallið dundi yfir. TVEIR BÆJARSTJÓRAR Á þessum stutta valdatíma höfðu þó setið tveir bæjar- stjórar. Jóhann Einvarðsson var í upphafi kjörtímabilsins endur kjörinn bæjarstjóri til fjög- urra ára. Hann sá þó fljót- lega hvert stefndi og bað um lausn frá störfum og gerðist bæjarstjóri í Keflavík. Frá 1. sept. sl. var Jón Guðlaugur Magnússon ráðinn bæjarstjóri með atkvæðum bæjarfulltrúa meirihlutans. Jón Guðlaugur er að vísu bezti drengur, en reynslulaus með öllu, til þess að gegna svo viðamiklu, erfiðu og eril- sömu starfi, sem þama er um að ræða. Margir fleiri en bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins urðu því til þess að gagnrýna ráðningu bæjarstjórans, enda náði óánægjan langt inn í raðir meirihlutaflokkanna. Fljótt kom í ljós, að eitt- hvað óhreint var við aðdrag- andann að bæjarstjórakjörinu síðara. Um þetta segir dagblaðið Þjóðviljinn á baksíðu 20. okt. og er þar átt við Jón skatt- stjóra: „... og hinn bæjarfulltrúi Framsóknar á staðnum mun einnig hafa gengið á svig við meirihlutasamþykktir, t.a. m. þegar núverandi bæjarstj. var ráðinn.“ Trúlega em ummæli þessi höfð eftir einhverjum for- svarsmanni kommúnista hér á ísafirði. Nú er heldur ekki farið dult með það af talsmönnum meirihlutaflokkanna fyrrver- andi, að mun meiri ástæða hefði verið, til þess að rjúfa samstarfið vegna kjörs bæjar- stjórans heldur en nú, þegar skrifstofustjórinn var ráðinn. Afstaða bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins til Jóns Guð- laugs Magnússonar mun fyrst og fremst mótast af viðmóti og framkomu hans sjálfs, á meðan hann gegnir bæjar- stjórastarfi hér. Fyrirrennari hans, Jóhann Einvarðsson, gætti þess vand- lega í störfum sínum að blanda sér ekki í dægurþras bæjarstjórnarflokkanna. Hann leitaðist við að eiga gott sam starf við bæjarfulltrúa allra flokkanna. ALLT 1 GRÆNUM SJÓ Það dylst engum, sem til þekkir, að fjármál bæjarfé- lagsins eru í mesta ólestri, og greiðslunvandræði bæjarsjóðs mjög tilfinnanleg. Allt hefur þó verið látið reka á reiðanum hjá meiri- hlutanum um langan tíma. BYGGINGARSJÍÆIUR ELLIHEIMILISINS Til þess að bæta úr greiðslu vandræðunum var svo gripið til Elliheimilissjóðsins og teknar þar að láni um 3,7 millj. króna, án heimildar, eins og kunnugt er. Sjálfstæðismenn kröfðust þess, þegar ákveðið var I sumar að leggja á bæjarbúa útsvör um 5 millj. króna um- fram fjárhagsáætlun, að a.m. k. 1 millj. króna af þeirri upphæð yrði skilað af tur í Elli heimilissjóðinn. Þetta var sam þykkt, enda þótt greiöslan hafi ekki farið fram ennþá. RAFVEITAN Bæjarsjóður skuldar nú Raf veitu Isafjarðar um 2 millj. króna og hefur sú skuld auk- izt um 1 millj. kr. á þessu ári. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Nýlega samþykkti meiri- hlutinn fyrrverandi að taka lán hjá Brunabótafélagi ís- lands að upphæð 1 millj. kr. til 10 ára með 9Vz% vöxtum p.á. 1 lánsskjölum er lán þetta kallað „til skólabygginga.“ Upplýst er hins vegar, að lánið er tekið, til þess að greiða vanskilaskuldir við Brunabótafélag Islands, þ.e. afborganir og vextir af gjald föllnum lánum allt frá 10/12 1967. Fjöldi lausaskulda hefur hrúgast upp hjá fyrirtækjum og einstaklingum og bæjar- sjóður hefur ekki greitt laun reglulega. TÚNGÖTUHÚSH) 1 kosningabaráttunni á sl. vori var bygging fjölbýlishúss við Túngötu ein af skraut- fjöðrum meirihlutans. Þetta var að vísu mikið afrek, þeg- ar þess er gætt, að engin íbúð hafði verið byggð á vegum kaupstaðarins í 20 ár eða frá .þeim tíma, þegar Sjálfstæðis- menn fóru með forystu bæjar málanna. Kaupendur íbúanna fluttu í húsið fyrir 2 árum. Hins vegar hafa þeim ekki enn í dag verið afhent afsöl fyrir íbúðunum, þrátt fyrir ítrekanir þeirra og skýlausar kröfur. Fullyrt er, að kostnaður við að lagfæra mistök og galla, sem fram hafa komið í hús- inu, muni nema milljónum króna. Hvemig var eftirliti með framkvæmdum háttað? Hver borgar 'brúsann? FRAMKVÆMDIR í LÁGMARKI Á liðnu sumri hafa fram- kvæmdir á vegum bæjarins verið í algjöru lágmarki. Komið var fram í lok júní- mánaðar, þegar fyrst var á- kveðið, hvað framkvæma skyldi og ekkert verk var undirbúið. Það var því ekki við miklu að búast. Sundahöfnin, vatnsveitumál- in, íþróttavöllurinn, skíðaveg- urinn og fjölmörg fleiri verk- efni voru lögð til hliðar. ÚTISTANDANDI ÚTSVÖR OG AÐSTÖÐUGJÖLD Hér að framan hefur verið lýst hinu alvarlega ástandi, sem ríkir í fjárreiðum bæjar- ins, og hefur þó verið stiklað á stóru. Hins vegar væri það ó- drengilegt að benda ekki á, að bæjarsjóður á útistandandi mjög stórar upphæðir í gjald- föllnum útsvörum og aðstöðu- gjöldum. Það verða bæjarbúar að skilja, að hverjir svo sem fara með forystu bæjarmál- anna, eru útsvörin og aðstöðu- gjöldin undirstaða þess, að eðlileg uppbygging geti átt sér stað í bænum. Hverjum vinnandi einstaklingi og skatt skyldu fyrirtæki ber því að leggja af mörkum í sameigin legan sjóð bæjarbúa, eins og lög mæla fyrir um. Bæjaryfirvöldum ber hins vegar skylda til að sjá svo um, að þar gangi jafnt yfir alla, þ.e. að allir greiði það, sem þeim ber. DREGNIR TIL ÁBYRGÐAR Það verður ])ó aldrei vé- fengt, að bæjarfulltrúar meirihlutaflokkanna fyrrver- andi, Alþýðuflokks, Fram- sóknar og Alþýðubandalags, bera höfuðábyrgðina á því, að allt hefur verið látið reka á reiðanum og því er komið sem komið er. Framhald á 2. síðu

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.