Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vesturland

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vesturland

						6

Skólastarfið að hef jast
Menntaskólinn á ísafirði
verður settur í Alþýðuhúsinu
á raorgun kl. 3 e.h. Nemend-
ur verða tæplega 80, þar af
49 nýir nemendur — 43 í
fyrsta bekk og 6 í öðrum •—
Eru 33 nemendanna frá Isa-
firði, 28 annars staðar frá
Vestfjörðum og 17 utan Vest-
íjarða, en í fyrra voru aðeins
3 utan Vestfjarða.
Heimavist fyrir pilta verð-
ur í vetur á Hjálpræðishern-
um, og verða þar 15 piltar,
en 6 stúlkur búa í Húsmæðra-
skólanum Ósk. Aðrir aðkomu-
nemendur munu búa víðs
vegar út um bæ. Mötuneyti
fyrir nemendur verður starf-
rækt á Hjálpræðishernum.
Annar bekkur skólans
greinist  nú  í  tvö  kjörsvið,
raungreinakjörsvið og við-
skiptakjörsvið, en kennslan í
viðskiptagreinum hefst þó
ekki að ráði fyrr en í 3.
bekk.
Nýr kennari við skólann
verður Axel Karl Kvist, sem
mun kenna raungreinar.
Gagnfræðaskóli Isafjarðar
verður settur í Isafjarðar-
kirkju kl. 6 e.h. í dag.
Nemendur í vetur verða
224 í 9 bekkjardeildum, þann-
ig að í 1. bekk verða 68 nem-
endur í þrem deildum, í 2.
bekk verða 66 nemendur í
tveim deildum, í 3. bekk
verða 62 nemendur í þrem
deildum, þar af 21 í lands-
prófi, og í 4. bekk verða 27
@c
ísafirði, sími 3416
MATARSTELL, KAFFISTELL
einlit, rósótt, röndótt og brún.
Stakir  bollar  og  diskar,  margar  gerðir.
Mjög  fallegar  keramikvörur nýkomnar.
Kertalampar, skálar, vasar o.fl.
Loftljós og  lampar í miklu  úrvali.
FERÐATÖSKUR
Bláar,  rauðar,  svartar  og  köflóttar.
Fasteignasala -
Fyrirgreiðsluskrifstoía
Jörðin Meiri-Hlíð, Hólshreppi — Tólf hundruð að
fornu mati — 20 gripa fjós, nýlegt með mjaltavéla-
kerfi, mjólkurhúsi, kælikeri, kælikerfi og öðru tilheyr-
andi. — Sambyggt votheys- og þurrheyshlöðum —
súgþurrkunarkerfi.
Fjárhús, vélahús og fleiri útibyggingar. — Tveggja
hæða íbúðarhús byggt árið 1949. Gólfflötur 72 ferm.
Fjarlægð frá Bolungarvíkurkauptúni 800 metrar.
Verð kr. 1.100.000,00 — Góð áhvílandi lán. Útborg-
un eftir samkomulagi 100—150 þús. kr.
Ódýrar tveggja herbergja íbúðir í einu myndarleg-
asta íbúðarhúsi  ísafjarðarkaupstaðar.
Eignin er innréttuð fyrir 3 séríbúðir, en gæti hentað
td. sem  íbúðir og  /eða skrifstofur.
Verð hverrar íbúðar aðeins kr. 500—700 þús.
Kaup og sala fasteigna. Hafið samband við okkur
að Skólastíg 13, Bolungarvík — Símar 7320 — 7119.
Halldór Ben Halldórsson.
nemendur í einni deild.
Frá skólanum hverfa tveir
kennarar, þær Ingibjörg Guð-
mundsdóttir og Ólafía Sveins-
dóttir, en í staðinn koma þau
Sigrún Harðardóttir og Magn-
ús Pétursson.
Gústaf Lárusson lætur nú
af skólastjórn, en hann hefur
verið kennari við skólann
frá 1938, skólastjóri í fjar-
veru Hannibals Valdimars-
sonar 1946—1954 og skóla-
stjóri á ný frá 1961. Hann
hefur því verið kennari og
skólastjóri við Gagnfræða-
skólann samfellt í rúma þrjá
áratugi, og átt meiri þátt
en flestir aðrir í mótun og
uppbyggingu þessarar stofn-
unar.
Við skólastjórn tekur nú
Jón Ben Ásmundsson frá
Akranesi. Hann hefur um
árabil verið kennari við Gagn-
fræðaskólann á Akranesi og
tekið mikinn þátt í æskulýðs-
starfi þar í bæ. Hefur hann
m.a. verið einn af leiðtogum
skátahreyfingarinnar á Akra-
nesi um langt árabil.
Vesturland þakkar Gústaf
Lárussyni störf hans að
skólamálum á liðnum árum
og býður Jón Ben Ásmunds-
son velkominn til starfa við
Gagnfræðaskólann. Það þakk-
ar einnig Sigurði K.G. Sig-
urðssyni, sem annaðist skóla-
ísfirzk kona skrifar
Af hverju blað núna, aftur
blað og fleiri blöð? Jú, alveg
rétt, það á áð kjósa í bæjar-
stjórn á sunnudaginn. Hvað
er að? Er ekki allt í lagi, af
hverju öll þessi skrif?
Ég get ekki einu sinni stillt
mig, verð að skrifa líka.
Af einhverjum ástæðum virð-
ist bæjarstjórnin vera hrædd
um breytingu. Þó sendi hún
út bréf til fólks, fimmtíu og
sjö ára og eldri, svona til
að vita hvort allir hefðu
salerni, bað eða gætu elclaö
ofan í sig. Og það bezta!
Hvað vill þetta fólk; einbýl-
ishús, elliheimili, heimilisað-
stoð  (kaupa,  leigja  o.s.frv.)
Mér finnst ekkert skrýtið
þótt þessu fólki vefðist tunga
um tönn og almennt væri
gert grín að þessu á vinnu-
stöðum. Við vitum öll í hvaða
vandræðum við erum.
Reykjavík gleypir fólkið og
peningana þess af því að það
hefur enga fyrirgreiðslu feng
ið hjá okkur. Hér er það jafn
vel búið að eyða starfsævi
sinni, en getur ekki fengið að
vera þó að það geti borgað
fyrir sig. Aumt er nú ástand-
ið. Leiðin er því að vinna og
stjórn s.l. vetur, störf hans
við skólans, en hann hefur
nú tekið við öðru starfi.
sofa  þangað  til  við  getum
komizt  suður.
Gott barnagæzluheimili er
nauðsyn því að hér þurfa
allir að vinna. Annar hver
maður er í skóla, því nóg
er af þeim þó æskulýðsstarf-
semi sé lítt uppbyggileg þar.
Þetta og margt fleira vita
allir Sjálfstæðismenn, sem
vilja byggja upp bæinn með
sóma og virðingu hver fyrir
öðrum.
Við höfum því ótal ástæður
til að treysta Sjálfstæðis-
flokknum bezt allra flokka
fyrir málum almúgafólksins.
Vona að ykkur finnist þetta
ekki verri þvæla en bréfið
hans Helga frænda til Gvend-
ar frænda.
Stöndum nú saman og sýn-
um hvað í okkur býr, allir
Isfirðingar.
Kær kveðja.
K.F.H.
ALLAR ALMENNAR
MYNDATÖKUR
LJÓSMYNDASTOFAN
Et.qjavegi 28 — fsafirði
Sími  3 77 0
TIL SÖLU!
Barnavagn og barnavagga
Upplýsingar í síma 3107
FISKIKASSAR
Kjarabót
fyrir sjómenn,
hagsbót
fyrir útgerðina
Kassafiskur er á hærra verði,
rýrnar minna og flokkast betur.
Athuganir hafasýnt,
að fiskikassar eru hagkvæmasta
fjárfesting sem völ er á í
sjávarútveginum. Hafin er innlend
framleiðsla úr nýju plastefni, ABS,
sem er harðara, sterkara og
léttara en áður hefur þekkzt.
90 I. kassar taka 45-50 kg af fiski.
Uppskipun verður fljótari
og léttari.
Nýhannaðir kassar — handhægir,
léttir og ótrúlega auðvelt að þrífa.
AUKIÐ VERÐMÆTI AFLANS
PLASTIÐJAN
BJARG
AKUREYRI SÍMI (96) 12672
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8