Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.07.1977, Blaðsíða 1

Vesturland - 22.07.1977, Blaðsíða 1
ÓRJÚFANLEG SAMSTADA UM ORKUBÚIÐ — Allur undirbúningur er nú á lokastigi, segir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður og formaður undirbúningsnefndar í samtali viö Vesturland „Málið er núna komið á lokastig í undirbúningi fyrir stofnfund fyrirtækisins,” sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður og sem var formaður Orkunefndar vestfjarða. En undirbúnings- stofnfundur fyrir formlega stofnun Orkubús Vestfjarða var einmitt haldinn fjórt- ánda þessa mánaðar í Reykjavík. Þorvaldur sagöi enn- fremur: „Þessi mál eiga sér langa forsögu eins og allir vita. Svo haföi einnig verið áriö 1975 þegar Orkunefnd Vestfjaröa var skipuð. Stofn- un Orkubús Vetsfjarða haföi þá veriö mjög oft rætt á þingum Fjórðungssambands Vetsfjarða og meöal sveitar- stjórnarmanna. Auk þess hafði veriö samþykkt þingsá- lyktunartillaga á Alþingi áriö 1971 um aö kanna mögu- leika á sameignarfyrirtæki sem rekiö yrði af ríki og sveitarfélögum á Vestfjörð- um, sem heföi þaö hlutverk meó höndum aö .annast orkuframleiðslu og dreifingu orkunnar á Vestfjöróum. , Orkunefnd Vestfjaröa vann umfangsmikið starf meö aöstoö færustu sér- fræöinga og helstu forsvars- manna orkumála á Vest- fjörðum. Nefndin haföi á sin- um tíma fundi víðs vegar á Vestfjörðum meö sveitar- stjórnarmönnum , þar sem hugmyndir orkunefndar voru lagöar fram og ítarlega ræddar.Sömuleiöisvoru hug- myndir Orkunefndar kynnt- ar þingmönnum Vestfjarða- kjördæmis og stjórn Fjórð- ungssambandsins áður en nefndin skilaði frumvarpi sínu til laga um Orkubú Vestfjarða. Máliö hlaut síðan ítarlega athugun hjá ríkisstjórninni sem ákvaö aó bera frum- varpió fram á Alþingi sem stjórnarfrumvarp. Þar hlaut máliö venjulega meðferð og var frumvarpiö samþykkt í maí árið 1976. Samkvæmt lögunum er iðnaðarráðherra falið aö beita sér fyrir stofnun Orku- bús Vestfjarða og hefur veriö unnið aö undirbún. stofnfundar síöan og marg- háttuö athugun fariö fram fyrst á vegum iðnaöaðrráðu- neytisins og ennfremur fjár- málaráöuneytisins áóur en ríkisstjórnin tók ákvörðun um að hrinda málinu í fram- kvæmd. i öllum þessum undir- . búningi hefur veriö haft sam- ráö við þá menn sem skip- uöu Orkunefnd Vestfjarða svo og sveitarstjórnarmenn á Vestfjöróum. Af þessu má sjá aö þaö hefur veriö leitast við aö vanda undirbúning þessa máls svo sem kostur hefur verið til þess að máliö lægi sem Ijósast fyrir þegar sveitarstjórnir tækju endan- lega ákvörðun um hvort þau tækju þátt í þessu sameignarfyrirtæki eða ekki. En samkvæmt lögum um Orkubúiö er enginn þvind- aöur til þess aö gerast aöili aö fyrirtækinu heldur byggir þaö á frjálsum grundvelli." Aö lokum sagói Þorvaldur Garðar: „Allur undirbúningur aö stofnun Orkubúsins hefur gengiö vel. Er þaó fyrir aö þakka órjúfanlegri samstööu vestfiróinga sjálfra. Menn hafa .staðiö saman um alla Vetsfirði hvar í flokki sem þeir standa til þess að láta hugsjónir rætast." Fyrsta loðnan veiddist við bæjardyr bolvíkinga — Og í næsta mánuói verður tekin í notkun viðbygging og nýjar vélar við loðnuverksmiðjuna í Bolungarvík, sem eykur afkastagetuna um helming ÞAÐ má segja að fyrsta loðrtan á þessari vertíð hafi veiðst við bæjardyr þeirra bolvíkinga. Súlan sem kom með fyrsta farminn var aðeins sjö tíma að sigla af miðunum til Bolungarvíkur og er það nálægasta höfnin frá miðunum. Loönuverksmiöjan í Bol- ungarv var á sumarvertíðinni í fyrra í miödepli þar sem hún var svo miðsvæðis. Afköst hennar eru hins vegar að- eins um 250 tonn á sólar- hring sem stendur. Núna er veriö aö reka smiðshöggið á tvöfalda stækkun verksmiðj- unnar og aö sögn forráða- manna hennar er búist viö aö hægt veröi aö taka viö- bygginguna í notkun í næsta mánuði. Afköst verksmiðj- unnar aö lokinni stækkun verða þá um 500 tonn á sólarhring. ÁRANGUR FRIÐUNARAÐGERÐA: MOKAFLI OG METFRAMLEIÐSLA Geysilega mikill afli hefur verið hjá Vest- firðingum, núna í júlímánuði. Er nú fyrir- sjánlegt, að sögn fiskvinnslumanna, að þessi mánuður verði sá framleiðsluhæsti það sem af er árinu. Skuttogararnir hafa veitt mjög vel. Síóustu dagana hefur bókstaflega veriö um mok aö ræöa hjá flestum í flottroll, af ágætum þorski. Fyrr í mánuöinum fengu togararnir einnig góöan afla, en þá var hann bland- aöur grálúðu. Færabátum hefur fjölgað mikið á þessu ári á Vest- fjöröum. Afli þeirra hefur veriö afar góöur. Er það mál færasjómanna aö fisk- gengd sé nú óvenjulega mikil. Stærri línubátarnir hafa sumir verið í landróðrum og aflað sæmilega. Þá hafa til aö mynda stóru línubátarnir fá ísafirði, veriö á grálúðu og veitt mjög vel. DJÚPRÆKJUVEIÐAR TVEIR bátar stunda nú djúprækjuveiðar frá Isafjarðardjúpi. Það eru Hugrún ÍS, um 200 tonna skip frá Bolungarvfk og Sigrún, sem er all miklu minni bátur, sem gerður er út frá Súðavík. Bátarnir hafa hvor um sig landað nokkrum sinnum stórri og afar fallegri rækju. Binda menn miklar vonir við rækju- vinnsluna við ísafjarðardjúp. Þar er sem kunnugt er fjöldu vel búinna og fullkominna rækjuverksmiðja. Þær hafa þó jafnan staðið verkefnakausar, stóran hluta úr árinu. Takist djúprækjuveiðin vel, eins og menn telja ástæðu til að ætla opnast nýrogmikill möguleiki fyrir þessar verksmiðjur að vinna rækju nær allt árið um kring.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.