Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						4 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR
lyf?
Kynntu þér þinn rétt á lfi.is
Þarft þú að nota lyf að staðaldri?
Frumtök ? Hjartaheill ? Beinvernd ? Lyfjafræðingafélag Íslands 
v
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s. 
Hitastig eru í °C. 
Gildistími korta er um hádegi.
15°
-1°
-7°
-1°
2°
-2°
-2°
1°
1°
22°
1°
20°
2°
12°
-7°
-1°
16°
-5°
Á MORGUN 
Hæg breytileg átt 
um allt land.
MÁNUDAGUR
Víðast 3-8 m/s.
-5
-3
-2
-5
-7
-2
-8
-2
-12
0
-6
5
6
5
4
3
7
8
10
5
5
6
-6
-6
-4 -12
-10
1
0
-4
-8
-6
KULDALEG KORT 
Það verður áfram 
heldur kalt á land-
inu einkum í inn-
sveitum norðaust-
anlands þar sem 
frost hefur náð 
20 stigum síðustu 
daga. Á morgun 
verður talsvert frost 
um allt land en á 
miðvikudag hlýnar 
heldur vestan til á 
landinu.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
STJÓRNSÝSLA Taki forseti Íslands 
sér lengri umþóttunartíma en til 
dagsins í dag vegna Icesave-lag-
anna kann hann að mati Eiríks 
Tómassonar lagaprófessors að 
vera brotlegur við stjórnarskrá.
Eiríkur segir ekki við neinar 
reglur að styðjast um hversu lang-
an tíma forsetinn geti tekið sér til 
að gera upp hug sinn. Almennt séu 
lög undirrituð jafnóðum og þau 
berast frá Alþingi. 
?Það er ekkert athugavert við að 
forsetinn taki sér einhvern umþótt-
unartíma, en hann má að mínum 
dómi ekki vera lengri en örfáir 
dagar,? segir hann og bendir á að 
ákvörðun forseta hafi legið fyrir 
daginn eftir að lögð voru fyrir 
hann lög um fjölmiðla í júníbyrj-
un 2004. Þau voru ekki lögð fyrir 
forseta fyrr en viku eftir að þau 
voru samþykkt á Alþingi.
Frídagar um áramótin segir 
Eiríkur að geri stöðuna sérstaka 
nú. ?Ef þetta hefði gerst í miðri 
viku hefði maður talið tímann full-
langan nú þegar.?
Eiríkur segir tímann hins vegar 
geta skipt máli, enda sé þingið 
búið að samþykkja lagafrumvarp 
og síðan er gert ráð fyrir því að 
ef forsetinn synji lögum staðfest-
ingar þá öðlist þau þegar gildi. 
?Það getur oft legið á að lög öðlist 
gildi, þótt það geti verið misjafnt. 
Í þessu tilviki sem við stöndum 
nú frammi fyrir sjáum við að þótt 
lögin komi ekki til framkvæmda 
fyrr en eftir langan tíma þá getur 
skipt máli að eytt sé óvissu um það 
hvort þau öðlist gildi til frambúð-
ar eða hugsanlega til bráðabirgða. 
Þess vegna væri það að mínum 
dómi brot á stjórnarskrá ef forset-
inn færi að draga þetta á langinn 
umfram örfáa daga,? segir hann 
og kveðst telja að forsetanum beri 
að gera upp hug sinn ekki síðar en 
í dag.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor 
í stjórnmálafræði, segir erfitt að 
geta sér til um mögulegar afleið-
ingar þess synji forseti Íslands lög-
unum staðfestingar. ?Það er nátt-
úrlega líklegt að það gæti leitt af 
sér mikla pólitíska upplausn og 
alvarlegt ástand,? segir hann, en 
rifjar um leið upp að það sama hafi 
menn haldið árið 2004 þegar fjöl-
miðlalögin hafi verið lögð fyrir 
forsetann. ?Þá varð reyndar ekki 
pólitísk upplausn. Hins vegar eru 
aðstæður kannski miklu erfið-
ari núna en voru þá,? segir hann. 
Þannig sé ekki hægt að gefa sér að 
ríkisstjórnin myndi hrökklast frá 
nú þótt lögin yrðu ekki staðfest. 
?En það kemur alveg til greina.?
Ólafur telur hins vegar lík-
legra að forsetinn staðfesti lögin, 
þótt ómögulegt sé um það að spá. 
?Hann hefur líka opnað þann 
möguleika að synja.? 
 olikr@frettabladid.is
Synjun gæti valdið 
pólitískri upplausn
Ólafur Þ. Harðarsonar stjórnmálafræðingur segir erfitt að meta áhrifin neiti for-
setinn að skrifa undir Icesave-lögin. Stjórnin gæti hrökklast frá. Jaðrar við stjórn-
arskrárbrot að bíða lengur með undirskrift, segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor.
NÁTTÚRUFAR Hekla getur gosið með 
skömmum fyrirvara, að sögn Frey-
steins Sigmundssonar, jarðeðlis-
fræðings hjá Jarðvísindastofnun 
Háskóla Íslands. Rætt hefur verið 
um að Hekla ?sé komin á tíma? en 
fjallið hefur gosið reglulega. 
Haft er eftir Freysteini á Vísi.
is að þrýstingur í kvikuhólfi undir 
Heklu sé sambærilegur við það 
sem hann var síðast þegar Hekla 
gaus. Þetta geti þýtt að langtíma-
fyrirboði um gos í fjallinu sé kom-
inn fram og að sýna þurfi aðgæslu. 
Freysteinn segir hins vegar að 
skammtímafyrirboðar goss séu 
litlir jarðskjálftar og jarðskorpu-
hreyfingar. Þeir muni ekki sjást 
fyrr en nokkrum klukkustund-
um fyrir gos. Því sé ómögulegt að 
segja til um með vissu hvenær gos 
kunni að hefjast. - óká
Hekla sögð komin á tíma:
Sami þrýsting-
ur og var síðast
MEXÍKÓ, AP Mexíkóski eiturlyfja-
baróninn Carlos Beltran Leyva var 
handtekinn í Culiacan, þar sem 
hann og bræður 
hans ólust upp og 
stofnuðu glæpa-
klíku sem lengi 
hefur verið ein 
sú valdamesta í 
landinu.
Aðeins hálfur 
mánuður er síðan 
Arturo bróðir 
hans var drep-
inn þegar her-
inn gerði árás á dvalarstað hans í 
Guernavaca. Óljóst er hvort Carlos 
tók við forystu glæpaklíkunnar 
eftir fráfall Arturos.
Eftir að Felipe Calderon tók 
við forsetaembætti í Mexíkó 
hefur hann lagt mikla áherslu á 
baráttu gegn fíkniefnabarónum í 
landinu. - gb
Fíkniefnastríðið í Mexíkó:
Annar barón 
hnepptur í hald
CARLOS BELTRAN 
LEYVA
GENGIÐ 31.12.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
232,8087
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,60 125,20 
201,11 202,09
179,38 180,38
24,101 24,243
21,608 21,736
17,464 17,566
1,3477 1,3555
195,18 196,34
Bandaríkjadalur 
Sterlingspund 
Evra 
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna 
Japanskt jen 
SDR 
VERSLUN Útsölur hófust í 
Kringlunni og Smáralind síðast-
liðinn laugardag. Að sögn starfs-
fólks verslunarmiðstöðvanna var 
aðsókn mikil og meiri en búist 
var við. Útsölunum lýkur í byrj-
un febrúar en útsölur mega sam-
kvæmt reglum Neytendastofu 
ekki standa lengur en í sex vikur. 
Á heimasíðu Neytendasamtak-
anna má nálgast verklagsregl-
ur í kringum útsölur en samtökin 
hafa í gegnum árin orðið vör við 
töluverð vandamál sem skapast í 
kringum útsölurnar. -jma 
Útsölur hófust í janúar:
Meiri aðsókn 
en búist var við
LÖGREGLUMÁL Harður fjögurra 
bíla árekstur varð á Akureyri 
á laugardag, á Mýrarvegi við 
Skógarlund. 
Bílarnir, sem komu úr gagn-
stæðri átt, rákust þar saman á 
gatnamótunum. Engin slys urðu 
á fólki en töluvert tjón varð á bíl-
unum. Áreksturinn er rakinn til 
slæms skyggnis, snjós og hálku. 
Skemmtanahald var til fyrir-
myndar um helgina á lands-
byggðinni og óvenju rólegt að 
sögn lögreglunnar á Akranesi, 
Ísafirði og Akureyri. - jma 
Lögreglan á Akureyri:
Fjögurra bíla 
árekstur í hálku 
fyrir norðan
TADSJIKISTAN, AP Að minnsta kosti 
tuttugu þúsund manns misstu 
heimili sitt þegar harður jarð-
skjálfti varð í Pamírfjöllum á 
laugardag.
Ekki bárust fréttir af neinum 
dauðsföllum af völdum skjálft-
ans, sem mældist 5,3 stig. Marg-
ir fengu inni hjá ættingjum, en 
aðrir fengu skjól í skólum eða 
öðrum opinberum byggingum.
Jarðskjálftar eru algeng-
ir í Tadsjikistan, sem er fátækt 
ríki í hálendinu norður af 
Afganistan. Þar búa 7,3 millj-
ónir manna, sem áður tilheyrðu 
Sovétríkjunum. - gb
Jarðskjálfti í Tadsjikistan:
Tugir þúsunda 
heimilislaus
KRINGLAN Útsölurnar hófust á laugar-
dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
STJÓRNSÝSLA Talið er líklegt að við-
semjendur Íslands nýti sér heimild 
til að hverfa frá samningum um 
Icesave fáist ekki staðfest lög um 
ríkisábyrgð vegna þeirra.
Heimildir blaðsins innan stjórn-
kerfisins herma að þar þyki fólki 
einsýnt að forsetinn hafi fáa aðra 
kosti en að staðfesta lögin. Að 
öðrum kosti falli samningar við 
Breta og Hollendinga um sjálfa sig 
og ekkert verði eftir til að kjósa 
um. 
Í samningum sem gerðir hafa 
verið um Icesave eru ákvæði í þá 
veru að verði þeir ekki staðfest-
ir fyrir nóvemberlok 2009 þá geti 
samningsaðilar dregið sig til baka. 
Fari svo þá sé ekkert til að greiða 
atkvæði um í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Þá er sagt til lítils að fyrri 
lög um Icesave taki gildi, verði nýju 
lögunum hafnað, samningarnir hafi 
kveðið á um skilyrðislausa og óaft-
urkræfa ríkis ábyrgð. Þannig gætu 
hvorki Bretar né Tryggingarsjóð-
ur innstæðna undirritað samninga 
án ríkisábyrðar. Tryggingarsjóður-
inn geti ekki skrifað undir samn-
ing sem hann hefur ekki burði til 
að standa undir og sama gildi um 
Breta og Hollendinga sem áttu að 
fá í hendur yfirlýsingar frá bæði 
íslenska lánasjóðnum og ríkislög-
manni um að lögin væru í samræmi 
við samningana, fælu í sér óskil-
yrta ábyrgð. Samningar við Breta 
og Hollendinga falli því um sjálfa 
sig án ábyrgðar ríkisins. - óká
Viðbúið að Bretar og Hollendingar segi upp samningum verði lögum hafnað:
Ekkert um að kjósa eftir synjun
FRÁ ÁTÖKUM VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ 
Mótmælendur við Stjórnarráðið fyrir rétt 
tæpu ári þegar gerður var aðsúgur að 
Geir H. Haarde, sem þá var forsætisráð-
herra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÓLAFUR Þ. 
HARÐARSON
MÓTMÆLI Hátt í þúsund manns komu saman á Bessastöðum á laugardaginn og 
kröfðust þess að forsetinn staðfesti ekki lögin um Icesave. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL AÐALSTEINSSON
EIRÍKUR 
TÓMASSON

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40