Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 23
Tómas Jór Fordómar Orökstuddir dómar og öfgafullar Fordómar eru flókið og marg- brotið fyrirbæri sem finnst í mörg- um gerðum og afbrigðum. Sem dæmi um fordóma má nefna hleypidóma og sleggjudóma. Hleypidómar eru dómar sem hafa tilhneigingu til að „hlaupa um" og „stinga sér niður" og birtast víða. Dæmi um þetta er alls kyns hjátrú og hindurvitni manna á meðal. Sleggjudómar eru aftur á móti full- yrðingar eða dómar sem eru líkt og felldir með sleggju eða þungu höggi, sjálfumglaðar staðhæfingar, oft áfellisdómar einstakra manna eða hópa gegn öðrum einstakling- um eða hópum eða samfélaginu og umhverfinu í heild. Þessi ummæli eru yfirleitt órökstudd og fjand- samleg og einkennast af dóm- hörku. Öfgafullt lof getur verið af sama toga. Lítum nánar á sjálft orðið for- dómur. Forskeytið for- skírskotar til einhvers sem er hugsað eða fram- kvæmt fyrst, eða á undan einhverju öðru, fyrirfram, án undangenginn- ar athugunar og yfirleitt í fljótheit- um og því líklegt til að vera fljót- færnislegt þó að svo þurfi ekki endilega að vera. Athyglisverð er sú aðdáun sem skjótar ákvarðanir njóta oft - en því miður ekki alltaf að verðleikum. Forskeytið for- get- ur einnig verið herðandi og stund- um með neikvæðum og háðslegum blæ eins og í orðunum forheimskur og forfrömun. Orðið dómur hefur ýmsar merk- ingar og birtist í mörgum orðasam- böndum og samsetningum. Al- gengasta merking þess er niður- staða eða úrskurður, til dæmis dómsniðurstaða, ákveðin skoðun, staðhæfing eða lokaákvörðun. Til dóma ber að vanda. Dómar dóms- valdsins og raunar ýmsar aðrar niðurstöður og dómar eru með vissum hætti hagnýtir og nauðsyn- legir, en eigi þeir ekki að valda skaða þurfa þeir að vera svo réttir eða réttlátir sem kostur er. Fordóm má, samkvæmt samsetn- Grein eftir Magnús Skúlason ingu orðsins, skilgreina sem dóm sem er felldur áður en sannleiks- gildi hans er staðfest með nauðsyn- legri könnun og þekkingaröflun. Um fordóma gildir það því al- mennt að ekki hefur verið gengið úr skugga um það hvort þeir séu réttir eða réttlátir. I hvert sinn sem við fellum dóm, tökum ákvörðun eða komumst að niðurstöðu án þess að taka mið af rökum og rétt- mæti dómsins, má segja að fordóm- ar styðji hugsun okkar. Það má líkja fordómi við afstöðu, með eða á skoðanir móti einhverju, sem er tekin eða samþykkt að óathugðu máli og væntanlega af lítilli dómgreind. Orðið dómgreind rnerkir einmitt greind til að dæma rétt. Auðvitað eru fordómar sjaldnast fyrirfram felldir dómar í þessari bókstaflegu merkingu. Fordómar hafa yfirleitt yfir sér einkennilega slæðu eða slikju. Það veit enginn nákvæmlega hvaðan þeir komu eða hvernig þeir mynduðust. Þeir virðast sjálfsagðar eða sjálfgefnar landlægar hugmyndir og eru hluti af hinum félagslega arfi eða innræt- ingu. En um Ieið eru þessar hug- myndir afar lífseigar og með ákveðnum en fölskum raunveru- leikablæ. Fyrir fordómum færa menn yfirleitt óskýr rök og barna- leg - „af því bara". Fordómar eru notaðir til að af- greiða málin eða gera út um hlut- ina án þess að þurfa að hugsa um þá. Þar með eru þeir valdatæki og um leið meðal sem deyfir samvisk- una og getur veitt falska lausn und- an ábyrgð og skyldum. Það ein- kennir fordómafullan mann að hann upphefur sjálfan sig og kenn- ir öðrum um það sem miður fer. Alit hans, fordómurinn, einkennist af sjálfsánægju og öryggi um rétt- mæti og ágæti, að minnsta kosti á yfirborðinu. Undir niðri kann að vera allt annað á seyði. Mjög oft birtast fordómar sem andúð eða fyrirlitning á öðru fólki sem menn ímynda sér á einhvern hátt lakara eða verra en sjálfa sig og sína. „Svona erum við ekki". Þetta fyrirbæri, fordæmingin, sam- svarar vel kenningum sálgreining- arinnar um hinn frumstæða varnar- hátt, frávarp (projection), þegar vissum þáttum, oft óþægilegum í eigin vitund og sálarlífi, er „varp- að" yfir á aðra og þeir tileinkaðir þeim. En þessi fordómur, sem hér er nefndur og felur í sér fyrirlitn- ingu á öðrum, lyftir um leið undir „hagnýta" sjálfsblekkingu um eigið ágæti og stuðlar að ofmetakennd HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.