Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.02.1939, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 Samtíðarinnar um gripdeildir i Reykjavík? Sveinn Sæmundsson lilaðar í gögnum, sem liann liefur við hönd- ina, og les mér síðan upp eftirfar- andi skrá um þjófnaðartilkynning- ar, sem lögreglunni hafa horist á eftirfarandi árum: Árið 1921 . 88 þjófnaðir — 1930 . ... 226 — 1931 . ... 264 — 1932 . . .. 386 — 1933 . ... 374 — 1934 . ... 377 — 1935 . ... 378 — 1936 . ... 598 — 1937 . ... 720 — 1938 . ... 607 Síðustu þrjú árin eru hér með tal- in nokkur innbrot, enda þótt engu hafi verið stolið og enn fremur nokkrir þjófnaðir, sem framdir hafa verið utan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, og stafar það af því, að okkur liefir verið falið, að rann- saka þau mál i þeirri trú, að þar tiafi Reykvikingar verið að verki. I þessu yfirliti eru þó ekki taldir þjófnaðir á reiðhjólum, en þeir hafa verið sem liér segir: Árið 1931 ...... 219 — 1932 ...... 181 — 1933 ...... 336 — 1934 ...... 374 1935 ...... 354 — 1936 ...... 495 — 1937 ...... 366 1938 ...... 318 Hvaða munir eru það einkum. sem stolið hefir verið? Þar kennir. nú margra grasa. Árið 1937 var tilkyntur þjófnaður á samtals um 27 þús. krónum í pen- ingum; 52 huddum, töskum og veskjum; 93 frökkum og kápum; 62 hlutum úr bílum; 13 húðum óg skinnum, 23 íþróttaáhöldum (aðal- lega skíðum og skautum), 136 ílík- um af karlmanna- og kvenfatnaði; 15 lindarpennum; ýmiskonar mat- vælum, samtals nál. 600 kg., og auk þess sem svarar 6 heiltunnum af saltkjöti; 31 pari af skóm og stíg- vélum; nál. 150 pökkum af vind- lingum og nokkru af reýktóbaki; 57 skartgripum úr gulli og sitfri; 53 úrum og klukkum; um 90 kg. aí ull og lirosshári; nokkkrum tugum metra af vefnaðarvöru; 10 pörum af hönskum; 54 flöskum af áfengi; 369 verkfærum og áhöldum; 26 á- hreiðum og sængurfötum, en auk þess ýmis konar húðar- og verk- smiðjuvarningi, samtals 2—3 þús- und króna virði. Auk þess var stol- ið talsverðu af byggingarvörum, einkum timbri og þakpappa. Má af þessu vdirliti sjá, að það er eigi lítið tjón, ■ sem Reykvíkingar biða árlega af vöklum þjófa, því að enda þótt uppvíst verði um allmarga þjófnaði, er þó oft nokkuð fráliðið og einatt búið að evða þýfinu eða spilla því á einn eða annan liátt. Og á ýmsu veltur um endurgreiðsl- ur. — Hverjar telur þú helstu ástæð- urnar fjTÍr gripdeildum manna hér i bæ? — Tvær aðalástæðurnar tel ég vera áfengisnautn þeirra, sem brot- in fremja, og hirðuleysi fjöldans á meðferð eigna sinna. Frh. á bls. 7

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.