Samtíðin - 01.07.1965, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.07.1965, Blaðsíða 14
10 SAMTIÐIN að hann hafi minnzt spádónis Noels Oli- variusar á þessari hátíðarstund. Skömmu fyrir krýninguna hafði Napó- leon rétt Jósefínu, konu sinni, gamla spádómsbók og beðið liana lesa. Og úr þessari hók las hún upphátt óstyrkri röddu spádóm Olivariusar. „Hvað er þetta?“ spurði hún undrandi. „Það er sagt, að þessi spádómur eigi við mig,“ anzaði Napóleon. „Hvað? I bók, sem var gefin út árið 1542?“ „Lestu áfram!“ skipaði keisarinn. Og drottningin las: ftalía mun sjá yfirnáttúrlega veru af skyldum ættstofni hefjast til valda. Þessi maður mun í æsku koma utan af hafi. Hann mun aðhyllast keltnesk-gallverska tungu og hætti. Hann mun á unga aldri, þrátt fyrir ótölulegar hindranir, hljóta mikinn frama og verða frábær herfor- ingi. Síðan munu koma örðug ár strangrar Ijaráttu. Hann mun um meir en 5 ára skeið eiga í stöðugum bardögum nálægt ættjörðu sinni. Hann mun setja Þjóð- verjum lög, binda endi á upplausnar- ástandið í Galliu og að lokum verða tek- inn til konungs. Siðan mun hann öðlast keisaratign við mikla hrifningu þjóðar sinnar. Hann mun berjast i öllum hlutum keisara- dæmis sins um meira en 10 ára skeið og sigra fursta og konunga. Hann mun standa í miklum stórræð- um í ríki sinu, reisa miklar byggingar, gera hafnir, skurði og vatnsveitur. Hann einn mun afkasta eins miklu og allir Rómverjar. Á herferðum sinum mun hann fara alla leið þangað, sem 55ti breiddarbaugurinn sker 55ta lengdar- bauginn. Þar munu óvinir hans leggja eld i stóra borg. Hann mun halda innreið sína i þessa horg ásamt hermönnum sin- um og hverfa siðan aftur á brott úr rúst- um hennar. Menn hans mun þá bæði skorta vatn og vistir. Þeir munu týna líf- inu í miklum frosthörkum. Að lokum mun þessi mikli maður verða svikinn og yfirgefinn af vinum sínum og verða hrakinn til höfuðhorgar sinnar af miklum evrópskum lier. Síðan verður hann rekinn í útlegð til evja1' nokkurrar ekki langt frá föðurlandi sínu og mun dveljast þar með fylgdarliði sínu 11 mánuði, en stíga síðan á land á kelt- nesk-gallverska storð. Eftir hálfan fjórða mánuð mun hann verða hrakinn frá völdum af evrópskri þríveldasamsteypu og verður þá að afsala sér ríki sínu i hendur fyrrverandi konungi þess. .TÓSEFÍNA var sem þrumu lostin, ev hún hafði lesið þessi orð. Hún lokaði bókinni og vildi fræðast af Napóleoni um þetta furðulega rit. Hann sagði: „Spádómar segja ávallt það, sem menn ætlast til. Samt verð ég nú að játa, að j>essi spásögn hefur orkað mjög á hug minn.“ f fyrsta sinn, sem Napóleon las þenn- an spádóm, rak hann upp hlátur. En ])egar hann las liann aftur árið 1806, na- fölnaði hann. Þá spurði hann guðfræ^- ing nokkurn, hvort trúarbrögð hans krefðust ])ess, að hann tryði spásögnum, og fékk þetta svar: „Andi Guðs hefur talað fyrir munn spámannanna.“ Upp frá því trúði Napóleon á spásagn- ir og örlög. Þess vegna liafði hann ærn- ar áhyggjur af spásögn Olivariusar. Og auðvitað rættist hún, er fram liðu stund- ir, eins og allir vita. NAPÓLEON andaðist á Elínarevju (St. Helenu) 5. mai 1821. Mánuði áður en hann dó, sagði hann við Arnott, laekm sinn:

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.