Samtíðin - 01.07.1965, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.07.1965, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 „Dauðastund okkar er fyrirfram á- kveðin, og enginn fær krafizt lengra lífs en örlögin hafa ætlað honum.“ Var Napóleon minnugur spásagnar- innar, sem Olivarius hafði skráð 262 ár- um áður en hann hófst til keisaratignar, er hann mælli þessi orð? I október 1840 var lík Napóleons hafið úr gröf sinni á Elinareyju, eftir að liafa hvílt þar 19 ár, og flutt heim til Frakk- lands. Líkið var varðveitt í 4 kistum. Hin yzta var úr járni, sú næsta úr blýi, þriðja kistan var úr mahóní, og loks var eik- arkista. Þegar hún var opnuð til að ganga úr skugga um, að jarðneskar leif- ar „litla liðþjálfans“ væru varðveittar þar, hörfuðu Frakkarnir, sem viðstaddir voru, frá kistunni, lostnir ógn. Þeir kváð- ust geta svarið, að þeir hefðu séð lík keisarans lireyfast! Franskur rithöfundur, Fréderic Mas- son, skýrir svo frá: „Þegar dr. Guillard svipti silkihjúpn- um af líkinu, urðu þeir, sem viðstaddir voru, furðu lostnir við að sjá líkið kipp- ast við, eins og krampadrættir færu um það.“ 'w\ En franskir læknar sögðu, að þetta uiundi hafa stafað af liinu ferska lofti, sem streymdi að líkinu, þegar eikarkist- an var opnuð. MERKINGAR ORÐTAKA á bls. 4. 1. Að leita að leið sér til bjargar. 2. Eitthvað hefnir sín. 3. Að hálsbrjóta sig. 4- Að fegra gallana. 5. Að jafnast á við einlivern. Magnús B. Pálsson Glerslípun og speglagerð. Glersala. Skipholti 9 — Sími 1-57-10. STULKAN, eftir Frank M. Mitchell Adams ÉG held, að flest ungt fólk hljóti fvrr eða siðar að rata í meir og minna við- sjál ástarævintýri. Sjálfur rataði ég í eitt furðulegt; það gerðist nú reyndar í ákaflega skýrum draumi, þegar ég var 16 ára. Ég hafði aldrei komið út fyrir land- areignina á bóndabýli okkar skammt frá Alberta í Kanada, en i draumnum fannst mér ég vera kominn að gamalli tjargaðri timburbrú, sem lá yfir lítinn vog. Það var haust, og laufin af trjánum lágu hvarvetna í þykkum dyngjum. Mig dreymdi, að þetta væri á björtum sól- skinsdegi. Ég þóttist ganga yfir brúna, en siðan labbaði ég eftir bugðu á vegin- um, og þá blasti allt í einu við mér hónda- býli með stóru og sérkennilegu ibúðar- húsi úr steini. Þegar ég kom inn í eldhúsið þarna á hænum, rakst ég á stúlku, sem var á aldur við mig. Hún var ekki upp á búin, en áberandi fögur. Einkum varð mér starsýnt á útbreiddan faðm hennar og amorsboga varanna. Þetta var sannkall- aður óskadraumur, og auðvitað föðm- uðumst við af hjartans lyst! Mér fannst, að við hefðum alltaf þekkzt. Ég ávarpaði stúlkuna með nafni, og við vorum ósegj- anlega sæl. En að lokum varð ég að

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.