Samtíðin - 01.06.1969, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.06.1969, Blaðsíða 21
SAMl ÍÐIN 17 Heimtar lík Napóleons Á ÞESSU ári eru 200 ár liðin, síðan Napc- leon mikli fæddist. Við höfðum nú látið oklt- ur til hugar koma, að þessa stórafmælis yrði minnzt í Frakklandi. Það hefur þegar verið gert á heldur en ekki óvæntan hátt. Ungur franskur rithöfundur, Retif de la Bretonne að nafni, hefur nefnilega sent frá sér bók, sem hann nefnir: England, afhentu okkur Napóleon aftur. Rithöfundurinn stað- hæfir, að lík Napóleons hvíli alls ekki í rauðu marmarakistunni í Invalide-kirkjunni í París, heldur í nafnlausri gröf í Westminster Abbey í Lundúnum. En hver hvílir þá í viðhafnarkistunni í Invalide? hlýtur sá aragrúi fólks, sem þang- að hefur lagt leið sína síðustu árin, að spyrja. Þar hvílir einn af njósnurum Englendinga, Cipriani að nafni, sem þóttist vera vinur keisarans og framdi sjálfsmorð, segir de la Bretonne, og hann álítur, að skipt hafi verið um líkin á Elínareyju (St. Helenu), áður en kistg Napóleons var hafin þar úr jörðu árið 1840 og flutt til Parísar, en greftrun Napó- leons hafði farið _fram á eyjunni 1821. Nú vonar fyrrnefndur rithöfundur, ao Elísabet Englandsdrottning muni leyfa, að rannsókn á þessu athæfi verði framkvæmd i Westminster Abbey. Hann álítur, að Englend- ingar hafi flutt jarðneskar leifar keisarans til Lundúna, af því að þeir vildu fyrir hvern ®un sýna með því óbeit sína á Frakklandi og frönsku þjóðinni. Af þessu frumlega tiltæki franska rithöf- undarins kynni að mega draga þá ályktun, að hann sé einlægur áhangandi de Gaullcs. Að öðru leyti er ekki ofsögum af því sagt, hve menn „gera sér mat úr að nugga sér utan í“ fræga menn, lífs og liðna. Tugthúslimurinn (viö klefafélaga sinn): „Þaö var annars Ijótt, aö viö skyldum ekki drýgja glæpinn fyrr. —Þá vænim viö nú lausir héðan.“ UNDUR - AFREK ^ Mesta fjársvikamál, sem sögur fara af, átti sér stað í París árið 1932, er fjármála- menn nokkrir reyndu að gera fvar Kreugcr, ,,eldspýtnakónginn“ fræga, meðsekan í út- gáfu falsaðra ítalskra ríkisskuldabréfa að verðmæti 28 700 000 sterlingspund. Löngu seinna kom á daginn, að Kreuger átti alls eng- an þátt í þessum fjársvikum. Hæstu mútur, sem sögur fara af, 30 000 000 sterlingspunda, eiga að hafa verið boðnar soldáninum í Abu Dhabi, ef hann vildi leyfa vissum aðiljum olíuvinnslu við Persaflóa. ^ Ný-Sjálendingar eru mestu kjötætur veraldarinnar. Þeir átu árið 1963 sem svarar að meðaltali 116 kg af kjöti hver. ^ Stærsta leikhús heimsins er Radio City Music Hall í Rockefeller Centre stór- hýsinu í New York. Þar eru sæti handa 6200 áhorfendum, og koma þangað árlega 8 millj- ónir gesta. Sviðið er 44ra metra breitt. Sá maður, sem gegnt hefur flestum formannsstöðum í stjórnum fyrirtækja í heiminum, heitir Harry O. Jasper. Hann ev brezkur fasteignasali. Árið 1959 var hann formaður 451 félagsstjórna. Talið er, að ein- ungis aðalfundarsetur í öllum þessum félög- um myndu hafa tekið hann rúmlega 4V2 klst. dag hvern allt árið. ^ Willielmína heitin Hollandsdrottning mun hafa verið auðugasta kona heimsins. Hún sat að völdum frá 1890 til 1948. Auður hennar var metinn á rúml. 200 millj. sterl- ingspunda. <f> Haile Selassie, keisari af Eþíópiu, hef- ur hlotið flest heiðursmerki allra manna. samtals 50, þegar þetta var ritað. SPORTVAL LAUGAVEG 116 SIMI 1439G

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.