Bæjarpósturinn - 01.03.1927, Blaðsíða 1

Bæjarpósturinn - 01.03.1927, Blaðsíða 1
Rréttirírá j H Æ N BÆJARPÖSTURINN ÚT6EFANDI: SIO. ARNGRÍMSSON |Verð 15 a. eintakið.. 3. árg. Seyðisfirði, 1. marz 1927. 2. tölubl. Þingtíðindi. (Símskeyti frá FB.) 21/í- Jón Baldvinsson hefir bor- ið fram einkasölufrumv. sitt á salt- fiski einu sinni enn þá. Annars tíðindalaust í þinginu. 22/2. Hédinn V’aldemarsson flytur frumv. um að banna næturvinnu við ferming og afferming skipa og báta í Reykjavík og Hafnarfiröi.— Fjáraukalög lögð fram; viðbótar- gjöld áætluð kr. 288,407,68. 28/2. Tíðindalaust í þinginu, enda öll stórmál í nefndum enn. 24/2. Pétur Þórðarson ber fram frumv. unt breytingu á landskifta- lögum. — Sveinn Ólafsson breyt- ingu laga um umboð þjóðjarða; Múlasýslu-umboði skuli eftirleiðis sem hingað til gegna ráðherra- skipaður umboðsmaður.— Jakob Möller breytingu á yfirsetukvenna- lögum, og ennfremur breytingu á lögum um skemtanaskatt.— Hall- dór Stefdnsson og Jörundur Brynjólfsson flytja till. til þing-,- ályktunar um skipun milliþinga- nefndar til að íhuga tolla- og skattalöggjöf landsins. — Jón Bald- vinsson frv. um viðauka við lög um lokunartíma sölubúða, sams- konarog 3 undanfarin þing, samþ. í Neðri deitd, en felt í Efri deild. — Magnús Kristjánsson flytur till. til þingsályktunar um að ríkis- stjórnin r nnsaki kostnað við að byggja fullkomna síldaiverksmiðju á Siglufirði. 2n/2. Mótmæli berast þinginu frá verklýðsfél. víðsv. af landinu gegn því að kjördagurinn verði færður. 27/2. Frv. Héðins Valdv., um bann gegn næturvinnu í Hafnar- firði og Reykjavík við ferming og afferming skipa og báta, var felt í Neðri deild með 15 : 7 atkv. 28/a. þingsályktunartill. Halldórs Stef. og Jör. Brynj, um skipun milliþinganefndar til að íhuga tolla- og skattalöggjöf landsins, var feld í Neðri deild með 14:13 atkv. Símfréttir. Rv. 18/2. fb. Samningar „Dagsbrúnar“ og útgerðarmanna um kaupgjald, hafa ekki gengið saman. Séra Sveinbjörn Högnason, kosinn prestur að Breiðabólstað. Séra Eiríkur Helgason í Sandfelli fékk 46 atkv.

x

Bæjarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.