Barnablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 6
12 BARNABLAÐIÐ heimilisfang eigandans, og það reyndist að vera svo. Ásamt dá- litlum seðlabunka og nokkrum stórum peningum, sem Davíð hafði sjaldan séð, fann hann þar einnig nafnspjald, og af því gatan, sem hinn ókunni maður bjó í, var ekki langt frá búðinni sem Davíð þurfti í, hljóp hann þangað strax og hringdi dyrabjöllunni. „Er það herra Henriksen?“ spurði Davíð, þegar aldraður mað- ur opnaði hurðina. „Já, það er hann“, svaraði maðurinn, „en hvað vilt þú mér“. „Ég fann peningapyngjuna yð- ar“, svaraði Davíð og rétti hinum ókunna manni hana um leið, því næst kvaddi hann og flýtti sér niður tröppurnar. „Nei, bíddu svolítið, drengur minn, ég ætla að sjá hvort allir peningarnir eru í pyngjunni“, hrópaði maðurinn uppi í dyrun- um; Davíð kom strax til baka, og nú varð hann að segja hvar hann hefði fundið pyngjuna, og bíða svo meðan eigandinn rannsakaði innihald hennar. „Það er gott, vinur minn, það vantar ekkert“, sagði hann og klappaði Davíð á herðarnar. Þú skalt áreiðanlega fá laun fyrir ráðvendni þína“. Og nú hafði röddin allt annan hljóm, svo mild- an og vingjarnlegan. Um leið stakk hann tveimur tíu krónu seðlum í lófa Davíðs. Það var reglulega óvænt. Aldrei hafði Da- víð dreymt um að eignast svo stóra upphæð; það kom svo mikið fát á hann, að hann átti erfitt með að þakka fyrir sig. Svo hljóp hann til kaupmanns- ins, eins hart og fæturnir gátu borið hann, keypti það sem móðir hans hafði beðið hann, og fór svo beina leið heim. „Mamma“, hrópaði hann og ljómaði af gleði, „mamma, sjáðu bara, þessa tvo seðla hefir ókunn- ur maður gefið mér, fyrir að ég fann peningapyngjuna hans og hljóp með hana heim til hans. Það er fjórum sinnum það sem ég hefði fengið, ef rósin mín hefði hlotið verðlaunin. Nú getum við áreiðanlega farið í skóginn í sumar, er það ekki gaman!“ „Jú, það er það, drengur minn“, svaraði frú Bruun og strauk blíð- lega yfir hár Davíðs, „og þetta er ekki tilviljun, heldur er Guð að launa fyrir það, að þú gafst Elsu rósina þína. Gelymdu því aldrei, barnið mitt, að það er enginn, sem launar eins ríkulega eins og Guð!“ (Lauslega þýtt úr >>Kirkeklokken«). 3ARNABLAÐIÐ kemur út annan hvorn nánuð og verður 48—50 síður á ári. Ár- gangurinn kostar kr. 0.75. í lausasölu kostar eintakið 15 aura. Borga má með ónotuðum íslenzkum frímerkjum. — Rit- stjórar: séra Nils Ramselius og Sigmund lacobsen. Afgreiðsla: Þingvallastræti 4. Útgefandi: Bókadeild Filadelfíu Akureyri.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.