Íslendingur


Íslendingur - 11.06.1918, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.06.1918, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGUR. r - 4. árg. ? Ritstjóri: Sig. Einarsson Hlíðar. — Akureyri, priðjudaginn 11. júní 1918. • 24. tbl. » » .«> * » • • •••••-• • • —• • •-••••••••••••• •••••••• •••••• • • •'• •■•-•■•-• • •-•■• • , \ _ ’■ Bresk-íslensku viðskiftasamningarnir. Síldarútvegurinn í voða. Landssíjórnin verður að íaka f faumana. Eigi alis fyrir löngu síðan var það hljóðbært orðið, að samningum við Breta um verslunarviðskifti vor fs- lendinga væri Iokið og að fulltrúar vorir, sem sendir voru á fund þeirra,N væru farnir frá Englandi. Hjer í þessu blaði birtist þá nokk- uð um árangur sendinefndarinnar, eða, með öðrum oröum, það, sem stjórnarvöld landsins hafa viljað láta birtast opinberlega. Pað sem mönnum ljek einna mest hugur á að vita, verðlag íslenskra afurða,birtist ekki almenningi, hvern- ig sem því var og er varið, en ein- .stöku menn hafa þó fengið ýmsar uppjýsingar um vérðlagið, hafi þeir snúið sjer persónuléga tii stjórnar- ráðsins. Þannig hefir það uppskátt orðið, að Bretar hafi skuldbundist að gefa kr. 4.00 fyrir uliarkílóið, kr. 14000 fyrir kjöttunnu hverja, fyrstu tíu þúsundanna, en 170.00 fyrir hverja tunnu, sem fram yfir það seldist út úr landinu. Fyrir hvert fiskiskippund, bestu tegundar, greiða þeir kr. 170.00. Gildir þetta fiskverð á fyrstu 12000 smálestunum, en kr. 250.00 gjaida þeir fyrir hvert skip- pund, sömuleiðis bestu tegundar, sem umfram verður. Þótt þetta verð sje eigi hátt, mið- að við það verð, sem ætla mætti að fáanlegt væri, ef verslunin væri al- frjáls, þá virðist það þó máske viðun- andi,— Framleiðslukgstnaðurinn hefir að vísu aukist talsvert frá því í fyrra, en verðhækkunin er og talsverð. Það er óneitanlega hart aðgöngu að verða að selja Bretum alla ull- ina fyrir kr. 4.00 kílóið, en geta fengiö tvöfalt eða þrefalt hærra verð fyrir hana í Svíþjóð, ef útflutningur hennar væri leyfður þangað. En þegar litið er á samningana, hvað ofangreindar afurðir áhrærir, þá eru þar framleiðslunni engin tak- mörk sett; Bretar munu kaupa alt, sem framleitt verður og ekki verður notaö í landinu sjálfu, fyrir þetta ákveðna verð. En þeg- ar til síldarinnar kemur, þá kast- ar fyrst tólfunum. Bretar vilja enga síld kaupa af oss. Þeir leyfa oss hinsvegar að flytja út aðeins 50,000 tunnur siidar til Svíþjóöar. Og þar- með er þessari arðvænlegustu fram- leiðslu íslendinga stofnað í bláber- an voða. Framleiðslan takmörkuð svo mjög, að fyrirsjáanlegt er að ýmsir útgerðarmenn verða að hætta við síldarútgerð í ár, og fjöldifólks missir atvinnu sína, sem leiddi til þess, að það á veturnóttum kæmi hjálparþurfa til sveita- og bæjarfje- laganna, þar sem það ætti tilkall til hjálpar. Fjöldi skipa hefir verið keyptur til landsins 2 síðastliðin ár, með síidveiðina aðallega fyrir augum. Ýmsir ungir og efnilegir menn hafa þar í lagt sinn síðasta eyri, eða jafnvel stofnað sjer í skuldir til þess eins að geta tekið þátt í þessari framleiðslugrein. Mönnum hefir talist svo til, að í landinu liggi nú um 300,000 tómar síldartunnur og mikið af salti. Salt- ið mundi sennilega verða hægt að losna við án skaða, en sú feikna fjárháeð, sem liggur í tunnunum, hlýtur að koma útgerðarmönnunum óþægilega í koll, ef ekki verður vit- urlega fram úr þessum vandræðum ráðið. Sá höfuðstóll, sem liggur í öll- um þeim tækjum, er að síldarút- veginum Iýtur og til er í landinu, nemur mörgum miljónum króna. Oss er næst að halda, að hann skifti tugum miljóna króna. Sje nú þess- ari útgerð þau takmörk sett, sem getur í bresk-íslensku viðskiftasamn- ingunum, verður mestur hluti þess höfuðstóls óhjákvæmilega arðlaus með öllu, og ekki nóg með það, heldur verður að skoða hann sem nauðsynlegt veltufje, er menn að meiru eða minna leyti hafa orðið að fá að láni og verða að gjalda af háar rentur. Mega þá allir sjá, sem augu hafa og sjá vilja, hvert rekur. Fjölda hinna ötulustu fjesýslu- manna þessa lands eru þau tak- mörk sett í rekstri atvinnu sinnar með ofangreindum samningum, að gjaldþoli þeirra er hin mesta hætta búin, enda líkast, að ýmsir þeirra myndu alls eigi geta risiö undir þeim byrðum, sem þeir hafa á sig lagt, til þess að geta gert út á síld- veiði í sumar, Auk þess, sem hjer að ofan er talið, ber einnig að líta á hina miklu rýrnun á tolltekjum landssjóðs við þessa takmörkun á síldarútflutningn- um. Árið 1916 mun landssjóður hafa haft í beinum tollum af út- fiuttri síld um 300,000 kr. Aö öllu þessu athuguðu, sjáum vjer eigi betur en að hin brýnasta nauðsyn krefjist þess, að stjórnar- völd landsins taki þetta mál til al- varlegrar yfirvegunar og reyni að bjarga því við, og áður en það er orðið um seinan. Stjórn landsins á af fremsta tnegni að kosta kapps um það, að fram- leiðsla landsins sje og geti orðið sem mest; þannig verður geta eður gjaldþol landsmanna, og þá um leið íandsins sjálfs, mest; því það er ekki einhlítt efnalegu sjálfstæði voru, að vjer tökum lán á lán ofan til daglegrar eyðslu. Vjer verðum að framleiða svo mikið á öllum veg- um atvinnugreinanna, að vjer get- um staðið í skilum og goldið það, sem vjer nauðsynlega þurfum að gjalda. Þessvegna er og meira vit í iántökum til framleiðsluauka en til daglegrar eyðslu. Eins og nú horfir við og að of- an e'r lýst að nokkru, ætti lands- stjórnin að kaupa, að minsta kosti, 150 þús. tunnur af síld fyrir 60 au. kílóið, en það mun vera það verð, sem útgerðarmenn þurfa að fá fyrir síldina til þess að útgerðin beri sig. Af þessum 150 þús. tunnum getur stjórnin selt150 þús. tunnur til Sví- þjóðar samkvæmt útflutningsleyfi Breta. Þótt þetta útflutningsleyfi sje þeim stóra annmarka bundið, að vera aðéins rígbundið við eitt Iand, svo öll samkepni er þarmeð útilok- uð, má þó gera ráð fyrir, ef skyn- samlega er að farið, að hægt verði að fá, að minsta kosti, 1 krónu fyr- ir kílóið. Hefði stjórnin þá 40 aura ábata af hverju kílói þessara 50 þús. tunna, eða 2 miljónir króna upp f þær 6 miljónir, sem lægju í þeim 100 þús. tunnum, er eftir yrðu ó- seldar. Til þess að landssjóður tapi ekki á slíkri stldarverslun eða stofni sjer eigi f neina verulega hættu, verður að sjá einhverjar líklegar leiðir til þess að hægt verði að koma þeirri síld, sem ekki fæst nú útflutnings- leyfi á, í það verð, er jafnað geti reikningana. Verður þá fyrst fyrir oss að ætla, að með því að landsstjórnin sjálf tæki að sjer öll kaup og sölu á síldinni, þá muni eigi óhugsanlegt, að Bretar rýmkvi útflutningsleyfið á síldinni, til Norðurlanda, og það að nokkrum mun. Þá má gera ráð fyrir því, að stjórninni mætti takast að selja nokkuð af síld til Ameríku. Gera má og ráð fyrir talsverðri síldarnotkun í Iandinu sjálfu til skepnufóðurs. Stjórnin gæti ennfremur fyrirskip- að síldarát í landinu. Yrði að sjálf- sögðu að fara varlega í þær sakir. En ekki myndi saka, að kornmatar- skamtarnir yrðu minkaðir og menn hvattir í þess stað að afla sjer síld- ar til heimilisnotkunar, því bæði er það, að næringargildi hennar er mikið og að mun er hún ódýrari en tilsvarandi þungi af korni, mið- að við næringargildi beggja teg- undanna. Eftir atvikum virðist oss mjög heppilega ráðið, ef lagt yrði löghald á síldarolíuverksmiðjur i landinuog stjórnin ljeti bræða síld. Yröi þetta ráð heppilegt fyrir það, að síldar- olía er einmitt mjög álitleg mark- aðsvara og um leið yrði framleitt síldarmjöl til skepnufóöurs. Ennfremur er á það að líta, að eigi er með öllu óhugsandi að heimsófriðnum verði lokið áður en síldarbirgðum landssjóðs yrði hætta búin fyrir geymsluna. En fari svo, að stríðið hætti á þessu eða fyrri part komandi árs, er nokkurnveg- inn viss stór hagnaður á síldarsöl- unni. Til enn frekari tryggingar gæti landsstjórnin borgaö fiskinn með lægra verðinu (kr. 170.00). Gengi alt vel með síldarsöluna, ætti að sjálfsögðu að endurgreiða fiskverð- ið að fullu, annars yrði það að verða skaði fisk-útgerðarinnar. Og þótt slfk ráðsmenska og íhlutun sje næsta hörð aðgöngu, virðist ekki með öllu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.