Íslendingur


Íslendingur - 11.10.1918, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.10.1918, Blaðsíða 1
-• • ••••••• • •--•-• •*« • •••••••• • •-•-• •••••••••••••••••••••••••••••••• 4. árg. j Ritstjóri: Sig. Einarssoi) Hlíðar. — Akureyri, föstudaginn 11. október 1918. r 41. tbl. •-••-•-• ••-••• •-••••••••••••••• •• ••••••• • • • • •-• • ••• ••••• •• ••••••• •••• •••• • ••• •••••••••• • HANDAVINNA. Hjartanlega ftökkum við öllum peim er sýndu okkur hluttekn- ingu með nærveru sinni við jarðarför móðir okkar og tengda- móðir Kristjönu sál, Halldórsd. Börn og tengdabörn hinnar látnu. Gagnfrœðaskóiinn verður settur 15. þ. m. kl. x eh. Sfefán Stefánsson. |>lslendingur« kemur út einu sinni í viku, Árgangurinn kostar krónur 3.50 til 4.00 er borgist fyrir 1. maí. — Upp- sögn (skrifleg) bundin við áramót, er Iógn d nema komin sje til ritstjórans fyrir 1. okt., og sjé kaupandi skuld- laus við blaðið. Afgreiðslumaður blaðsins erhr. Hall- grímur Valdemarsson, Hafnarstræti 84 Nærsveitamenn eru beðnir að vitja Iblaðsins í Höepfners verslun og í verslun Sig. Sigurðssonar. Friður í vændum. Eftir þeim símskeytum að dæma, sem blaðið hefir fengið undanfarna daga frá Morgunblaðinu í Reykjavík, virðist full ástæða til að ætla að friður sje í vændum,! ef ekki strax, þá bráðlega. Símskeyti þau, sem snerta friðarumleitanir, eru svo hljóðandi: Khöfn 6. okt. Með samþykki allra þar til kvaddra martna i þýska rikinu og i samráði við hin Miðveldin hefir ríkiskanslarinn nýi, prins Max af Baden, sent Wilson Bandaríkjafor- seta áskorun, með milligöngu sviss- nesku stjórnarinnar, um það, að beitast ýyrir ýriði •og ýá allar ó- friðarþjóðirnar til þess að koma saman á friðarráðstefnu. Telur hann Þjóðverja ýúsa til þess að ganga að friðarskilmál- um Wilsons. Vilja þeir styðja að alþjóðabandalagi, endurreisa Belg- iu og gjalda skaðabœtur, en jafn- framt fara þeir fram á það, að vopnahlje sje samið þegar i stað á landi, sjó og loýti til þess að hefta frakari blóðsúthellingar. Samskonar áskorun heýir Tyrk- land sent með milligöngu Spánar, °g Austurriki hefir skoráð á Hol- lond, að það komi á friðarráð- steýnu, og Holland hefir snúið sjer til óýriðarþjóðanna i þvi efni. Friðarskilmálar Wilsons eins og hann lýsti þeim i ræðu 27. september eru þessir: Belgia og Serbia sjeu endurreistar. Frakkar fái Elsass-Lothringen; Pólland verði sjálfstætt ríki og fái hin pólsku hjeruð Prússlands. Engiti viðskiýtastyrjöld verði að striðinu loknu. Khöfn 9. okt. Wilson hefir svarað. Segist hann eigi geta farið ýrám á það við bandamenn sina, að vopnahlje sje samið meðan Pjóðverjar standa með her sinti i löndum þeirra. Segir hann, að það mutii flýta mjög fyrir góðum málalyktum, ef Þjóðverjar vilji yfirgefa hertekin lönd. Þeita svar Wilsons kom i gær til Berlin. „Norddeutsche Alge- meine Zeitung“ segir að það sje ennþá ástœða til að œtla, að hœgt verði að halda áfram friðarum- leitunum. íhaldsflokkurínn i þýslca þing- inu hefir krafist þess, að þýska rikisþingið verði ált kvatt saman til þess að rœða svör Wilsons. En „Norddeutsche Alg. Zeitung“ segir, til þess að koma i veg fyr- ir misskilning, hafi þýska stjórn- in og rikisþingið gengið að frið- arskilyrðum Wilsons afdráttar- laust og undantekningarlaust. frönsk og amerísk blöð segja að svar bandamanna við fríðar- umleitununum hljóti að verða á- kveðið nei, en Reuters Bureau tekur ekki eins djápt i árinni en segir, að ekki geti komið til mála að semja vopnahlje. F r i ð u r — þetta litla orð hefir nú svo mikið í sjer falið eftir allar þær skelfingar, sem á hafa gengið undanfarin fjögur ár, að ekki er rjett að hafa það yfir eða hrópa það upp, nema alvara fylgi. Síðustu símskeytin, sem birt- ast hjer að ofan, gefa ástæðu til þess að ætla, að nú líði óðum að ófriðarlokum, að þeirri stund, er friður ríki aftur á jörðunni meðal stærstu, sterkustu, mentuðustu og mannkostabestu þjóða heimsins. Menn vona, að nú sloti þessu jeli, og sólin fái að skína jafnt á rjett- láta og rangláta, að aftur takist upp heilbrigð framþróun alls, sem nokk- ur skilyrði hafa til hennar. Regar menn lesa áskorun Mið- veldanna til Wilsons og sjá, hverju þau vilja ganga að, til þess að frið- ur fáist, þá virðist harla ólíklegt að ætla, að slík málaumleitun beri eng- an árangur. Wilson virðist tæplega geta gengið á bak loforða sinna í ræðunni 27. september og senni- legt, að hinum bandamanna hafi verið þau áður kunn, eða jafnvel samantekin ráð allra bandamanna. Svar Wilsons bendir eigi heldur í þá átt, að hann vilji eigi verða við áskoruninni um friðarumleitun, þótt hann setji nýtt skilyrði, ef vopnahlje sje samið þegar í stað. Og jafnvel þótt frönsk og amerísk blöð taki þessum friðarumleitunum allfjarri, er eigi örvænt um góð mála- lok. Það er engum vafa bundið, að Þjóðverjar æskja friðar í fullri al- vöru. Er ekki ósennilegt, að þeir sjái sitt óvænna í framhaldandi stríði. Mun þar mestu um valda hið skyndi- lega hrun Búlgara og uppgjöf. Par með slitið samband við Tyrki og Asíu um Balkan, sem var mjög þýðingarmikjil tengilína, ekki aðeins fyrir Tyrki, sem nú virðast því næst ruddir, heldur einnig fyrir Austurríki og Þýskaland. Pegar svo Tyrkir eru einnig úr sögunni, verð- ur aðstaða Austurríkísmanna afleit og fyrirsjáanlegar ófarir þeirra fyrir sameinaðri sókn Balkan- og ítala- hers. Liðveisla Bandaríkjanna hefir sett hug og dug í Frakka og Breta og feikna-afl þeirra ber Þjóðverja ofurliða. — Bandamenn eru að verða ofjarlar Rjóðverja. Stærsta glappaskot Pjóðverja í þessunx hild- arleik var það, að egna Bandaríkin á móti sjer. Nú sjá þeir, að þar bjó meira undir en orðin tóm, en þetta sáu Pjóðverjar um seinan. Rað sem nú getur tafið fyrir friði, er ef til vill aðeins ósk einhverra bandaþjóðanna, að fá nú að berja á Miðveldunum, þar sem þær álíta sig hafa ráð þeirra í hendi sjer, svo þau verði enn auðsveipnari, þegar þeim að lokum verða settir friðarkostir. Færi svo, myndi óefað samhygð með bandamönnum fara þverrandi og margur mundi sárt harma hrakfarir Pjóðverja og niður- drep þýskrar menningar, þótt þeim væri fátt um yfirgang þeirra. Bæjarstjórnin. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var frumvarp til fjárhagsáætlunar kaup- staðarins árið 1919 til fyrri umræðu. Eftir frumvarpinu eru gjaldamegin kr. 86615.00, en tekjumegin aðeins kr. 34000.00, verður því niðurjöfn- unarupphæðin kr. 52615.00 þetta haust, ef frumvarpið nær samþykt óbreytt, og er sú upphæð freklega helmingi hærri en sú, sem jöfnuð var niður síðastliðið haust. — Dýrtíðarnefnd hafði kotnist að samningum við Lárus kaupm. Thor- arensen um það, að hann seldi bæj- arbúurn, fyrir eigin reikning, nauð- synjavörur landssjóðs, með 8 % á- lagningu. Var þetta samþykt.— Einnig var samþykt að láta at- kvæðagreiðsluna 19. þ. m. fara fram í 2 deildum og voru 3 bæjarfull- trúar kosnir til aðstoðar kjörstjórn bæjarins og hreptu þessir valið: Ste- fán Stefánsson, Ingimar Eydal og Jón Bergsveinsson. — Utarf dagskrár fjeklc bæjarfógeti leyfi til að lesa upp erindi frá Pareð handavinna verður ekki kend í barnaskólanum í vetur, veitir undirrituð stúlkubörnum kensiu í þeirri grein í vetur. Kenslugjaldið 15 kr. fyrir allan veturinn greiðist fyrirfram. Kenslan byrjar 15. okt. Jíai/dóra ‘Bjarnadótfir. / Kensla. Jeg undirritaður tek að mjer að kenna börnum í vetur heima hjá mjer, enn- fremur veiti jeg unglingum tilsögn í íslensku, Ensku og Dönsku. Þeir sem vilja sinna þessu, geri svo vel og gefi sig fram fyrir 25. þ. m. Björn Grímsson, Aðalstræti x 7. Bannvinafjelagi Akureyrar, þar sem það skorar á bæjarstjórnina að hlut- ast til um sölu á suðuspritti hjer í bæ, helst að setja einhverjar reglur um útsölu þess, eða selja það ein- göngu eftir kortum. Pessi málaleit- un bygðist á því, að menn hefðu undanfarið drukkið talsvert af suðu- spritti og orðið veikir og ölvaðir af. Pessi takmörkun yrði því ekki af því, að lítið sje nú til af suðuspritti í bænum, eins og vakti fyrir Reyk- víkingum, þegar þeir gáfu suðu- sprittkortin út, heldur einmitt af því, að of mikið hefir borist hingað af þessari vöru í bili og varan þá sennilega í allra bragðbesta lagi, svo menn hafa freistast til að neyta þess. Eftir uppástungu bæjarfógeta, var samþykt að kjósav þriggja manna nefnd í málið, er semdi frumvarp til reglugerðar uin sölu og úthlutun suðuspritts í Akureyrarkaupstað. í sprittnefndinni lentu: Júlíus Havsteen, lngimar Eydal og Erlingur Friðjóns- soh. Stefán Stefánsson var að vísu kosinn í þessa nefnd, en hann bað menn að láta Erling njóta ærunnar í sinn stað, enda hefði hann haft atkvæðamagn næst honum — urðu fulltrúarnir vel við þessari ókk. Fleira gerðist ekki frjeltnæmt á þessum fundi. Lárus Bjarnason kennari við Flensborgarskólann er settur kennari hjer við Gagnfræðaskól- ann f vetur í stað Þorkels Þorkels- sonar. Hjónaband. Ungfrú Aðalbjörg Sigurðardóttir kenslukona frá Akureyri og Haraldur Níelsson prófessor voru gefin saman í hjónaband f síðastliðinni viku.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.