Íslendingur


Íslendingur - 06.12.1918, Blaðsíða 1

Íslendingur - 06.12.1918, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR. • • • • •-•-• • • • • • • • • * * • • • • • • • • • • • • •--•-• • • • • • • • -•••• •••••••••• • • • ••• • ••••« • • • • * • • • 4. árg. j Ritstjóri: Sig. Einarssor) Hlíðar. — Akureyri, föstudaginn 6. desember 1918. • 49. tbl. Verslunin ýlsbyrgi hefir ýmislegt hentugt til jólaglafa, sjerstak- lega handa börnum. i4gætt gerpúlver og ýmis- konar sælgæti. Til jóla gefur versl- unin 10 pct. afslátt á margskonar vörum svo sem lömpum, ölglösum, hnífapörum, peninga- buddum, barnakerrur, klossum og ýmiskonar álnavöru. 1. desember 1918 Púmerkisdagur, fögnuð fœrtoss hefur og fœrt oss rjett, sem lengi höfum þráð. Það góðum vonum vœtigi sterka gefur og vekja hlýtur nýjan hug og dáð, þvt aukið frelsi eflir þrótt til starfa, hverunninn sigur gerirliðsmenn djarfa Þú, guð, sem rœður lands og lýða högum og leitt oss hejir gegnum alda strið, ó, lát oss gleyma horfnum harma dögum, en horfa giaða móti nýrri tið. Og láttu bestu vonir vorar rœtast og vorrarþjóðar mein að jullu bætast! Páll J. Árdal. Skáldið hefir tekið fram í liinu ágæta kvæði sínu, sem birtist hjer að ofan, Jjað, sem vjer vildum helst sagt hafa í minningarskyni merkasta stjórnmálaviðburðar vor íslendinga, og látum vjer þá nægja að gefa stutta lýsingu á fagnaðarlátum höfuðstaðanna norðan- og sunnan- lands. Um hátíöahaldið hjer er fátt að segja. Fánar voru dregnir upp um allan bæinn árla dags. Vígslubiskup mintist merkisdagsins á predikunar- stólnum á mjög snotran hátt. Bæjar- fógeti sendi stjórnarráði íslands snjalt heillaóskaskeyti fyrir hönd sýslu- og bæjarbúa. í Reykjavík voru hátíðahöldin miklu tilþrifameiri, sem vonlegt var. kl. 113A f. h. hjelt Sig. Eggerz ræðu, á stjórnarráðsblettinum, snerist hún mestmegnis um stjórnmálahliðina — fsland fyr og nú. í lok ræðunnar var hinn nýi klofni fáni íslands („Splitflag") dreginn að hún og kvað þá við21 fallbyssuskot wlslands Falk." Er sú fallbyssuskothríð venju- leg pegar heiðra á fána fullvalda ríkis. Síðan hjelt foringinn á .Jslands Falk" ræðu fyrir konungi og priðju ræðuna hjelt Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti fyrir Danmöcku. Meðan á þessari viðhöfn stóð, hjeldu um 20 liðsmenn af „Islands Falk" heið- ursvörð og sýndu þeir ýms virðing- armerki. Um kvöldið hjelt Bjarni Jónsson frá Vogi fyririestur í »Báru- búð". Heiðursmerkjum rigndi niður þenna dag. Ráðherrarnir allir voru sæmdir Kommandörar annarar gr., nefndarmennirnir 3: Einar Arnórs- son, Bjarni frá Vogi og Þorsteinn M.Jónsson riddarakrossi Dannebrogs, en Jóhannes Jóhannesson heiðurs- merki Dannebrogs. Jón Krabbe er skipaður fulltrúi íslands í utanríkisráðaneytiuti danska; Jón Sveinbjörnsen er skipaður einka- ritari konungs í íslandsmálum. Sóttvarnirnar og landlæknir. í síöasta tbl. ..íslendings" birtist grein eftir hr, Steingr. Matthíasson hjeraðslækni. Fyrri partur greinar- innar er langt símskeyti frá iand- lækni og samtal peirra læknanna urn kvefpestina, sem geisar sunnan og vestanlands. Við ýms umtnæli höf. Ieyfi jeg mjer að gera nokkrar at- hugasemdir. Landlæknir segir nú fullsannað, að spanska veikin sje inflúensa (sirnply influenza and nothing more, einsog segir í Times 24. okt.). Eigi maður að fara bókstaflega eftir þessari til- kynningu landlækttis, mætti segja, að hún væri ópörf, pví strax í sum- ar komust bæði pýskir og danskir vísindamenn að þeirri niöurstöðu, að „spanska veikin" væri inflú- er.sa. En sje hinsvegar meiningin að láta oss vita það, að nú sje full- sannað, að kvefpestin, sem geisaö hefir nú og gengur enn um Norð- urálfuna, sje inflúensa og ekkert annað, er alt öðru máli að gegna. Ett í hverju sú sönnun sje fólgitt fáu m við eklci að vita, síður en svo, því að á öðrum stað segir landiæknir, að læknar erlendis sjeu í mjög miklum vafa, hver eða hverj- ar væru sóttkveikjur, sem olli veik- inni, Pfeiffersbacillan finnist ekki nema stundum í sjúklingunum Hvernig ber þá að skilja þessa greinargerð? — í 28 ár hefir það staðið óhrakið, meira að segja kent á öllum háskólum heimsins, að hin svokallaða Pfeiffersbacilla valdi in- f.úensunni. Próf. Pfeiffer fann bac- illuna árið 1890. Sennilega hefir sú uppgötvun bygst á því, að þessa bacillu var hægt að finna í flestum þeim inflúensusjúklingum, sem próf. Pfeiffer hafði rannsakað og að bac- illan sýkti heilbrigt fólk þannig, að ekki gat verið um annað en inflú- ensu að ræða. Sje það nú „fullsann- að“, að þessi drepsótt, sem geisar unt Norðurálíuna, sje inflúensa „and notthing more", án þess þó að orsakast af Pfeiffersbacillunni, þáhefir»Aethio- logie der Influenza" Pfeiffers, sem læknavísindin hafa iifað á í 28 ár, hvað inflúensuna snertir, verið stór svikamylna. , Sömuleiðis kenna helstu vísinda- rit læknisfræðinnar, að manndauði f inflúensu-iiepidemiuni" sje 0,1—0,8 af hundraði. Nú fræðir landlæknir oss á því, að manndauði hafi náð 10 af hundraði í Norður Svfþjóð og Capetown. Ennfremur munu lungnabólgutilfellin miklu tíðari nú en nokkru sinui áöur, þegar inflú- ensa hefir gengið. Læknar vita ekki hver sóttkveikjan er, setn veldur þesari illkynjuðu kvefpest, þó full- yrðir landlæknir, að hjer sje aðeins að ræða um „simply influenza and nothing more". Alt þetta, svona hvað á móti öðru, afsakar, að ýmsir eru enn dauftrúaðir á þennan nýja sannleika. Þegar til sóttvarnarviðleitni vor Norðlendinga kemur, bendir land- læknir á ummæli Th. Madsen. Eftir þeim að dæma er ógerningur að verjast nenia um stundarsakir. • Slík ummæli hafa síst þau áhrif á menn sem ætla mætti, að landlækni iægt næsi, n. l.-að stappa í okkur stáiinu og lijálpa á alla lund ti! að verjast veikinni til þrautar, en þar á móti falla þau vel að sóttvarnarvingli landlæknis. Og tvennu ólíku er saman að jafna: Sóttvörnum erlend- is, þar sem þjettbýlast er og örar samgöngur og hjer á landi. Það er sannfæring mín, að hægt hefði verið að verja landiö okkar í byrjun, ef sóttvarnaryfirvöldin í Reykjavik hefðu verið á verði og jeg er ennfremur sattnfærður unt, að liægt sje að verja Norður- og Austurland, ef við fáum að ráða og erum samtaka. Þetta brýtur raunar í bág við kenningar þeirra Th. Madsen og landlæknis, en svo er að sjá á áminstri grein, að jafnvel Steingr. Matthíasson sje þar á svipaðri skoðun og jeg, að minsta kosti þar, sem hann segir, að «áður hafi sveitaheimilum tekist að verjast inflúensunni, því skildi ekki líka geta lánast stærri svæðum." „Slúður og illmælgi" er yfirskrift Hjermeðtilkynnist vinum og vandamönnum, að jarð- arför föður okkar Sigur- jóns Jóhannessonar frá Laxa- mýri, er ákveðið að fari fram iaugardaginn þann 7. þ. m. og hefst frá kirkjunni kl. 12. Kransar afbeðnir. Akureyri 3. des. 191S. Börn hins látna. seinni parts greinarinnar. Á hann að hnekkja pví ámæli, sem lagst hefir á landlækni fyrir hans reik- andi ráð í sóttvarnarmálinu. Slúðri og illmælgi um landlækni í þessu máli hefir víst furðu Iítið borið á; menn hafa hinsvegar ekki farið dult með óánægju sína yfir framkomu hans síðan inflúensan barst til Reykja- víkur, með sjerstöku tilliti til þess, að hann er æðsta sóttvarnarpólití landsins, í hans höndum er valdið til úrskurðar og fyrirskipana um sóttvarnir og hann átti að leggja á ráðin til varnar, í stað þess að láta aðra leggja þau á og samþykkja þau síðan með hangandi hendi þó. í þessari varnar- og lofræðu hjer- aðslæknis St. M. um landlækni spyr hann (St. M,): „Hversvegna minti enginn landlækni á, hvað gera skyldi, þegar fyrst fóru að berast frjettir af spör.sku veikinni seint í sumar? Allir þögðu." Til þessa er því að svara, að símskeyti bárust hingað um það, að sýkin væri mjög mögnuð í Khöfnf löngu áður en hún blossaði upp í Rvík. Fuliyrt er óg, að Jón Krabbe skrifstofustjóri hafi í símskeyti varað stjórnarráðið við „Botníu" því sýk- in væri þar um borð. Og í þriðja lagi iná benda á ummæli, sem standa í stjórnaiblaðinu „Fróni", 41. tbl. 2. nóv., þau eru þessi: „Stjórn- arráðið mun hafa skotið því til land- læknis, hvort ekki mundi gerlegt að hafa varnir gegn spönsku veikinni, en landiæknir mun hafa ráðið frá þvi." Að hinni duglegu forustu land- læknis í sóttvörnum á undanförn- um árum sje að þakka, að nú hafi verið ráðist í að gera alvarlega til- raun til að vernda mikinn hluta landsins fyrir skæðri sótt, eru hr. Stgr. Malthíassonar orð, en fáir hygg jeg verði jábræður hans um það álit, enda álitamál, hvort forusta landlæknis hafi verið svo skjallverð í sóttvörnum á undanfarandi árum; vil jeg þar benda á álit hans um varnir gegn skarlatssóttinni. Sig. Ein. Hliðar. Kirkjan. Messað á sunnudaginn kl. 2.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.