Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 10.01.1919, Blaðsíða 1

Íslendingur - 10.01.1919, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Si g. Ein. Hlíðar, Breiðabliki. Sími 67. Islendingur. Afgreiðslu- og inn- heimtumaður: Hallgr. Valdemarsson Hafnarstræti 84. ^r^^r*** v^*^*^^*^*^**^**^*^* ••••••• ••••••••••• #•... 5. árg. I Akureyri, föstudaginn 10. janúar 1919. -•••••-•• •-•••••• • • • • •-• •-• • «••••••• •• •••••••••••••••-•••••••• • •• : 2. tbl. • •••• •-•••-• • ••••••••••••••• Góða sjóvetlinga, hálf- sokka og heilsokka kaupi jeg gegn peningum allra hæsta verði. Jóh. Christensen Hafnarstræti 101. Erlingur tii þess, að alment sjeu vegir Rógburður Erlings. Erlingur Friðjónsson hefir ritað langa þvælu í 8. tbl. „Verkamanns- ins", er hann nefnir wRagnar í bæj- arstjórn", og er ætiunarverkið auð- sjáanlega það, að reyna að sverta mig í augum almennings, með raka- iausum ósannindum og rógburöi.— Raunarætti jeg því ekki að virða þvæl- una svars, ekki síst, þegar það er þessi maður, sem ritar hana, því bæði læt jeg mjer í ljettu rúmi liggja, hvernig hann lítur á gerðir mínar, á hvaða sviði sem er, og svo dett- ur mjer ekki í hug að ímynda mjer, að það sem Erlingur Friðjónsson segir um mig, muni á nokkurn hátt rýra mig í áliti manna hjer nær- lendis. — — — Það er nú svo með þessa grein hans, að það er hægt að sýna og sanna með rökurn, að annaðhvort eru hin ýmsu atriði í henni, meira og minna rangfærð, eða þá vísvit- andi helber ósannindi. Jeg veit ekki til þess, að neinn listi til bæjarstjórnarkosninga sje enn kominn á gang, með mínu nafni, en sje svo, eða verði það, þá ræð jeg engu urn það, því í þetta skifti get jeg ekki skorast undan að verða settur á lista, ef kjósendur vilja, að svo verði. En það get jeg sagt E. F., að öli árin, síðan jeg fór úr bæjar- stjórninni, hefir verið skorað á mig á hverju ári að gefa kost á mjer á ný, án þess að jeg hafi gert það;- mig hefir sannarlega ekki langað eins mikið til að sitja í bæjarstjórn eins og Erling, og jeg hefi heldur ekki verið að trana mjer þar fram, eins og hann hefir gert, sjer til lítils sóma. — Það er nú auðsjeð á öllu, að hann ætlar að reyna að troða sjer í bæjarstjórn aftur og er því illa við að fá mig þangað líka. Hann býst líklega við, að jeg mundi verða sjer Prándur í Qötu f ýmsum bruölunar- ráðstöfunum sínum með fje bæjar- ins, sem hann hefir verið ósþar á, eftir mætti, þó að litlum notum hafi komið, fyrir bæjarfjeiagið. Er. slíkt skiftir litlu máli fyrir menn eins og Erling, sem sjálfir láta lítið af hendi rakna tii almenningsþarfa, en eru því ósparari á að grfpa niöur í vasa Þeirra, sem gjöldin bera. Erlingur telur mig hafa drýgt sjö höfuðsyndú- þau þrjú ár, er jeg dvaldi í bæjarstjórninni og skal jeg nú með nokkrum orðum gera grein fyrir hverju atriði út af fyrir sig. En til þess að byrja með, lýsi jeg Erling opinberan ósannindamann að öllum áburði hans í tjeðri grein. — Koiabtyggian. — jeg hefi aldrei beðið urn Ieyfi bæjarstjórnarinnar til þess að byggja kolabryggju og því auðvitað heldur ekki fengið Það, en fyrir ýmsum dugandi mönn- um innan bæjarstjórnarinnar vakti sú hugsun fyrir nokkru síðan að nauðsynlegt væri að bygð yrði sem fyrst sjerstök kolabryggja og að það þá heist yrði gert á kostnað hafnarsjóðs, sem svo aftur leigði hana út fyrir það gjald sem nauð- synlegt væri til þess að hún bæri sig sjálf sem best. - Ef hafnar- sjóður sæi sjer ekki fært að byggja tjeða bryggju, bauðst jeg til fyrir hönd kolaverslunarinnar „Torden- skjold" að byggja bryggjuna áhennar kostnað, verslunarinnar, þó þannig, að öll skip, er við bryggjuna legð- ust, greiddu fult bryggjugjald, sem rynni í hafnarsjóð. Með þessu móti fengi Jiafnarsjóður árlega miklar tekjur af bryggju, senr hann þó ekki hefði kostað neinu til að byggja, en bærinn átti að geta tekið aftur, þegar hann vildi, fyrir byggingar- verð, eða eftir dómkvaddra manna mati. Að þessu lilboði gekk bæjar- stjórnin og hafnarnefnd, að svo miklu leyti sem hún ekki sjálf bygði bryggjuna, en ákveðið var að fá hafnarverkfræðing til þess að at- huga máíið nánara og eins til þess að ákveða, hvar heppiiegast væri að byggja slíka bryggju, ekki mín vegna, heldur bæjarins og hafnarinnar vegna. Hjer heíir því enn engu verið „slegið föstu" í þessu máii, en fyrir þær ákvarðanir, sem gerðar voru í þessu kolabryggju-byggingarmáli, eða því viðvíkjandi, þarf hvorki meirihl.uti þáverandi bæjarstjórnar, nje jeg per- sónuiega, að bera kinnroða gagnvart bæjarfjelaginu. Stríðið olli svo því að ekki var frekar starfað í þessu máli og alt situr enn við sama, enda hefir heldur ekki verið mikil notkunar þörf fyrir bryggur bæjarins þessi síðustu ár. En athugi menn nú: Ef jeg hefi fengið samþykt fyrir því, fyrir þrem árum, að fá að byggja koiabryggju við syðri endann á Torfunefsbryggj- unni, eins og Erlingur segir berum orðum, þarf jeg áreiðanlega ekki að komast í bæjarstjórn aftur, til að hrynda því máli áleiðis, sem þá var afgert, að hans sögn. Þá gæti jeg framkvæmt verkið tafarlaust án frek- ara samþykkis, ef það væri ætlun mfn. En hjer er á ferðinni ein blekk- ingin og mótsögnin hjá þeim góða manni. Tángatan -Ekki hefi jeg farið þess á leit, að fá lagða götu norður tún mitt, og veit jeg ekki til, að því máli hafi verið hréyft í bæjarstjórn, en ýmsir hafa vakið máls á því við mig, hvort ekki væri hægt að fá þar Iagða >essa fyrirhuguðu götu, og ætti almenningsviljinn að ráða þar mestu. En það get jeg sagt Erlingi, að ekki myndi jeg leyfa að sú gata yrði lögð fyrir alls ekki neitt, nema þá sjerstakar ástæður væru fyrir hendi, sem mæltu með því. Þekkir lagðir um ræktað land, alveg endur- gjaldslaust ? Eða því hefir bæjarstjórn- in ákveðið í eitt skifti fyrir öll, að þar sem urn erfðafestulönd sje að ræða, sem bærinn þurfi að nota til Þygginga eða vegalagningar, skuli þau Iátin af hendi fyrir fult ákveðið verð? Brunastöðin. — Um hana ætti Er- lingur sem minst að skrifa eða tala. Það hefir vakið alment hneyksli í bænum, hvernig fje bæjarins með þeirri byggingu var sóað út á bæði borð og átti Erlingur þar mestan þátt í, enda mun hann hafa brtiðiað þar með fje bæjarins alveg í heim- ildarleysi. Það yrði of langt mál, að fara að skrifa um afskifti Erlings Frið- jónssonar af bygging brunastöðvar- innar og vatnsveitu bæjarins því svo hneykslanlega hefir mjer og tnörgum öðrum fundist hann braska á þeim svæðum, sem mörgum öðr- um fyrir bæjarins hönd, að jeg er ekki í neinum vafa um, að það hefði jafnve! verið betrafyrir bæinn, þó hann hefði átt að borga Gránufjelaginu og Sam. ísl. verslunum 20 — 30 þús- und krónur undir götur, heldur en hafa haft Erling í bæjarstjórn Akur- eyrar þau 3-4 ár, sem hann hefir átt þar sæti. — Þetta er nú mitt álit á honum, sem bæjarfulltrúa, en ef til vill stendur hann til bóta, og væri betur að svo reyndist. . Raflýsingin. - Því máli hefi jeg verið eindregið fylgjandi frá því það fyrst korn á dagskrá, og er enn, - ekki síður en áður. En hitt er satt, að jeg vil ekki láta hrapa að því og láta mjer alveg í Ijettu rúmi liggja, hvað það kostar bæinn, að koma hjer upp rafstöð. - Þegar jeg í haust gerði ágreiningsatriði við fund- argerð meiri hluta rafveitunefndar, var það ekki vegna þess, að jeg væri mótfallinn því velferðarmáli, - en jeg var mótfallinn því, að gerð- ar v£ru ráðstafanir, sem jeg áleit með öllu skaðlegar og ástæðulausar á því stigi málsins, en hðfðtt tölu- verðan kostnað í för með sjer, sem að mínu áliti kemur ekki að tilætl- uðum notum og mun það sýna sig Innilega þökkum við öllum þeim mörgu konum og körlum, sem með nærveru sinni og hluttekn- ingu minningargjðfum og kvæðum heiðruðu jarðarför okkar ástkæru eiginkonu, móður og tengdamóður Quðrúnar Þóreyjar Jónsdóttur, er framfór á Qrund þ, 4. þ. m. Mín vegna og fjarverandi barna minna Magnús Sigurðsson, Valgerður Magnúsdóttir, Hólmgeir Porsteinsson, Rósa Pálsdóttir. á sfnum tíma, að jeg þar hafði rjett. — Annars er almenningi hjer í bæ svo kunn afstaða mín til þessa máls, að óþ>arfi er fyrir mig, að rita hjer frekar um það, en ekki er jeg í nein- um vafa um það, að áður en raf- veitumálið verður leitt til lykta, og ef okkur Erlingi báðum endist líf óg heilsa, mun jeg Ieggja tninn skerf til þess, að hrinda því áfram, ekki sfður en Erlingur — og tel jeg það ekkert sjálfsálit. Brunahanarnir.—Ekki var það mjer að kenna, að þeir 2 brunahanar, sem' standa sitt hvoru megin við hús mitt, annar í Túngötu en hinn f Strandgötu, voru settir þar, því það var gert eftir fyrirskipun verkfræð- ingsins, er stýrði vatnsveitulagning- unni, þegar hún var bygð. Hefði jeg mátt ráða, hefði jeg helst kosið aðþeir, hvorísínu lagi, hefðu stað- ið fjær húsi mínu en þeir nú gera, - eða getur Erlingur Friðjónsson ekki skilið það, sem þó, illu heiili, er búinn að vasast við vatnsleiðslu bæjarins nú rúmlega þrjú ár, að það er mikill ókostur að hafa brunahana mjög nálægt húsum sínum, ef bruna ber að höndum, og að það getur jafnvel valdið því, ef eídur er kom- inn í algleyming, að alls ekki verði náð til brunahananna. Erlingi ætti einnig að vera það kunnugt, að nálega undantekningarlaust við öll hús bæjarins á að vera hægt að nota tvo brunahana, ef á liggur. — Jeg stend þvf síst betur þar að vígi, en hver annar húseigandi í bænum.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.