Íslendingur


Íslendingur - 29.08.1924, Blaðsíða 1

Íslendingur - 29.08.1924, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. X. árgangur. Akureyri, 29. ágúst 1924. 35. tölubl. Jafnaðarmenn og Kommúnistar. Nýlega var einhver nafnleysingi, er auðkennir sig með »P«, á ferð í Verkamanninum, í þeim tilgangi að telja mönnum trú um, að jafnaðar- menn og kommúnistar væru eitt og hið sama. Raunar hefðu ýmsir jafn- aðarmannaforingjar víða um lönd svikið hina sönnu jafnaðarmensku- hugsjón, en þeir, sem væru henni trúir, væru kommúnistar, — og Ai- þýðuflokkurinn íslenzki væri hinni sönnu jafnaðarmensku — kommún- istastefnunni — fylgjandi. Og takmark þessarar sönnu jafn- aðarstefnu, sem Alþýðuflokkurinn berðist fyrir, væri að kollvaipa nú- verandi þjóðskipulagi, <{og koma á socialistisku þjóðfélagi, þaésem fram- leiðslutœkin séu sameign heildannn- ar.« Þetla er aðalkjarni greinarinnar. Isl. dregur það ekki í efa, sem þessi greinarhöf. segir um markmið Alþýðuflokksins og þann flokkslif, sem liann velur honum, en vill hins- vegar leiða hugi manna lílið eitt til nágrannalandanna og benda á sam- búðina þar milli jafnaðarmanna og kommúnista, og hvernig að kjós- endur þessara landa hafa gert upp á milli flokkanna; stingur það all- mjög í stúf við það, setn greinar- höf. heldur fram. Tökum þá fyrst það landið, sem okkur Íslendingum er nákomnast — Danmörku, Jafnaðarmenn eru þar við völd, svo sem kunnugt er. Flokk- ur þeirra liefir algerlega úthýst kommúnistum og vill engin mök við þá hafa. Og danska þjóðin vill ekki líta við þeim heldur, sýndi það sig glögt við síðustu kosnitigar til þjóðþingsins, er jafnaðarmenn fengu um 470 þús. atkvæði og fengu 55 þingmenn kosna, en kommúnistar aðeins 10 þús. atkv. og komu eng- um þingrnanni að. Öllu greinilegra var ekki hægt að gera upp á milli flokkanna en hin danska þjóð gerði að þessu sinni. Og munurinn á dönskum jafnaðarinönnum og kom- múnistum er líka mikill. Jafnaðar- mennirnir vilja ýmsar breytingar á núverandi þjóðskipulagi, er þeir álíta að koma munu verkalýðnum í hag, en þessum breytingum ætla þeir að koma í framkvæmd með löggjöf, ekki með byltingu eða ofbeldi. Og engar eru breytingarnar svo stór- feldar, að þær raski þeim grund- velli, sem núverandi þjóðskipulag hvílir á. Þjóðnýting framleiðslu- tækjanna er ekki stefnuskráratriði danskra jafnaðarmanna, og 'eignar- réttur einstaklinganna er viðurkend- ur af þeim og því í engri hættu, þótt þeir fari með völdin. Kom- múnistar vilja kollvarpa núverandi þjóðskipulagi með byltingu, gera eignir einstaklinganna upptækar og INGIMARARNIR sem er í 5 þáttum, en sjálfstæð mynd. Laugardags-, sunnudags- og miðvikudagskvöldið: JERÚSALEM I. Meistaraverk SELMULAGERL0F kvikmyndað og verður sýnt: Aðalhlutverkin eru leikin af beztu leikurum Svía: VICTOR SJ0STR0M j i sem bæði eru fyrir löngu alþekt fyrir leiklist sína. Hefir Sjöström in. a. leikið Fjalla- Eyvind í kvikmýnd þess leiks, og inörg önnur stórfræg hlutverk. Myndin Ingimararnir hefir hlotið heimsfrægð, fyrir efni, leik og búnað. Sagan Jerúsalem fæst hjá bóksölum í íslenzkri þýðingu. Sagan og myndin er sama snildin. stjórna öllu ríkinu sem einu sam- eignarbúi, þar sem allir ynnu sem þjónar ríkisins. Hið sarna er mark- mið Alþýðuflokksins íslenzka, að því er greinarhöf. skýrir frá. Á Englandi er Verkamannaflokk- urinri — jafnaðarmenn — við völd, Þar er líkt á kontið og hjá Dönum. Flokkurinn hefir úthýst kommúnist- um og þjóðin hefir ekki heldur vilj- að líta við þeim. Enginn kommún- isti á sæti á þinginu. Hin samein- uðu verkamannafélög hafa hvað eftir annað neitað öllu sambandi við Moskva og 3ja lnternationale. Svo mikið ber þar á milli. Hvergi í heirn- inum er verkalýðshreyfingin komin lengra á veg en einmitt á Englandi. Og hvergi mun ofbeldis- og bylt- ingarandi kommúnista hafa verið fjarlægari en einmitt þar. Þjóðnýl- ingarkenningin hefir þó gert þar tals- vert vart við sig, og er það tvent, sem aðallega hefir komið til rnála að taka úr einstaklingshöndum og koma undir ríkisrekstur og eru það járnbrautirnar og kolanámurnar. En úr hvorugu hefir orðið ennþá. Ekki er það meining þeirra, sem lielzt hafa fyrir þessari þjóðnýtingu bar- ist, að svifta eigendurna eignum sínum án endurgjalds, eins og kom- múnistar vilja, langt í frá, fult end- urgjald átti að koma í staðinn. Það, sem fyrirforvígismönnum ríkisrekstr- arhugmyndarinnar vakti, var, að það væri frekar til þjóðarheilla að járn- brautirnar og námurnar yrðu eign ríkisins en einstaklinganna, en á þá skoðun hefir mikill meiri hluti hinn- ar ensku þjóðar ekki ennþá viljað fallast, hvað sem verða kann í framtíðinni. í Svíþjóð hafa jafnaðarmenn tvis- var verið við völd, og hafa engin mökviljaðhafa við kommúnista. Kall- aði Hjalmar Branting, hinn frægi jafnaðarmannannaforingi, eitt sinn í ræðu kommúnistana eiturnöðrur á þjóðfélagslíkamanum, og hefir það jafnan þótt sannmæli síðan. í Nor- egi, Finnlandi, Þýzkalandi og Frakk- landi eru kommúnistar og jafnaðar- menn í svo megnri andstöðu, að segja má, að þeir berist á bana- spjótum og alstaðar ber það sama á milli: jafnaðarmennirnir vilja koma umbótum sínum í framkvæmd ineð löglegum meðulum og víkja ekki af þeim grundvelli, sem núverandi þjóðskipulag er bygt á; kommúnist- ar vilja kollvarpa honum með bylt- ingu og ólögum og byggja nýtt þjóðskipulag á sameignargrundvelli — grundvellinum, sem þeir Lenin og Trotzky lögðu á Rússlandi. Og Alþýðuflokkurinn íslenzki vill byggja á þeim grundvelli, svo segir þessi greinarhöf. Verkamannsins og ætti að mega trúa honum í þeim efnum. Flann er kommúnistaflokkur! Hann á ekki samleið með dönsku og sænsku jafnaðarmönnunum og ekki með Verkamannaflokknum enska, sem eru svikarar við hina sönnu jafnaðarstefnu, að dómi gein- arhöfundarins, en rússnesku kom- múnistunum á hann samleið með. Jafnaðarmenn annara þjóða hafa úthýst kommúnista-stefnunni sem háskalegri landi og þjóð. Alþýðu- flokkurinn íslenzki vefur hana að hjarta sér.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.