Íslendingur


Íslendingur - 24.12.1924, Blaðsíða 3

Íslendingur - 24.12.1924, Blaðsíða 3
tSLENDlNGUR. 3 D. F. D. b. S/s »Island« fer frá Kaupmannahöfn 23. jan. n. k. til Leith, Reykjavíkur, ísafjarðar, Akureyrar. Frá Akureyri 7. febiúar beint til Reykjavíkur og þaðan út. Par sem s/s »Goðafoss« í fyrstu ferð í janúar er þegar full- fermdur, aðvarast kaupmenn og aðrir, er vilja fá vörur hingað með þessari ferð íslands, að panta pláss í tíma áður en upptekið verður á aðrar hafnir. Afgreiðsla Sameinaða Gufuskipafélagsins á Akureyri. Ragnar Ólafsson. TILKYNNING. Priðjudaginn 6. janúar 1925 fer fram kosning á 3 mönnum í bæjarsfjórn Akureyrarkaupstaðar í stað bæjarfulltrúanna Ragnars Ólafssonar, Sig. Ein. Ellíðars og Porsteins Rorsteinssonar. Einnig verða þá kosnir 2 menn í stjórnar- nefnd Bókasafns Norðuramtsins Akureyri í stað Stefáns Stefánssonar og Vald. Steffensens. Kosningin verður háð í samkomuhusi bæjar- ins, Hafnarstræti 57, og hefst kl. 1 e. h. Framboðslistar skulu afhentar oddvita kjör- stjórnar fyrir hádegi tveim sólarhringum á undan kosningu. Bæjarstjórinn á Akureyri 20. desbr. 1924. Jón Guðlaugsson settur. Frá Lanásíraanum. Á aðfangadag jóla og gamlársdag verður stöðvunum lokað kl. 5 e. h. O. Forberg. Jörðin Reykir i óiafsfirði er laus til ábúðar nú strax eða frá næstkomandi fardögum. Jörðin er mesta hlunnindajörð og einkar vel fallin til jarðeplaræktunar þar sein heitar laugar eru í landareigninni. Bæjar- og peningshús eru ný uppbygð og í bezta ásigkomulagi. Um leigu ber að semja við Sigv. Porsteinsson. Símskeyti. (Frá Fréttastofu (slands.) Hvík 23. des. Mannskaðar á ísafirði. Tveir mótorbátar farast tneð 23 mönnum. Fullvíst er talið, að vélbátarnir »Njörður« og »Leifur« hafi farist. Togari hefir fundið lík eins skip- verja af »Leif«. Skipshöfn á »Leif« var þessi: Jón Jónsson skipstjóri frá ísafirði, Páll Guðmundsson stýri- maður frá Súgandafirði, Eiríkur Guð- mundsson vélstjóri frá ísafirði, Hlöðver Sigurðsson, Carl Clausen, Ouðmundur Benediktsson, Brynj- ólfur Friðriksson, Páll Guðmunds- son, Magnús Doróþeusson, Guðm. P. Jónsson, Enok Jónsson, Magnús Friðriksson. Síðastlaldir 7 menn voru frá Aðalvík. Skipshöfnin á »Nirði« var þessi: Jónatan Björns- son skipstjóri, Aðólf Jakobsson stýrimaður, Asgeir Pórðarson vél- stjóri, Jakob Einarsson, Sturla Pór- kelsson, Jakob Kristmundsson, Jó- hann Hall Sigurðsson, Marianus Guðlaugsson, allir frá ísafirði, Jens Jónsson, Jónas Helgason, Porgeir Guðmundsson, allir frá Bolungar- vík. Frá Berlín er símað, að Hamborg- ar-morðinginn Haarmann, er sannur hefir orðið að sök um 24 morð, hafi verið dæmdur til dauða. Frá París er símað, að Rússuin og Frökkum semji ekki um skulda- greiðslur Rússa. Frakkar sárgramir yfir undirróðri rússneskra kommún- ista á Frakklandi og frönskum ný- lendum. Krassin farinn heim til Moskva til að ráðgast við ráðstjórn- ina um, hvað gera skuli. Stjórnarmyndun hefir enn ekki tekist á Þýzkalandi. Ebert forseti bauð Sfresemann að reyna að niynda ráðuneyti, en hann neitaði boðinu. Orsökin sú, að miðflokkarnir vilja ekki samvinnu hægri flokkanna. Síð- ustu fregnir segja, að stjóinarmynd- unin bíði til 5. janúar, er ríkisþing- ið kemur saman. Spánverjar hafa að nýju farið hin- ar herfilegustu hrakfarir í Marokkó, mist mergð manna, vistir og vopn. Búist við, að þetta hafi stórkostleg- ar afleiðingar í för með sér fyrir Spánverja, bæði heima fyrir og í Marokkó. Frá Washington er símað, að Cooiidge forseti boði til afvopnim- arráðstefnu í Washington á næsta sumri. Maður tekinn fastur fyrir inn- brotsþjófnað í Reykjavík. Hefir ját- að á sig innbrot í Edinborgarverzl- un og þrjú innbrot í fyrra í verzl- unina Herðubreið. Hæstiréftardómur nýfallinn í máli valdstjórnarinnar gegn Guðmundi Guðnasyni skipstjóra á Nirði og Sigurði Guðbrandssyni skipstjóra á Agli Skallagrímssyni. Málavextir þessir: Annan okt. í haust var varð- báturinn Trausti að landhelgisgæzlu við Garðskaga. Varð hann var við tvo togara í landhelgi, er höfðu breitt yfir nafn og númer. Skipverj- ar á Trausta þóttust þekkja að þetta væru Njörður og Egill og klöguðu Þá. í undirrétti voru skipstjórarnir báðir sýknaðir, en hæstiréttur dæmdi þá hvorn til að greiða 15 þús. kr. í sekt auk málskostnaðar. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði hefir lokið rannsókn í áfengiseitrunar- málinu. Sannað að Gísli Jónsson hafi fengið lánaða hálfflösku af spírilus hjá manni er hafði keypt hana í lyfjabúð í Rvík. Efnarann- sókn leiddi í Ijós, að maðurinn hafði drukkið spíritusinn óblandað- an og dáið af því. Sannað um hinn manninn, Magnús, að áfengið, er honum varð að bana, var fengið eftir lyfseðli í lyfjabúðinni í Kefla- vík, venjulegur lyfjabúðarspíritus. Tveir menn er drukku með Magn- úsi veiktust báðir. Þorkell Pórðarson handtekirin fyrir að hann sló innheimtumann Lands- verzlunar svo, að hann tapaði sér á minni og hefir ekki batnað enn. Alþingi kemur.saman 7. febr. n. k. Aukafundur Hinna sameinuðu ísl. verzlana, er halda átti í Khöfn, ólög- legur vegna ónógrar aðsóknar. For- maður gat þess, að hagur þeirra færi batnandi, m. a. hefði Siglufjarð- arverzlun haft 100 þús. kr. rekst- urshagnað á árinu. O'i Vald. Steffensen læknir játar sig í Vm. í gær þýð- anda »Viðtalsins« úr B. T., og skor- ar á ritstj. ísl. að sanna, að hann hafi rangþýtt úr dönskunni. — Rit- stjóri íslendings er ekki mikill dönsku-maður, en orðabækur þær, er hann hefir athugað, þýða sum orðin á annan veg en læknirinn gerir. T. d. erorðið »spinkel« hvergi lagt út »rytjuleg«, eins og læknin- um þóknast að þýða það. Rang- þýðingin veltur þá á því, hvort trúa ber fremur orðabókunum eða lækn- inum. — Hann er vitanlega dönsku- maður góður — en eru ekki orða- bókahöfundarnir nokkrum stigum framar ? Cr heimahögum. Messur nm hátiðarnar: Aðfangadagskvöld kl. 6 e. m. Akureyri. Jóladag kl. 12 á hád. — 2. Jóladag kl. 12 á hád. Lögmannslíð Sunnud. 28. des. (áramótamessa) Lögm.hl. Oamlárskvöld ld. 6 e. ni,, Akureyri Nýársdag ld. 12 á hád. Akureyri. „Noreg,, kom frá Reykjavík á mánudag- inn eftir 6 daga útivist. Hafði mikinn póst að flytja. Að sunnan kom með skipinu Ingóltur Jóusson stud jur. „Hadda-Padda", sjónleikur Ouðmundar Ka\nbat|S hefir, sem kunnugt er, verið kvikmyndaður fyrir nokkru, og á nú að sýna myndina í Bíó á annarsdagskvöld jóla í fyrsta sinn. Kvikmyndin er að miklu leyti tekin hér á landi og er út- búnaður ltinn vandaðasti og eins er mynd- in prýðisvel leikin yfir leitt. Aðalhlutverk- in ieika Clara Pontoppidan, sem er ein af frægustu leikuruntDana og Svend Methling nafnkunnur leikari. Af öðrum leikendum ntá nefna: Alice Frederiksen, sem leikur Kristrúnu, frú Ingeborg Sigurjónsson, ekkju Jóhann skálds, sem leikur fósttuna og frú Ouðrúnu Indriðadóttur, er leikur grasakonuna. — Myndin er í lieild sinni tilkomumikil og mun falla fólki vel í geð. Bœjarsijórnarkosning á að fara fram hér í bænum þriðjudaginn 6. n. m. Kjósa á 3 fulltrúa í stað þeirra Ragnars Ólafs- sonar konsúls, Sig. Ein. Hliðars og Þorst- ^ns Porsteinssonar. Samlímis verða tveir menn kosnir í bókasafnsnefnd Amts- bókasafnsins. „Mcntamdl" heitir nýtt mánaðarrit, sem Ásgeir Ásgeirsson kennaraskólakennati og alþm. er farinn að gefa út. Kemur það í stað »Skólablaðsins« sem nú er ekki Iengur i lifenda iölu. Hið nýja blað fer mjög myndarlega af stað og eru í því ágætar greinar. Aðallega er blaðið ætlað kennurum. Sig. Skagfeldl söngvarinn góðkunni hefir nýlega sungið íyrir »grammafón»- félag og eru 12 »plötur< komttar á mark- aðinn með söng hans. Átta af lögunum eru eftir prófessor Svéinbjörnsson og lék hann sjálfur undirspilið. Pessi lög eru bezt kunn: Sverrir konungur, Árniðurinn, Sprettur, Huldumál, Visnar vonir, Hugsað he/m. Pá liefir Skagfeldt sungið Bára blá og lag Árna Thorsteinssonar: Friður á jörðu. títsölu á »plötunum« hefir Jón HBÍlgríms- son kaupmaður, Bankastræli 11 Rvík. Álfadans heldur íþróttafél. »Þór« á garnlárskvöld á Gleráreyrutn. Mannalát. Hinn 19- þ. m. audaðist hér á sjúkrahúsinu uiigfrú Þórey Jónasdóttir, dóttir Jónasar Porsteinssonar frá Hrauk- bæ í Glæsibæjarhreppi. Myndarleg og vel látin stúlka 24 ára að aldri. — Pá er og nýlátinn Kristján Jónsson í Viðarholti í sama hreppi, úr berklaveiki, maður rúm- lega fimtugur. OO Hákarl Og Tros selur Viggo Guðbrandsson, Evensenhúsi. Hús til sölu í innbænum, stór lóð fylgir. Góðir borgunarskilmálar. Semja ber við Magnús Jónsson, Lækaragötu 9. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.