Íslendingur


Íslendingur - 01.04.1927, Blaðsíða 1

Íslendingur - 01.04.1927, Blaðsíða 1
 SLENDINGUR Talsími 105. Riístjóri: Gunnl. Tr. Jönsson. Strandgata 29. XIII. árgangur. Ákureyri, 1. apríl 1927. 14. tölubl. AKUREYRAR BIO Laugardagskvöld kl. 8l/r. GULLÆÐIÐ. Langbezta mynd CHARLIE CHAPLINS, segja allir, sem hafa séð hana. Sunnudagskvöldið kl. 872: Flóttinn frá Sing-Sing. 6 þátta kvikmynd, afar tilkomumikil. Aðalhlutverkið leikur Lon Chaney. Myndin er saga mannsins, er saklaus var dæindur í fangelsi, og lýsir flótta hans paðan og hefndum. AknrerrarskóliDn. 1. Eins og síðasti ísl. gat um, var ’þingsályktunartillagan um stúdents- próf við Akureyrarskóla feld í Sameinuðu þingi með jöfnum atkv., 21 atkv. gegn 21. Greiddi allur íhaldsflokkurinn atkvæði á móti til- lögunni, þ. á m. aðalflutningsmaður hennar, Jónas læknir Kristjánsson. — Ýmsa hér nyrðra hefir furðað á þessu, sérstaklega á framkomu Jón- asar læknis, en við að kynna sér málavexti, verður viðhorfið all-mjög á annan veg en fjöldinn hefir haldið. Aðalástæðan, sem flutningsmenn tillögunnar létu fylgja henni, var sú, að það væri svo mikil kostnaðar- byrði fátækum nemendum, er stund- að hefðu framhaldsnám við skólann, að þurfa að fara suður til próftök- unnar. Að létta þeirri kostnaðarbyrði af þeim var þungamiðja tillögunnar, og — að það markmið náist, þó að þál. till. væri feld, eru mikil líkindi til. En ástæðan fyrir því, að afdrif tillögunnar urðu á þann veg, sem raun varð á, er að finna í upplýs- ingum þeim, sem kenslumálaráð- herrann, Magnús Guðmundsson, gaf þinginu. Segir Mbl. svo frá upplýsingum’hans og'gangi málsins: »KensIumáIaráðherra (M.G.) skýrði frá því, að þetta mál hefði verið bonð undir rektor Mentaskólans og Háskólaráð íslands. Legðu báðir þessir aðilar eindregið á móti því, að Ieið sú, sem till. stingur upp á, yrði farin, þar sem engin trygging væri fyrir því, að kensla sú, sem fram hefði 'farið nyrðra, væri full- nægjandi. Engin reglugerð hefði verið gefin út um kensluna, ekkert vorpróf hefði farið þar fram o. s. frv. Háskólaráðið benti ennfr. á í sínu áliti, að það færi beint í bága við háskólalögin, að útskrifa slíka stúd- enta, sem þarna væri farið fram á að útskrifa frá Akureyrarskólanum. 17. gr. háskólalaganna mælti svo fyrir, að sá einn hefði rétt til þess að vera skrásettur háskólaborgari, sem lokið hefir stúdentsprófi við Hinn almenna Mentaskóla, »eða annan lærðan skóla honum jafn- gildan.« Benti ráðh. því á, að það væri þýðingarlaust að samþ. þál. till., því að hún kæmi í bága við gild- andi lög, og Háskólinn mundi neita að taka við þessum stúdentum. Þá gat ráðherrann þess, að hann fyrir sitt leyti vildi gjarnan veita þessum piltum einhvern ferðastyrk, og gera þeim þannig auðveldara, að ganga undir stúdentspróf syðra. B. Líndal lagði til, að málið yrði afgreitt með svohljóðandi rökstuddri dagskrá: í trausti þess, að ríkisstjórnin sjái sér fært að greiða að einhverju leyti ferðakostnað fátækum og efnilegum nemendum, er stundað hafa undir- búningsnám undir stúdentspróf við Akureyrarskóla, og hingað koma til Rvíkur til þess að taka stúdents- próf á næsfa vori, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá. Að fengnum upplýsingum frá kenslumálaráðh., lýsti aðalflutnings- maður þál.till., J. Kr., því yfir, að hann vildi engan veginn með tillög- unni vera þess valdandi, að piltarnir nyrðra yrðu gintir til þess að taka próf þar, en sýnilegt væri, að þeim yrði prófið gagnslaust, þar sem Há- skólinn mundi ekki taka á móti þeim. Aðalatriðið fyrir sér væri fjárhagslegur styrkur til stúdentanna, og mundi hann því greiða rökst. dagskránni atkvæði, en falla frá þál.till. Hann mundi síðar í þing- inu, ef dagskráin yrði feld, reyna á annan hátt að tryggja piltunum fjárr hagslegan stuðning.« Dagskránni reiddi þannig af, að hún var feld með 20 atkv. gegn 22. — Greiddu allir íhaldsmenn henni meðatkvæði nema Einar á Geld- ingalæk. II. Háskólinn er hæztiréttur á sviði því, er hér um ræðir, og rétti hans verður ekki haggað með þingsálykt- unartillögu. Aðeins með lagabreyt- ingum hefði verið hægt að þröngva Háskólanum til þess, að taka við stúdenfum frá Akureyrar- skóla. En hjá siðuðum þjóðum er venjulega tekið svo mikið tillit til þess.sem háskólaráðin samþykkja, að löggjafarvaldið gengur ekki í berhögg við þær samþyktir. Og er nú Háskólaráðið íslenzka í raun- inni ósanngjart í samþykt sinni? Það veit engin deili á kenslunni hér eða kunnáttu piltanna. Málið hefði horft alt öðruvísi við, ef t. d. einn árgangur af framhaldsnemend- um Akureyrarskólans, hefði verið búinn að taka próf syðra og sýna sig engu síðri Mentaskólapiltum. En að öllu óreyndu er ekki hægt að áfella Háskólaráðið. Að piltarnir héðan verði misrétti beittir við prófin syðra, er óverðug- ur og ástæðulaus grunur, þó að ýmsir hafi orðið til þess, að láta hann í Ijós. ísl. kemur ekki til hug- ar að halda, að nokkur sá maður gegni kennarastarfi við Aáentaskól- ann, eða sé prófdómari við hann, sem þannig sé innrættur, að hann hyggi á níðingsverk, — en það væri það, ef þeir ætluðu sér að fella piltana fyrir þá sök, að þeir kæmu frá Akureyrarskóla. Ef kennarar Akureyrarskóla þykj- ast þess vissir, að þeir hafi svo undivbúið nemendur sína, að þeir séu prófhæfir og jafnokar Menta- skólapilta að kunnáttu, eða'vel það, ættu þeir engan kvíðboga að bera fyrir suðurferðinni, og tilfinnanlega ætti það ekki að koma niður á piltunum fjárhagslega, þar sem [víst má telja, að þeir fái ferðastyrk. — Sýni svo prófið þann árangur, að Akureyrarskóli sé sæmdur af, má það mikið vera, ef Háskólaráðið breytir ekki um afstöðu og gerist því meðmælt, að Akureyrarskóli fái réttindi þau, sem þál.till. fór fram á að veitt yrðu, og að háskólalögun- um verði breytt í samræmi þar við. Og framundan höfum við, hvern- ig svo sem altsaman fer, skólakerfi Jóns Ófeigssonar með sína 2 Menta- skóla, og biðin getur aldrei orðið löng úr þessu, að skólinn fyrirhug- aði komist á laggirnar hér. Flokkarnir. v. í fyrri köflum þessarar greinar hefir verið nokkuð lýst stefnu jafn- aðarmanna og íhaldsflokksins hins vegar. Skal nú Iítið eitt vikið að þriðja höfuðflokknum, Framsóknar- flokknum. Framsóknarflokkurinn myndaðist upp úr gömlu flokkunum: Heima- stjórninni og Sjálfstæðinu, eins og íhaldsflokkurinn hefir líka gert óbein- línis. Meginhluti hans eru bændur. Hann óx í fyrstu nærfelt eingöngu utan um kaupfélagshreyfinguna eða samvinnustefnuna, sem þá var í mestum framgangi hér á landi, og hefir síðan verið meginstoðin í sam- tökunum innan flokksins. Sam- vinnustefnan er hagsmunasamband bænda í verzlunarmálunum, bygð á grundvelli hinnar frjálsu samkepni í aðalatriðinu. Tilgangurinn er sá sami í þessari bændaverzlun eins og annarstaðar, að selja framleiðslu- vörurnar sem dýrustu verði og gera innkaup sín sem hagfeldust að hægt er. Mismunurinn er aðeins sá, að hér hafa margir framleiðendur slegið sér saman í stóran hring, til þess að reka verzlunina og hafa fasta starfsmenn í þjónustu sinni til þess að annast viðskiftin, en með þessu vilja þéir spara kaupmannsgróðann. Meðan bæði kaupfélögin og kaup- mennirnir keptu í jafnri aðstöðu í kauptúnum landsins, var ekkert hér við að athuga, en sfðan Framsókn- arflokkufínn knúði samvinnulögin í gegn á þinginu 1921, er veittu kaup- félögunum skattfrelsi að mestu leyti, hefir aðstaðan svo stórlega breyzt kaupmönnunum í óhag, að hætt er við, að von bráðar þurfi að breyta allri skattalöggjöfinni af þessari or- sök. En þar sem verzlunarmálin ein saman geta ekki til lengdar verið nægilegur grundvöllur undir stjórn- málaflokki — til þess þurfa fleiri þjóðfélagsmál — hefir flokkur þessi eða leiðtogar hans leitast við að taka fleiri áhugaefni bænda á stefnu- skrá sína, svo sem ræktunarmálin og skólamál, aðallega alþýðuskóla- málin. En að mestu leyti hefir sér- staða flokksins skapast af andstöð- unni við íhaldsflokkinn í ýmsum málum. Tilraun til þess að marka flokksstefnuna í þjóðmálum hefir Jónas Jónsson gert í bók sinni »Komandi ár«, en áhugamál þau, sem hann drepur þar á, eru alt of almenns efnis og of sameiginleg — t. d. með haldsflokknum — til þess að þau geti gefið flokknum skýran svip eða markað stefnu hans greini- lega. Veldur hér um hvorttveggja, að áhugamál bændanna eru eigi svo sérstaklegs eðlis, að þau einkenni sig skýrt frá áhugaefnum annara atvinnurekenda í þessu landi, og það annað, að leiðtogar flokksins hafa eigi skilið lyndiseinkunnirbænd- anna nógu vel, en skapað flokks- málin alt af mikið eftir sínu eigin höfði og innræti. Bændaflokkar allra landa mynda venjulega íhaldssamasta kjarna þjóð- arinnar, og hjá þeim flokkum finn- ast vanalegast hin öruggustu vígin ■■■■■■■ Ný ja Bió ■■■■■■ ■ ■ Laugardagskvöld kl. 81 /2: 1 Sjóræningjar. Kvikmynd í 9 páttum. 5 (Frá Societa dés Cinoromans í Paris). ■ Aðalhlutverkið leika: 5 Jean Angelo og JVJarie Dalbaisin. ■ Eínkennileg og stórkostleg kvikmynd. Sunnudagskv. kl. 8'/2: Sænsk kvikmynd i 6 þáttum. Gerð eftir skáidsögu Anders Eje. Aðalhlutverkið leikur: Margrita Alfvén. Ágætlega Ieikin og skemtileg mynd.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.