Íslendingur


Íslendingur - 25.05.1928, Blaðsíða 2

Íslendingur - 25.05.1928, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR. Málningarvorur, P e n s 1 a r, Veggfóður, alt í miklu úrvali hjá Tómasi Björnssyni. Símskeyti. (Frá Fréttastofu Islands.) Rvik 24. maí 1928. Utlend: Frá Berlín: Ríkisþingskosningar nýafstaðnar. Hafa jafnaðarmenn unnið 21 ný þingsæti, kommúnist- ar 9 og þjóðernissinnar 32. Stuðn- ingsflokkar stjórnarinnar — mið- flokkarnir — hafa tapað og eru í minni hluta. Búist er við nýrri sam- steypustjórn, er jafnaðarmenn taki þátt í, og standa þá að henni jafn- aðarmenn, demókratar, þjóðflokkur- inn og miðflokkurinn (Centrum) en f andstöðu verða kommúnistar og þýski þjóðernisflokkurinn. Frá Osló: Nobile, ítalski flug- maðurinn, lagði upp frá Kings Bay á Svalbarða í fiugið til pólsins í gær. — Flaug yfir pólinn í nótt. Frá Lima: Miklir landskjálftar í norðurhluta Perú. — Flest-öll hús í bænum Chachapoyas skemdust. Fræg dómkirkja hrundi. Frá Rómaborg: ítalska senatið hefir samþykt frumvarpið um breyt- ingar á kosningalögunum og tilhög- un þingsins. Frumvarpið mætti þó óvæntri mótspyrnu. All-margir sena- torar sögði frumvarpið svifti ítali kjörfrelsi og væri þess vegna ósam- rýmanlegt stjórnarskránni. Frá Angora er símað til Berlínar- blaðsins »Tageblatt«: Samkomulag um öryggissamning er á komið milli Ítalíu og Tyrklands. — Búist er við, að Orikkland skrifi einnig undir samninginn. ítalir fá frjálsar hendur gagnvart Albaníu, þar eð samningurinn tryggir Mussolini hlut- leysi Tyrklands og Grikklands. ítalskir kaupsýsiumenn fá ýmsar ívilnanir f Litlu-Asíu. Frá Peking: Chang-Tso-lin virð- ist ætla að flytja Norðurherinn til Mansjúríu. Óttast hann, að Suður- herinn muni ætla að leggja Man- sjúríu undir sig, og ætlar að gera tilraun til þess, að koma í veg íyrir það. Frá London: Samkvæmt sein- ustu fregnum frá Kína ætla Japanar ekki að koma í veg fyrir, að Suður- herinn taki Peking herskildi, en láta sjer sennilega ekki lynda það, ef Suðurherinn gerir tilraun til þess að raðast inn í Mansjúríu og Mon- gólíu. Frá Tokio: Sum japönsku b'öðin óttast, að hin langa dvöl japanska herliðsins í Shantung hjeraði muni vekja tortrygni í garð Japana í Bret- landi, en þó einkanlega í Bandaríkj- um. Ráðleggja blöðin stjórninni, að kalla heim herliðið úr Shantung- hjeraði eins fljótt og gerlegt þyki. Blöðin í Japan eru þó sammála um, að nauðsynlegt sje að koma í veg fyrir, að kínverska innanlandsstyrj- öldin breiðist til Mansjúríu. Frá Khöfn: Símskeyti frá Hels- ingfors frá 16. þ. m. herma, að tvö finsk herskip hafi komið á móti konungsflotanum út við landhelgis- línu, en Sveaborg-vígið sendi drynj- andi stórskotakveðju. Relander for- seti gekk um borð í konungsskipið »Niels Juel« úti í skerjagarðinum. Höfuðborgin var prýdd dönskum, íslenskum og finskum fánum og á landgöngubrú voru greniþaktar súl- ur og á peim skjaldarmerki íslands, Danmerkur og Finnlands. Þegar konungurinn gekk á Iand, var leikið »Kong Christian® og »Ó, guð vors Iands«, en vígin og herskipin sendu fallbyssukveðjur. Formaður borgar- stjórnarinnar, Tulenheimo prófessor, flutti fagra ræðu til að fagna gest- unum. Mintist hann þar hinnar ís- lensku þjóðar, »sem tekist hefir að vernda dýrmætar minningar og skapa sjálfstæða andlega og efnalega menn- ingu, er vekur aðdáun vora«. Konungur þakkaði og síðan var gengið til hallarinnar, en sjóliðar skipuðu heiðursfylkingu báðum megin vegarins alla leið. Innlend: Jónas Jónsson dóms- og kenslu- málaráðherra hefir skipað svo fyrir, að ekki skuli fieiri en 25 nemendur fá aðgang að I. bekk Mentaskólans í vor. Um ráðstöfun þessa hafa risið deilur í blöðunum. — Sami ráðherra hefir ákveðið, að »Suður- landsskólinn* skuli reistur á Laug- arvatni í Laugardal. (Er það þvert á móti tillögum sýslunefnda Árnes- og Rangárvallasýslna og ennfremur nefndar þeirrar, er koma átti fram með tillögur um skólastaðinn). Smásöluverð í Reykjavík lækkað um l°/o síðan í mars síðastl., en um 4% síðan í apríl í fyrra. Með »Gullfoss« síðast fór Björn Jakobsson fimleikakennari og 12 stúlkur til alþjóðafimleikamótsins í Calais á Frakklandi, sem flokkurinn ætlar að taka þátt í. Norðmaður, Fuglestad frá Dram- men, sektaður fyrir að smygla hjeð- an refaskinnum til Noregs. Sektar- fje að viðbættu þreföldu útflutnings- gjaldi tæpar 600 krónur. Smákaupmannafjelag stofnað í höfuðstaðnum, sömuleiðis stórkaup- mannafjelag. »GaIdra-Loftur« leikinn á ísafirði. Aðalleikendur Haraldur Björnsson og Ingibjörg Steinsdóttir. Mikið látið af sýningunum. Frá Seyðisfirði 'er símað: Reyt- ings-afli, en stopular gæftir. Loft- kuldi og jeljagangur um daga og frost á næturnar. Rafsuðuvjel, tvöfald, 2000 kw., er til sölu með tækifærisveroi. Til sýnis og sölu í Aðalstræti 18. Straustofa mín er flntt í Brekkugötu 10 (áður hús Jónasar Rafnars). Laufey Benediktsdóttir% Nýjar yetur 09 torg. Veganefnd, með aðstoð þeirra Stein- gríms Matthíassonar Iæknis og Böðvars Bjarkans lögmanns, hefir nýlega gefið nöfn áður óskírðum götum, er settar eru á hinn nýja skipulagsuppdrátt bæjarins. Einnig skirt fyrirhugaða leikvclli, lystigarða og torg. Hefir bæjarstjórnin fallist á nöfn- in. — Bæjarbúurn til fróðleiks birtast þau hjer á eftir. Torg, leikvellir, Iystigarðar. 1. Oilhagi, fyrirhugaður lystigarður í Búð- argili. 2. Blómsturvellir, lystigarðurinn við Oagn- fræðaskólann. 3. Orænidalur, lystigarðurinn í Orófargili.' 4. Fagrabrekka, lystigarðurinn austan Brekkugötu. 5. Eiðsvellir, leikvöllurinn á miðri Odd- eyri. 6. Kaupvangur, torgiö upp af Torfunefs- bryggju. 7. Ráðhússtorg, 'torgið í Hamarkotsbót Götur. Nýju götunum eru valin þessi nöfn: 1. Súlnastræti, eins og áður. 2. Túngata, eins og áður. 3. Barnabraut, stígurinn upp að leikvang- inum. 4. Leikvangsstígur, stígurinn kringum leikvanginn. 5. tílómsturvallagata, gatan sunnan við Lystigarðinn. 6. Kristnessgata, milli Túngötu og Briemsgötu. 7. Vallarstígur, syðri stígurinn milli Kristnessg. og Briemsg. 8. Eyrarlandstraðir, nyrðri stígurinn milli Kristnessg. og Briemsg. 9. Meistarastígur, gatan ofan við Lysti- garðinn. 10. Skólastígur, gatan norðan við Menta- skóiann. 11. Matthíasargafa, frá hvamminunt vest- au Sigurh. norðan og vestanvert við t,ygg>ngarreitina suður af Hrafnagils- síræti. 12. Páls Briemsgata, frá þvt Oddeyrarg. og Þingvallastr. skerast, suður að Súlnastræti. 13. Bæjarstræti, gatan næst austan Btiems- götu. 14. Möðruvallastræti, rræst vestan Eyrar- landsv. milli Matthíasarg. og Þing- vallastrætis. 15. Eyrarlandsvegur, frá Grófargili, suður brekku, uns skerast Spítalav., Túnag. og Eyrarlandsv. 16. Gilsbakkavegur, frá Oddagötu t sveig til suðurs og vestur eftir gilbarmin- um að Bataveg. 17. Batavegur, stígurinn austan spítalans við Garð. 18. Bjarmagata, brotin gata austan Odd- eyrarg kringum byggingarr. 34. 19. Helga Magrastræti, gatan austan við byggingarr. 30, frá Þingvallastræti að Munkaþverárstræti. 20. Lögbergsgata, næsta gata norðan við Þingvallastræti. 7 21. Hamarsstígur, nyrðri þverg. milli Helga Magrastr. og Oddeyrarg. 22. Holtagata, vestari gatan milli Lög- bergsg. og Hamarsstígs. 23. Hlíðargata, milli Oddeyrargötu og Holtagötu. 24. Munkaþverárstræti, milli Hamarsstígs og Brekkugötu. 25. Krabbastígur milli byggingarreita 37 og 41. 26. Sniðgata, milli byggingarreita 41 og 43. 27. Klapparstígur, sveiggata norðan Fögru- brekku. 28. Brattastígur, stígur sunnan Fögru- brekku. 29. Holtabraut, austan Fögrubrekku frá Qeislag. út í Gleráreyrar. 30. Geislagata, frá Ráðhússtorgi að Glæsi- völlum. 31. Laxagata, milli byggingarreita 53 og 50. 32. Fífusund, milli byggingarreita 54 og 55. 33. Smáragata, gatan milli Hólabr. bg Eiðsvalla. 34. Fjólugata, gatan milli byggingarreita 61 og 65, 63 og 67. 35. Þvottastígur, milii byggingarreita 65 og 66. 36. Hörgárbraut, frá Eiðsv. að vestan, út á Gleráreyrar. T---------------------------? ÍSLENDINGUR kemur út á föstudögum. Árgangurinn kostar 6 kr. innanlands, 8 kr. í útlöndum. Gjalddagi 15. júní. Afgreiðslu og innheimtu annast: Hallgr. Valdemarsson, Hafnarstrœti 45. i---------------------------i 37. Fróðasund, milli byggingarreita 56 og 57. 38. Eiðsvallavegur, sunnan Eiðsvalla, milli Geislagötu og Hjalteyrarg. 39. Eyrarvegur, ysta lengdargatan á Odd- eyrinni. 40. Orænagata, gatan norðan Eiðsvalla. 41. Ránargata, milli 68 og 69. 42. Ægisgata, milli 69 og 70. 43. Skipagata, vestan Oddeyrarbótar frá Kaupvangsstr. að Ráðhússtorgi. 44. Kaupvangsstræti, frá Torfunelsbryggju upp að Garði. 45. Fálkastígur, suðvestan við byggingar- reit 38. Vorkveðja. Nú heilsar hýra vorið, sem hugar eykurþorið, en glœðir líf og Ijós. — Æskan örfar sporið og aftur lifnar rós. Þá tún og grundir gróa, glöð að svífur lóa, er leitar landsins til: að byggja börð og móa l birtu og sólaryl. Þá niða lœkir Ijettir, því lífsmagn nýtt þeim rjettir vorsins rnundin mœt og fannablæju flettir. — Um fold er angan sœt. 'Er klœðir vorið vœna vort land í skartið grœna, hve fagurt þá það er. — Alt vill hugann hœna svo hlýtt og.jnjúkt að sjer. Þú blessað vorið blíða, sem burt oft hrindir kvíða og mýkir margra sár. Æ, lát nú þinn blæ þýða og þerra hvert eitt tár. Þú vor, sem veitir yndi, % vek þú oss í skyndi, auk vorn innri þrótt. — Bróðurhugans bindi berðu frónskri drótt. St. Q. M/s. „ E r n a “ fer til Siglufjarðar n. k. þriðjudag. Tekur flutning og farþega. S. /. H'jaltalín. Húsnæði. Svefnherbergi og dagstofa (helst með húsgögnum), sem jiæst mið- bænum, óskast frá júlíbyrjun til hausts eða vors. Tilboð með til- greindri stærð, mánaðarleigu og ræstingu óskast send skrifstofu þ. bl. fyrir lok þessa mánaðar. Sangen om Klovnen, og fleiri úrvalslög, nýkomin. Finnið Stefán frá Glæsibæ.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.