Íslendingur


Íslendingur - 01.05.1936, Blaðsíða 1

Íslendingur - 01.05.1936, Blaðsíða 1
LENDI Ritstjóri: Einar Ásmundsson. — Sími 359. Afgreiðslumaður: Hallgr. Valdimarsson. XXII. árgangur. Akureyri, 1. maí 1936. 17. tölubl. Menn nr öllum flokknm fordæma á borgara- fundi í Reykjavík símanjósnir stjórnarinnar. Menn spyrja og svara: Af hverju er Hlíðdal landssímastjóri marg- saga? Vegnaþessað hann er og hefir alltaf verið i vasa Jónasar frá Hriflu og ráðherranna og er þeim samsekur! At hverju var njósnunum um nýjáriö hald- ið Ieyndum á ettir? Vegna þess að stjórnin vissi að hún hafði framið illt réttarbrot! Hvaða simanúmer „prívat”-manna var hlustað á? Meðal annara, sima foringja Sjálfstæðis- flokksins og blaða hans! Fara fram stöðugar njósnir í pólitískum tilgangi? Grunur leikur á að svo sé og atferli vald- hafanna bendir til þess! Hver trúir simanum á hvaða stað sem er — hér eftir? Enginn! í síðasta tbl. íslendings var birt einkaskeyti frá Reykjavík, þar sem sagt var lauslega trá símanjósn- unum þar. Hér fer á eftir nánari frásögn um málið og umræðut- nar á Alþingi. Dagana kringum 20. aprfl voru ýmsir bifreiðastjórar kallaðir fyrir rétt og ákærðir fyrir leyni-vínsölu. Kærurnar voru rökstuddar með þvf að ákveðnir menn hefðu átt tal við bifreiðastöðvar þeirra og beðið um áfengi og það hefði síðan verið útvegað. Meðal þeirra, sem lentu f gildrunni var alþekkt- asti leynivínsalinn í Reykjavík, Ragnar jónasson að nafni, sem er hálfbróðir Ouðmundar landssíma- stjóra. — Hér kom þá í fyrsta sinn opinberlega í Ijós að brotin væri símaleyndin til þess að fá vitneskju um samtöl manna, Samtöl við lögreglu- stjórann. Reykjavíkurblöðin tóku þessu máli ekki mjög óstinnt í fyrstu meðan ekki var fullkomlega vitað hvernig í því lá, »Morgunblaðið« átti tal við lögreglustjóra og talaði hann um þá nýju aðferð, sem hér væri tekin upp og hefði borið þann árangur að allar bifreiðastöðvar bæjarins væru sekar fundnar nema tvær — Steindór og B S R. Pegar lögreglustjóri var spurður hvaða tryggingu símanotendur hefðu fyrir misnotkun á slíkum rjósnum þá svaraði hann, að almenningur yrði að treysta embættismönnum ríkis valdsins og menn mættu einnig vita að ekki yrði hlustað á símtöl manna nema eftir úrskurði valds- manns og einungis í yfirgtipsmikl- um landráða- og glæpamálum. En getur leyni vínsala talist stór- glæpamál eða landráð — hr. lög- reglustjóri? Ne-ei — en við í lög- reglunni gátum ekki komið upp um áfengissalana nema að grípa til þessa ráðs, svaraði valdsmað- urmn. Pað sem landsimastjór- inn sugði. Sama blað átti einnig þessa daga tal við Hlíðdal landsímastjóra. Hann skýrði frá hvernig njósnirnar voru framkvæmdar. Eftir úrskuið lögreglustjóra um njósnir á hend- Kosninpr á Frakklandi. Umræður í brezka þing- inu um stöðu konungs. FYRRI UMFERÐ frönsku kosning- inganna fór fram á sunnudaginn var, en kjósa þarf upp aftur í öll- um kjördæmunum, þar sem enginn fær hreinan meiri hluta. — Mikil þátttaka var í kosningunum, en af 612 þingmönnum urðu aðeins 180 kosnir löglega. Þar af fengu hægri menn 73 þm., miðflokkarnir 43 og vinstri menn 64. — Talið er að í annari umferðinni á sunnudaginn muni vinstri menn vinna á og þá einkum kommúnistar með hjálp social radikala flokksins, sem gert hefir þá samþykkt, að styðja kom- múnista og socialista í þeim kjör- dæmum, sem annar hver þeirra flokka hafa fleiri atkv, en social- radikalir. BREZKA ÞINOIÐ hafði í fyrradag til meðferðar ýms mál viðvíkjandi Framhald á 5 síðu. ur bifreiðasföðvunum voru leiddir símaþræðir úr þeim númerum, sem átti að hlusta á, upp á aðra hæð í Landsímahúsinu og inn í sérstakt herbergi. — Þar voru síðan sett heyrnartól á þræðina og störfuðu 4 menn að því að hlusta. Landsímastjóri lét nú sem þetta værí í allra fyrsta sinn, sem slíkt hefði farið franu Hann sagðist hafa skrifað lögreglustjóra og sagt hon- um að á þennan hátt mætti ekki nota símann nema um landráðamál, glæpi eða víðtæk lögreglumál væri að ræða. Síðan var landsímastjór- inn spurður um, hvaða tryggingu símanotendur hefðu gegn misnotk- un og spurt hvort ekki væri til- hlýðilegt, að símanotendur hefðu sérstakan trúnaðarmann við sím- ann, sem gætti hagsmuna þeirra. Landsímast/óri áleit það óþarfa. — Ég er á verði fyrir hönd síma- notendanna og þeir verða að skoða mig sem sinn trúnaðarmann. Hvenær má rjúja sima- leynd ? Samkv. stjórnarskránni má ekki rjúfa. friðhelgi heimilis, bréfleynd eða símaleynd, nema eftir dómara- úrskurði og verður rökstuddur grunur um glæp að ligg/a til grundvaiiar þeim úrskuröi. Það er aðgætandi að þegar njósnirnar um bifreiðastöðvarnar fóru fram, þá var hlustað á öll samtöl bæði sem höfðu ólögleg erindi og hinna, sem töluðu um alger einkamál við menn þar. Síma- leyndin var því brotin á þeim mönnum saklausum. En þó svo sé, að nokkur skerðing á rétti manna hafi átt sér þarn3 stað, þá hefði þó væntanlega aldrei orðið stórfellt hneykslismál úr símanjósn- unum, ef ekki hefði vitnast, að með frásögn lögregiustjóra og Landsímastjóra voru ekki öll kurl komin til grafar. Umræðurnar á Alþingi, miðvikudaginn 22. apríl leiddu margt nýtt í Ijós, Umræðurnar á Alþingi. A fyrra miðvikud. fóru fram um- ræður á Aiþirigi utan dagskrár um njósnirnar. — Pétur Halldórsson borgarstjóri og alþingismaður hafði borið fram fyriispurn til stiórnar- innar um það, með hvaða rétti og á hvern hátt sú aðferð vœri til orðin, að nú væri hlustað á bæjarsíma stöðinni á símtöl manna. — Spunn- ust út af þessu harðar umræður, sem stóðu í margar kl.st. Dómsmálardðh. svarar. Hann kvaðst ekkert hata vitað um njósnirnar um áfengissöluna fyr en eftir á. En lögreglan hefði heimild til að gera slíkt og það væri skylda hennar, þegar rökstudd- ur grunur léki á því að afbrot hefðu verið framin. — Heimilisfrið- urinn verður að víkja fyrir því, að almenningsheill krefst þess að lög- reglan fái frjálsar hendur til rann- sókna. Sé síminn notaður til lög- brota, má eins nota hann til að koma upp um afbrot, og þá er það skylda lögreglunnar að nota slíka aðferð, sem hér var höíð. Giunur um njósnar- starfsemi. PÉTUR HALLDÓRSSON tók til máls á eftir dómsmálaráðherra og

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.