Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						6. maí 2011  FÖSTUDAGUR38
sport@frettabladid.is
PORTO OG BRAGA  frá Portúgal mætast í úrslitaleik Evrópudeild UEFA í Dyflinni þann 18. maí næstkomandi. 
Porto vann spænska liðið Villarreal í undanúrslitum og Braga hafði betur gegn Benfica sem einnig er frá Portúgal. Porto 
varð Evrópumeistari árið 2004 en þetta er í fyrsta sinn í sögu Braga sem liðið kemst í úrslitaleik Evrópukeppni.
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF ? HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
HJÓLADEILDIN ER Í HOLTAGÖRÐUM.
Í VINNUNA Í SUMAR
HJÓLAÐU
ÍS
LE
N
SK
A 
SI
A
.I
S 
U
TI
 5
48
81
 0
5/
11
VERÐ: 49.990 KR.
JAMIS CITIZEN 1 
28? dömuhjól. Litir: Hvítt, rautt.
VERÐ: 45.990 KR.
JAMIS EXPLORER 1 
26? dömuhjól. Litir: Blátt, rautt.
VERÐ: 49.990 KR.
JAMIS CITIZEN 1 
28? herrahjól. Litur: Dökkgrátt.
VERÐ: 45.990 KR.
JAMIS TRAIL XR 
26? fjallahjól. Litir: Blátt, grátt.
KÖRFUBOLTI Sundsvall Dragons, 
með þá Hlyn Bæringsson og Jakob 
Örn Sigurðarson innanborðs, varð 
í gær Svíþjóðarmeistari í körfu-
bolta. Sundsvall vann sigur á Norr-
köping Dolphins, 102-83, í oddaleik 
í rimmu um titilinn í gær.
Það var snemma ljóst að Jakob 
var funheitur. Hann skoraði fyrstu 
fimm stigin í leiknum og fyrstu 
tíu af fimmtán stigum Sundsvall. 
Hann setti fjögur þriggja stiga skot 
í röð og alls sex í fyrri hálfleik. 
Sundsvall var með 22 stiga for-
ystu eftir fyrri hálfleik og Jakob 
langstigahæstur með 26 stig. Í síð-
ari hálfleik náði Norrköping aldrei 
að saxa verulega á forystuna þrátt 
fyrir ítrekaðar tilraunir. Alltaf átti 
Sundsvall svar, oftast fyrir utan 
þriggja stiga línuna.
Hlynur var á sínu fyrsta tíma-
bili með Sundsvall og hrósaði Jak-
obi sérstaklega eftir leik í samtali 
við Fréttablaðið. ?Það var ótrúlegt 
að sjá Jakob í þessum leik. Mikið 
svakalega var hann góður,? sagði 
Hlynur og furðaði á sig að Jakob 
hefði fengið að leika lausum hala.
?Norrköping er með mjög hæfi-
leikaríka og góða leikmenn en 
þegar kemur að því að leika skipu-
lega eru þeir úti á túni. Hann var 
búinn að hitta úr fjórum í röð og 
enn galopinn. Jakob refsaði þeim 
grimmilega.?
Hlynur sagði skýrt dæmi hafa 
verið í upphafi fjórða leikhluta 
þegar hann gaf stoðsendingu á 
Jakob sem setti niður sinn sjöunda 
þrist í leiknum. ?Ég keyrði upp að 
körfunni og var ekkert sérstaklega 
líklegur til að skora, þó ég segi 
sjálfur frá. Samt tvímönnuðu þeir 
á mig og skildu eftir mann sem var 
búinn að setja niður sex þrista gal-
opinn á kantinum. Ég gaf bara bolt-
ann á hann.?
Hlynur sagði að það hefði munað 
mikið um að margir í liðinu hefðu 
áður unnið titla og því vitað hvað 
þyrfti til í oddaleik sem þessum. 
?Sundsvall varð meistari árið 2009 
og margir eru enn í liðinu. Jakob 
varð meistari með KR árið 2009 
og ég með Snæfelli í fyrra. Það er 
erfitt að fara í úrslitaleiki án þess 
að þekkja til. Við erum einfaldlega 
með leikmenn sem kunna það,? 
sagði Hlynur, sem bætti við að þeir 
hefðu mætt fullir sjálfstrausts til 
leiks í gær. ?Við trúðum því að við 
værum bestir og ætluðum okkur 
einfaldlega að vinna.?
Hann sagði að tímabilið í Svíþjóð 
hefði verið frábær reynsla fyrir 
sig. ?Ég þurfti að fá nýja áskorun 
á ferlinum og fékk hana hér. Það 
hefur gengið á ýmsu, eins og eðli-
legt er þegar fimmtíu leikir eru 
spilaðir á tímabilinu, en ég er samt 
mjög sáttur.? eirikur@frettabladid.is
Trúðum því að við værum bestir
Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson urðu í gær Svíþjóðarmeistarar í körfubolta. Báðir voru lykil-
menn í úrslitaleiknum en Jakob fór hamförum í sókninni og fór langt með að klára leikinn í fyrri hálfleik.
MEISTARAR Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson með sænska meistara-
bikarinn eftir sigurinn á Norrköping í gær. MYND/SUNDSVALL TIDNING/ANNKRISTIN HAGLUND
KÖRFUBOLTI Jakob Örn Sigurðar-
son spilaði líklega einhvern besta 
leik sinn á ferlinum er lið hans, 
Sundsvall Dragons, varð Sví-
þjóðarmeistari eftir sigur á Norr-
köping Dolphins í oddaleik um 
sænska meistaratitilinn í gær.
Jakob skoraði alls 31 stig í 
leiknum, þar af 26 í fyrri hálf-
leik er Sundsvall stakk hrein-
lega af. Norrköping náði aldrei 
að ógna forystu Sundsvall að ráði 
eftir það.
?Ég veit ekki hvað ég á að 
segja. Það er bara rosalegt að 
detta í svona stuð í leik sem þess-
um. Það gerist ekki oft og þetta 
var í raun bara fáránlegt,? sagði 
Jakob í samtali við Fréttablað-
ið en samtals setti hann niður 
sjö þriggja stiga skot í ellefu til-
raunum.
?Eftir að ég hitti úr fyrstu 
tveimur skotunum leið mér rosa-
lega vel í öllu því sem ég gerði. 
Ég fékk opin skot og hélt bara 
áfram ? að sjálfsögðu.?Hann 
segir að liðið allt hafi spilað vel 
í gær og því hafi það staðið uppi 
sem sigurvegari. 
?Kaninn okkar, Alex Wesby, er 
ótrúlegur leikmaður og örugg-
lega einn besti Kani sem ég hef 
spilað með á ferlinum. Hann er 
frábær varnarmaður og spilar af 
hörku allan tímann,? sagði Jakob 
og minntist einnig á landa sinn, 
Hlyn Bæringsson, sem gekk til 
liðs við félagið í fyrra en Jakob 
er á sínu öðru ári.
?Hlynur hefur haft mikil áhrif 
á liðið. Það sem okkur vantaði í 
fyrra var maður sem berst fyrir 
liðið, tekur mikið af fráköstum 
og skorar mikilvægar körfur. 
Hann er búinn að breyta miklu 
og er mjög mikilvægur hlekkur.?
Jakob varð Íslandsmeistari 
með KR árið 2009 og segir allt-
af sætt að vinna titla. ?Mér líður 
frábærlega og þetta er alltaf jafn 
skemmtilegt.? - esá
Jakob Örn Sigurðarson var hetja Sundsvall:
Fékk opin skot og 
hélt bara áfram
FÓTBOLTI Samkvæmt hollenska 
dagblaðinu De Telegraaf hafa 
hollensku liðin AZ Alkmaar og 
Ajax átt í viðræðum um Kolbein 
Sigþórsson, leikmann fyrrnefnda 
liðsins.
AZ hefur þegar hafnað einu til-
boði frá Ajax en samkvæmt De 
Telegraaf eru félögin nú nálægt 
því að semja um kaupverð. Þá er 
samningur Kolbeins við Ajax um 
kaup og kjör nánast formsatriði.
Kolbeinn hefur einnig verið 
orðaður við önnur lið, svo sem 
Newcastle og Dortmund, en tilboð 
hafa ekki borist þaðan. 
Kolbeinn hefur slegið rækilega 
í gegn í vetur. Hann er lang-
markahæsti leikmaður AZ í hol-
lensku úrvalsdeildinni með fimm-
tán mörk í 30 leikjum, þar af 
sautján leikjum í byrjunarliði. - esá
Kolbeinn Sigþórsson:
Stutt í samning 
við Ajax
KOLBEINN Hér til vinstri í leik með AZ 
Alkmaar á tímabilinu. NORDICPHOTOS/AFP

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56