Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 ELDGOS Mannlíf í Skaftárhreppi er lamað vegna gríðarlegs öskubyls sem breytt hefur degi í dimma nótt frá því á sunnudag. Hávaðarok var á svæðinu í gærkvöldi og þakplötur og annað lauslegt fauk. Ekki hefur verið tilkynnt um slys á fólki en dýr hafa drepist í öskukófinu. Eldgosið í Grímsvötnum var nokkuð stöðugt í gær. Gosmökk- urinn náði fimm til sjö kílómetra hæð og barst suður á bóginn undan sterkri norðanátt í gærkvöldi. Lítils háttar aska féll í öllum lands- hlutum utan Vestfjarða í gær. Skólar og leikskólar voru víða lokaðir og athafnalíf lamað í ösku- skýinu. Talsvert er um að barna- fólk hafi flúið svæðið. Þjóðvegur 1 hefur verið lokað- ur frá því á sunnudag milli Víkur í Mýrdal og Freysness vegna ösku, en athuga á í dag hvort hægt verð- ur að opna veginn. Björgunarsveitarmenn brugðust hratt við þegar þakplötur fóru að fjúka af nýbyggingu á Kirkjubæj- arklaustri. Björgunarsveitir fluttu fólk milli staða í öskukófinu, og komu vatni, lyfjum og öðrum nauð- synjavörum til þeirra sem þurftu á þeim að halda. Öskufallið og myrkrið sem því fylgir getur haft mjög neikvæð áhrif á líðan fólks segir Sigurður Árnason, héraðslæknir á Kirkju- bæjarklaustri. „Núna er bjartasti tími ársins svo þetta niðamyrkur kemur eins og skrattinn úr sauðar- leggnum. Ef þetta ástand varir lengi munu vandamál fólksins aukast og verða erfiðari.“ Sigurður segir það kost hversu lítið samfélagið sé. Læknar hringi reglulega í fólk til að kanna líðan þess. „Við ráðum ekki hvað gerist í gosinu, en við ráðum því hvernig við bregðumst við og hjálpum þeim sem eiga um sárt að binda.“ Dæmi eru um að dýr hafi drep- ist eftir að hafa hrakist út í skurði, væntanlega blinduð af öskunni, segir Gunnar Þorkelsson, héraðs- dýralæknir Vestur-Skaftafells- umdæmis. „Askan fer í augun og dýrin sjá ekki nokkurn skapaðan hlut frekar en við.“ Ferðamenn eru flestir farnir af því svæði sem verst hefur orðið úti. Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að þrátt fyrir erfitt ástand sé enn sem komið er afar lítið um afbókanir fram í tímann hvort sem er undir Vatnajökli eða ann- ars staðar á landinu. Keflavíkurflugvöllur opnaði aftur í gærkvöldi eftir rúmlega sól- arhringslokun. Mikið annríki var á flugvellinum en tæplega tíu þúsund farþegar urðu fyrir töfum vegna lokunarinnar. Talsmenn Icelandair og Iceland Express búast við að um tvo sólarhringa taki að vinna upp tafir vegna lokunarinnar haldist flugvöllurinn opinn. Nokkur erlend flugfélög höfðu í gærkvöldi frestað flugi til og frá Skotlandi, en spár gera ráð fyrir því að aska nái til Skotlands í dag. - bj, sv / sjá síður 4 til 10 Þriðjudagur skoðun 14 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt 24. maí 2011 119. tölublað 11. árgangur Við ráðum ekki hvað gerist í gosinu, en við ráðum því hvernig við bregðumst við. SIGURÐUR ÁRNASON HÉRAÐSLÆKNIR Vinátta „Eitt af því dýrmætasta í lífinu er traust og varanleg vinátta,“ skrifar Jónína Michaelsdóttir. í dag 15 Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Á rni Þór Árnason, fram-kvæmdastjóri og sjó-sundkappi, ætlar að verða annar Íslending-urinn sem synt hefur yfir Ermar-sund. „Benedikt Hjartarson klár-aði þetta sund árið 2008 og ég hef ekki verið látinn vera síðan,“ segir Árni Þór glettinn.Fjórir Íslendingar hafa frá upp-hafi reynt að synda yfir Ermar-sund en einungis einn hefur náð takmarki sínu, Benedikt Hjartar son. Sundið er 32 kílómetrar og einungis tekst um 20 prósentum að komast alla leið yfir.Ferð Árna Þórs hefst 1. júlí þegar hann heldur til Dover í Eng-landi. „Þá tekur við vika þar sem ég verð að synda á æfingasvæði í höfninni þar,“ segir Árni Þór, sem byrjaði að stunda sjósund fyrir um átta árum en ákvað síðasta haust að synda yfir Ermarsund.„Ég er búinn að ver íþjá Vadim Forafonov, í sjö mánuði. Hann hefur breytt allri minni sundkunnáttu.“Að sögn Árna Þórs er markmið hans að reyna við svokölluð 7Seas, sem eru sjö erfiðustu sundleiðir í heimi, Ermarsundið er þeirra á meðal. „Mér fannst eins og ég yrði að takast á við stóru raun-ina. Svo er ekki útilokað ef þgeng FRETTABLAÐIÐ/GVA Árni Þór Árnason ætlar að verða annar sjósundkappi Íslands sem syndir yfir Ermarsund.Reynir við Ermarsundið Norræna brjóstagjafarráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli dagana 31. maí til 1. júní. Þetta er í fjórða sinn sem ráðstefnan er haldin en að henni standa auk Landlæknisembættisins, Félag brjóstagjafarráð- gjafa á Íslandi, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því!Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: REYKJAVÍKURAPÓTEK, Seljavegi 2 // LYFJABORG APÓTEK, Borgartúni 28 // GARÐSAPÓTEK, Sogavegi 108 URÐARAPÓTEK, Grafarholti // RIMA APÓTEK, Grafarvogi APÓTEK HAFNARFJARÐAR, Tjarnarvöllum 11 ÁRBÆJARAPÓTEK, Hraunbæ 115 // LYFJAVER Suðurlandsbr. 22 Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓTBITAFISKUR-næring fyrir líkama og sál FÓLK Hljómsveitin Eagles, sem heldur tónleika í Laugardalshöll 9. júní, gerir miklar kröfur um aðbúnað. Maturinn þarf að vera ferskur, vínberin rétt þroskuð, eggin rétt soðin og þá skal matur borinn fram á leirtaui og hnífapör eiga að vera úr silfri. Þá gera þeir kröfu um sér bún- ingsherbergi og bíl fyrir hvern og einn. - afb /sjá síðu 30 Eagles-liðar gera kröfur: Silfurhnífapör og bíl á mann Sundlaugarfjör Ýmsar uppákomur verða á bakka Breið holtslaugar sem er 30 ára. tímamót 16 Reynir við Ermarsund Árni Þór Árnason sjósundkappi ætlar sér að synda yfir Ermarsund í sumar. allt 1 Lactoghurt daily þ j g innar og komið á jafnvægi. Ráðlagður dagskammtur er 1 hylki á dag. Lactoghurt fæst í apótekum. S 1 1 3 0 1 3 Einstök blanda mjólkursýrugerla DREGUR ÚR VINDI víðast hvar er líður á daginn, en allhvöss N-átt austantil fram eftir degi. Skýjað og styttir upp norðan- og austanlands. Hiti 1-10 stig. VEÐUR 4 6 5 3 2 2 Þríbrotinn í andliti Tryggvi Guðmundsson fékk þungt höfuðhögg en lætur það ekki á sig fá. sport 26 Barnafólkið leggur á flótta undan öskubyl Björgunarsveitarmenn þurftu að hemja þakplötur sem fuku í öskubyl á Kirkju- bæjarklaustri í gærkvöldi. Barnafólk flýr öskurbylinn í Skaftárhreppi. Læknir óttast um andlega heilsu fólks í öskukófinu. Dæmi eru um að dýr hafi drepist. ROKIÐ HREINSAR LOFTIÐ Heldur birti til á Kirkjubæjarklaustri seinnipart dags í gær þegar bæta tók í vind. Mikil aska var enn í loftinu og þurftu björgunarsveitarmennirnir Eiríkur Vilhelm Sigurðarson og Grétar Einarsson að fylgja Sigþrúði Ingimundardóttur, forstöðukonu Hjúkrunar- og dvalarheimilis Kirkjubæjarklausturs, heim eftir erfiða vakt á tíunda tímanum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.