Íslendingur


Íslendingur - 01.09.1939, Blaðsíða 1

Íslendingur - 01.09.1939, Blaðsíða 1
XXV. árgangur.J Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyri, 1. sept. 1939 36. tölubl. Allt frá því að vitkjun Laxár var ákveðin, hefir andað köldum gusti frá ákveðnu blaði hér í bænum til þessa nauðsynjamáls. Síðan hafist var handa um framkvæmd verksins hefir það eyltallmiklu lúmi til árása á þá, sem mest hafa unnið að undirbúningi þess og umsjón. — Petta blað er að vísu minnsta blaðið í bænum, á minnsta lesenda- hópinn og nýtur minnstrar virðing- ar norðltnzkra blaða. Pess vegna hafa þær raddir, sem fram koma í blaðinu, oftast verið látnar ótrufl- aðar En svo lengi má hamra á illgirnislegum getsökum í opinberu málgagni, þó lítið sé, að ekki sé rétt að láta þeim ósvarað. Undanfarnar vikur hefir Alþýðu- maðurinn birt greinaflokk undir fyrirsögninn j. Hvað á að gera? í upphafi hans er rætt um frarr.- kvæmd rafveituvinnunnar á þann hátt, að ekki má láta ösvarað. Blaðið segir, að »þrátt fyrir raf- veituvinnuna, meiri útgerð en venjul. hafi verið, töluverðar húsabygging- ar« o. s. frv. gangi margir atvinnu- lausir, og vill það kenna bæjar- stjórninni um, enda segir blaðiÓ síðan: », • • • helst lítur út fyrir, að þessi máttarvöld* hefðu glaðst mest af því, að enginti bæjarbúi hefði fengið handtak að gera við þetta fyrirtæki* (þ. e. virkjuti Lax- ár). - Pá segir blaðið loks, að svo langt hafi »aumingjahátturinn á þessu sviði« gengið, »að V'P.nu- færum þurfamönnum bæjarins hefir ekki einu sinni verið tryggð sumaratvinna við byggingu raf- veitunnar« (Lbr. Alþm) Sú staðreynd, að enn í sumar skuli hafa borið á atvinnuleysi hér í bænum þrátt fyrir rafveituvinnuna, aukna útgerð, o. s. frv., sýnir að- eins, að innstreymi verkamanna til bæjarins hefir verið óvenju mikið upp á síðkastið, og getur bæjar- stjórn þar enga rönd við reist. Hitt skal skýit fram tekið, að við rafveituvinnuna vinna eingöngu bæjarmenn, að fám fagmönnum og einum verkstjóra undanskildum og 2 eða 3 mönnum. sem e. t. v. rná deila um, hvort telja beri bæjarmenn eða ekki. En meðal þeirra manna eru einn eða tveir ungir menn, er stunda nám við Menntaskólann, og væri sannarlega hart að bægja þeim frá vinnu, þar sem hún er skilyrði þess, að þeir geti haldið námi sínu áfram. Alþm. ætti ekki að vera hneyksl- *) bæjarstjórnin, ath. ísl. aður yfir því, þótt þurfamenn bæj- arins séu ekki látnir ganga fyrir í vinnu við virkjunina. Sú vinna er engin atvinnubótavinna, og verk- takar mega sjálfir velja mennina úr hópi allra verkamanna bæjarins, og taka þeir sem vonlegt er fyrst til- lit til verkhæfni mannanna, en ekki hvort þeir eru á sjálfs sín framfæri eða bæjarins. Samt sem áður eru allmargir þurfamenn bæjarins í vinnu við virkjunina. í öðru lagi er það háskaleg kenning, að bærinn eigi jafnan að sjá þutfamönnum fyrstum fyrir vinnu og mun þessi kenning alveg ný hjá Alþm. Bærinti ætti rniklu fremur að láta þá sitja fyrir vinnu, sem við lítil efni og skort á at- vinnu bjarga sér og sínum á eigin spýtur og hjálpa þeim á þann hátt til að komast undan opinberu framfæri. Hin aðferðin yrði aðeins til að fjölga styrkþegunum, þegar atvinnuleysi er, Staðhæfing Alþm. um að helzt lúi út fyrir, að bæjarstjórnin mundi gleðjast mest af því, að enginn bæjatbúi fengi vinnu við rafveituna, er svo langt neðan við öll rök og alia óbrjálaða ályktunargáfu, að eigi þarf að svara. En þau um- mæli, eins og flest önnur skrif blaðsins um rafveitumálið, virðast öll stjórnast af gremju aðstandenda þess yfir því, að Vinnumiðlunar- skrifstofan fékk ekki að hafa út- hlutun rafveituvinnunnar með hönd- um. —. Sérleyfisferðirnar og úthlutun þeirra Pær auglýsingar, sem mest eru áberandi í blöðum og útvarpi nú í sumar, eru frá tveim bifreiðastöðv- um. er sérleyfi hafa á landleiðinni: Reykjavík -- Akureyri, og má mörg um þykja það furðulegt, þegar um »skipulagðar« samgöngur er að ræða. Pað er ekki ætlunin með línum þessum að mótmæla auglýs- ingunum, þótt margir séu teknir að fá leiða á þeim, heldur taka sk'ptingu þessara hraðferða til at- hugunar. Önnur hinna tveggja bifreiðar- stöðva, er séileyfi hafa á leiðinni: Reykjavík — Akureyri, er í Reykja- vík en hin á Akureyri. Akureyrar- stöðin, B. S. A., hefir sex ferðir á viku, þar af fjórar um Borgarnes en tvær um Akranes, Reykjavíkur- stöðin, sem í fyrra hafði þrjár ferðir á viku og eina þeirra um Akranes, hafði fyrst á þessu sumri þrjár hraðferðir á viku, allar um Akranes og hefir nú nýlega fengið fjórðu ferðina, einnig um Akra- nes. — Fólk, sem illa þolir sjó, en þarf að fara þessa leið, kýs yfirleitt heldur ferðina, er fellur um Akra- nes, því þar er sjóleiöin um helm- ingi skemmri. Af þessu leiðir, að sá séileyfis- ha'i, er fær allar sínar ferðir um Akranes, nýtur auðsærra sérréttinda fram yfir hir.n, er fær aðeins þriðju hverja ferð sína þá leið. Pegar á það er litið, að Bifreiða- stöð Akureyrar hefir alls staðar brotið ísinn í landssamgöngum milli fjarlægra landshluta og haldiö þar uppi áhættusömum ferðum meðan vegleysur voru þar, sem nú eru góðir vegir, og slit á bílum helmingi meira en nú, virðist lítil sanngirni vera í úthlutun séileyf- anna. BSA hóf fyrst allra bifreiðar- stöðva áætlunarferðið milli Akur- eyrar og Reykjavíkur og Akureyrar og Austfjarða og tapaði oft á þessum ferðum. Hún tók líka fyrst upp hraðferðir (eins dags ferðir) milli Akureyrar og Reykjavíkur. En óðar og vegirnir batna, svo að ferðirnar verða nokkurn veginn áhættulausar, tekur ríkisvaldið í taumana og leggur brautryðjandan- um til keppinaut, sem ekki er þá látinn sitja við sama borð, heldur fengnar beztu og eftirsóttustu ferð- irnar í hendur. Frá sjónarmiði okkar Akureyringa er mat ríkisvaldsins á áhættusömu brautryðjendastarfi BSA í samgöng- um Llendinga allt öðru vísi en það ætti að vera Og satt að segja álíta margir aðalástæðuna þá, að BSA er nú einu sinni búsett á Akurcyri en ekki í Reykjavík. Akureyringar munu seint sætta sig við að á þá sé litið eins og Helgu í öskustónni, — eða þeim skipað á krókbekk í þeim málum, sem ríkisvaldið hefir (hlutun um eða ræður yfir. Bæjarbúi. NÝJA-MO | Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Marla Walewska Tal- og hljómmynd í 10 þált- um. Aðalhlutverkin leika tveir ágætustu kvikmyndaleikarar heimsins: Greta Garbo og Charles Boyer Pessi stórfenglega og íburðar- mikla stórmynd hefir hlotið | heimsfrægð og meiri aðsókn en dæmi eru til um sögulegar kvikmyndir. Hún gerist á ár- unum 1807-1812 og segir frá ástum pólsku greifafrúar- iimar Maríu Walewsku og Napoleons keisara. Það hefir verið vandað alveg sérstaklega til þess að bregða upp réttri mynd úr þessu tímablli úr lífi Napoleons og eru jafnvel skrautmunir allir í myndinni þeir réttu. í hlutverki Napole- ons er hinn heimsfrægi franski »krrakter*-leikari Charles Boyer og hefir það til margra ára verið hans heitasta ósk að fá að leika N>poleon í kvikmynd. Sunnudaginn kl. 5: Eg hefi skrökvað Hornsteinn verður lagður að nýju kirkjunni á sunnudaginn kemur, kl. 11 f. h. Verða þar flutt- ar ræður og „Geysir“ syngur. I.O.O.F, == 120919 — Skip brennur. Sildveiðiskipið »Unnur*, eign Karls Friðrikssonar og jakobs Jónssonar Akureyri, brann á þriðjudagsnóttina Uti fyrir Rauðunúpum, Kom eldurinn upp í vélarrúminu og magnaðist svo fljótt. að hann varð ekki slökktur. Skips- höfnin komst slypp og snauð í nóta- bútana og þaðan um borð í Stellu, er lá í námunda. Síðar kom björg- unarskúian Sæbjörg og flutti áhöfn »Unnar« til Siglufjarðar. Skipstjóri á *Unni« var Sveinn Frímannsson. Útiskemmiun halda Sjálfstæð- isfóiögin á Akureyri að Vogum n. k. sunnudag. Meðal ræðumanna þar verður Jakob Möller fjármálaráð- herra. Þetta verður síðasta útisam- kjma féFganna á þessu sumri. v -

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.