Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 09.04.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 09.04.1940, Blaðsíða 1
XXVI. árgangui.l Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyrí, 9. apríl 1940 I 15. tölubl. 9. apríl 1915 9. apríl 1940 ÍSLENDIN6UR 25 ára Siff. Ein. Hlíöar. Idag eru liðin 25 ár síðan fyrsta löiublað íslendings var borið út um Akureyrarbæ- í öll þessi ár hefir hann kom- ið reglulega út, með einnar viku millibili, nema þegar mikið hefir verið um að vera, svo sem undan kosnjngum til Aiþingis eöa bæjar- stjórnar, — þá hefir hann stundum komið út með eins eða tveggja daga millibili. Stofnandi blaðsins og fyrsti ritsíjóri þess var Sigurður Einarsson dýra- læknir (nú Hlíðai) nú- verandi alþingismaður Akureyrarkjördæmis. — Hafði hann um skamma hríð áður haldið úti >Dagb!aðinu«, litlu frétta- b'aði, er flutti bæjarbúum daglega fréttir af heimsstyrjöldinni og helztu viðburðum innanlands og utan, en þar sem ýmsir af kaupendum Dagblaðsins höfðu óskað eftir »að blaðið léti meira til sfn taka almenn landsmál eða flytti meira af uþþbyggilegum ritgerðum um ýmisleg efni, sem til gagns og fróðleiks mætti verða*, eins og segir I ávarpi ritstjórans í íslendingi 9. apríl 1915, þá ákvað hann að hætta útgáfu Dagblaðsins en gefa í þess stað út vikublað í stærra formi. Leturtlötur 1. blaðsins var 33X20 cm. en stækkaði þeg- ar á fyrsta ári í 37X25 cm. Lnn stækkaði blaðið um nýár 1923 upp í 40X25 cm. og hefir haldið þeirri stærð síðan. Pegar Sigurður hætti við Dagblaðið og slofnaði vikublaðið íslending, fékk hann til samstarfs með sér Ingimar Eydal, núverandi ritstjóra Dags. Voru þeir báðir ritsljórar blaðsins til 1. janúar 1917, er Ingimar hvaif frá því starfi. Rak þá Sigurður blaðið einn í þrjú ár, eða til 1. janúar 1920. — Þá kaupir Brynleifur Tobíasson íkennari blaðið og stýrir því í 1 ár (til 1 janúar 1921), er Jón Stefánsson kaupm., áður ritstjóri Norðurlands, kaupir það og stofnar um það hlulafélag, er hlýtur nafnið »Blaðaút gáfufélag Akureyrar*. — Fyrsta stjórn þess var skipuð þessurp mönnum: Jón Esphólin vélfr. formaður Ingimar Eydal. Hallgr, Davíðsson verzlunarstj. Jón E. Sigurðsson veizlunarstj. Pétur Pétursson kaupm. og Rögnv. Snorrason kaupm. Félag þetta hefir sfðan gefið blaðið út fram á þenna dag. Fyrsta árið, sem félagið gefur ís- lending út, er cand. phil. Jónas Jónasson frá Flatey ritstjóri þess, en 1. janúar 1922 tekur við því starfi Ounnl. Tr. Jónsson, áður tit- stjóri »Heimskringlu« í Wmnipeg. Hefir hann verið lengur ritstjóri blaðsins en nokkur annar, eða samfleytt í 14 ár, frá 1922 — 1935 að báðum meðtöldum. Á því tlma- bili störfuðu einnig við blaðið tveir menn aðrir: Brynjólfur Árnason cand, phil. frá 1. janúar 1927 og þar til hann lézt 14. nóvember s. á. og Alfreð Jónasson frá 1. janúar 1935 til 25- apríl s. á., er hann varð bráðkvaddur á skíðagöngu. Gunnl. Tr. Jónsson sagði starfi sínu lausu frá áramótum 1935 — 36. Þá er Einar Ásmundsson lögfræð- ingur láðinn ritstjóri blaðsins og gegnir því starfi til hausts s. á. Tekur þá Konráð Vilhjálmsson kennari við blaðinu til áramóta. 1. janúar 1937 tekur Sigurður E. Hlíðar við ritstjórn blaðsins f ann- að sinn og hefir það starf með höndum til 1. júní s. á., er Jakob Ó. Pétursson núverandi ritstjóri blaðsins tekur við því. Hefir blað- ið því á þessum 25 árum haft 8 ritstjóra og 2 meðritstjóra. Afgreiðslumaður blaðsins frá upp- hafi og fram til ársins 1936 var Hallgrimur Valdimarsson. Fiá 1. júlí 1936 til 1. janúar 1938 var Lárus Thorarensen afgreiðslumað- ur, en síðan hefir ritstjóri blaðsir.s haft alla afgreiðslu og innheimtu þess á hendi. Fram til ársins 1921 var b'aðið prentað í prentsmiðju Odds Biörns- sonar en síðan í prentsmiðju Björns Jónssonar á Oddeyri. Núverandi stjórn Blaðaútgáfufé- lags Akureyrar h. f. er skipuð þess- um mönnum: Páll Sigurgeirss, kaupm., form. Axel Kristjánsson konsúll Indriði Helgason raffræðingur Jakob Karlsson bóndi og Sverrir Ragnars konsúll. íslendingur hefir frá fyrstu tfð notið mjögalmennra vinsælda. Hann hefir jafnan gert sér far um svo fjölbreytt efnisúrval, sem frekast var kostur og vandaðan fiéttaburð. í deilum um landsmál hefir mál- flutningur hans jafnan verið kurteis og hót'samur og er ekki ólíklegt, að hann eigi nokkuð af sínum vinsældum því að þakka. Frá því að Íhaldsílokkurinn var stofnaður, fylgdi blaðið honum að málum og síðan Sjálfstæðisflokknum. F.r ís- lendingur eina fylgisblað Sjálístæð- isflokksins á Novðurlandi, sem kemur reglulega út og jafnframt stærsta blaðið, sem út hefir verið gefið á Akuteyri. Þau munu telj andi heimilin hér í bænum, sem ekki sjá blaðið, en auk þess á það lesendur í flestum bæjum og hér- uðum úti um land. Kaupendatala þess fer vaxandi, svo að s 1 ár lét nærri, að móti hverjum einum kaupanda, er sagði upp blaðinu bættust við þrír nýir. Þrátt fyrir þessar vinsældir blaðs- ins hefir útgáfa þess jafnan verið örðugleikum háð. Til þsss að blaðið geti borið uppi þann kostnað, er útgáfa þess hefir í för með sér þarf hærri kaupendatölu en hægt er að vænta í litlum bæ eins og Akureyri. Stundum hafa verið uppi raddir um það að gera íslending að dagblaði og hefði vissulega verið ánægjulegt, ef hann hefði brugðið venju sinni á 25 ára af- mælinu og farið að koma daglega til lesendanna. En slíkt getur ekki orðið. Akureyri er of lítill bær enn til þess að dagblað geti þrifist hér, því kostnaðurinn við það yrði miklu meiri en auglýsingatekjur og áskriftagjöld gæfu borið uppi, Sú ástæða, sem til þess Iiggur, Gunni. Tr. Jónsson. að blaðið hefir fram að þessu get- að komið reglulega út, er að alltaf hafa nokkrir áhugamenn orðið til að greiða hallann á útgáfu þess. Og af því blaðið hefir alltaf verið frjálslynt í skoðunum, rnálsvari per- sónufrelsis, skoðanafrelsis, athafna- frelsis, frjálsrar verzlunar, hefir það eignast marga vini og stuðnings menn á sinni 25 ára göngu. Alfreð Jónasson. Nú þegar blaðið á 25 ára afmæli, geisar stórveldastyrjöld í Evrópu, sem veldur margskonar truflunum í áformum manna og lífi- Fjöldi manna og fyrirtækja er í fullkominni óvissu um framtfð sína og aíkomu, og jafnvel lftil b'öð, eins og íslendingur, verða e. t. v. að taka upp breyttar lífsvenjur vegna dýitíðar og annarra vand- ræða. — En um það þýðir ekki að sakast. Og um leið og blað- ið þakkar alla sýnda vináttu og stuðning, óskar það vinum sfn- um og velunnurum og öllum les- endum gæfu og gengis í von um, að reykmökkur styrjaldarbáls- ins, sem nú leggst yfir löndin, hveríi sem fyrst og aftur »sjái til sólar*.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.