Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 13.11.1942, Blaðsíða 1

Íslendingur - 13.11.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVIII. árgang. Akureyr i, 13. nóvember 1942. tölub. Myndar Framsókn stjórn með koinmúnistum? M ^ Hjartans þalckir til ykkar allra, nær og fjær, seni minntust f ^ mín á 75 ára afmæli mínu, § g * Sigurjón Sumarliöason. j * i <®-"iiiih-^*‘"iiiiiii-i>iniiH-','iiiiiii',"iiiiii"",iiiirip ■•iiniii'-^niuiM" -"1111111, ....................... Menn spyrja hverjir aðra þessa dagana, hvort nokkuð hafi lieyrst um stjórnarmyndun. Pað er skilj anlegt, að þessi spurning leiti á hugann, því að fæstum mun standa á sama um, hversu sú stjórn verð- ur skipuð, sem fer með völd næsta kjörtímabil, — hvort það verður >rauð« stjórn, þjóðstjórn allra flokka eða »hægri« stjórn. Spurningunni er enn ekki auðið að svara, en nokkuð má ráða það af skrifum blaðanna, hvað menn helzt vilja í þessu efni. Sum blöð- in virðast fylgjandi samstjórn allra flokka, einkum með tilliti til þeirrar nauðsynjar, að bundist sé allsherjar samtökum um að firra þjóð vora frekari ógnum dýrtíðarinnar. En önnur draga enga dul á það, að þeim er hugfólgnara að samstarf. takízt milli vissra flokka, og er Tíminn, málgagn Framsóknarmanna, þar einna skýrastur í rnáli. Fyrir kosningarnar leitaði Pjóð- viljinn fregna af þvf hjá Framsókn, hvort vænta nrætti samstarfs milli Sósfalistaflokksins og Framsóknar- flokksins. Formaður Framsóknar- flokksins gerði hvorki að játa né neita, en tók það fram í blaði sínu, að hann sinnti engum bónorðsum- leitunum fyrri en eftir kosningar. Við kosningarnar unnu Sósíalístar mikið á og juku þingmannatölu sína frá þvf í sumar úr ó í 10 en Framsókn fékk aðeins 15 kjörna. Og af þessum 15 mun vinstri armur flokksins hafa átt öruggan meirihluta, þ, e. armur Hermanns og Eysteins, enda eru kosningaúr- slitin ekki fyrr kunn orðin, en að Tíminn fer að stíga f vænginn við kommúnista. , Hinn 27. okt. skrifar ritstjóiinn grein um »þjóðnýting stríðsgróð- ans«, er hann telur verða stærsta mál næsta þings. Segir hann að krafan um þjóð- nýting strfðsgróðans verði sterkari með hverjum degi. Þess vegna sé hún »áreiðan!ega ein ákveðnasta ósk þess mikla meirihluta þjóðar- innar, er studdi Framsóknarflokkinn, Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn í kosningunum*. Tveim dögum síðar skrifar hann enn um sama efni og segir þá m. a : »Framsóknarmenn hafa ekki farið dult með það, £.ð þeir teldu sam- starf bænda og verkamanna æski- legt fyrir land og lýð. Þeir hafa líka jafnan kosið slíkt samstarf öðru fremur, þegar það hefir verið fyrir hendi. Frá sjónarmiði þeirra hefir klofningur verklýðssamtakanna, sem hindraði slfkt samstarf undanfarin ðr, verið mikil þjóðarógæfa. Þeir flokkar, sem fara með um- boð bænda og verkamanna, hafa nú mikinn meirihluta kjósenda og Alþingis að baki sér. Stjórn þeirra gæti því orðið sterk stjórn , . .« Pað dylst víst engum til hverra talað er. Allt hjalið um þjóðnýting stríðsgróðarís er eins og það sé endurskrifað úr dálkum Pjóðviljans. - En það stingur bara nokkuð áber- andi í stúf við umsögn Framsókn- arráðherrans Eysteins Jónssonar, er hann var að túlka skattalögin nýju í Tímanum 14. apríl s.l. Kemst hann m. a. svo að orði um þau: »Með frumvörpum þessum er tryggt, að langsatnlega meirihluti stríðsgróðans’) rennur tii opinberra þarfa, og að mestur hluti þess fjár, sem eftir er skilinn, er bundinn í varasjóðum og nýbyggingarsjóð- um«. Pá telur hann, að svo mikil íhlutún af hálfu rfkisvaldsins fylgi skattaívilnuninni vegna varasjóðs hlunninda, að nærri láti að sjóðirn- ir séu 'sarneign hlutafélaganna og hins op'.nbera«. Pessi rödd Tímans nú um »þjóð- nýtingu stríðsgróðans* er þvf sjá- anlega framkomin í þeim tilgangi, að Framsóknarflokknum reynist léttara að »jarma sig saman við« kommún- ista, en að því vinna hinir dulbúnu sósfalistar í Framsóknarflokknum. Tækifærið er nú óvenju hagstætt, þar sem kommúnistar eru nú eigi lengur allra flokka fámennastir á þingi Hvernig þessar tilraunir takast, er ekki unnt að fullyrða neitt um að svo komnu, en því fer mjög fjatri, að úrsiit kosninganna hafi á nokkurn hátt leitt í Ijós, að þjóðin óskaði eftir samvinnu kommúnista og Framsóknarmanna^og samstjó.n þeirra flokka á málefnum ríkisins. *) Allar Ibr hér. KIRKJAN. Messað verður í Akur- eyrarkirkju næstk. sunnud. kl. 2 e. h. 75 nra varö í gær Porvaldur Helgason ökumaður Aðalstræti 24. Þorvaldur helir átt heima liér i bænum í 55 ár. Hann var jafnan hinn mesti dugnaðarmaður; vinsæll og vel metinn borgari, og er enn hinn ernasti, Attræður varð í gær Jóhannes Þóiðarson á Espihóli, fyrrum bóndi í Miðhúsum í Grundarsókn. Kirkjukvötd. Vígsludags kirkj- unnar verður minnst með samkomu í kirkjunni þriðjudaginn 1?. þ. m,, kl. 8,30 e. h. Séra Magnús Már liytur erindi, ennfremur veröur kór- söngur og einsöngur. íslenzkur togari talinn hafa farizt með 13 manna áhðfn. i Togarinn >]ón Ólafsson« sem lét^ úr höfn í Bretlandi áleiðis upp til íslands 21. okt. s. 1. hefir ekki komið fram og ekkert til hans spurzt. Er því talið víst, aö hann hafi farizt á leiðinni, Áhöfnin var 13 manns, flest Reykvíkmgar. Voru 9 þeirra kvæntir og áttu alls 24 börn. »Jón Ólafsson* var eign h. f. Alliance, byggður 1933, og talinn eitt bezta skip íslenzka tognraflot- ans Sjóslys. Fyrir nok.kru fórst vélbátur frá Vattarnesi viþ Reyðarfjörð fyrir Austurlandi. Voru þrír menn á bácnum, tveir þeirra búendur á Vattarnesi, kvæntii og áttu mörg börn í ómegð. Álitið er, að tundur- dufl hah grandað bátnum. Viðræður um sam- starf. Stjórnmálaflokkarnir, sem fulltráa eiga á Alþingi, hafa kosið sína tvo mennina hver til viðræðna um sam- stjórn allra flokka. Af hálfu Sjálf- stæðismanna eiga ráðherrarnir Ól. Thors og fakob Möller sæti í nefnd þessari. Ekkert hefir verið látið uppi um árangur viðræðnanna. Verður mjólkurverð hækkað? í Reykjavík hefir verð á mjólk og mjólkurafurðum enn vetið liækk- að. Er nú mjólk á ilöskum seld á kr. 1,83 lítrinn og smjörið á 21 kr. kg. Ef að vanda lætur, líður varla á löngu, að mjólkin verði hækkuð hér á Akureyri. /. O, O. T. St. ísafold Fjallkon- an. Fundur n. k. miðvikudagskvöld Innsetning embættismanna. Skemmti- atriði. Æ. T, Nýársnóitin verður sýnd í allra síðasta siun n. k. laugardags- og sunnudagskvöld. Níræður varð ]ón lónsson á Munkaþverá 9. þ. m. Er hann enn hinn ernasti, þrátt fyrir hinn háa aldur, 75 ára afmæli át,ti Sigurjón Sumarliðason fyrrum póstur, Munkaþverárstræti 3 hér í bæ 10. þ, m. ISigurjón er fæddur og uppalinn að Sælingsdalstungu í Dölum vestur og hóf ungur póstferöir með íöður sínum. Hann fór til Vesturheims 1888 en kom heim aftur eftir 5 ára dvöl þar. Tók hann við póstferðum milli' Staðar í Hrútafirði og Akur- eyrar af föður sinum 1902 og hafði þær á hendi i 14 ár. Árið 1909 kvæntist hann Guðrúnu Jóhannsdótt- ur frá Víðivallum í Fnjóskadal. Bjugigu þau hjón samfleytt í 35 ár myndarbúi að Ásláksstöðum i Kræklingahlíð. Oft mun Sigurjón hafa »komist í hann krappan* á póstferðum sínum á vetrum, því aö þær voru oft hinar mestu svaðilfarir, er ekki henruðu öðrum en kjark- og þrekmönnum, en það mun .Sigurjón jafnan verið hafa. Sjáltstæðisfélag Akureyrar hélt aðalfund sinn nýlega. í stjórn vóru kjörnir: Indriði Helgason for- maður, Óskar Sæmundsson ritari og Sveinn Bjarnason gjaldkeri. 70 ára varð Brynjólfur Eiríks- son Brekkugötu 31 hinn 11, þ. m. I. O. O. F. = 12411139 — 0 = □ Rún. 594211187 - Frl. NÝJA-BIÓ H Föstudaginn kl. ö og 9: Unnusta sjólibans. með George Murphy og Lugille Ball. Laugardaginn kl. 6 og 9 SMITH - HJÓNIN með Carole Lombard og Robert Montgomery. Sunnudaginn kl. 3. SMÁMYNDIR Kl. 5: HRÓI HÖTTUR Kl. 9: Unnusta sióliðans

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.