Íslendingur


Íslendingur - 10.07.1943, Blaðsíða 1

Íslendingur - 10.07.1943, Blaðsíða 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXIX. árg. Akureyrí, 10. júlí 1943. 27. tölub. Stærsta skip, smíOað a íslanði, fer reynsinfdr. Dóttir okkar og systir *Hu/da, andaðist að heimili okkar þann 8. júlí. Jarðarförin ákveðin síðar. Margrét Sveinsdóttir. Benedikt Benediktsson. Snorri Benediktsson. Jarðarför móður minnar Ásbfargar Ásbjarnardóttur frá Vopnafirði, fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 13, þ. m. kl. 1. e. h. — Fyrir hönd aðstandenda Ingólfnr Erlendsson. i i Innilegasta þakklseti til allra þeirra, sem auðsj'ndu okkur vinsemd, heiður og höfðingsskap á gullbrúökaupsdegi okkar með heimsókn, skejúum og gjöfum. Guð blessi 3Tkkur öll. Margrét Sigurðardóttir Helgi Bjö/nsson Reykjaborg. Skagaíiiði. 1 ** i * *n >/"V —* V * 1 —‘uy 1. þ. m. íói Snæfell, hið nýja skip Útgerðarfélags KEA, í reynslu- för. Voru margir boðnir f för þessa, svo sem útgeröarmenn í bænum, blaöamenn o. m. fl. Fyrst var farið ti) Hríseyjar og þaöan yfir á Dalvík en staðiö stutt við A báðum stöðunum. Á heimleiö voru veitingar frambornar á langboröum á þilfari, ræður fluttar og sungiö. Skipstjóri bauð gesti velkomna en byggingameistari skipsins skýrði frá gerð þess og frágangi og ræddi síðan um framtíð skipasmíða á Is- landi. Taldi hann miklu varða, að íslendingar byggðu skip sín sjálfir, og í sömu átt hnigu íieiri ræður. Fer hér A eftir sá kafli úr ræöu Gunnars Jónssonar er fjallar um gerð skipsins og annað því við- komandi: Skipið er sérstaklega smiðað með tilliti til þess að stunda togveiðar og í sambandi við það flutning á ísfiski til útlanda, auk síldveiða. Skipið er 166 smálestir brúttó og aðalmál þess eru 33 metrar á lengd, 6,6 metrar á breidd og 3,45 metrar á dýpt. — Aðalvél skipsins er 480 hestaíla Ruston & Hornsby Dieselvél en vinnuhestöli eru 432.— Snúningshraði vélar meö fullu álagi er 430 á mfnútu, en gert er ráð íyrir að vélin sé að jafnaði keyrð 375 snúninga á mínútu og framleiði þá ca. 375 vinnuhestöfl. Niður- færsla á skrúfu er 1:3 og snýst þá skrúfan 125 snúninga á mínútu. Vél þessi er sérstaklega miðuð við botnvörpuveiði og er samskonar og látin hefir verið í nýtízku brezk botnvörpuskip. — Fyrir skipiö hefir verið keypt rafinagnstogvinda af nýjastu gerð, sem enn er þó ekki komin, og hefir verið, til bráða- birgða, látin »Boston« vinda í skipið. Rafmagn fyrir hina fyrirhnguöu raf magnsvindu, framleiðir 75 kw. raíall með ábyggöti 100 hestaflavél (einn- ig af Ruston & Ilornsby gerð). Raf- magnsvindan veröur aftan við for- mastur og notasl einnig sera akker- isvinda með sérstökum keðjuhjólum (kabelai). Auk þessarar samstæðu er 1 skipinu sambyggð *hjálparvél« þ e. 10 hestaflavél er drýfur auk 6 kw. rafaís. miðflóttadælu og^ loft- þjöppu. Paö er og fyrirhugað að setja í skipið kælivél til kælingar á lestarrúmi skipsins, sem umrædd 100 hestaíla vél mun eir.nig drífa. Innrétting skipsins er í ^ðalatriðum þessi: — Mannaíbúö frammi í (lúgar) með 11 rúmum. — 3 herbergi undir þiljum aftur í meö 8 rúmum< — Skip- stjóraklefi í þilfarshúsi fremst, og aö aítan í þilfarshúsi matsalur. í brú- arhúsi er auk stjórnklefa, leiðar- reiknirgskleli (Bestik) og aftast auka klefi með 1 rúmi. — Skipiö er út- búið með sjálfritandi bergmáls dýpt- arrnæli af nýjustu gerð- Yíirmaöur er Gunnar Jónsson, og heíir hann annast allar teikningar. Viö vélaniðursetningu hefir verið C S. Dorr, vélfræðir.gur frá Ruston & Hornsby, en vélaverkstæðið »Marz«, ]ón jósefsson og Óskar Ósberg hafa séð um alla vinnu vélaniðursetningu viðkomandi. Raf lagnir annasc Samúel Kristbjarnar- son, járnsmlði Steindór jóhannsson og Steindór Stéindórsson. Miðstöð- varlögn, miðstöðvadeild Kaupfélags Eyfirðinga. Skipstjóri vetður Egill Jóhanns- son, áöur skipstjóri á e. s. »Hvassa- fell«. Skipið verður gert út á vegum Útgei ðarfélegs K. E A. h. f. Ferð þessi var mjög ánægjuleg, veður svo gott, að varla blakti hár á höíði og utsyn fögur til beggja stranda fjarðarins Gekk skipið rúmar 11 mílur á utleið Fótti mönnum vistarverur skipshaínar- inuar hlýlegar og þægilegar og frágangur allur smekklegur og hag- kvæmur. Skipið er nú komið á síldveiðar. í Eins og áður hetir verið getið blaðinu, er Snæíell stærsta skipið er enn heíir verið smíðað á íslandi 166 brúttó smálestir. Hið næst stærsta er vélskipið »Helgi« í \rest- mannaeyjum (115 smíl) Vonandi er þess skammt að btða, að enn stærri skip hlaupi af stokkunum i íslenzkum skipasmíðastöövum og bætist í hóp íslenzka veiðiskipa eða flutningaskipaflotans. Tilkynning frá mæðrastyrksnefnc/. Nokkrar konur geta enn komizt í sumardvöl á vegntn neíndarinnar að Laugum i Ftngeyjarsýslu. Komið getur til mála að kona hafi með sér eitt barn, Fær, sem vilja sinna þessu, gefi sig fram við frú Sofffu Thorarensen Brekkugötu 2 eöa frú Ingibjörgu Eiríksdóttur Fing- vallastræti 14 fyrir 12. júli. 25 ára hjúskaparatmæli áttu 6. þ, m. hjónin Pálína Guöjónsdóttir og Guðlaugur Kristjánsson Aðal- stræti 23 hér í bæ. Fimleikasýning var haidin hér í Samkomuhúsinu s. I. mánudag. Voru þaö tveir flokkar, karla- og kvenflokkur úr Glímufél. Ármanni undir stjórn Jóns Þorsteinssonar íimleikakennara, er sýndu listir sin- ar, og þótti mjög veí takast, Héldu fimleikaflokkarnir síðan austur um land til sýninga. Vegna fiutnings prentsmiðjunnar er blaðið aðeins hálít að þessu sinni. Hjónaetni: Ungfrú Forbjcrg Guðmundsdóttir og Helgi Pétursson bóndi Hrajiastöðum. % Leiktélag Akureyrar heftr «ýnt <Orðið« eftir Kaj Munk hér í samkomuhúsinu undanfarin kvöld Viö góða aðsókri' og ágætar viðtök- ur. Er meðíerð leikendanna á hlut- verkunum hin bezta, en einkum eru það þeir \Talur Gíslason og Lárus Pálsson, sem leibhúsgestum verða minnisstæðir fyrir ágætan leik. Sé leíkfiokknum þökk fyrir komu sína hingað TILKYNNI NG Viðskiptaráðið ' hefir ákveðið eftirfarandi hámatksverð á þjónustu hárskera og rakara: 1. Klipping . .' . . . . . kr. 4,10 2. Höfuðbað....................— 3,30 3. Rakstur.....................— 1,50 Par, sem verðið hefir verið lægra en að ofan greinjr, ei bannað að hækka það, nema með leyfi Við kiptaráðsins. Á rakarastofum skal jafnan hanga verðskrá, þar sem get ið sé verðs sérhverrar þjónustu, sem innt er. af hendi, og sé önnur þjónusta en nefnd er að' ofan verðlögð í samræmi við fyrrgreint hámarksverð. Aðilar á eftirlitssvæði Reykjavíkur skulu nú þegar fá verðikrá sína staðfesta af verðlagsstjóra, en aðilar utan þess hjá trúnaðarmönnum hans, ' Ákvæði tilkynningar þessarar ganga í gildi frá og með 5. júli 1943. Reykjavík, 30. juní 1943. Verðlagsstjórirm.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.