Íslendingur


Íslendingur - 10.12.1943, Blaðsíða 1

Íslendingur - 10.12.1943, Blaðsíða 1
'gm % _____ __ ISLENDINGU Ritstjóri og afgreidslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXIX. árg. | j Akureyri, 10. des. 1943. ' *j | 51. tölub. 1 ) 1 1 Lýðveldismálið I Ingvar Gnðjónsson ] Raddir lesendanna. Á fullveldisdaginn, 1. desem- ])er, gáfu þrír stærstu þingflokk- arnir sameiginlega úL svohljóð- andi yfirlýsingu: »Pingfloklíar Framsóknarfl., Sameinlingarflokks AlþtV'ðu —^ Sósíalistaflokksins ogl Sjálfstæð- isflokksins eru sammála um að stofna lýðveldi á Islandi eigi síð- ar en 17. júní 1944, og hafa á- kveðið að hera fram á Alþingi stjórnarskrárfrumvarp milli- þinganefndarinnar í byrjun næsta þings, enda verði Alþingi kallað saman lil reglulegs lundar eigi síðar en 10. janúar 1944 til ]xíss að afgreiða málið.« Það verður að teljast vel við eigandi, að yfirlýsing þessi skyldi koma fram á 25 ára afmæli sam- bandslagasamningsins, og hefir hún vakið lögnuð með þjóðinni. Því ber þó ckki að neita, að við- felldnara hefði verið, að allir þingflokkarnir liefðu staðiö að þessari yfirlýsingu, en eins og kunnugt er, hafa ráðamenn Al- þýðuflokksins snúist gegn því að samhandinu við Dani sé Slitið fyrri en að ófriðarlokum. Flokkurinn stendur þó ekki ó- skiptur uð þeirn tillögum í mál- inu, eins og sjá má al' því, að á nýlega alstöðnu flokksþingi Al- þýðuflokksins kom fram tillaga tll ályktunar um Jýðveldisstofn- un 17. júní 1944, en var felld. Innan annarra flokka eru einnig nokkrir menn, sem fylgja sömu stefnu og Alþýðuflokkurinn í málinu, eins og sjá má af 270- manna-skjalinu fræga, en margir þeirra hafa stundað nám í Dan- mörku eða Þýzkalandi. Ástæðurnar, sem »undanhalds* mennirnir« færa fyrir afstöðu sinni, eru þó eliki þær, að þeir telji rétt okkar Islendinga vaía* Saman. Þvert á móti segir svo í ályktun flokksþings Alþýðu- flokksins: »Verður að telja yfir- lýsiMgu Al/jingis 17. maí 1941 gilda Uppsögn, sem heimili að sam/jykkja niðurfellingu sanr- bandslaganna þrem árum eftir þann txma.« ástséðurnar, sem færðar eru fram fyrir undanhaldinu, eru yfirleitt veigalitlar. Sumir virð- ast óttast, að með samhandsslit- tinum losni urn önnur tengsl milli Islands og annarra Norður- landa. Aðrir vilja aöeins að við tölum vió Dani, áður en fornt- lega er gengið l'rá skilnaðiuum. Kn ekki er Ijóst,- um hvað á að tala. Ekki er það um framleng* ingu sambandslaganna, þar sem búið er að segja þeim upp fyrir nærri 3 áruin og Dönum hefir oft verið tilkynnt, að við ætlum aö taka öll okkar mál í eigin hendur eftir að sambandslaga- tímabilið er útrunnið, þ. e. eftir árslok 1943. Um önnur mál get- um við jafnt talað við þá, þótt við séum búnir að slíta samband- inu. Og við ættum ekki að standa yerr að vígi'um norrænt samstarf að ófriðnum loknum þó að við göngum til þess sem fullveðja aðili. I hópi unda,nhaldsmanna eru lil menn, fáir að vísu, sém telja okkur vera að drýgja hremmi- legt fólskuVerk gegn Ðönum með því að slíta sambandinu næsta ár. Það hefi.r jafnvel verið talað uin samningsrof, heitrol' og níð- ingsbragð í sambandi við fyrir- hugaðan skilnað. Slík unnnælf ættu því aðeins rétþ á sér, að við væruin að ræna einhvérju frá Dönum eða gcra þeim erfiðara- fyrir um að losna undan þeirri kúgun, sem þeir eig'a nú við að húa. En enginn hefir reynt að færa rök • að því, að eitthvað slíkt væri fyrir hendi. Hin hatrama barátta surnra blaða og manna fyrir undanhaldi í frelsismálum vorum er leiðin- legt fyrirbrigði og lítt skiljan- legt. En væntanlega fer hún nú minnkandi, enda munu margir þeirra, sem léðu nöfn sín undir á- skoranirnar til Alþingis, endur- skoða afstöðu sína áður en hinn mikli dagur hins óskoraða frels- is rennur upp og tryggja hið lengi þráða sjálfsforræði þjóðar- innar með atkvæði sínu. útgerðarmaður lézt í Landsspítalanum aðfara- nótt 8. desember. Verður hans síð- ar minnst hér í blaðinu. laugardaj til flugs sótti þangað, og 'mm J. Porstei íær doktorsiiafnbót Heimspekideild háskólans hef- ir veitt mag. art. Steingrími J. Þorsteinssjmi nafnbótina doktor í heimspeki, dr. phil., lyrir rit lrans um .lón Thoroddsen og skáldsögur hans, án þess að próf fari fram Sjóflugvélin eyðilögð. Sjóflugvélin Haförnin vai'ð fyr- ir stórskemmdum á Hornafirði sl. Var hún að hefja sig með sjúkling, er hún g tvo aðra far- þega, en lenti þá á grynningum eða rifi, sem ekki sást vegna mór- illu jökulvatnsins í ósnum. Far- þegarnir og flugmaðurinn, Björn Eiríksson, björguðust, en flugvél* in er álitin eyðilögð, Hjuskapur. 1. desember Vorti gefin sninaii í hjónahand ungfrú Sólveig Rögnvaldsdótlir frá Fífilgerði og Bergsteinn Kolbeinsson bóndi á Leifsstöðum í KaupangssyeiL Ný bókaverzlun. 1 fyrradag var opnuð ný bóka- og ritfangaverzhm í 1 lafnarstræti 105, er nefnist Bókabúð Akur- eyrar. Er frágangur hennar allur mjög smekklegur. Eigendur eru Friðrika Friðriksdóttir, Sólborg Einarsdóttir og Jakob Árnason. Áttræður. llinn þjóðkunni athafnamaður Thor Jensen á Lágafelli í Mos- fellssveit varð áttræður 3. þ. m. Skömmtunarseðlarnir. Fólk ætti að taka út á skömmt- unarseðla sína sem fyrst, áður en jólaösin nær hámarki. Nýjar bækur. Tvær bækur eru nýkomnar út frá forlagi Pálma H. Jónssonar: Hamingjudagar heima í Noregi eftir Sigrid Undset og Töframað- urinn eftir Lion Feuchtwanger. Verður þeirra getið nánar hér í blaðinu innan skamms. Dánardægur. Nýloga lézt á Kristneshæli Helga Steingríms- dóttir Glerárgötu 9, aðeins 26 ára að aldri, »Heim að Hólum« eftlr Bryn- leif Tobiassou, er koinið út. Fé- lagar Sögufél. Skagfirðinga vitji ritsins til Pálma II. Jónssonar Hafnarstræti 105. OPINBERAR SAMKOMUR í Verzlunarmamuhúsinu uppi, hvern fimmtudag kl. 8,30 e. h. og hvern sunnudag, niðri, kl, 5 e. h. Allir Telkomttir. FILADELFÍA. Samkomur & SjónarhæÖ hvern sunnudag ki, 5 e, h. Alik velkomnir. Dýrtíð og vísitala. Allir kannast við hinar svonefndu dýrtíðarráðstafanir ríkisstjórnarinnar, í lok septemberinánaðar lækkaði hún kartöfluverðið og aftur í iok október. Vísitalan er reiknuð út 1. hvers mánaðar, og veltur því á allmiklu, ef halda á henni i skefjum, að gera róttækar ráðstafanir gegn hækkun hennar í tæka tíð. Verö- lækkun kartaflnanna er að því leyti góð, að með henni tókst aö lækka vísitöluna. Um (. 1. mánaöamót var saltkjötið tekið til þessara ráð* stafana og lækkað rétt fyrir mán- aðamótin. Að líkindum hafa flestir verið búnir að kaupa þaö ssltkjöt, er þeir ætluðu að kaupa, en þetta hlýtur að geta lækkað vítitöluna. Hinsvegar voru brauð hækkuð mik- iö í verði rétt eftir mánaðamótin. Lau hafa veruleg áhrif á útgjöld fjölskyldnanna, en það er þó bót í máli, að þau hafa ekki áhrif til hækkunar fyrri en eftir 1, janúar n. k. Fessar ráðstafanir eru því ekki barátta gegn dýrtíðinni, því að dýrtlðin heldur áfram að vaxa í í landinu. Lær eru aðeins barátta gegn vísitölunni, m. ö. o. barátta gegn því að kaupgjaldið hækki jafnhliða hækkandi verðlagi og er því ekki annaö en skollaleikur. En þessi leikur hefir verið leikinn ár- um saman. Mestu veröhækkanir inn- lendra afurða hér 1 bænum hafa farið fram um miðjan mánuð, svo að sú kauphækkun, sem af verð- hækkuninni leiðir, kemur sjaldnast NÝJA-BIÓ Föstudag kl. 9: Ástin sigrar Laugardag kl. 6 : Ástin sigrar Kl. 9: Sæ-hankurinn Sunnudaginn kl. 3 og 9: Ástin sigrar Sunnudaginn kl. 5: Sæ-hanknrina

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.