Íslendingur


Íslendingur - 04.11.1944, Blaðsíða 1

Íslendingur - 04.11.1944, Blaðsíða 1
t ÍSLENDINGUR Utgefandi: Blaðaútgáfufélag Akureyrar Ritstjóri og afgroiðslum.: Jakob Ó. Pétursson Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Verð árg. 12 kr. í lausasölu 35 au. eint. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Sex manna ríkisstjdrn sezt að völtlum Ráðuneytið skipað 2 S/álfstæðismönn^ um, 2 Alþýðufiokksmönnum og 2 Sósíalistum Um mánaðamót sept.—okt. sneri forseti íslands sér til Ólafs Thors, formanns Sjálfstæöisflokksins og fól honum að gera tilraunir til síjórnarmyndunar, þar sem fyr- verandi ríkisstjórn hafði beðizt lausnar. Tókst Ólafi að ná sam- komulagi við Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn um samstarf á Alþingi og myndun ríkisstjórnar. Tók hin nýja stjórn við völdum fyrsta vetrardag, og er þannig skipuð: Ólajur Thors forsætis- og utanríkisráðlierra. Pétur Magnússon fjármálaráð- herra. Fer hann jafnframt með skatta- og tollmál, viðskiptamál, banka- og gjaldeyrismál, verð- lagsmál og landbúnaðarmál. Áki Jakobsson atvinnumálaráð- herra. Fer hann með sjávarútvegs- mál, flugmál o. fl. Brynjólfur Bjarnason rreinta- málaráðherra. Fer hann með s óla- ogútvaipsmál, barnavernd- armál o. fl. Emil Jónsson samgöngumála- ráðherra. Fer hann með vegamál, vita- og hafnarmál, skipaútgerð ríkisins, póst- og sfmamál, iðn- aðar- og rafmagnsmál, kirkju- mál o. fl. Finnur Jónsson féiagsmála- og dómsmálaráðherra. M. a. fer hann með tryggingarmál, heilbrigðis og sveitarstjórnarmál, kjördæmamál- og kosningar til Alþingis, land- helgismál, áfengismál o. fl. fiin nýja ríkisstjórn nýtur stuðnings 32 þingmanna, þ. e. 15 Sjálfstæðismanna, 10 sósialista og 7 Alþýðuflokksmsnna. 5 þing- menn' Sjálfstæðisflokksins telja sig ekki stuðningsmenn hinnar nýju stjórnar. Eru þeir: Oísli Sveinsson, Ingólfur Jónsson, Jón Sigurðsson, Pétur Ottesen og Po st Porsteinsson,—Alþingi hef- ir verið mjög legið á hálsi fyrir það, að ekki skuli hafa verið mynduð þingræðistjórn. Margar tilraunir hafa verið til þess geið ar, en jafnan misheppnast þang- að til nú Framsóknarflokkurinn hefir skorið upp herör og boð- að fundi víða um land til að ræða stjórnmálaviðhorfið, og hafaþing- menn flokksins hlaup^t brott af Alþingi til þessara fundahalda, úöur en hin nýja stjórn var kunn- ge-ð. Að sjálfsögðu eru Sjálf-/ stæðismenn einnig misjafnlega ánægðir. Þykir sumum lítill hlut- ur flokksins, að hafa ekki nema 2 ráðherra af 6. Einnig líkar þeim og fleirum verkaskiptingin mlsjafnlega. Finnst, að dónmmál- in t. d. heíðu átt að vera í hönd-' um þess ráðheirans, er mestan kunnleika hefir á þeirn, þ. e. Pét- urs Mrgnússonar, enda mundi honum hafa verið bezt fyrir þeim trúað af miklum meirihluta þjóð- arínnar vegra mannkosta og þekkingar, sem enginn véíengir, En þó að svo hafi ekki getað orðið, þá má telja það mikið happ, að hann skyldi fást til að Laugardaginn 30. september sl. fór bæjarstjórn og rafveitu- nefnd Akureyrar ásaml tíðinda- mönnum blaða og útvarps aust- ur að orkuverinu við Laxá, en þá liafði hin nýja vélasamstæða raf- stöðvarinnar verið tekin til notk- unar fyrir nokkrum dögum. Er aflstöðin með liinum miklu og márgbrotnu vélabáknum liafði verið skoðuð, var boðið til kaffi- .drykkju í loftsal vélahússins. Meðan setið var undir borðum flutti rafveitustjórinn, Knut Ott- erstedt, ræðu, þar sem liann skýrði frá undirbúningi og fram- kvæmd viðbótarvirkjunarinnar. Auk hans tóku til máls Indriði Hel gason raffræðingur, Þor- steinn Stefánsson settur bæjar- stjóri, Ólafur Thorarensen bankastjóri og Jónas Þór forstj. taka sæti f ríkisstjórn og fara þar með þau mál, er honum hafa falin verið, Það má mjög um það deila. á hvern hátt hefði verið heppi- legast að mynda þíngræðisstjórn. Mjög margir telja, að æskilegast hefði verið, að allir flokkar þings- ins hefðu myndað samstjórn, Aðrir. að mynduð yrði svoköll- uð »vinstri< stjórn með stærsta þingflokkinn í sljórnarandstöðu, og enn aðrir, að tveir stærstu flokkar þingsins mynduðu stjórn í andstöðu við báða verka- mannaflokkana og alþýðusam- tökin í landinu. Allar þessar stjórnarmyndunartilraunir munu hafa verið gerðar án nokkurs árangurs, og má þvf segja, að þessi síðasta tilraun: Myndun stjórnar með fulltrúum ALLRA STÉTTA þjóðféiagsins án Fram- sóknarflokksins, hafi verið úr- slitatilraun. Sú tilraun hefir nú tekizt og Alþingi þar með rekið aí sér það slyðruorð, að það geti ekki myndað þingræðis- stjórn. H.tt verður svo tíminn að lerða i Ijós, hvort samstarf stjórnaiflokkanna verður varan- legt eða nær þeim tilgangi, sem forgöngumenn þess vænta. um greinargerð rafveitustjórans: Þegar Laxárvirkjunin tók til starfa árið 1939 bættust urn 1700 kw. við orku þá, sem Akur- eyrarbær hafði til umráða frá Glerárstöðinni, en það voru um 300 kw. í byrjun fyrsta rekstursársins fór notkunin hægt vaxandi, sem stafaði af því, að erfitt var fyrir notendur að afla sér tækja, svo sem eldavéla og ofna, vegna miklu meiri eftirspurnar en framleiðslu. Þó lagaðist þetta smám saraan, svo að í desember 1940 var meðalálagið orðið Vikulegar samkomur í Verzlunarmanna- húsinu. Fimmtudaga kl. 8.30. Sunnudaga kl. 5. í salnum niðri. Allir velkomnir. — Nila Ramaeliua, — Fílodelfía. 1060 kw. móti 380 kw. í janúar. Framleiðsla Laxárstöðvarinn- ar á tímabilinu 1940—’43 var sem hér segir: Tekjur rafv. hrúttó kr. 1940 4*857 milj. kw. 380493 1941 7.535 — — 570724 1942 9.309 — — 842452 1943 10.879 — — 1372000 Eins og þessar tölur bera með sér, hefir orkuframleiðslan meira en tvöíaldast og tekjur Rafveitunnar meira en þrefald- ast. * Aulc framleiðslu Laxárvirkj- unarinnar hefir verið framleidd orka í Glerárstpðinni síðan vet- urinn 1941—’42. Fyrsta vetur- inn fyrri hluta dags, meðan notk* unin var mest en síðari árin all- an daginn á vetrum, eða þegar kalt hefir verið í veðri, með fullu álagi, þegar rennsli árinn- ar hefir leyft það. Veturinn 1941 var álagið orð- ið svo mikið, að ekki var hægt að leyfa meira rafmagn til upphit- unar á daginn, og var þá farið að takmgrka það til þeirra hluta. Þegar svo var komið, sam- þykkti rafveitunefndin (í apríl 1941) að fela Rafmagnseftirliti ríkisins að útvega tilboð í nýja vélasamstieðu frá Englandi. Nokkur tilboð bárust, og var samþykkt að kaupa 4000 liest- afla vélasamstæðu. En þegar til kom að fá útflutningsleyfi, neit- aði enska ríkisstjórnin, og við það sat, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir við að fá því breytt. Þá var horfið að því að reyna að fá tilboð frá Ameríku. Steingrímur Jónsson raf- magnsstjóri í Rvík, sem þá var staddur í Ameríku, útvegaði tib boð í 3000 og 4000 hestafla vélasamstæðu. Samþykkt var að kaupa 4000 lia. vatnsvél frá Leffel, og 3600 kw. rafal með útbúnaði og tvo 3600 kw. spenna frá Westing- liouse fyrir samtals 154693 dollara. Áttu vélarnar að vera tilbúnar í júlí 1943. Lán hafði fengist hjá Lands- banka Islands að upphæð 2.5 milj. króna til þess að greiða andvirði vélanna, uppsetningu þeirra og umbætur á bæjarkerf- inu. Vélarnar urðu fullbúnar á til- settum tíma, en vegna skorts á skipsrúmi fengnst þær ekki flutt- ar fyrri en í septembermánuði, og var þeim skipað upp á Húsa- vík í október. Var strax byrjað að flytja þær að orkuverinu, þar sem allt var undirbúið fyrir nið- ursetningu þeirra. Þegar Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri keypti vélar fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur, samdi hann við verksmiðjurnar um að fá menn til að setja þær niður. Reyndi hann einnig að fá menn fyrir Rafveitu Akureyrar, en vegna skorts á faglærðum mönnum var það ekki hægt. Þá var fengið samþykki verksmiðj- antia fyrir því, að þeir memi, er Framh. á 4. síðu Frú Hólmfríður Jóns- dóttir, ekkja Axels heitins Kristjáns- sonar kaupmanns, lézt að heimili sínu, Hlíðargötu 5 hér í bæ 22. f. m. eftir þunga sjúkdórnslegu. Verður þessarar látnu sæmdar- konu nánar minnst síðar hpr í blaðinu. Njrja vélasamstæðan við Laxð tekin tii notkunar. Endurbótum á bæjarkerfinu er þó ekki enn lokið Fer hér á eftir í höfuðdrátt- I \ i

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.