Íslendingur


Íslendingur - 11.12.1946, Blaðsíða 6

Íslendingur - 11.12.1946, Blaðsíða 6
4 ÍSLENDINGUR ÍSLENDINGUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. Útgejandi: Útgájujélag íslendings Skrifsiofa Gránufélagsgötu 4. Sítni 354. Auglýúngar og afgroiðtla: Svanberg Einarsson. Pósthólf 118. Landhelnin. í sumar var í ritstjórnargrein hér í blaÖinu vikið að landhelgismálun- um og bent á þá staðreynd, að stækk un landhelginnar og aukin landhelg- isgæzla væri hyrningarsteinninn und- ir eflingu sj ávarútvegsins, og stór fiskifloti gæti reynzt oss harla gagns- lítill, ef erlendum fiskiskipum leyfð- ist að sópa íslenzk fiskimið. Fyrir skömmu birtist svo hér í blaðinu mjög eftirteklarverð hug- vekja urn landhelgismálin, eftir Júlí- us Havsteen, sýslum. Rekur hann þar sögu íslenzkrar landhelgi í stórum dráttum og bendir á þau lagaákvæði, sem um hana hafa gilt. Kemur þar í ljós, að íslenzk landhelgi hefir áður fyrr verið mun stærri en nú, og sú landhelgi viðurkennd af öðrum þjóð- um — að minnsta kosti með þögn. Það er ekki fyrr en með hinum ill- ræmda samningi dönsku stjórnar- innar við Breta árið 1901-, sem land- helgin er færð niður í þrjár mílur, og íslenzkir firðir opnaðir fyrir veið- um útlendinga. Þótt danska stjórnin hafi unnið mörg óþurftarverk á ís- lendingum á liðnum öldum, kórón- ar þó þetta ósvífna og heimildar- lausa - réttindaafsal það allt saman, því að með þessum samningi eru rýrðir möguleikar íslenzku þjóðar- innar til þess að geta lifað efnahags- lega sjálfstæð um ófyrirsjáanlega framtíð. Engin alþjóðalög eru til um land- helgi, og er landhelgisstærð hinna ýmsu þjóða ákveðin af þeim sjálf- um að meslu leyti. Stórveldin hafa yfirleitt stærri landhelgi en smárík- in, og njóta þau þar yfirburða sinna sem víðar. Aðallagaboðið um land- helgi íslands er sett með konungs- úrskurði frá 1812, og er þar svo á- kveðið, að landhelgin nái 4 sjómílur út frá yztu eyjum, hólmum og ann- esjum, og að allir firðir og flóar séu loliaðir fyrir veiði útlendinga. Er af þessu Ijóst, hversu stórkostleg réttarskerðing samningsins við Breta er. íslenzk stjórnarvöld hafa til þessa sýnt óafsakanlegt sinnuleysi um þetta mál, sem þó er eitt mesta hags? munamál íslenzku þjóðarinnar. Þjóð in hefir í rauninni ekki endurheimt land sitt fyrr en hin forna landhelgi hefir fengizt viðurkennd. Engri þjóð er landhelgin eins mikilsverð og Is- lendingum, sem eiga að verulegu leyti afkomu sína undir sjávarút- vegnum. íslenzku ríkisstjórninni ber að Miðvikitáagfrm 11. des. 1946 iÞanlia6rot Ú tlendingastraumurinn ÍIINN stórfelldi útlendingastraumur til íslands er mál, sem þörf væri að íslenzk stjórnarvöld tækju til rækilegri athugunar en gert hefir verið. Er enda farið að bera á því, að fólk þetta reyni nú að komast úr landi með mikið fé, sem það hefir unnið sér hér inn, án þess að greiða hér opinber gjöld. Munu hafa verið gerðar einhverjar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir slík undanbrögð, en það er margt annað athugavert í sambandi við þenna fólksstraum, sent vert væri að rannsaka. Astæða er til að álíta, að litlar tilraunir liáfl verið gerðar til þess ,að kanna fortíð þess fólks, sem hingað hefir komið í at- vinnuleit, einkum frá Danmörku. Hefði þó verið þörf á að gæta sérstakrar var- færni einmitt í stríðslokin, því að þá var vitanlegt, að margir, sem unnið höfðu með I'jóðverj um í stríðinu myndu reyna að bjarga sér úr landi til þess að komast undan refsingu. Þótt margt gott fólk hafi komið hingað, hefir þó reynslan sýnt, að of lítillar varfærni hefir verið gætt. Vinna þessa fólks hefir yfirleitt komið að góðum notum, en þó er vafasamt, hvort þjóðin má við því að missa þann gjald- eyri, sem það hlýtur að verða að fá, þótt það eyði mikhi af vinnulaunum sínum hér heima. Alvarlegast í þessu efni er það, að útlendingar þessir hafa gert mjög mikið að því að kaupa hér margvíslegan varn- ing í verzlunum og senda heim til lands síns. Ifefir þetta að sjálfsögðu í för með sér stórkostlegt gjaldeyristap fyrir ís- lenzku þjóðina. Margar þessar vörur verða Islendingar að greiða í dollurum, sem þeir eiga nú mjög erfitt með að afla sér. Þá er þess einnig að gæta, að íslenzka þjóðin á sjálf mjög erfitt með að afla sér nægilega mikils af ýmsum þessum vörum. Vegna margháttaðra erfiðleika á öflun ýmissa nauðsynjavara handa landsmönn- um, verður þegar í stað að stöðva þenna vöruútflutning. Ætti að vera auðvelt að framfylgja slíku banni með góðu tolleftir- liti. Þá verður einnig að taka upp strang- ara eftirlit með útlendingum og gæta þess vandlega, að Island geti ekki orðið skýli fyrir menn, sem brotið hafa af sér í heima- landi sínu. Þá hlýtur það einnig. að vera sjálfsögð krafa íslenzka verkamanna, að útlendir verkamenn verði strax sviftir dvalarleyfi hér, ef atvinna minnkar í landinu. leggja þetta mál fyrir bandalag hinna sameinuðu þjóða og krefjast réttar síns. íslenzka þjóðin getur ekki við- urkennt réttindaafsal, sem erlend rík isstjórn hefir gert. Samningurinn við Breta getur að minnsta kosti ekki takmarkað rétt vorn gagnvart öðr- um þjóðum og því sjálfsagt að verja hina fornu landhelgi fyrir þeim. All- ir samningar um friðun Faxaflóa eru óeðlilegir, því að flóinn er allur íslenzkt landsvæði. íslenzka þjóðin getur ekki lengur unað þvi, að erlendar þjóðir fari ráns hendi um forðabúr hennar. Hún krefst þess, að Alþingi og ríkisstjórn hefjist nú þegar handa um að íryggja rétt hennar og endurheimta þann hluta íslenzks yfirráðasvæðis, sejn enn er í höndum útlendinga. Hver samdif UNDANFARIÐ hefir verið fremur hljótt um öll flugvallarmál, eftir uppsteit komm- únista á dögunum. Fyrir nokkru birti Morgunblaðið samt bréf frá flugvallar- stjóra Reykjavíkurflugvallarins, sem er að ýmsu leyti eftirtektarvert. Hafði Morg- unblaðið fundið að ýmsu í rekstri vallar- ins og m. a. því, að enskt nafn væri enn á hótelinu á flugvellinum. Segir svo um þetta í bréfi flugvallarstjórar „f samningi þeim, sem gerður var um yfirtöku flugvallarins, settu Bretar það skilyrði, að nafni Hótel Winston yrði ekki breytt meðan samningurinn væri í gildi, og er því ekki hægt að breyta nafninu fyrr en í marz n. k.“ Þessi frásögn flugvallarstjóra mun án efa vekja alhygli rnargra og vekja ýrnis- konar spurningar. Hvenær var þessi samn- ingur við Breta gerður, sem á að gilda þar lil í marz 1947. Ilverskonar skilyrði settu Bretar fyrir þessari samningsgerð? Og hver gerði þenna samning? Ekki hefir hann verið lagður fyrir Alþingi, og hvergi hefir hann verið birtur. Hvernig stendur á því, að kommúnistar hafa ekki minnst á þenna samning í öllu fimbulfambi sfnu um landráðasamninga við önnur ríki í sambandi við flugvellina. Þjóðviljinn var á sínum tíma mjög hreykinn af því, að Bretar hefðu afhent Reykjavíkurflugvöll- inn kvaðalaust — auðvitað vegna fræki- legrar framgöngu Áka Jakobssonar. Það hefði víst orðið fallegur söngur í Þjóð- viljanum, ef Bandaríkjamenn hefðu sett það skilyrði í samninginn um Reykja- nessflugvöllinn, að ákveðnar byggingar skyldti bera amerísk nöfn. Væri fróðlegt að fá nánari upplýsingar um þenna samn- ing, sem flugvallarstjóri vitnar í. Oeðlileg fyrirmæli í SÍÐASTA blaði „íslendings“ var minnst á orðsendingu Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar og heitið á bæjar- stjórn að gera þegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi meðal verkamanna hér í hænum. En það er annað atriði í tilkynningu stjórnar Verkamannafélagsins, sem er vert að taka til athugunar, og það eru fyrir- mælin um það, að félagsmenn Verka- mannafélagsins skuli sitja fyrir allri vinnu. Lagalega mun þetta heimilt, en það er mjög vafasöm stéttvísi, sem þarna birtist. Það eru hér ýms fleiri verkamannasam- tök en Verkamannafélag Akureyrarkaup- staðar og jafnvel ófélagsbundnir verka- menn. Allir þessir menn eiga að hafa sama rétt til þess að vinna fyrir daglegu brauði, og engin ástæða til þess að veita þar ákveðnum aðila nein forréttindi. Meg- instefnan hlýtur að verða sú, að gera þeg- ar í upphafi ráðstafanir til þess að koma í veg fýrir allt atvinnuleysi, en sé um at- vinnuleysi að ræða, er verklýðsfélögunum á engan hátt sæntandi að ákveða fyrir- fram, að það skuli bitna á tilteknum verkamönnum. Hinsvegar er ekki nema eðlilegt, að verkamenn úr bænum sitji fyrir allri vinnu hér. Auglýsið í Islendingi Þennan tíma (1802) bjuggu á Sjöundá, austasta bæ á Rauðasandi og nokkuð afskekktum frá öðrum bæjum, tveir bændur á sinni hálf- lendunni hvor. Hét annar Jón og var Þorgrímsson, meðalmaður á vöxt, fremur lítill fyrir manni, góð- menni, ráðvandur og hversdagsgæf- ur, smiður góður, einkum á járn og silfur. Kona hans hét Steinunn Sveins dóttir. Hún var fríð sýnum, meðal- kona á hæð, grannvaxin, bjartleit í andliti og skipti vel litum. Hár henn- ar var ljósgult og náði í beltisstað. Hún var talin greind og svo vel að ’ sér í kvenlegum hannyrðum, að furðu þótti gegna um ómenntaða, fátæka bóndadóttur á þeim tíma. Hún var búkona hin mesta og skap- stór, en heldur var hún kölluð létt- lát, enda hafði hún gifzt ung. Var mælt að hún hefði fremur tekið Jóni fyrir manngirni, en að henni þætti hann karlmannlegur eða við sitt hæfi. Þau áttu sex börn. Sambýlismaður þeirra hét Bjarni Bjarnason, freklega meðalmaður á hæð og þrekinn, enda var hann all- mikið karlmenni, stórskorinn í and- liti og nokkuð svipmikill. Guðrún Egilsdóttir hét kona hans, heilsulin, veikleg og ístöðulítil. Þau áttu tvö börn. Eina vinnukonu héldu þau Bjarni og Guðrún, er hét Málfríður og var Jónsdóttir. Vinnumaður var þar og á bænum, Jón Bjarnason að nafni, og mun- hann hafa verið á vist hjá nafna sínum. Fleira var eigi manna á Sjöundá. Það fannst á Steinunni, að henni þótti lítið til manns síns koma, og að sú kona væri betur gef- in, er Bjarni ætti. Svo fóru hjúin að taka eftir því, að Bjarna dvaldist stundum lengur hjá henni en góðu hófi gengdi, og á jólaföstunni áður Frúin sat í miðju leikhúsinu og segir ergilega: „Eg sé ekkert fyrir henni frú B. Eg vildi óska, að hún væri svo nærgætin að taka af sér hattinn, hann byrgir fyrir allt leik- sviðið.“ Maðurinn hennar: „Þú situr sjálf með stóran hatt, góða mín.“ Frúin: „Já, en er það ekki allt annað? Hún situr fyrir framan mig.“ * Nokkrir menn voru að reka lamba hóp til afréttar og höfðu eltingar við lömbin. Þau voru óþæg í rekstri. Kerling, sem var í koti við afréttar- landið, sá þetta og sagði: „Mikið er það, að lömbin skuli ekki vera farin að venjast við reksturinn, þar sem þau eru þó rekin hérna fram á heiðina ár eftir ár. * Kerling settist við eldinn gegn- köld í vetrarhörku og segir þá: „Gott á fjandinn að geta setið við höfðu þau setið á hljóðskrafi í búri Steinunnar. Eftir þetta ágerðist sam- dráttur þeirra, og tjáði hvorki Jóni né Guðrúnu um að vanda. Kvað svo rammt að þessu, að á sjálfa jólanótt- ina skömmuðu þau Bjarni og Stein- unn Jón bónda svo, að hann stökk burtu og lá í fjárhúsi það er eftir var næturinnar. Höfðu þau bæði í heitingum við hann. Leið svo vetur- inn fram að langaföstu; var þá orð- ið svo kalt milli bændanna, að hvor bar heiftarhug til annars, enda spar- aði Bjarni eigi að skaprauna Jóni og lét hann oft skilja, að hann ætti alls kostar við hann. Á Sjöundá var fjörubeit góð, og ráku bændur fé sitt venjulega snemma dags. Fjárhúsin stóðu svo að segja saman, og ráku þeir í sama mímd. Föstudaginn 1. apríl varð all- mikil rimma á milli Jóns og Stein- unnar, og kvaðst Jón ganga burt af heimilinu með þrjú börnin, ef hún héldi uppteknum hætti. Hún kvaðst eigi mundi gráta hann lengi, þótt hann færi fyrr í dag en á morgun. Bjarna bar þá að. Tók hann þegar málstað Steinunnar, og kvað Jón djarfan að finna að háttsemi- henn- ar, er hann hefði aldrei verið verður að eiga fyrir konu. Jón hljóp burt 1 bræði sinni til húsa og lét fé sitt út. Bjarni lét og út kindur sínar. Ráku þeir svo fé sitt báðir til sjávar; hreyttust þeir á illyrðum á leiðinni. Þeir höfðu sinn broddstafinn hvor, Jón grenistaf, en Bjarni eikarstaf. Harðnaði nú deilan og gerði Jón sig líklegan til að legga til Bjarna með staf sínum. Vildi þá Bjarni ekki verða seinni til, og greiddi Jóni svo mikið högg á vangann með staf sín- um, að hann brotnaði í miðju. eldinn, þegar hann vill.“ A. „Sæll vertu! ég varð alveg for- viða, þegar ég frétti, að þú á gamals aldri ætlaðir að fara að gifta þig-“ B. „Það er von, ég var búinn að heita því að gifta mig aldrei, en svo var ég nýlega í samkvæmi með öldr- uðum kvenmanni, sem trúði mér fyrir því leyndarmáli sínu, að hún ætlaði aldrei að giftast. Þegar við sáum, að skoðanir og fyrirætlanir okkar voru svo líkar, þá kom okkur saman um, að við hlytum að geta lifað lukkulega saman, svo að á svip- stundu vorum við trúlofuð.“ ★ Anna litla: Því ertu svona kátur núna? Jón litli: Hún mamma flengdi mig áðan. Anna litla: Hvernig getur þa® glatt þig? Jón litli: Jú, það skal ég segja þér. Hún gefur mér æfinlega sykuf' mola stundarkorni á eftir, Framh. Qaman og alvara.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.