Íslendingur


Íslendingur - 05.11.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 05.11.1947, Blaðsíða 6
ÍSLENDINGUR é Miðvikudagur 5. nóvember 1947 Menntaskólinn á Akureyri Framh. af 5. síðu. sýslu, 16 úr Norður-lsafjarðarsýslu, 14 frá Seyðisíirði, 12 úr N. Þing- eyjarsýslu, 10 úr Arnessýslu, 9 úr Dölunr vestan, 6 af Ströndum, 5 úr Hafnarfirði, 5 úr Gullbr.sýslu, 5 úr Borgarf. (Akranes þá meðtalið), 4 úr Rangárvallasýslu, 4 úr Vestm.- eyjum, 3 úr Austur-Skaftafellssýslu, 3 úr Snæfellsnessýslu, 2 af Mýrum, 1 úr Skaptafellssýslu vestri og 2 úr Danmörku. — Skiptist þannig eftir ömtunum gömlu: Norðuramt 341, Vesturamt 99, Austuramt 63, Suður- amt 63, Danir 2. Er eftirtektarvert, að Vestfirðing- ar og Austfirðingar eru liér um bil hættir að sækja Menntaskóla til Reykjavíkur, síðan Akureyrarskóli fékk réttindi til að útskrifa stúdenta. Jafnvel Sunnlendingar koma hingað ekki svo fáir. Það hefir ásannast þessi árin, að skólasóknin hefir orðið langmest úr nágrenninu: Akureyringar flestir, þvínæst Eyfirðingar. Þá koma Suður- Þingeyingar og næst Skagfirðingar. Um helmingur allra stúdenta frá skólanum síðastliðin 20 ár eru frá Akureyri og úr þessum þremur sýsl- um. -— Jöfnuður hefir fengizt um stúdentamennlun hér nyrðra við Reykjavík og suðurhéruð, en að því markmiði var keppl í baráttunni fyr- ir Menntaskóla hér. Réttlætismáli hefir fengist franigcngt. Efnalitlum æskumönnum norðan- og austanlands hefir verið stórum auðvelduð ganga á menntabraut til stúdentsprófs. — Vonir miklu fleiri manna um skóla- menntun hafa rætzt en áður, og verður slikt eigi talið lílils virði, svo framarlega sem slúdentsmenntun þykir keppikefli. Engan mann hefi ég vitað sjá eftir því að ljúka stúd- entsprófi, en marga harma það til æviloka að fá eigi að njóta stúdents- menntunar í æsku. Alls hafa lokið stúdentsprófi í skólanum, sem fyrr segir, 568 stú- dentar, 520 piltar og 48 meyjar. Máladeildarstúdentar eru- 393, þar af 44 meyjar, og stúdentar úr stærð- fræðideild 175, þar af 4 meyjar. Dánir eru 12 stúdentar. Nú munu áheyrendur mínir spyrja: Hvað hefir orðið úr þess- um stúdentum? Því miður sé ég mér ekki fært að svara þeirri spurningu, a. m. k. ekki nándar nærri til fulln- ustu. Mig vantar nauðsynleg gögn til þess að geta leyst úr því. Hefi einnig haft of skanmian tíma til und- irbúnings erindis þessa. Menntaskólinn á Akureyri hefir þegar komið víða við í þjóðlífi voru. A einu vil ég vekja athygli. Eg veit ekki betur en allir stúdentarnir okk- ar séu og hafi verið heiðarlegir menn og konur, og er það mikil gæfa fyrir skólann og þjóð vora. Eins og vér fáum eigi gert fulla grein í dag fyrir því, hvernig slú- dentar vorir skiptast í embættastöð- ur og í aðra atvinnuflokka eða til náms, þannig er heldur eigi unnt að loka reikningi skólans við þjóðina eftir þessi 20 ár, hvað þjóðin hefir unnið við skólahaldið, hvernig stand ast á tekjur hennar af stofnuninni og útgjöld. En ég hygg óhætt að segja, að skólinn hafi gefið þjóð- inni meira, en þjóðarbúið hefir lagt lil hans, þegar á allt er litið, og að þar muni allmiklu. Sú er að minnsta kosti sannfæring mín, en hvorki rnunt þú eða ég geta lagt fram sönn- unargögn í þessu máli. Skólinn liefir áunnið sér virðingu, traust og vin- sældir, bæði þjóðarinnar og nem- enda sinna. Eg vona, að enginn geti gert mig ómerkan þeirra ummæla. Eg fullyrði, að stúdentar okkar hafa staðið og standa jafnfætis öðrum ís- lenzkum stúdentum. Veit ég ekki betur en okkar menn hafi rækt skyld- ur sínar við þjóðfélagið á borð við aðra stúdenta í landinu og ekki lak- ar, og hefðum við þó óskað enn betri útkomu. Það er fullvíst, að Iraust og vinsœldir skólans eftir 20 ára starf, bæði inn á við og út á við, er hin bezta afmælisgjöf, sem honum gat hlotnast. — En enginn má ætla, að ég telji hér allt í fullkomnasta lagi. Það er öðru nær. Oll mann- anna verk eru ófullkomin. Þar sem sjálfsánægjan skipar öndvegi, er ills eins von, en þar sem sjálfsóánægjan eða gagnrýni á eigin störf er fyrir hendi, vex af henni holl keppni við sjálfan sig, að gera betur í ár en í fyrra. Það er þessi andi, sem þarf að vera ráðandi í hverri menntastofn- un, bæði meðal kennara og nem- enda, ef henni á að vaxa fiskur um hrygg, ef hún á að verða lil hollustu fyrir þjóðfélagið. Sitt hvað er bogið við skólastarf vort. En ef áhugi á framförum nem- enda og góðvilji í þeirra garð er samantvinnaður, fáum vér miklu á- orkað. Það er nauðsynlegt að gefa einkunnir, „karaktera“, en meiru skiptir að skapa „karaktera“, holla og sterka skapgerð nemendanna. Þetta getur auðvitað farið saman — þarf ekki að útiloka hvort annað, eins og sumir halda. í tuttugu ár höfum vér unnið sam- an til þess að gera Menntaskólann . á Akureyri að merkri og ómissandi menntastofnun í þjóðlífi voru. Forstöðumaður skóla vors öll þessi ár, sá sem vakinn og sofinn hefir verið í því að hrinda skólans hag á leið og fórnað hefir kröftum sínum fyrir hann öll þessi ár — kveður nú þessa stofnun innan nokkurra vikna. Enginn hefir unnið jafnmikið starf fyrir skólann sem hann. Eg á bágt með að hugsa mér, að Sigurð- ur Guðinundsson hætti að starfa fyr- ir skólann, meðan hann fær eitthvað unnið. Enginn er jafn samgróinn skólanum sem hann. Á vettvangi skólans hefir Sigurður unnið lífs- starf sitt, unnið þar góðan ævisigur. Við óskum honum íil hamingju með þann sigur nú í vertíðarlokin. Minn- umst hans og konu hans með þökk og virðingu með því að rísa úr sæt- um. Á 20 ára afmæli Menntaskólans látum vér hugann hvarfla til liðinna tíma. Upp risu hefnarar af beinum NÝJA-BÍÓ 1 kvöld og næstu kvöld: HIN EILÍFA ÞRÁ (L'eternal retour) Frönsk stórmynd, gerð a.f André Paulvé-Productions, París Aðallhlutverkin leika: Madeleine Sologne Jean Marais Jean Murat Junie Astor Bönnuð börnum innan 14 ára Skjaldbor gar bí ó TUN GLSKINS-SÓN AT AN Næsta mynd: „VIRGINIA CITY“ Errol Flynn Miriam Hopkins Randolph Scott Humphrey Bogart. Bönnuð fyrir born. AKUREYRI. Qoddards HÚSGAGNAÁBURÐUR hreinsar bezt. ÁSBYRGI h.f. Söluturninn við Harnarslíg. Páls Hjálmarssonar og Stefáns amt- manns, sem urðu í minnihluta í norðlenzka skólamálinu um alda- mótin 1800. Biðjum skólanum Guðs blessunar. Minnumst þess, kennarar, að dýr fjársjóður er oss fenginn lil varð- veizlu, þar sem eru æskumenn og kon ur íslands. Minnist þess, nemend- ur, að standa í skilum við Guð, for- eldra yðar, skóla og föðurland, svo sem haft er eftir fyrsta forstöðu- manni þeirrar skólastofnunar, sem Menntaskóli vor er sprottinn upp af. Með þetta ríkt í huga hefjum við næsta áfanga í sögu Menntaskólans J á Akureyri. Jarðarför Rósu Gísladóftur, sem andaðist 31. október á Elliheimilinu Skjaldarvík fer fram frá Sjónarhæð mánudaginn 10. nóvember og hefst kl. 1.30 e. h. Vandamenn. Jarðarför mannsins míns og föður okkar, Irtgtmars Traustasonar bónda ó Hólsi, sem andaðist 29. okt., fer fram að Saurbæ laugardaginn 8. nóv., kl. 1 e. h. lndíana BenedilUsdóltir. Armann H. 1 ngimarsson. Benedikt Ingimarsson. Saumastofa okkar er flutt í Þingvallastræti 4, niðri. IÐUNN & ÞÓRA. Skránino atvinnnlausra fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni dagana 3.-8. nóvembúr 1947, kl. 2—6 síðdegis. Til skrán- . ingar mæti allt verkafólk og iðnverkafólk, sem ekki hefir fasta atvinnu, og gefi upp atvinnu sína þrjá sl. mánuði, og annað það, sem krafist er við venjulega atvinnuleysisskráningu. Akureyri, 27. október 1947. , Bæjarstjóri. 1 Gódur skrifari j (karl eða kona) óskast ca. % daginn. | Vélritunarkunnátta nauðsynleg. | | JÓN SVEINSSON. I TIL.BOÐ óskast í verkstæðið Strandgötu 57. •— Til sýnis kl. 5—7 fimmtu- daginn 6. þ. m. — Tilboðum sé skilað á afgreiðslu blaðsins fyrir hádegi á laugardag. Merkt: „Verkstæði“. F. h. eigenda Brjánn Jónasson. Til viðskiptavína Vegna þess að ómögulegt er að senda steinolíu ásamt öðrum vörum, verðum við hér með að hætta við að senda þessa vöru heim. Ennfremur viljum við biðja viðskiptamenn að hafa skömmtunarseðla til þegar sendingar koma, annars neyðumst við til að hætta að senda heim, nema skömmtunarseðlum sé skilað fyrst í sölu- búðina. VERZLUNIN EYJ AFJÖRÐUR h. f.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.