Íslendingur


Íslendingur - 14.06.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 14.06.1950, Blaðsíða 1
XXXVI, árg. Miðvikudagur 14. júní 1950 26 tbi. Dagheimili tyrir bðrn teknr til starta Kvenfélagið Hlíf hefir tak og dtignaö við sýnt lofsvert fram- aö koma því upp. Nú í vikunni tekur til starfa hér í bæ dagheimili fyrir börn, hið fyrsta, er hér starfar. Hefir kvenfélagið Hlíf reist þetta heimlli ofan við bæinn, norður af búgarðinum Lundi, á fögrum og skjólsælum stað. Hefir heimili þessu verið gefið nafnið Pálmholt. Síðastliðinn föstudag bauð stjórn kvenfélagsins Hlífar forráðamönnum bæjarins, blaðamönnum og ýmsum borgurum, er greitt hafa fyrir stofn- un þessa heimilis til kaffidrykkju að Pálmholti. Formaður Hl far, frú El- inborg Jónsdóttir, bauð gesti vel- komna og flutti stut'.a ræðu, þar sem hún rakti sögu þessa máls frá því að félagskonur fyrst tóku að vinna að því. Kvað hún þau hjónin, Gunn- hildi og Balduin Ryel, hafa gefið fé- laginu 4 dagsláttur lands fyrir ofan bæinn til að reisa dagheimili, en vegna mikilla annmarka á að fá leitt þangað vatn, hefði verið horfið að því ráði að fá skipt á því landi og öðru, er legið hefði rétt við vatns- lögn bæjarins. Þakkaði hún öllum, sem greitt hefðu götu dagheimills- ins, fyrst og fremst frú Gunnhildi Ryel, þá hyggingameisturunum Osk- ari Gíslasyni og Sigurði Sölvasyni, sem mjög hafa lagt sig fram við að koma byggingunni upp, kvenfélags- konunum, sem unnið hafa af mikl- um ötulleik fyrir málið og nú síðast við að koma öllu haganlega fyrir innanhúss, og loks bæjarstjórn Ak- ureyrar fyrir að hafa veitt heimilinu 40 þús. kr. framlag og ýmsum öðr- um, er of langt væri hér upp að telja. Kvað hún hér fyrst og fremst vera um tilraun að ræða, sem hún vænti þó að heppnaðist giftusamlega Auk frú Elinborgar tóku til máls Frú Gunnhildur Ryel, Steinn Stein sen bæjarstjóri, frú Helga Jónsdótt ir og Hannes J. Magnússon skóla stjóri. Kvað hann það sína skoðun, að enda þótt æskilegast væri, að heimili og skóli önnuðust að öllu uppeldi og umsjá barnanna, þá væri svo kpmið, að slík heimili sem þessi væru orðin óhjákvæmileg nauðsyn í hinum stærri hæjum til að forða börnunum frá óhollustu og hættum gatnannp. Byrjað' var að grafa fyrir dag- heimilishyggingunni fyrir röskum 2 árum, eða í byrjun júní 1948. Hefir því verkinu skilað tiltölulega fljótt áleiðis. Bygging'n uppkomin kostar um 160 þús. krónur og innhú a.m.k. 40 þús. kr. í húsinu er rúmgóður salur fyrir börnin, íbúðarherbergi fyrir forstöðukonuna, hvíldarher- bergi fyrir börn, rúmgo'.t og hagan- legt eldhús og herbergi fyrir mat- reiðslukonur, snyrtiherbergi með innbyggðum 4 salernaklefum og 4 handlaugum. Auk þess 2 anddyri. Heim'.lið leggur börnunum til öll snyrtingaráhöld. Á Pálmholt að rúma 50 börn, og hefir þegar verið sótl um dvalarlevfi fyrir fleiri, en unnt er að taka, en dvalarl'minn verður frá 15. júní til 15. sept. — Börnin verða tekin í bifreiðar á ákveðnum stöðum í bænum kl. 9 að morgni og flu.t aftur á sömu stöðv- ar kl. 6 að kveldi. Aldursbllið er 3ja til 7 ára og mánaðargjald 200 kr. Forstöðukona heimilisins verður frk. Ingibjörg Jónsdóttir Ægisgötu 2, en auk hennar starfa við heimilið 2 barnfóstrur og 2 matreiðslukonur. Forstöðukona matreiðslu verður frú Ingibjörg Austfjörð. Kvenfélagið Hlíf hefir undanfarin ár efnt til skemmtana, merkjasölu og kaffisölu til fjáröflunar fyrir heimil- ið, en auk þess hafa bæj^rbúar s yrkt það með gjöfum, m.a. gaf Klæða- gerðin Amaro því stórhöfðinglega gjöf, kr. 10 þúsund. Heimilið var vígt s.l. sunnudag að viðstöddum fjölda bæjarbúa. Árnar blaðið félaginu og þessari mannúðar- og menningarstarfsemi þess góðs gengis í framtíðinni. * r— RITSTJÓRASKIPTI verða við íslending með þessu iölublaði. Jakob Ó. Pétursson hættir ritstjórn, en við henni hef- ir tekið Tómas Tómasson lög- fræðingur. i 17. júnl hátíðahðldin. Hátíðarnefnd bæjarins hefir til- kynnt blaðinu tilhögun hátiðar- haldanna, sem verða hér 17. júní n. k. Hefjast þau kl. 1,15 e. h. með leik Lúðrasveitarinnar á Ráðhús- torgi. Þaðan verður svo farið í skrúð göngu til hátíðarsvæðisins, sem verður á iúninu sunnan við sund- laugina. Er ætlast til að hátíðarhöld- in þar hefjist um kl. 2 e. h. Þar fer fram fánahylling, guðsþjónusta (sr. Pétur Sigurgeirsson). Lýðveldisræðu flytur Brynleifur Tobíasson. Halldór Þ. Jónsson, stúdent flytur og ræðu, Karlakórarnir syngja. — Þá hefjast íþróttir og fer fram íslenzk glihia, fimleikasýning og handbolti, Dansað verður í Samkomuhúsi bæjarins og i Hó'el KEA. Kvikmyndasýningar verða á veg- um hátíðarnefndarinnar í Nýja Bíó kl. 3 og í Skjaldborgarbíó kl. 9. — Verði veður mjög óhagstætt fara há- tíðarhöldin fram í kirkjunni og í Samkomuhúsi bæjarins. Aðgangur er ókeypis og veitingar verða seldar á hátíðarsvæðinu. Hátíðarnefndin væntir þess að sem flest félög leggi til fána og fána- bera í skrúðgönguna og að bæjar- búar dragi almennt fána að hún kl. 8 árdegis þjóðhátíðardaginn Umdæmisþing Rótaryklúbb- anna ó íslandi haldið á Akureyri Um s. 1. helgi var haldlð hér á Akureyri Umdæmisþing Rótary- klúbbanna á íslandi. Voru þar mætt- ir margir fulltrúar frá þeim 10 klúbb- um, sem starfa hér á landi. Rótaryhreyfingin er alþjóðafélags- skapur, er starfar í 80 þjóðlöndum. A'lls eru klúbbarnir um 7000 að lölu með 340 þúsund félögum. Markmið Rótary er að vinna að umbótum á sviði félagsmála innan hvers þjóð- félags og vinsamlegri kynningu milli stétta. Yfirmaður (umdæmisstjóri) Rót- aryklúbbanna á íslandi hefir undan- farin tvö ár verið séra Óskar J. Þor- láksson á Siglufirði, en nú tekur við því starfi séra Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup á Akureyri. Einar Gunnarsson kaupmadur I N MEMORIAM — Hann Iézt að heimili sínu hér í bæ, laugardaginn 5. þ. m., eftir stutta sj úkdómslegu. Fer nú óðum að þynnast fylking þeirra manna, sem í söxum s'.óðu á bæjarskútunni fyrsta þriðjung ald- arinnar, en sú kynslóð, sem þá var á léttasta skeiði kann að segja frá miklum breytingum á atvinnuháttum og athafnalífi bæjarins. Einar hneigðlst strax í æsku til verlunarstarfa, og verzlunarmaður , var hann af lífi og sál, öll sín mann- j dómsár, þar til heilsa og kraftar tóku að þrjóta. Sýndi hann þegar lofsverðan á- huga, fram yfir það, sem þá var títt, um verzlunarmenn, fyrir því að búa sig undir lífsstarf sitt, og mennta cig í sinni grein, eftir því, sem frekast voru föng tiL Rak hann síðan verzl- un hér, framan af öldinni, ýmist einn, eða í félagi við aðra, þar til hann gerðist fors'.jóri fyrir „Hinar sameinuðu ísl. verzlanir“, árið 1914, og gengdi hann því starfi þar til fyr- irtækið var lagt niður. Var það á þeim árum, all-umsvifamikið, og rak hér margháttaða starfsenri, verzlun og fjölbreytta útgerð, og mun, um árabil, hafa verið einn stærsti vinnu- veitandi í bænum. Má t. d. telja til merkisatburðar, í atvinnumálum, er það, undir stjórn Einars Gunnars- sonar reisti fyrsta — og eina — ný- tízku frystihús bæjarins. Auk aðalstarfs síns kom Einar all- mikið við sögu félagsmála, var t. d lengst af röskur liðsmaðUr Verzlunar mannafélags Akureyrar, og átti lengi sæti í stjórn þess. Þótti því félagi ástæða til að viðurkenna 6törf Einars í þágu stéttarbræðra sinna, er það gerði hann að heiðursfélaga, fyrir nokkrum árum, og var það vel farið. Þá hafði Einar á höndum af- greiðslu fyrir Bergenska gufuskipa- félagið, um langt skeið, og var á þeim árum jafnframt ræðismaður Norðmanna hér. Það er augljóst, af því, sem nú hefur verið sagt, að Einar átti marg- vísleg skipti við marghá.tað fólk, en ég tel mér óhætt að fullyrða, að enga átti hann óvildarmenn, að leiðarlok- um, en vini marga, því að hann var drengur góður, prúðmenni, með lipra lund og fór ekki í manngreindarálit. Einar Gunnarsson var þingeyskur að ætt, fæddur að Völlum í Þistil- firði, 16. júní 1873. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðlaug Jónsdóttir og Gunnar Rafnsson bóndi. Einar fluttist iil Akureyrar um aldamótin, og var hér búsettur síðan. Árið 1906 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Marenu Vigfúsdóttur, Sigfússonar, hóteleiganda, hinni ágætustu konu, er bjó manni sínum og börnum heimili, sem lengi verður minnst, af fjölmörgum vinurn þeirra, vegna heilbrigðra heimilishátla og fram- úrskarandi gestrisni. Þeim hjónurn varð níu barna auðið, og eru sex þeirra á lífi. Sv. R. Ég kynntist Einari Gunnarssyni fyrst síðustu árin, eftir að hann var farinn að kröftum, en þrátt fyrir þennan skamma kynningarlíma mun hann ætíð verða mér hugstæður. Helztu einkenni Einars, sem komu fram í daglegri umgengni voru: prúðmennskan, hlýjan og glaðværð- in. •— Ég man aldrei eftir að hafa hitt Einar öðruvisi en að hann hefði spaugsyrði á takteinunum. Mun hann þó engu síður en samferða- menn.rnir liafa kynnzt alvörunni á langri og erilsamri ævi. Hann var jafnan boðinn og búinn til þess að hlaupa undir bagga, þegar á þurfti að halda, og hver sem hlut átti að Framhald á 4. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.