Íslendingur


Íslendingur - 05.01.1955, Blaðsíða 1

Íslendingur - 05.01.1955, Blaðsíða 1
XLI. árg. Miðvikudagur 5. janúar 1955 1. ibl. Fjflrlögin homin yfir 509 ' v-vr;-SCIíe.2<S;R«J ptá RætUvið^þingmann bæjarins^um ^ fjárveitingar til^ýmissa^mála Eins og kunnugt er tók Alþingi reikningi um 495 millj. króna, en sér jólaleyfi 17. desember, og mun í meöförum þingsins uröu niður- ekki koma saman til funda að stöðutölur 516.5 millj. kr. og nýju fyrri en í byrjun febrúar. Allir þingmenn dvelja heima þenna tíma. Hefir blaðið átt tal við þingmann Akureyrarkaup- staðar, Jónas G. Rafnar, og spurt hann frétta af afgreiðslu fjárlag- anna, en þau voru afgreidd réít fyrir þingfrestun. En þingmaður- inn á sæti í fjárveilinganefnd Al- þingis. Góð afkoma ríkissjóðs. — Fjárlagafrumvarpið fyrir 1955 var lagt fram sem fyrsta mál þingsins, segir þingmaðurinn. — Þegar fjármálaráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði, gerði hann í stultu máli grein fyrir afkomu ríkissjóðs á árinu 1953, en það hafði reynzt óvenjulega golt tekjuár. Á rekstrarreikningi höfðu tekjurnar reynzt um 510 milljón króna, en höfðu verið áætlaðar 418.5 millj. kr. Útgjöldin höfðu einnig verulega farið fram úr á- ætlun, en greiðsluafgangur ársins orðið tæpar 36.5 millj. Þegar gengið var frá fjárlögum fyrir árið 1954, íöldu ábyrgir a'ð- ilar ekki fært að áætla tekjurnar meiri en 443 millj., enda þótt þá væri nokkurn veginn vitað, að tekjur ársins 1953 mundu fara mjög verulega fram úr áætlun. I því sambandi var að sjálfsögðu sérstakt tillit tekið til þess, að nf fyrri árs tekjum voru a. m. k. 25 millj. króna vegna innflutnings á vélum til áburðarverksmiðjunnar og virkjananna, og .þá líka það, að árið 1953 var að öðru leyli á- litið sérstaklega golt tekjuár. Nú er það vilað, að s.l. ár hafa tekjur ríkissjóðs einnig orðið meiri en nokkru sinni áður. Má lelja líklegt, að tekjurnar fyrir s.l. ár nemi alls um 550 millj. króna. Ríkissjóður hlýtur því að hafa verulegan rekstrarafgang eftir ár- ið, og verður það sjálfsagt verk efni Alþingis, er það kemur sam an eftir þingfrestunína, að taka á- kvarðanir um ráðslöfun tekjuaf- gangsins. Hvert sem litið er, eru þarfir fyrir fé til margvíslegra framkvæmda. Fjórlögin 1955. A fjárlagafrumvarpinu voru tekjurnar áætlaðar á reksturs- gre.ðsluafgangur um 1 milljón. Þingmaðurlnn sagðist engu vilja spá um afkomu r.kissjóðs á þessu ári, en kvaðst ielja margt benda til þess, að innflutningur yrði minni á árinu en veriö hefir und- anfarið, sem stafaði af því, að miklar vörubirgðir væru nú til í landinu, en af því leiðir að sjálf- sögðu minni tekjur í ríkissjóðinn. Auknar íekjur ón skatta- og tolla- hækkana. í sambandi við þá þróun, sem verið hefir í ríkisbúskapnum, er rétt að benda á það, að hin góða afkoma ríkissjóðs er ekki fengin með nýjum skatta- og tollahækk- unura, heldur þvert á móti. Á s.l. ári voru t. d. tollar lækkaðir á sumum hráefnum til iðnaðar, samþykkt var lækkun á tekjuskatti einslaklinga að meðallali 26— 28% og tekjuskatti félaga um 20%. Þá var spanfé og vextir af því gert skattfrjálst og fasteigua- skaltur ríkissjóðs afhentur bæja- og sveitafélögum iil ráðstöfunar. % Krafist aukins sparnaðar. Jafnl utan þings sem innan hafa heyrzt raddir um aukinn sparnað í rekstri ríkisbúsins. Má segja, að ríkisútgjöldin séu orðin nokkuð mikil, þar sem þau eru komin yfir hálfan milljarð króna, og því full ástæða til að gaum- gæfa vandlega, hvort eða hvar hægt er að draga úr þeim. En þeg- ar verið er að tala um sparnað hjá ríkinu, verður að gera ’ér grein fyrir því, að ekki er nema um tvær leiðir að ræða til að ná verulegum árangri, annaðhvoit að draga úr verklegum fram- kvæmdum eða þá að bre^yta gild- andi lögurn, eins og t.d. um fræðslukerfið og tryggingarnar. Þá er einnig margvísleg önnur löggjöf, sem leggur greiðsluskyldu á ríkissjóðinn. Það mun hafa ver- ið á s.I. ári, að ríkisstjórnin skip- aði sérstaka nefnd til þess að ann- ast allsherjar athugun á útgjöld- um ríkisins. Einnig að athuga, hvaða leiðir væru helztar til að koma í veg fyrir að ábyrgöir, sem ríkið hefir tekið á sig samkvæmt heimildum Alþingls, falli á ríkissjóðinn. Þessi nefnd á að semja álltsgerö, og eiga tillögur hennar að geta legið fyrir, þegar fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár verður samið. Fjárveitingar, sem varða Akureyri sérstaklega. Þá spurði blaðið þingmanninn efiir fjárveitingum, sem sérstak- lega vörðuðu Akureyri. Kvað hann heildarframlag til hafnur- málanna vera svipað og í fyrra. Akureyrarhöfn fengi núna á fjár- Framh. á 5 síöu. MÉðii rélef éromót Lítið bar á strákapörum cða spellvirkjum í sambandi við ára- mótin. Nokkrir unglingar reyndu þó að hefta umferð innarlega í Hafnarstræti á gamlárskvöld, en til þeirra náðist, og voru þeir í vörzlu lögreglunnar fram á mið- nætti. Einnig voru nokkrar rúður brotnar. Lítt eða ekki bar á sprengingum, en um miðnættið mátti líla marga fallega flugelda á lofti yfir bænurn. Olvun var allmikil, en hvergi kom til teljandi árekstra. Varð þó að laka nokkra menn iil geymslu um stundarsakir. O la is I* i rðisi^ii i* lia£a fcngið togara Verður væntanlega gerður út frá Ólafsfirði og Sauðárkróki Þeir Ásgrímur Harlmannsson bæjarstjóri og Jón Gunnars- son kaupfélagsstjóri í Ólafsfirði, hafa dvalið í Reykjavík um hr.ð undanfarið og unnið að togara- kaupum fyrir Ólafsfirðinga. Leit- uðu þeir fulllingis ríkisstjórnar- innar, en á Ólafsfirði er ætíð at- vinnuskortur á vetrum, og margir úr kaupstaðnum ráða sig því á vertíð suður. Er það þýöingar- mikið vegna alvinnulífs í Ólaís- firði að geta stofnað til togaraút- gerðar. Á Þorláksmessu s. 1. tókust svo samningar um, að ríkisstjórnin keyp'.i Vestmannaeyjatogaraun, Vilborgu Herjólfsdóttur, handa Ólafsfiröingum, en jafnframt er relknað með, að Sauðárkrókur geri hann að einhverju leyti út. Er ráðgert að mynda hlutafélag um kaupin í þeim tveim bæjum. Kaupverö togarans var 5.7 millj. krónur. Vestmannaeyingar höfðu áður selt annan togara sinn til Hafnar- fjarðar, og er togaraútgerð úr sögunni í Eyjurn í bili. fjárhaðsóffitlun Ih. lögð frn Útsvörin áætluð 10,6 millj. króna Ssiisho stórmyndln Salho Volha í Hýja Bíó Fyrsta mynd Nýja Bíós á þessu nýbyrjaða ári er stórmyndin Salka Valka, er Edda Film og Nordisk Tonefilm hafa látið gera eftir skáldsögum Laxness, „Þú vlnviður hreini“ og „Fuglinn í fjörunni“. Var verulegur hluti myndarinnar tekinn hér á landi, úti„senurnar“ frá Óseyri við Axl- arfjörð í Grindavík og nokkrir Wflar á öðrum stöðum. Leikstjóii var Arne Mattson, en hann er meðal þekktus'.u kvikmyndaleik- stjóra á Noröurlöndum. Kvik- myndahandrilið ritaði RuneLind- ström, en íslenzkur skýringatexti fylgir myndinni. Sölku Völku leikur Gunnel Bro- ström tBirgitta Pettersen leikur þó Sölku sem barn), Arnald leik- ur Folke Sundquisi, Sigurlínu Margare'a Krook, Steinþór Eirik Strandmark, Bogesen Rune Carl- Á síðasta bæjarstjórnarfundi var uppkast að fjárhagsáætlun Akureyrarkaupstaðar fyrir árið 1955 iil fyrri umræðu. Eru niður- stöðutölur þess nálega 13.6 millj. krónur. Hæsti tekjuliðurinn er að sjálfsögðu útsvörin, sem áætluö eru nú 10.6 millj. króna gegn 3.7 millj. kr. í fyrra, og er þar um hartnær tveggja millj. króna hækkun að ræða. En þar sem gjaldendum í bænuni fjölgar um nokkur hundruð við sameiningu Glerárþorps við bæinn, sýnist hækkun þessi meiri en hún raun- verulega er. Aðrir tekjuliðir eru áællaðir: Ska'.tar af fasteignum 1527 þús. kr. (1472 þús. í fyrra). Tekjur af fasteignum 550 þús. (600 þús.J. Endurgreiddir fátækrastyrkir 222 þús. (140 þús.). Ýmsar tekjur ,687 þús. (715.4 þús.). Ilelztu gjaldaliöir: Vexlir og afborganir af föstum lánum 643.3 þús. (284.3 þús.). sten og Beintein í Króknum Lár- us Pálsson. Þrír aðrir íslenzkir leikarar koma fram í myndinni: Jón Aðils, Lárus Ingólfsson og Rurik Haraldsson. Salka Valka er eina talmyndin, sem gerð hefir verið eftir stórri, íslenzkri skáldsögu, en Saga Borg- arættarinnar var kvikmynduð á dögurn þöglu myndanna. Þarf ekki að draga í efa, að flestir noli tækifærið nú, þegar það gefst, til að sjá kvikmynd af íslenzkri skáldsögu. Stjórn kaupstaðarins 946 þús. (802 þús.). Löggæzla 455 þús. (óbreytt). Heilbrigðismál 468.5 þús. (553.3 þús.). Þrifnaður 660 þús. (670 þús.). Vegir og bygg- ingamál 1771 þús. (1653 þús.). Grjótmulningur 300 þús. (250 þús.). Fasleignir 782 þús. (690 þús.). Eldvarnir 444 þús. (436 þús.). Lýðlrygging og lýðhjálp 1810 þús. (1635 þús.). Fram- færslumál 1140 þús. (1073 þús.). Menntamál 1291 þús. (1131 þús.) íþróttamál 261.5 þús. (276.5 þús.). Til nýbygginga 810 þús. Til hlutabréfakaupa 750 þús. Undir liðnum „nýbyggingar" er hæsti gjaldaliðurinn til flutn- ings á gömlu slökkvistööinni og byggingu áhaldahúss kr. 250 þús. Til skólabyggingar kr. 200 þús., til nýbygginga við sundstæöið 200 þús. Fund uui íjórhuflséfftlun bœjarins jyrir 1955 halda Sjálfstœðisfélögin á AIc- ureyri n.k. mánudag 10. jan. í Varðborg, er hefst kl. 20.30. Frummcelendur verða bœjar- fulltrúarnir Helgi Pálsson og Jón G. Sólnes. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinum stundvíslega og taka þátt í nm- rœðum um mál það, sem fyrir jundinum liggur.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.