Íslendingur


Íslendingur - 05.04.1957, Blaðsíða 1

Íslendingur - 05.04.1957, Blaðsíða 1
Aðalfandir Skógræktar- félag§ ikure^rar og’ EDyfirðinga Föstudaginn 22. mavz síðastlið-' mn hélt Skógræktarfélag Akur- eyrar aðalfund sinn. Formaður, Tryggvi Þorsteinsson, kennari, gaf skýrslu um starfsemiita á ár- inu, sem hafði verið allmikil. Alls höfðu verið gróðursettar 21.570 plöntur í skógarreiti félagsins, mest þó í Kjarnaskóg. Á árinu höfðu skátar fengið ca. þriggja hektara land í Kjarnaskógi og hyggjast setja þar niður um 24 þúsund plöntur á þremur árum. Sjálfboðavinna var alls hjá Skóg- ræktarfélaginu um 65 dagsverk, og fjölda margir höfðu lánað ó- keypis bíla til að koma fólki á gróðursetningastaðina. Þá gaf Eiríkur Stefánsson, kennari, formaður unglingadeild- ar, skýrslu. í deildinni eru 136 félagar, og um helmingur þeirra hafði farið í skógræktarferðir. Þá gaf gjaldkeri félagsins, Mar- teinn Sigurðsson, skýrslu um fjárhaginn og lögð var fram fjár- hagsáætlun. — Niðurstöðutölur hennar voru 50 þúsund kr. Til plöntukaupa voru áætlaðar þús. kr., en til framræslu í Kjarnalandi 15 þús. kr. Þá urðu miklar umræður um ýmis mál, er varða skógræktina og samþykktar nokkrar tillögur. Meðal annars var skorað á Skóg- rækt ríkisins, að hún hlutist til um, að kvikmyndin „Fagur er dalur“, svo og ýmsar aðrar skóg- ræktarmyndir verði jafnan til í kvikmyndasafni fræðslum.skrif- unnar svo að skólar landsins og aðrir eigi aðgang að þeim. Þá var þeirri ósk beint til Skógrækt- arfélags íslands, að það láti gera fræðslu- og hvatningarmynd um skógræktarmálin í því skyni að fá hana sýnda sem aukamynd í kvikmyndahúsum landsins. Þá taldi fundurinn æskilegt, að sem flest héruð fengju að koma upp hjá sér skógræktarreitum með svipuðu sniði og Heiðmörk. AS lokum fóru fram kosningar og meðal annars á 18 fulltrúum á aðalfund Skógræktarfélags Ey- firðipga. Fundinum stjórnaði Ármann Dalmannsson. Yngsti sjáljboðaliðinn gróðursctur trjáplöntu i Kjarnaskógi. Ljásm.: Gísli Ólajsson. stjórnaði honum, en fundarritari var Steindór Steindórsson. Formaður flutti skýrslu stjórn- arinnar. Rúmlega 55 þúsund trjá- 1 plöntur voru gróðursettar síðast- liðið vor á vegum félagsins. Félagið rekur uppeldisstöð á Akureyri, og voru gerðar nokkr- ar endurbætur á henni á árinu. SáS var 15 teg. af trjáfræi í 477 ferm. Dreifsettar voru 8 teg. alls, tæpl. 90 þús. plöntur, settar nið- ur 7 teg. græðlinga, alls 11 þús. Afhentar voru úr stöðinni rúml. 48 þúsund plöntur. SjáífboSavinna við gróður- setningu nam um 175 dagsverk- um. Byrjað var á að taka litskugga- myndir í skógarreitum félagsins. Ármann Dalmannsson, gerði grein fyrir reikningum félagsins. Reksturshalli á árinu varð rúm- lega 3 þúsund krónur. Samþykkt var fj árhagsáætlun fyrir árið 1957, og voru niður- stöðutölur hennar kr. 164.000.00. Fundurinn lýsti fylgi sínu við tillögur þær, er samþykktar voru á aðalfundi Skógræktarfélags Framhald á 2. síðu. Skógræktarfélag Eyfirðinga hélt aðalfund sinn aS Hótel Kea laugardaginn 30. marz. Fundinn sóttu 28 fulltrúar frá 8 félags- deildum. Formaður félagsins, Guðm. Karl Pétursson, setti fundinn og Fnndur um húsnæðismál SjálfstæSisfél. Akureyrar gengst fyrir fundi um húsnæðismálin og lánamál húsbyggjenda næstkom- andi mánudagskvöld 8. þ. m. kl. 8.30 í Landsbankasalnum. Máls- hefjendur á fundinum verða Bjarni Sveinsson og Jón H. Þor- valdsson. HúsnæSismálin eru nú mjög á dagskrá, og er þess að vænta, að margir liafi áhuga fyrir að kynna sér ástand þeirra. Ollum meðlim- um annarra Sjálfstæðisfélaga i bænum er heimill aðgangur að fundinum, og eru SjálfstæSis- menn hvattir til að fjölmenna stundvíslega. Véibátur strandar við Langanes Um kl. 3 síðdegis sl. þriðjudag strandaði vélbáturinn Týr frá Þórshöfn við Svínalækjartanga á Langanesi, skammt frá eyðibæn- um Læknisstöðum. Fjórir menn voru á bátnum, og gátu þeir synt og buslaS í land. Svarta þoka var á og dálítið brim. Mennirnir komust ómeiddir í land, en þar lá fyrir þeim löng ganga til bæja. Gengu þeir 12— 15 km. leið eftir ströndinni, unz þeir komu að bænum Heiði, og voru þeir þá orðnir all-þrekaðir af vosbúð og þreytu. Skipstjóri á Tý var ungur maður, Páll Gunn ólfsson að nafni. Týr var 18 lest- ir að stærð. í bátnum voru 5—6 skippund af fiski, og er talið óvíst, að unnt verði að bjarga farmi og skipi. X Gíi rouðmdðiveiði í Flatey á Skjálfanda er góð rauðmagaveiði, og veiðast þar um 1 þúsund til jafnaðar á dag. Mest af rauðmaganum er saltað en nokkuð reykt. — Undanfarið hefir verið gott veður til 6jósókn- ar, og hefir verið all-góður færa- fiskur, þegar róið er. Grásleppu- veiði er að hefjast. SKÁKÞING ÍSLEND- INGA verður háð hér á Akureyri um páskana, og hefst það á Pálma- sunnudag, 14 apríl, en það hefir ekki verið haldið hér um 20 ára skeið. Þegar er vitað, að meðal þátttakenda í Skákþinginu verða meistararnir Friðrik Ólafsson og Eggert Gilfer. Friðrik sigraði Einvígi Hermans Pilnik og Friðriks Ólafssonar lauk í fyrra- kvöld með sigri Friðriks. Eftir sex skákir höfðu þeir sína 3 vinn- ingana hvor, sjöundu skákina vann Friðrik, en hin síðasta varS jafntefli. Hefir hann þá unniS einvígiS meS 4% gegn 3 / jyrrasumar ól Krislján Geirmundsson upp slóran hóp aj nokkr- um andategundum fyrir Reykjavíkurbœ. Myndin sýnir Kristján gefa þessutn „jósturbörnum“ sínum miðdegisverðinn. Ljósm.: Gísli Ólafsson. Féldðii »Frjdls menninp stofnai Fyrir skönunu var stofnaður í Reykjavík félagsskapur, er hlotið hefir heitið „Frjáls menning“, en aðaltilgangur félagshreyf- ingar þessarar er að standa á verði um skoðanafrelsi manna og lýS- ræði. Hafa slík félög verið stofnuð á undanförnum árum víða um Vestur- og Norður-Evrópu, einkum fyrir forgöngu rithöfunda, menntamanna og listamanna, og hafa þau þegar látið margt gott af sér leiða. Á stofnfundinum var staddur danskur rithöfundur, H. J. Lem- bourn, og flutti hann þar fróðlegt erindi, en aðal-hvatamaðurinn að stofnun félagsins hér var Gunnar Gunnarsson rithöfundur. í und- irbúningsnefnd með honum áttu sæti: Tómas Guðmundsson skáld, Þorkell Jóhannesson háskólarekt- or, Þórir Þórðarson dósent, Ein- ar Magnússon menntaskólakenn- ari, Kristján Karlsson mag., Ei- ríkur Hreinn Finnbogason mag. og Eyjólfur K. Jónsson lögfræð- ingur. AS loknu inngangserindi Gunn- ars skálds Gunnarssonar tók Þór- ir Þórðarson dósent við fundar- stjórn, og flutti þá Lembourn er- indi sitt. Komst hann þar m. a. svo aS orði, að kommúnistar byggðu sigurvonir sínar á hlut- leysi manna, og því segði sá mað- ur já við stefnu þeirra, sem ekki segði nei. Að loknu erindi hans las Tómas Guðmundsson skáld upp stefnuskrá „Frjálsrar menn- ingar“, sein stofnendur skrifuðu síðan undir, en í fundarlok sagði Eiríkur Hreinn frá ráðstefnu ungra skálda og gagnrýnenda, er haldin var í Stokkhólmi nýlega á vegum þessa félagsskapar. Hlutverk „Frjálsrar menningar". Stefnuskrá hins nýja félags er svohljóðandi: „Félagið Frjáls menning er, eins og ráða má af nafni þess, umfram allt stofnaS til vernd- ar og eflingar frjálsri hugsun og frjálsri menningarstarfsemi. Það er óháð öllum stjórn- málaflokkum, en skuldbindur meðlimi sína til jákvæðrar baráttu gegn hvers konar ein- rææðishyggju, ríkisofbeldi og skoðanakúgun. Frjáls menning kappkostar að sameina lýðræðissinnaSa á- hrifamenn um þetta markmið. Félaginu ber að efla kynni þessara manna innbyrðis, stofna til umræðufunda og fræðslustarfsemi um menning- arleg vandamál, innlend og al- þjóðleg, beita sér fyrir sam- eiginlegum yfirlýsingum, ef þörf þykir á, og sjá að öðru leyti um að koma skoðunum sínum á framfæri við almenn- ing. FélagiS á hliðstöðu með þeim menningarsamtökum, er nefnast á frönsku Congrés pour la Liberté de la Culture og starfa víðs vegar í lýðræS- islöndum, en er óbundið þeim að öðru en sameiginlegri höll- ustu við frjálsa hugsún og frjálsa menningu.“ Gilitrutt í Nýja-Bíó Nú um helgina verður íslenzka aev- intýramyndin „Gilitrutt" sýnd 6 sinn- um í Nýja-Bíó, en mynd þessa gerðu Hafnfirðingarnir Ásgeir Long og Val- garð Runólfsson, en leikstjóri var Jón- as Jónasson,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.