Íslendingur


Íslendingur - 17.04.1959, Blaðsíða 1

Íslendingur - 17.04.1959, Blaðsíða 1
Kjtrdmmálinu trnðiir fmm- oomiur d Alþingi 8 kjördæmi — 60 þingmenn Kosið verði hlutfallskosningu í öllum kjördæmum, og allt að 11 þingsætum verði úthlutað til jöfnunar milli flokka. Síðastliðinn laugardag var lagt fram í Neðri deild Alþingis frum- varp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins íslands frá 17. júní 1944 (kjördæmafrumvarpið). Flutningsmenn frumvarpsins eru: Olafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, Em- il Jónsson, form. Alþýðuflokksins og Einar Olgeirsson, form. Sósíal- istaflokksins. Fer frumvarpið hér á eftir, ásamt greinargerð þess. 1. gr- 31. gr. stjórnarskrárinnar orð- ist svo: Á Alþingi eiga sæti 60 þjóð- kjörnir þingmenn, kosnir leyni- legum kosningum, þar af: a. 25 þingmenn kosnir hlut- bundinni kosningu í 5 fimm manna kjördæmum: Vesturlandskjördæmi: Borgar- fj arðarsýsla, Akraneskaupstaður, Mýrasýsla, Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla og Dalasýsla. Vestfjarðarkjördæmi; Barða- strandasýsla, Vestur-ísafjarðar- sýsla, ísafjarðarkaupstaður, Norður-ísafjarðarsýsla, Stranda- sýsla. Norðurlandskjördæmi vestra: Vestur-Húnavatnssýsla, Austur- Húnavatnssýsla, Skagafjarðar sýsla, Sauðárkrókskaupstaður og Siglufjarðarkaupstaður. Austurlandskjördæmi: Norður- Múlasýsla, Seyðisfjarðarkaup- staður, Suður-Múlasýsla, Nes- kaupstaður og Austur-Skaftafells- sýsla. Reykjaneskjördæmi: Gull- bringu- og Kjósarsýsla, Hafnar- íjarðarkaupstaður, Keflavíkur- kaupstaður og Kópavogskaup- staður. b. 12 þingmenn kosnir hlut- bundinni kosningu í 2 sex manna kjördæmum: Norðurlandskjördæmi eystra: Eyjafjarðarsýsla, Akureyrar- kaupstaður, Ólafsfjarðarkaup- staður, Suður-Þingeyjarsýsla, Húsavíkurkaupstaður og Norður- Þingeyjarsýsla. Suðurlandskjördæmi: Vestur- Skaftafellssýsla, Vestmanna- á henni verulegar breytingar til bóta, en þó eigi svo gagngerar, að þær gætu til lengdar staðizt. Nú hefir orðið milli þriggja flokka eyjakaupstaður, Rangárvalla' sýsla og Árnessýsla. c. 12 þingmenn kosnir hlut bundinni kosningu í Reykjavík. d. 11 landskjörnir þingmenn til jöfnunar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar. Þingmenn skulu kosnir til 4 ára. Á hverjum framboðslista skulu að jafnaði vera tvöfalt fleiri menn en kjósa á í því kjjördæmi, og skulu varamenn, bæði fyrir kj ördæmakosna þingmenn og landskjörna, vera svo margir sem til endist á listanum. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 3. gr. Akvœði um stundarsakir. Almennar kosningar til Al- þingis skulu fara fram, þegar stjórnskipunarlög þessi öðlast gildi, og falla umboð þingmanna niður á kjördegi. Greinargerð. Lengi hefir verið ljóst, að ó- hjákvæmilegt væri að taka til gagngerðrar endurskoðunar á- kvæði stjórnarskrárinnar um kjördæmaskipun landsins, jafn- hliða endurskoðun á ákvæðum laga um kosningar til Alþingis. Kjördæmaskipunin hefir um langan aldur verið undirrót mis- réttis og ranglætis i íslenzkum stjórnmálum og torveldað heil- brigða, lýðræðislega þróun í landinu. Af og til hafa mikil átök orðið á Alþingi um kjördæmaskipunina og síðustu áratugina verið gerðar samkomulag þingsins, Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins, um að flytja þetta frv. til laga um breytingu á stjórnskipunarlögun- um. Aðalatriði þessarar stjórnar-l skrárbreytingar er, að Alþingi verði skipað í sem fyllstu sam-1 ræmi við þjóðarviljann. Lagt er til, að landinu sé skipt í 8 stór kjördæmi og alls staðar hlutfalls- kosningar: Kj ördæmi utan Reykjavíkur verði 7 með 5—6 þingmönnum, en þingmönnum í Reykjavík fjölgað í 12. Jafnframt verði 11 landskjörnir þingmenn til jöfnunar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar. Það er meginsjónarmið í frumvarpi þessu, að breytingarnar frá nú- verandi kjördæmaskipun fækki ekki þingmönnum dreifbýlisins í heild. Hefir þótt rétt að fjölga þingmönnum nokkuð til þess að geta fylgt þessari reglu. Leitazt er við að liafa sem j afnasta atkvæða- tölu að baki hvers þingmanns í strjálbýli, en nokkru fleiri at- kvæði að baki hvers þingmanns í þéttbýlinu. Með þessu er reynt að varðveita sérstöðu strjálbýlisins í þjóðfélaginu, en taka þó tillit til jafnréttar fólksins í þéttbýlinu til áhrifa á skipan Alþingis. Auk breytinganna á sjálfri kjördæmaskipuninni og tölu þing- manna er í frv- sú breyting frá því, sem áður var, að tala lands- kjörinna þingmanna er fastákveð- in og ákvæðin um landslista felld burt.“ . Að málinu er frekar vikið í for- ustugrein blaðsins í dag. ------X--------- Axel Schiöth lótinn Axel Schiöth bakarameistari lézt sl. mánudag í sjúkrahúsinu eftir nokkurra mánaða legu þar. Hann var 89 ára að aldri. Þessa mæta borgara Akureyrar verður nánar niinnzt hér í blaðinu síðar. Við löggæzlu á hafinu. Eitt ofbeldisverkið eius Brezkt herskip hindrar töku togara innan 4 mílna fró landi. Svo virðist sem floti „hennar hátignar“ hafi ekki nægileg verk- efni, og hverfi því að aðgerðum, sem ósæmilegar eru hverjum þeim, sem njóta vill virðingar. Því enn hefir sá atburður gerzt, að herskip kemur í veg fyrir lög- lega töku veiðiþjófs í íslenzkri landhelgi. Þetta gerðist sl. þriðjudag út af Jökli, er varðbáturinn Óðinn kom að brezkum togara 3.5 mílur undan landi að togveiðum. Tog- arinn hafði sig þegar á brott, en varðbáturinn veitti honum eftir- för og skaut að honum föstu skoti, en þá nam hann staðar. Kom þá á vettvang brezkt herskip, H.M.S. Scarborough og hindraði töku togarans. Neituðu yfirmenn skips- ins að viðurkenna mælingar Óð- insmanna. Varðskipið Ægir kom síðan á staðinn og framkvæmdi mælingar og bar í öllu saman við niðurstöður Óðins. Ekki verður annað séð en SAMA ÖRDEYÐAN ENN Olafsfirði í gær. Hér er enn sama ördeyðan fyrir bátaútveginn, og því lítið róið. í gær lönduðu hér tveir togbát- ar, Sigurður 42 tonnum og Gunn- ólfur 38 tonnum. Sú villa hefir slæðst inn í frétt héðan í síðasta blaði, að dagsaf- köst Mjólkursamlagsins væru 500 lítrar af mjólk, en þar var átt við afköst á klukkustund. S. M. brezka ríkisstjórnin leggi blessun sína yfir hverja lögl'eysuna eftir aðra, sem brezkir togarar og her- skip hafa í frammi gegn íslend- .ingum, þar sem hún virðir ekki mótmæli svars, eins og komið hef- ir á daginn. -----X--------- Ritgtrtamlicppni í vetur efndi Áfengisvarnanefnd Akureyrar til ritgerðasamkeppni í ölluin 12 ára bekkjum barnaskól- anna hér á staðnum. Ritgerðar- efnið var: Hvers vegna ber ungu fólki að varast áfengi og tóbak, og voru verðlaun veitt fyrir beztu ritgerð í hverri bekkj ardeild. Þessi börn hlutu verðlaunin: I Barnaskóla Akureyrar: Kristj- án Árnason, Margrét Valgeirs- dóttir, Una Hjaltadóttir og Valdís Þorkelsdóttir. I Barnaskóla Oddeyrar: Inga Sigurðardóttir og Pétur Torfason. I Barnaskóla Glerárþorps: Ól- afur Baldursson. Formaður Áfengisvarnanefnd- ar, séra Kristján Róbertsson, af- henti verðlaunin í hverjum skóla, en þau voru 100 kr. í peningum. Öll taka börnin ákveðna af- stöðu gegn áfengis- og tóbaks- nautn, en hve lengi endist sú af- staða? Þar veltur mikið á því um- hverfi, sem börnin alast upp í. ---------□--------- Starfsfrœðsludeginum sem fyrirhug- aður var n. k. sunnudag, hefir verið frestað' um óákveðinn tíma vegna in- flúenzu í skólum bæjarins.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.