Íslendingur


Íslendingur - 06.05.1960, Blaðsíða 1

Íslendingur - 06.05.1960, Blaðsíða 1
f r~ XLVI. árg. Föstudagur 6. maí 1960 17. tbl. Vetrarmynd fró Akureyri. Scð yfir bœinn frá 'austur• landinu. Ljósm.: G. Ól. Fréítir úr grenidiiii Hjalteyri. Frá Hjalteyri stunda tveir þil- farsbátar og einn opinn bátur veiðar, en afli hefir verið lélegur undanfarinn hálfan mánuð, og telja sjómennirnir, að mjög lítill fiskur sé í Eyjafirði. Hrísey. Bátar héðan afla sæmilega í net en nær ekkert á handfæri eða línu. Þeir selja allir afla sinn í Ólafsfirði, en þar er verðið hærra en í Hrísey. Sigurður Bjarnason lagði þó hér upp 22. apríl 40 tonn af þorski og ýsu, sem fer bæði í hraðfrystingu og herzlu. Er það eini fiskurinn, sem hingað hefir komið í langan tíma. A 2. hundr- að tonn hafa bátarnir héðan lagt upp í Ólafsfirði undanfarnar vikur, og er atvinnulaust af þess- um sökum hér. Sæmileg grá- sleppuveiði er, en hana stunda aðeins fáir menn. Hauganes. Þrír þilfarsbátar róa héðan, 12 —14 tonna. Hafa þeir veriö með þorskanet síðan um miðjan marz. Afli er frcmur tregur. Hafa þeir aflað samtals um 350 skippund, sem fer í salt og skreið. Fyrstu bátarnir fóru á handfæraveiðar á laugardaginn, og var afli góður. Róið er undir Grímsey. Rauð- magaafli góður, en fáir, sem stunda veiðina. Hofsóis. Lítil útgerð er nú héðan, að- eins 3 litlir vélbátar, sem hafa stundað veiðar með net. Afli er lítill, og má segja, að aldrei hafi nein veioi verið að ráði í allt vor. Aftur á móti hefir rauðmagaafli verið góður og grásleppuveiði á- gæt. Sauðórkrókur. Héðan róa 7 þilfarsbátar og einnig nokkrir opnir vélbátar með net, en afli hefir verið afar mis- jafn. Þá leggja hér tveir togbátar upp afla sinn: Ingvar Guðjóns- yfir 15 millj. mjólkur- lítrur n nrinu son og Skagfirðingur, en hjá þeim hefir afli verið lélegur að undan- förnu. Þeir koma inn í hverri viku. Tíðin hefir verið köld sl. viku, oft næturfrost. Haganesvík. Mjög mikill snjór er enn í Fljót- um, og fyrst uin síÖustu helgi varð vegurinn fær til Hofsóss. Héðan er engin útgerð, en nokkr- ir stunda rauðmagaveiðar, og var afli góður fram að páskum. Rauðmaginn er reyktur og salt- aður. Margt fólk héðan er í at- vinnu sunnanlands, bæði í Vest- mannaeyjum og verstöðvum við Faxaflóa, jafnt konur sem karl- menn. Á tveim bæjum er enginn karlmaður, heima aðeins konurn- ar með ungbörn. Skíðaíþróttin hefir verið iðkuð mikið í vetur, einkum ganga, en enginn skíöa- kennsla hefir farið fram hér. Svarfaðardalur. Ur Svarfaðardal berast þær fréttir, að allmikið liafi orðiö um lambalát á nokkrum bæjum, á einum bæ jafnvel svo, að skiptir nokkrum tugum. Orsakir eru ó- kunnar. Mjög kalt hefir verið þar ytra undanfarna daga og enn með öllu gróðurlaust. Sauðburður liefst víðast viku til hálfan mánuð af maí. Látin er á Dalvík Jórunn Ant- onsdóttir, kona Arngríms Jóhann- essonar í Sandgerði, mikil mynd- ar- og sómakona. Grímsey. Hér hefir undanfarið verið geysilegur'þorskafli á handfæri á 3 smábátum, er róa. Er stutt að fara og fiskur allt í kringum eyna. Fró aðalfundi M Aðalfundur Mjólkursamlags KEA var haldinn í fyrradag, og voru fulltrúum afhentir reikning- ar samlagsins fyrir sl. ár í upp- hafi fundarins. Innlögð mjólk á árinu varð 13.122.403 lítrar með 3.619 fituprósentu. Fqiu 95.7% mjólkurinnar í I. og II. gæða- flokk. Endanlegt verð hvers mjólkurlítra varð 358.48 aurar Margir Eyjafjarðarbátar sækja hingað með góðum árangri. I vetur hefir verið frostlítið að jafnaði, en undanfarna daga hef- ir næturfrost náð allt að 4 stig- um. Lóunnar varð fyrst vart hér 16. apríl. Flatey. Hér er mikil hrognkelsaveiði, þegar gefur á sjó, og hafa þegar fengizt um 200 tunnur af hrogn- um. Rauömagi er á annaÖ hundr- að tunnur og ekki markaður fyr- ir meira. Kalt hefir verið að undanförnu og stundum gert lítilsháttar föl. Þó byrjaö að grænka. Sauðburð- ur er að hefjast. --------□--------- MJÓLKURVÖRUR HÆKKA I VERÐI Frá og með 4. maí liækkaði verð á mjólk og mjólkurvörum. Lítrinn af neyzlumjólk um 25 aura, rjóminn um kr. 1.75, kg. af skyri um 40 aura og gœðasmjör um kr. 4.55 hvert kg. Þá hefir (gæöa)ostur hækkað nokkuð. — iólkursamlagsins. (í fyrra 348.6), þar af útborgaö mánaðarlega 238.91 eyrir. Alls greiddi samlagið til mjólkur- framleiðenda kr. 31.351.153.10, en sölukostnaður varð nettó kr. 3.277 millj. Árið 1958 var innlögð mjólk 12.8 millj. lítrar og hefir því auk- izt verulega á sl. ári. Jón ísberg sýslumaður í A.-Húnavatnssýslu. Fyrir síðustu helgi var Jón ís- berg skipaður sýslumaður í Aust- ur-Húnavatnssýslu í stað föður síns, Guðbrandar M. ísberg, er fengið hefir lausn frá embætti eft- ir 28 ára þjónustu þar. Hefir Jón mörg undanfarin ár verið fulltrúi við embætti föður síns. Hann lauk stúdentsprófi við M. A. 1946 og lögfræðiprófi við Háskólann árið 1950. Hann var í framboöi til Al- þingis fyrir Sj álfstæðisflokkinn í Vestur-Húnavatnssýslu við kosn- ingarnar 1953 og 56. -----X------- STÚLKA FYRIR BIFREIÐ í fyrradag um kl. 13 varð stúlka fyrir þingeyskri jeppabif- reið á horni Hafnarstrætis og Káupvangsstrætis og féll í götuna. Skrámaðist hún nokkuð og marð- ist. Var gert aö meiðslum hennar í sjúkrahúsinu ,en síðan var henni leyft að fara heim.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.