Íslendingur


Íslendingur - 23.09.1960, Blaðsíða 1

Íslendingur - 23.09.1960, Blaðsíða 1
Nýja Dalvíkurkirkjan. — Ljósm.: E. Sig. Frá 9. þingi F.l .S. á Morðurlandi Níunda þing Fjórðungssam- bands ungra Sjálfstæðismanna á Norðurlandi var háð í Lands- bankasalnum hér á Akureyri sunnudaginnll. þ. m. Sóttu það fulltrúar írá hinum ýmsu félög- um ungra Sjálfstæðismanna á Norðurlandi, og voru samþykktar á þinginu stjórnmálaályktun, á- lyktun í landhelgismálinu og nokkrar fleiri ályktanir og tillög- ur. Þá voru og fluttar skýrslur um starfsemi félaganna á liðnu starfsári. I upphafi þingfundar flutti for- maður sambandsins, Leifur Tóm- asson, ávarp. Þá var Árni Guð- mundsson Sauðárkróki kjörinn forseti þingsins og Eggert Ólafs- son sama stað ritari þess. Þá flutti formaður skýrslu um störf fjórðungssambandsins síð- astliðið starfsár. Tók það mikinn þátt í undirbúningi haustkosning- anna. Síðan fluttu fulltrúar ein- stakra félaga skýrslur um starf- semi þeirra: Guðmundur Klem- enzson frá „Jörundi“ í Austur- Húnavatnssýslu, Indriði Hjartar- son frá deild þess á Skagaströnd, Árni Guðmundsson frá „Vík- ingi“ á Sauðárkróki, Magnús Stefánsson frá „Garðari“ í Ólafs- firði, Leifur Tómasson frá „Verði“ á Akureyri og Þórhallur Snædal frá samtökum ungra Sjálfstæðismanna á Húsavík og Suður-Þingeyj arsýslu. Síðan voru kjörnar þrjár nefnd- ir: stjórnmálanefnd, skipulags- nefnd og kjörnefnd, en framsögu- menn þeirra síðar á þinginu voru Kári Jónsson, Þórhallur Snædal og Indriði Helgason. Formaður SUS, Þór Vilhjálmsson, flutti er- indi um starfsemi samtaka ungra Sj álfstæðismanna, og tóku síðan til máls Þórhallur Snædal, Leifur Tómasson, Magnús Stefánsson Ólafsfirði, Kári Jónsson og Stein- þór Ólafsson. Að loknum þeim umræðum flutti Jónas G. Rafnar alþm. erindi um félagsmál ungra Sjálfstæðismanna og stjórnmála- viðhorfið, en síðan var fundar- hlé, meðan kjörnar nefndir störf- Báturinn sem jórst. Akureyrarbátur ferst við Hrísey í vikunni sem leið strandaði m.b. Þórunn, eign bræðranna Árna og Gunnars Ólafssona hér í bæ við svonefnt Saltnes í Hrísey. Var hann að koma frá Ólafsfirði, og var Gunnar einn á bátnum. Komst hann óskaddaður í land, en báturinn brotnaði í spón um nóttina, enda var mikil hvika á strandstaðnum. Þórunn var 15 lestir að stærð. Hét áður Björgvin og var gerður út á hrefnuveiðar af Páli A. Páls- syni. uðu og undirbjuggu ályktanir þingsins. í fundarlok fóru fram stjórnar- kosningar. Formaður fjórðungs- sambandsins var kjörinn Stefán Á. Jónsson kennari að Kagaðar- hóli A.-Hún., en meðstj órnendur Stefán Friðbjarnarson Siglufirði, Árni Guðmundsson Sauðárkróki, Magnús Stefánsson Ólafsfirði, Þórhallur Snædal Húsavík, Bjarni Sveinsson Akureyri, Magnús Stef- ánsson Fagraskógi, en í vara- stjórn Jón Björnsson Skagafirði, Erna Ingólfsdóttir Sauðárkróki, Steinþór Ólafsson Skagaströnd, Guðm. Þór Benediktsson Ólafs- firði, og Leifur Tómasson Akur- eyri. Þá urðu loks nokkrar umræður um þjóðmál, og tóku þá til máls Þór Vilhjálmsson, Jónas G. Rafn- ar, Þórhallur Snædal, Árni Guð- mundsson, Leifur Tómasson og Steinþór Ólaf sson. Um kvöldið buðu ungir Sjálf- stæðismenn hér í bæ þingfulltrú- um til kvöldverðar að Hótel KEA, og var þinginu slitið í því hófi. Hlaut 200 þús. króna sekt í vikunni sem leið kom brezki togarinn Wyre Mariner inn til Seyðisfjarðar með annan brezk- an togara í eftirdragi, er snögg- lega hafði komið leki að úti á miðunum. Kom í ljós, að Wyre Mariner lá undir kæru frá land- helgisflugvélinni Rán um að hafa verið að veiðum 2—3 sjómílur innan fiskveiðimarkanna hinn 7. júlí sl. austur við Hvalbak. Var mál skipstjórans tekið fyrir á Seyðisfirði, og stjórnaði Erlend- ur Björnsson bæjarfógeti yfir- heyrslum. Skipstjórinn neitaði að hafa orðið var nokkurrar aðvör- unar frá flugvélinni og eins því, að hafa verið innan 12 mílna, en flugstjórinn á Rán vann eið að framburði sínum. Við dómsuppkvaðningu hlaut brezki skipstjórinn 200 þúsund króna sekt, en liann áfrýjaði. X Landbúnaðarafurðir hækka í verði — nema mjólk ! Sex-mannanefndin, er reiknar út búvöruverð, komst að þeirri niðurstöðu ágreiningslaust, að verðlagsgrundvöllur þeirra skyldi hækka um 7.55%. Hækkun þessi stafar af auknum tilkostnaði við búrekstur vegna gengisbreyting- arinnar á sl. vetri og þar með hækkaðs verðs á ýmsum vörum, er til búreksturs heyra. í smásölu verður hækkun þessara vara nokkuð misjöfn, t. d. verður mjólkurverð óbreytt, þar sem verðhækkun á þeirri vöru verður greidd niður af ríkissjóði. Hér er um að ræða mjólk og mjólkur- vörur, kjöt og kjötvörur. í sum- um greinum er dregið úr niður- greiðslum, og hækkar þá verðið meira en nemur meðaltalshækk- un. T. d. hækka skyr og ostar meira en verðlagsgrundvöllurinn segir til um, svo sem kg. af skyri úr kr. 9.00 í kr. 10.20 og ostur (45%) úr kr. 4-8.00 í kr. 55.40 kg., en niðurgreiðsla á honum er felld niður. Súpukjöt hækkar úr kr. 18.90 í smásölu í kr. 22.00 og heil slátur úr kr. 28.75 í kr. 30.50.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.