Íslendingur


Íslendingur - 23.05.1962, Blaðsíða 1

Íslendingur - 23.05.1962, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR XLVIII. ARGANGUR MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1962 21. TOLUBLAÐ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í komandi bæjarstjórn styðja að endurkjöri Magnúsar E. Guð- jónssonar bæjarstj. AFJÖLMENNUM fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisíélaganna í fyrrakvöld var eftirfarandi ályktim samþykkt með öllum at- kvæðum: „Fundurinn samþykkir til- lögur frambjóðenda flokks- ins um að styðja að cndur- kjöri Magnúsar E. Guðjóns- sonar bæjarstjóra næsta kjörtímabil.“ Á fundi 6 efstu manna á D- listanum áður hafði svohljóð- andi yfirlýsing verið samþykkt: „Við undirritaðir fram- bjóðendur D-listans lýsum þvi liér með yfir, að ef það kemur til okkar kasta að ráða vali bcejarstjóra eftir nœstu kosningar, munum við leggja til, að Magnús E. Guðjónsson verði end- urkjörinn. Gildir þetta jafnt, hvort sem við fáum hreinan meirihluta eða ÍUTVARPSUMRÆÐ- ÍUR ANNAÐ KVÖLD gANNAÐ KVÖLD, kl. 20.00, Iverða útvarpsumræður u bæjarmál Akureyrar um end |urvarpsstöðina í Skjaldar |vík. — Er það lun leið fram- boðsfundur flokkanna, bafa lista í kjöri við bæjar-; |stjómarkosningamar hér Asunnudaginn. Fundarstjóri |verður væntanlega Jón Sig- £>urgcirsson skólastjóri. Ræðutími hvers flokks ^verður alls 50 mínútur, skipt 25, 15 og 10 mín., og tala ^flokkarnir í þcssari röð: Alþýðuflokkur — Frarn- |sóknarflokkur — Alþýðu- íbandalag — Sjálfstæðisflokk pur. Ræðumenn af hálfu D tistans verða (og tala senni- pega í þessari röð): Jón G. Sólnes, Helgi Pálsson, Arni Jónsson, Jón M. Jónsson, Gísli Jónsson. stjórnum bœnum i sam- vinnu við aðra.“ Jón G. Sólnes hafði orð fyrir frambjóðendum á fundinum, og skýrði frá því, að þeir óskuðu eftir samþykkt fulltrúaráðsins til þess að mega styðja að end- urkjöri núverandi bæjarstjóra. Við síðustu bæjarstjómarkosn- ingar hefðu þeir haft samþykki Jónasar G. Rafnar fyrir því að sækja um bæjarstjórastöðuna og heitið honum fylgi, en nú væri hann ekki fáanlegur til að vera í kjöri. Að honum frá- gengnum hefðu þeir ekki hug á öðrum, er þeir tækju fram yfir núverandi bæjarstjóra, er hér hefði sýnt sig ötulan starfsmann með ríka ábyrgðarkennd. Hefði hann verið fljótur að kynna sér þarfir og óskir bæjarbúa og afl- að sér vinsældir þeirra. Kæmi hvergi fram í hans ábyrgðar- MAGNÚS E. GUÐJÓNSSON mikla starfi að hann fylgdi ein- um „flokki“ öðrum framar, þótt kunnugt væri, að hann hefði sínar ákveðnu skoðanir á þjóð- málum. Og öllum fulltrúum Sj álfstæðismanna í bæjarstjórn þætti gott með honum að vinna. Nokkrir fleiri tóku til máls og allir til að imdirstrika það, er Jón G. Sólnes hafði mælt, og kváðust sumir tala af eigin reynslu. STUÐNINGSMENN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS, sem vilja aka fyrir D-listann á kjördegi eða lána bíla sína, tilkynni það í síma 1578 eða 2880 hið fyrsta. Sfefna Sjá Ifstæðisflokksins í bæjarmálum SJÁLFSTÆÐISMENN leggja m. a. áherzlu á eftirfar- andi atriði í málefnayfirlýsingu sinni: AÐ: Fjárhagur bæjarins sé jafnan sem traustastur. Iðnaðurinn njóti beztu aðstöðu. Vandamál togaraútgerðarinnar verði leyst og rekst- ur togaranna tryggður. Að staða bátaflotans til hagnýtingar aflans í landi verði bætt. Götur verði malbikaðar eða steyptar og bæjarfélag- ið fái til þeirra framkvæmda hluta af benzínskatti. Kunnáttumenn verði tafarlaust fengnir til þess að rannsaka jarðhita í nágrenni bæjarins, svo úr því fáist skorið, hvort hagfellt sé að koma hér upp hitaveitu. Allar meiri-háttar framkvæmdir á vegum bæjarins verði boðnar út. Byggingalánasjóður bæjarins verði efldur og lán úr honum hækkuð. Hraðað verði byggingu elliheimilisins svo það geti sem fyrst tekið til starfa. Bæjarbúum og atvinnulífinu verði séð fyrir nægri raforku. Jökulsá á Fjölium verði fyrir valinu, ef ráðizt yrði í stórvirkjun hér á landi. Hraðað verði heildarskipulagi bæjarins. Árlega verði varið verulegu fé til fegrunar bæjarins. Skólum bæjarins verði séð fyrir nógu og góðu hús- rými. Hraðað verði byggingu iðnskólans. Hafin verði bygging Amtsbókasafns á þessu sumii. Rekstur barnaheimila, leikskóla og vinnuskóla verði styrktur. Menningarfélög í bænum vexði styrkt. Efldur verði orlofssjóður húsmæðra. Hraðað verði framkvæmdum við íþróttasvæðið og þar fullgerðar nauðsynlegar byggingar. AKUREYRINGAR! - Kynnið ykkur stefnuyfirlýs- ingu Sjálfstæðisflokksins, sem birt hefur verið hér í blaðinu. Furðulegar rangfærslur Jakobs Frimannssonar RÆÐA Gísla Jónssonar á kjós- endafundi D-listans virðist hafa farið illilega í taugarnar á Framsóknarmönnum, enda reyna nú forustumenn þeirra og Efstu frambjóðendur D-listans á fundi, þar sem rætt var um framtíðarviðfangsefni bæjarfélagsins og tekin ákvörðun um að styðja að endurkjöri Magnúsar E. Guðjónssonar. Talið frá vinstri: Jón M. Jóns- son, Gísli Jónsson, Jón G. Sólnes, Ámi Jónsson, Helgi Pálsson og Jón H. Þorvaldsson. — (St. E. Sig.) blað þeirra Dagur að rangtúlka hana eftir mætti. Samkvæmt endursögn Dags sagði Jakob Frímannsson á fundi B-listans: ..... Kemur Gísli Jónsson með þann boðskap, að fólkið, sem hefur gerzt brautryðjendur á sviði samvinnumála, byggt upp verzlanir, iðnaðarfyrirtæki og margt annað og sjálft notið arðsins, megi ekki, eða fulltrú- ar þess, koma nærri stjóm bæj- arins. Þar eigi einstaklings- hyggju- og gróðabrallsmenn að ráða.“ Hins vegar hafði fslendingur þetta eftir Gísla Jónssyni úr ræðu hans: „Framsóknarmenn vinna nú að því af meira kappi en forsjá (Framhald á bls. 2) NÆSTA BLAÐ (og væntanlega hið síðasta fyrir kosningar) kemur út n. k. laugardags- morgun.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.