Íslendingur


Íslendingur - 14.06.1963, Blaðsíða 5

Íslendingur - 14.06.1963, Blaðsíða 5
Andorra til Akureyrar ÞAÐ hefur verið venja hjá Þjóðleikhúsinu allt frá stofnun þess að senda einhverja af beztu .sýningum hvers leikárs í leik- för út á land. Margir leikhúsgest ir úti á landi munu minnast með mikilli ánægju sýninga eins og t. d. Tópaz, Horft af brúnni og Horfðu reiður um öxl, svo að eitthvað sé nefnt. Þjóðleikhúsið sertdir að þessu sinni leikritið Andorra í leikför út á land. Þessi leiksýning hlaut beztu leikdómana af öllum leik- sýningum Þóðleikhússins á þessu leikári og er talin ein sú bezt heppnaða og vandaðasta, sem leikhúsið hefur sýnt frá upp hafi. Gunnar Eyjólfsson leikur aðalhlutverkið og hlaut hann silfurlampann fyrir frábæra túlkun á þessu vandasama hlut- verki og einnig fyrir Pétur Gaut. fjallar um vandamál, sem öllum hugsandi mönnum liggjur mjög á hjarta. Lagt verður af stað til Norð- urlands þann 18. júní n.k. og sýnt þann dag á Sauðárkróki. Þá verður farið til Ólafsfjarðar. Þaðan verður haldið til Akureyr ar og sýnt þar 20. og 21. júní. Síðan verður farið áfram norð- ur og svo til Austfjarðanna og sýnt í hinum nýju og glæsilegu félagsheimilum á Austfjörðum. Aðalleikarar, auk Gunnars, eru: Valur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Lárus Pálsson, Ævar Kvaran og Róbert Arnfinnsson. Leikstjóri er Walter Firner frá Vínarborg, en fararstjóri er Klemenz Jónsson. Leikurinn hefur verið sýndur 20 sinnum í Reykjavík við ágæta aðsókn. Andorra er nútímaleikrit og HART í BAK LEIKFÉLAG Reykjavíkur fer nú um landið með eitt vinsæl- asta verkefni sitt, Hart í bak eft- ir hinn unga rithöfund Jökul Jakobsson. Hlaut leikur hans geysilegar vinsældir í Reykja- vík í vetur sem leið, en meðal aðal-leikenda þar eru Brynjólf- ur Jóhannesson og Helga Val- týsdóttir. Leikstjóri er Gísli Halldórs- son. Hér í Samkomuhúsinu var leikurinn sýndur á þriðjudags- og miðvikudagskvöld, og voru öll sæti upppöntuð fyrirfram að báðum sýningum. rr • Kosningaúr- Kosnmgumslitinumghelg. I , . v ina síðustu lOKlu skópu stjórnar- andstöðunni vonbrigði. Ríkisstjórnin, sem set ið hafði að völdum heilt kjör- tímabil í fyrsta sinn um ára- skeið, hafði orðið að gera ýmsar ráðstafanir í efnahagsmálum, sem hlutu að valda stundaróþæg indum fyrir ýmsa einstaklinga. En hún hafði heldur ekki lofað neinum gulli né grænum skógi, svo sem oft vill verða, þegar biðlað er til atkvæða kjósend- anna. Hún stóð við loforð sín og óx af verkum sínum. Hin óvenju lega góða kjörsókn talaði þar sínu máli. Enda má segja, að andstaðan hafi verið næsta mátt vana, þegar að kosningum leið. Þar var eingöngu um það rætt, ÍSLENDINGUR MINNINGARORÐ UM Hjört Gíslason ÞAÐ ER ÓSJALDAN, að dauð- inn gerir ekki boð á undan sér. Sannaðist það enn, er Hjörtur Gíslason Þórunnarstræti 122 hér í bæ féll frá skyndilega og mjög fyrir aldur fram nú fyrir fáum dögum. í dag, þegar hann er borinn til moldar, er mér ljúft að minnast hans. Hjörtur Gislason fæddist í Bol ungarvík 27. október 1907, og voru foreldrar hans Elsabet Guðmundsdóttir úr Skálavík og Gísli Jónsson skáldi, vestfirzkur sjómaður. Frá Bolungarvík fór Hjörtur um fermingaraldur og var um hríð hjá vandalausum á Hamri á Langadalsströnd við Djúp. En sautján ára fór hann að Stóru-Giljá í Austur-Húna- vatnssýslu, var síðan nokkur ár togarasjómaður, en þá aftur í Húnavatnssýslu, bæði á Blöndu- ósi og á Akri. Árið 1934 kvæntist Hjörtur Lilju Sigurðardóttur frá Steiná í Svartárdal, og ári síðar flutt- ust þau hjónin til Akureyrar, þar sem þau'bjuggu upp þaðan. Var Hjörtur fyrst langferðabíl- stjóri, síðan lengi starfsmaður KEA, og loks Flugmálastjórnar- innar til dauðadags. Þau hjónin eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi. Hjörtur var söngmaður, gleði- maður og skáld, og það var ein- mitt á sviði vísangerðarinnar, að kynni okkar hófust. Hann var hagorður í bezta lagi og smekk- næmur á íslenzkt mál. Fátt var honum hugleiknara en hreinleik ur og fegurð tungunnar. Það var fyrst 1952, að hann lét frá sér fara barnakver í bundnu máli, þá kom Ijóðabók hans, Vökurím, 1957, og nokkur kvæði hans eru prentuð í Dvöl og Nýjum Kvöldvökum. Síðustu árin varð hann þjóðkunnur fyrir barnabækur sínar, og hafa sum- ar raunar verið þýddar á erlend mál, a. m. k. norsku og þýzku. Salómon svarti kom út 19.60, framhaldið, Salómon svarti og Bjartur, 1961 og svo Garðar og Glóblesi í fyrra, en það var að- eins upphafið að mun lengra sagnaflokki, sem hann hafði þeg ar í aðalatriðum mótað í huga sér. Dýravinur var Hjörtur Gísla- son mikill og einlægur. Á göngu ferðum mínum hérna suður og upp fyrir Spennistöðina átti ég þess oft kost að sjá til ferða hans, er hann fór að sýsla um hesta sína af þeirri nærfærni og lifandi alúð, sem aðeins fá- um er lagin. Gróður íslenzkrar moldar var honum ekki síður kær. Eitt helzta tómstundastarf hans og fjölskyldu hans síðari árin var að prýða gróðurreit þann, en hann átti ofan Glerár í landi Rangárvalla og Hlíðarenda. Ég hygg, að þar séu sprottnar úr grasi trjáplöntur svo margar, að farið sé að nema tugum þús- unda, og Ijúft var Hirti, að þang að kæmi fólk og nyti fegurðar og þokka staðarins. Ég held, að enginn geri neitt Ijótt í svona fallegu umhverfi, sagði hann HÉR 06 ÞAR að stjórnin hyggði á ein eða önn ur verk, ef hún héldi velli. Ekki minnzt á, hvað taka ætti við, ef hún félli. Slík vinnubrögð sætta hugsandi kjósendur sig ekki við. Uppskeran f-» 5 , „vinstri“ öflin ryr sameinuðu nú krafta sína bet- ur en áður með upplausn Þjóð- varnarflokksins, hefur uppskera þeirra orðið rýr. Að vísu unnu þau þingsæti í Reykjavík án þess að bæta við sig aíkvæða- magni. En þar átti mikið að vinn ast. Alþýðubandalagið svo- nefnda gerði samning við nokkra forustumenn Þjóðvarnar flokksins um sameiginleg fram- boð. Aðrir málsmetandi menn í Þjóðvarnarflokknum mótmæltu því samkomulagi og vildu hvergi nærri konia. Enda kom í Ijós, að af atkvæðum þjóðvarn armanna hlaut Framsókn drýgri uppskeru en bandalagsflokkur- inn. Og telja má það næsta eðli- legt, því Framsókn mun á sín- um tíma hafa lagt þeim flokki til fullt eins mikið hráefni og konunúnistar. Tanað o« Eins og áður At,rt,U er sagt, vann Framsóknar- tlokkurinn þing sæti í Reykja- vík af Sjálfstæðisflokknum. Ann unnið einu sinni við mig. Reitinn nefndi hann Liljulund, og var honum það ekkert tildursnafn, heldur tákn þess, hve heitt hann unni konu sinni. Við nafn henn- ar tengdi hann það, sem honum var kærast og fegurst. Það var engin tilviljun, að Hjörtur Gíslason tók að skrifa barnabækur. Börnin eru það dá- samlegasta, sem ég þekki, voru ályktunarorð hans af fenginni lífsreynslu. Fyrir börnin vildi hann skrifa skemmtilegar og sið bætandi sögur og kenna þeim að tala og skrifa móðurmálið sem hreinast og fegurst. Mig brestur megin að kveðja Hjört Gíslason í íslenzku ljóði, sem verðugt væri, en á skilnað- arstund bið ég honum blessun- ar á þeim slóðum, sem mér eru að vísu duldar. Jafnframt vil ég færa konu hans og öllum ást- vinum innilegustu samúðar- kveðju okkar hjónanna, og þá ekki sízt barnanna okkar, sem hann svo oft mátti gleðja, bæði í orði og verki. Gísli Jónsson. ★ Hverfur einn af öðrum hér, \ óðum þynnist vinaskarinn. Neinn ei veit, hver næstur er. Nú er Hjörtur Gísla farinn. J. Ó. P. Fékk mislingana og... Grenivík 12. júní. í gær dó hér kona, Hólmfríð- ur Sigurðardóttir, Höfða, en hún. var nær því 95 ára að aldri. Það voru eftirstöðvar mislinga, sem réðu ævilokum hennar, þótt hún hefði frá því í bernsku umgeng- izt mislingasjúklinga og oft hjúkrað þeim. Fram að sinni síðustu (ef ekki einu) sjúkdóms- legu hafði hún fulla fótavist á hverjum degi. Hér er afli tregur. Oddgeir er farinn á síldveiðar og hefur kast að á síld, sem enn er ekki vitað, hve mikil hefur verið. Og nú munu Áskell og Vörður vera á förúm út á síldarmiðin. Fréttaritari. að vann hann í Suðurlandskjör- dæmi af kommúnistum, og misstu þeir þar með þingsæti. Þá tapaði Alþýðuflokkurinn þingsæti í Vestfjarðakjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn hélt sinni þingmannatölu með því, að í stað tapaðs þingsætis í Reykja- vík hlaut hann nú 4 uppbótar- sæti í stað 3ja áður. Þau tvö nýju þingsæti, er Framsókn vann, eru tekin af Alþýðuflokkn um og Alþýðubandalaginu. Sjálfstæðisflokkurinn má vel una úrslitum. Fylgi hans í lieild hefur vaxið, og skiptir það mestu máli. í mörgum kjördæm- um hefur það aukizt að veru- legu ráði. í Norðurlandskjör- dæmi eystra úr 27.6% í 28.5%, í Reykjaneskjördæmi úr 39.4% í 41.1%, í Reykjavík úr 46.7% í 50.7%.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.