Íslendingur


Íslendingur - 21.06.1963, Blaðsíða 1

Íslendingur - 21.06.1963, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGUR B L Á Ð S J Á L F S TÆ ÐIS M A N N A 1 N ORÐUR L A N D S K J Ö R1) Æ M I EYSTRA 49. ÁRGANGUR . FÖSTUDAGUR 21. JÚUÍ . 27. TÖLUBLAÐ 67 STÚDENTAR FRÁ MENNTASKÓL- ANUM A AKUREYRI Miðskóladeikl skólans að leggjast niður TUÍENNTASKÓLANUM Á AKUREYRI var slitið s.l. mánudag, voru að þessu sinni brautskráðir 67 stúdentar, 42 úr mála- deild op: 25 úr stærðfræðideild. Þar af voru 2 í máladeild utanskóla og 3 í stærðfræðideild. Nemendur í skólanum voru í vetur milli 440 og 450, en 1. bekkur var nú enginn í skólanum vegna hús- næðisskorts, og fellur þannig miðskóladeildin smátt og smátt niður. Kennarar voru 25, bar af 14 fastir. Það rigndi drjúgum yfir réttláta og rangláta á Ráðhústorgi að kvöldi þjóðhátíðadagsins, og það svo að tjalda varð yfir liljóm- sveitina. (Ljósm. K. Hjaltason). Kaup í aimennri vinnu hækkar um 7.5% Bráðabirgðasamkomulag tii 15. október Gjafir „jubil“-stúdenta. Mikið fjölmenni var við skóla slita-athöfnina, svo að ekki rúm aðist í hátíðasal skólans. Mætt- ir voru 3 úr hópi 35 ára stú- denta, en þeir voru meðal hinna 5 stúdenta, sem fyrst voru brautskráðir frá skólanum. Orð fyrir þeim hafði Haukur Þor- leifsson bankafulltrúi og af- lienti skólanum að gjöf málverk af Guðmundi G. Bárðarsyni jarðfræðingi og fyrrum kenn- ara skólans. Myndina gerði Or- lygur Sigurðsson. Ármann Snæ varr háskólarektor hafði orð fyrir 25 ára stúdentum, og færðu þeir skólanum mjög vand aðan ræðustól, sem vera §kal á Sal, og vígði skólameistari hann í upphafi athafnarinnar. 10 ára stúdentar komu fjölmennir og færðu skólanum safn fræðibóka og fjárhæð til að auká þar við, en fræðibækur þessar skulu vera í bókasafni nemenda, sem verið er að koma upp í heima- vistarhúsinu. Orð fyrir þeim hafði Hreinn Bernharðsson kennari í Olafsfirði. Skólameist ari þakkaði ávörp og gjafir og ávarpaði því næst nýstúdenta, þakkaði þeim það, sem þeir hefðu vel gert skólanúm og hvatti þá til dugs og dáða. 4 með ágætiseinkunn. Hæstu einkunnir við stúdents próf hlutu: í máladeild Rafn Kjartansson frá Djúpavogi, ág. 9.26, sem jafnframt var hæsta einkunn yfir allan skólann á þessu vori. Onnur í deildinni var Hjördís Daníelsdóttir Rvík., ág. 9.13. í stærðfræðideild varð efstur og næstefstur yfir allan skóla Ingvar Árnason frá Skóg- um undir Eyjafjöllum með ág. 9.24 og annar Valdimar Ragn- arsson Akureyri, ág. 9.08. Bókaverðlaun úr Hjaltalíns- sjóði, fyrir ágæta kunnáttu í ís- lenzku, munnlegri og skriflegri, hlutu: Rafn Kjartansson, Hjör- dís Daníelsdóttir, Þórunn Ólafs dóttir, Ingibjörg Árnadóttir og Steinunn Filippusdóttir (þær 3 síðasttöldu frá Akureyri), og fyrir afburði í íslenzkum stíl, Rögnvaldur Hannesson frá Höfn í Hornafirði. Fyrir ensku- kunnáttu, úr sama sjóði, Rafn Kjartansson og Þorvaldur Torfason frá Kristnesi. Úr minningarsjóði Þorsteins J. Halldórssonar fyrir vaskleik í námi og íþróttum hlutu peninga verðlaun: Erlingur Runólfsson frá Stöðvarfirði og Guðni Þór Stefánsson frá Neskaupstað. Fleiri verðlaun voru veitt fyrir afburði í einstökum greinum og umsjónar- og félagsstörf. í vor luku landsprófi frá skól- anum 29 nemendur, og stóðust það nema einn, þar af 23 með framhaldseinkunn. — Hæstu einkunn á landsprófi (Framhald á bls. 5.) UM HELGINA lauk launadeilu milli vinnuveitenda og verk- lýðsfélaga á Akureyri og Siglu- firði á 36 stunda löngum fundi hjá sáttasemjara ríkisins, er fulltrúar deiluaðila sátu og sam þykktu báðir deiluaðilar að fall ast á 7.5% launahækkun hjá fé- lögunum til 15. okt. í haust til bráðabirgða. Samkomulaginu var vísað til félaga vinnuveitenda og verk- lýðsfélaganna, og það samþykkt á fundum þess, en verkfalli síðan aflýst, er koma átti til framkvæmda þá um helgina. Kom því ekki til vinnustöðvun- ar. (Framhald á bls. 7.) 19 stúdentanna Akureyringar jjjAF ÞEIM 67 stúdentum, semjjj jjjnú útskrifuðust frá M. A.,jjj jjjvoru 19 Akureyringar, 7iji jjÍSiglfirðingar, 4 Eyfirðingarjii Iii3 Þingeyingar, 11 Austfirð-iii ijjingar, 5 Reykvíkingar (sum-iji jjjir nýfluttir þangað), 5 Vest-jjj jjjfirðingar, 3 af Suðurlandi utjjj jjjan Reykjavíkur, 2 af Sauð-jjj jjjárkróki, 3 Húnvetningar, ljjj jjjfrá Ólafsfirði, 1 frá Húsavíkjjj jjjl af Akranesi og 2 af Snæ-jjj jjjfellsnesi. iii Nýstúdentar í Lystigarði Akureyrar 17. júní 1963. Ljósm: E. Sigurgeirsson

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.