Íslendingur - 29.11.1963, Blaðsíða 1
#
ÍSLENDINGUR
l> I. \ t) SJÁLFSTÆÐISMANNA í NORÐLRLANDSkjÖRDÆMI EYSTR A
49. ARGANGUR
FOSTUDAGUR 29. NOV. 1963
II I III ■ —............... '1.1111
45. TOLUllLAÐ
JOHN F. KENNEDY BANDA
RÍKJAFORSETI MYRTUR
Atburðurinn vakti harm og reiði um heim allan
Grunaður morðingi hans mvrtur tveim
dögum síðar í höndum lögreglunnar
ÞAU VÁLEGU og óvæntu tíðindi bárust um heim allan á 7. tím-
anum sí. föstudag, 22. nóvember, að John F. Kennedy, hinn 4G ára
gamli forseti Bandaríkjanna, hefði verið skotinn til bana í opinni
bifreið, þar seni hann ók um götu í borginni Dallas í Texasfylki,
en þar var hann í heimsókn.
Skotárásin á bifreið forsetans
kom frá vörubirgðahúsi við göt-
una, er forseti og föruneyti ók
John F. Kennedy.
um. Var skotið þrem skotum úr
riffli. Fór eitt þeirra gegnum
höfuð forsetans, er hneig sam-
stundis út af í kjöltu konu sinn-
ar, er sat við hlið hans eða
gegnt honum. Annað skot lenti
í brjósti ríkisstjórans í Texas,
Connally, og særðist hann alvar
lega. Var þegar ekið til næsta
sjúkrahúss, þar sem forsetanum
Nýr prestur í Hrísey
SL. SUNNUDAG hlaut Bolli Þ.
Gústafsson cand. theol prest-
vígslu i dómkirkjunni í Reykja-
vík. Framkvæmdi biskupinn
yfir íslandi vígsluna, en vígslu-
vottar voru sr. Pétur Sigurgeirs
son, sr. Ingólfur Þorvaldsson, sr.
Björn Magnússon og sr. Magnús
Guðmundsson.
Sr. Bolli tekur við prestskap
í Hiísey, því fyrrv. sóknarprest-
ur þar, sr. Fjalar Sigurjónsson,
hefur fengið veitingu fyrir
Kálfafellsstað í Suðursveit og er
þangað fluttur.
var gefið blóð, en að hálfri
stundu liðinni var hann látinn.
Fljótlega var maður handtek-
inn, grunaður um morðið. Hét
sá Lee Harvey Oswald, banda-
rískur aðdáðandi Castros,
kvæntur rússneskri konu og
hefur verið í landgönguliði
Bandaríkjahers. En áður en
sakir væru sannaðar á hann,
var hann myrtur í höndum
Dallas-lögreglunnar.
Yngsti forsetinn.
John Fitzgerald Kennedy var
af írskum ættum og tók við
embætti að afstöðnu forseta-
kjöri í Bancjaríkjunum skömmu
fyrir árslok 1960, þá aðeins 43
ára gamall, yngri en nokkur
annar forseti Bandaríkjanna.
Klukkutíma eftir að Kennedy
lézt af skotsárinu hafði vara-
forsetinn, Lyndon B. Johnson,
tekið við starfi hans og unnið
embættiseið.
Mikil samúð.
Við fregnina um morð forset-
ans sló felmtri, óhug, sorg og
reiði á allan almenning í hinunv
frjálsu löndum heims og þó víð-
ar. Hvaðanæva streymdu samúð
arkveðjur til ekkju forsetans,
hins nýja forseta og utanríkis-
ráðherrans. í fjölmörgum lönd-
um voru fánar dregnir í hálfa
stöng og mannfögnuðum aflýst.
Og er útför forsetans fór fram
sl. mánudag mættu þar um hálf-
ur þriðji tugur þjóðhöfðingja,
eða fulltrúar. þeirra, sumir langt
að komnir, svo sem frá Japan,
Etíópíu og Rússlandi. Fulltrúi
forseta íslands við útförina var
Thor Thors ambassador, en auk
þess var utanríkisráðherra,
Guðmundur f. Guðmundsson
viðstaddur. Kennedy forseti var
kaþólskrar trúar, og fór útförin
því fram að kaþólskum sið.
í flestum löndum, þar sem
sendiráð Bandaríkjanna eru
staðsett, lágu frammi í sendiráð
inu bækur, þar sem einstakling-
ar gátu ritað undir samúðar-
kveðju til aðstandenda
Kennedys forseta og bandarisku
þjóðarinnar. Var víða ös mikil
kringum þessar bækur, m. a.
hjá bandaríska sendiráðinu í
Reykjavík, svo sem blaðaljós-
myndir hafa sýnt.
Verður stefnunni lialdið?
Flestir munu vona, að hinn
nýi, 36. forseti Bandaríkjanna,
Lyndon B. Johnson, sem heim-
sótti Norðurlönd á sl. sumri,
haldi sömu stefnu í alþjóðamál-
um og hinn fallni forseti. Að
hann breyti eftir þeirri kenn-
ingu John F. Kennedys, að ekki
skuli senija af ótta, — en heldur
ekki óttast að sernja, er svo ber
að. Sjálfur hefur Johnson lýst
(Framh. á bls. 7)
Lyndon B. Johnson.
Tunnuefni skipað upp úr Hvassafelli við Torfunefsbryggju. Fami-
urinn er úr finnskuni viði. Ljósm. K. Hjaltason.
Tumiusmíði liefst
hér í næstu viku
Ráðgert að smíða 60 þúsund tunnur
Litlar tunnubirgðir fyrirliggjandi
UM FYRRI helgi lá Hvassafell-
ið hér við bryggju og losaði
tunnuefni til tunnuverksmiðj-
unnar á Akureyri. Blaðið átti í
fyrradag tal við Björn Einars-
son verkstjóra við tunnusmíð-
ina. Kvað hann efnið, sem kom
með Hvassafellinu hafa verið
finnskt og nægja í um 20 þús.
tunnur.
— Er það allt, sem smíðað
verður úr í vetur?
— Nei, segir Björn. — í
næsta mánuði er von á efni frá
Noregi og einhverri viðbót frá
Finnlandi, eða alls í um 60 þús.
tunnur með því sem komið er.
— Hvenær hefst vinna í verk
smiðjunni, og hve lengi varir
hún?
— Ég býst við að hún hefjist("
í næstu viku, þegar lokið er yfir
ferð á vélum verksmiðjunnar,
sem nú er unnið að. Fá þar þá
vinnu allt að 40 manns, og ef
smíðaðar verða 60 þúsund tunn-
ur eins og fyrirhugað er, ætti
vinnan að endast fram í apríl.
Öll franileiðslan irndir þaki.
— Eru einhverjar birgðir hér
frá liðnu sumri?
— Þær eru sáralitlar. Eitt-
hvað um 3 þús. tunnur saman-
lagt hér á staðnum og á Dag-
verðareyri. Mundu allar hafa
verið sendar austur í sumai', ef
ekki hefði verið haldið í þá von,
að saltsíld kynni að koma til
Eyjafjarðarstöðva. Allar eru
þessar tunnur undir þaki.
— En kemst vetrarframleiðsl-
an undir þak?
—1 Já, svo á það að verða.
Á Dagverðareyri er rúm fyrir
45—50 þús. tunnur, og væntan-
lega verður hægt að koma af-
ganginum fyrir undir þaki hér
í bænum.
Klakahrun af liúsi
stórskemmir híl
í UNDANFÖRNUM hríðar-
kafla og snjókomu meiri en
munuð er síðari ár á þessum
tíma, hlóðst mikill snjór á þök
húsa í bænum og varð að grýlu
kertum og klakafyllum við brún
ir húsa. Þegar svo í'æðst, er
jafnan mikil slysahætta á ferð-^
um, svo að fólk gengur frekar
götuna í bílaumferðinni en gang
stéttarnar. Hvar sem við var
komið var reynt að brjóta klak-
ann af upsum húsanna, en jafn-
ótt seig snjórinn af þakinu fram
og myndaði nýjar klakafyllur.
Þegar þiðnaði á þriðjudaginn
gerðist það, að klakafylla féll af
húsi í miðbænum og lenti á
fólksvagni, er lagt hafði verið
við gangstéttarbrún. Skemmd-
ist þak bílsins verulega, fram-
rúða brotnaði, og mælaborð
beyglaðist. Sem betur fer hafa
engin slys orðið á mönnum
vegna klakahruns svo vitað sé.
HJÚKRUNARKONUR
ÞESSA dagana er verið að
brautskrá 18 ungar stúlkur úr
Hjúkrunarskóla íslands, og eru
þær langflestar úr Reykjavík.
Aðeins tvær þeirra eru af Norð
urlandi: Díana Sjöfn Helgadótt-
ir Freyvangi Eyjafirði og Ingi-
björg Helgadóttir frá Húsavík.
Sextugur ambassador
SEXTUGUR varð 26. þ. m.
Thor Thors ambassador íslands
í Washington, en því starfi hef-
ur hann gegnt við miklar vin-
sældir og virðingu um 22 ára
skeið auk þess að vera aðal-
fulltrúi íslands á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna. Áð-
ur en Thor Thors tók við þessu
mikilvæga trúnaðarstarfi fyrir
ættland sitt vestur í Bandaríkj-
um hafði hann verið þingmaður
fyrir Snæfellinga um 8 ára
skeið.