Íslendingur


Íslendingur - 09.03.1964, Blaðsíða 1

Íslendingur - 09.03.1964, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR ULAl) SJÁLFSTÆÐISMANNA í N 0 RÐURL AN D S K J Ö R.D Æ M I EYSTRA 50. ÁRGANGUR . MÁNUDAGUR 9. MARZ 1964 . 10. TÖLUBLAÐ DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI ijLimiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim = Þetta tölublað af íslendingi er helg- §5 S að minningu Davíðs Stefánssonar S frá Fagraskógi. ilmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil TTTÐ LOK heimsstyrjaldarinnar ' íyrri verða þáttaskil í sögu ís- lands og íslenzkra bókmennta. Er lullveldi íslands var viðurkenmt og hildarleiknum ægilega úti í heimi slotaði, væntu margir frið- ar og frelsis um alla framtíð. Um myrkar aldir liafði það verið hlut- skipti þjóðarinnar að eiga sorgir og þá þrá, sem aðeins mátti upp- fyllast í draumheimum. Frelsið var drepið í dróma erlends alræð- isvalds, tilfinningin færð í fjötur Stóradóms, alþýðulistin læst í læð- ing Húsagatilskipunar, guðstrú og tifbeiðsluþörf afvegaleidd í ótta við vítiseld eilífrar útskúfunar. Smáum skrefum, en jafnt og Jrétt hafði þokazt áleiðis, en nú virtust djörfustu hugsjónir kyn- slóðanna um Fróðafrið og frelsi einstaklings og þjóðar eiga fyrir sér að rætast, einskis var lengur örvænt. Opnast gáttir allar, óskastjörnur lýsa leið um lönd og sjó, kvað Orn Arnarson urn kolbítinn, sem rís úr öskustónni. Nýjum tíma hæfir nýr tónn, og skáldin þyrptust fram að sinna tímans kalli. Þau lola frelsið, leysa um viðjar formsins, ljá þránni vængi, leiða tillinninguna í öndvegið. Söngvar förumannsins frá Hvíta- dal ómuðu um landið 1918, Tóm- as Guðmundsson minnist skóla- skáldanna mörgu í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík 1919, en höfuðljóðskáld hins nýja tíma varð Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi. Harpa hans átti víðast svið og sterkust str. ngjatök. Áhrif lians tiröu mest. í ljóðum lians fundu íslendingar sitt eigið hjarta slá. TVAVÍÐ STEFÁNSSON fæddist 1 ’ í Fagraskógi í Arnarneshreppi 21. janúar 1895. Faðir lians var Stefán Stefánsson bóndi þar, hreppstjóri og alþingismaður, leiðtogi og fyrirsvarsmaður ey- lirzkra bænda um áratugaskeið. Hann var fæddur á Kvíabekk í Ólalsfirði, þar sem faðir lians var prestur þá, cn síðar lékk hann Háls í Fnjóskadal. Stefán eldri var sonur Árna prests á Tjörn í Svarfaðardal Halldórssonar. Móð- ir Stefáns alþingismanns og síð- Minningarorð Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. ari kona Stefáns Árnasonar var Guðrún Jónsdóttir bónda á Brúnastöðum í Fljótum Jónsson- ar. Móðir Davíðs Stefánssonar, „héraðskunn gáíukona, gerðar- kona og höíðingskona", var Ragnheiður Davíðsdóttir, pró- fasts og alþm. á Hofi í Hörgárdal (fyrr á Felli í Sléttuhlíð), Guð- mundssonar bónda á Vindliæli á Skagaströnd Ólafssonar bónda þar Sigurðssonar. Móðir sr. Dav- íðs var Ingibjörg Árnadóttir prests á Hofi á Skagaströnd 111- ugasonar. Bróðir Ingibjargar var hinn kunni þjóðsagnasafnari og ágætismaður, Jón Árnason. Kona sr. Davíðs var Sigríður Ólafsdóttir Brienis timburmeistara og þjóð- fundarmanns á Grund í Eyjafirði, sú sem sr. Matthías Jochumsson sagðist ætla að dansa við fyrsta dansinn í himnaríki, en um Ólaf á Grund segir Jón Daviðsson frá Reykhúsum (faðir Davíðs á Kroppi), að hann væri mestur til- kvæmdarmaður allra þeirra manna, er prýtt hafa bóndastöð- una í Eyjafirði um sína daga, og raunar lengur. Ólafur var manna fyrirmannlegastur, skarpgáfaður, lijálpsamur og í senn tneð yfir- burðum orðhagur og verkliagur. Foreldrar Ólafs á Grund voru Gunnlaugur Brient sýslumáður og Dómhildur Þorsteinsdóttir bónda á Stokkahlöðum Gíslasonar, en Hannes Halstein og Davíð skáld eru að þriðja og fjórða að frænd- senti frá Gunnlaugi. Bræðttr Ólafs voru þeir Eggert Briem sýslumað- ur og sr. Jóhann Briem í Hruna, en sonur Ólafs og ömmubróðir Davíðs Stelánssonar var sr. Valdi- mar Briem „hið hrað-frjóva kirkjuskáld á Stóra-Núpi“. Bróðir Ragnheiðar í Fagraskógi var Ólafur Davíðsson, grasafræð- ingur og þjóðfræðaþulur „hinn einkennilegi og hljóðláti maður", sem lézt fyrir aldur fram og séra Matthías orti um eitt af sín- um gullfallegu erfiljóðum. En með afa sínum og ömmu og þá samvistum við Ólaf dvaldist Dav- íð skáld vikum saman í æsku og liefur minnzt írænda slns fagur- lega í ritgerð, er liann skrifaði um hann 1935. Höfðingsskap, hagmælsku, fræða- fýsn, ást á þjóðlegum menningar- verðmætum mátti Davíð taka í arf af mörgum þeim, sem nefndir eru í þessari ættartölu. TTEIMA í FAGRASKÓGl ólst Davíð upp hjá foreldrum sín- um, við fjörðinn fagra, sem æ síð- an vakti í ljóði hans. Umliverfis hann ómuðu fagrar raddir nátt- úrunnar, og stefjahreimur þjóð- kvæða og fornra dansa kvað við í baðstofunni á Hofi og heima hjá föður og móður, er söm voru um ást sína og aðdáun á fögrum ljóðum. Sjálfur hefur Davið brugðið upp minnisstæðri mynd frá bernskuárunum: — í baðstofuhúsi heima í Fagra- skógi komst ég fyrst í kynni við kveðskap sr. Matthíasar. Inni var haustfriður; aðeins tifið í stunda- klukkunni barst gegnum kyrrðina og jók hina sérkennilegu sunnu- dagshelgi, sem ég hef hvergi fundið jafnvel og í gömlum torf- bæjuni til sveita. Þá tók faðir minn ljóðmæli Mattliíasar ofan af hillu og las Víg Snorra Sturluson- ar. Ég var eini áheyrandinn. Faðir niinn hafði yndi af fögr- unt kveðskap og las þannig kvæð- ið, að aðdáun hans leyndi sér ekki. Þegar því lauk, var það lilut- skipti hans að hugga son sinn. Þá var ég átta ára. Sjö voru börn þeirra Fagra- skógarhjóna, og eru finun þeirra enn á lífi. Systkini Davíðs eru, talin í aldursröð: Þóra, f. 11. marz 1891, átti Árna Jónsson útgm. Hjalteyri, Sigriður, f. 20. júlí 1892, gift Guðmundi Kristjáns-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.