Íslendingur


Íslendingur - 29.05.1964, Blaðsíða 1

Íslendingur - 29.05.1964, Blaðsíða 1
NÚ stendur sauðburður sem hæst í sveitum lands- ins og unglingamir sækj- ast mjög eftir að komast í kynni við lömbin. Litla stúlkan á myndinni fer ekki dult með ánægju sina við að hafa lamb í fangi, jafnvel þótt það sé svo snemmborið, að búið sé að marka það eyma- marki eigandans og alum- iniummerki með númeri. — Ljósmynd: S. S. 2300 MUNIR SKRÁSETTIR I ÍSLENDINGUR B I. \ 1) SJÁLFSTÆÐISMANNA í NO RÐURL AND SK J Ö R DÆMI EYSTRA 50. ÁRGANGUR . FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1964 . 22. TÖLUBLAÐ MINJASAFNINU Stutt heimsókn í Minjasafnið á Akureyri MINJASAFNIÐ í Kirkjuhvoli verður opnað nú um lielgina fyrir almenning, en það liefur verið lokað um tíma, meðan Þórður Friðbjamarson safnvörður hefur verið að setja upp muni og koma þeim fyrir. Blaðamönnum var boðið að líta á safnið s.l. mánudag, og tóku safnvörðúr og formaður safnsstjórnar á rrióti þeim. Það sem fyrst mætir auganu, þegar inn í anddyrið kemur, er stór Borgundarhólmsklukka, sem hugvitsmaðurinn Sveinbjörn Jónsson hefur gefið safninu. Er talið, að Þorsteinn Daníelsen á Skipalóni hafi á sínum tíma smíðað skáp hennar, og nú hef- ur hún verið gerð upp og er hinn ásjálegasti gripur. SÍÐTJSTU FORVÖÐ. Þórður safnvörður kvaðst vera búinn að skrásetja um 2300 muni, en auk þeirra væri úr- smíðaverkstæði Friðriks heit. Þorgrímssonar, þar sem einstök Þórður Friðbjarnarson safn- vörður. tæki væru ekki sundurgreind tölulega. Kvað hann safninu berast smátt og smátt eigulega minjagripi, og væri furða hvað því reittist, þar sem Eyfirðingar hefðu orðið síðbúnari um söfn- un en ýmis önnur héruð. Kvað hann nú að verða síðustu for- vöð að bjarga tækjum, sem not- uð hefðu verið við ýmiskonar iðnað og iðju á árum áður. Ekki aðeins tóskap og annan heimil- isiðnað, heldur og söðlasmíði, skósmíði o. fl. Hefði hann t. d. nýlega komizt yfir tæki þau, er notuð voru við beykisiðn á öld- inni sem leið. (Framhald á blaðsíðu 2.) ÓSANNINDUM ANDMÆLT Úr minjasafninu á Akureyri. f BLAÐINU „DEGI“ 20. þ m., er grein eftir ritstjórann, Erling Davíðsson, þar sem hann full- yrðir, að ég hafi stuðlað að lán- veitingum Útvegsbankans á Ak- uréyri til Brynjólfs Brynjólfs- sonar, veitingamanns. f tilefni af þessu vil ég taka fram, að ég hefi aldrei mælzt til þess við Júlíus Jónsson, úti- bússtjóra, eða aðra ráðamenn Útvegsbankans, að bankinn lán- aði veitingamanninum, enda við skipti hans verið mér óviðkom- andi. Ritstjórinn hyggst finna stoð fyrir þessari hugarsmíð sinni með því að benda á, að ég hafi átt hlut í Félagsgarði h.f., sem leigði Br. Br. Ég var á sínum tíma einn af sjö stofnendum Félagsgarðs, en seldi eignarhlut minn í félaginu árið 1959. Rekst ui' Br. Bi’. í húseign félagsins mun hafa byrjað á árinu 1960. Að ég hafi átt einhverra persónu legra hagsmuna að gæta í sam- bandi við leigu Br. Br. á hús- eign félagsins er hrein fjar- stæða, sem ritstjórinn gæti hæg- lega fengið staðfest ef hann vildi hafa fyrir því að leita upplýs- Erfitt að manna togarana Frá aðalfundi Útgerðarfél. Akureyringa h.f. AÐALFUNDUR Útgerðarfélags Akureyringa h.f. fór fram s. 1. mánudag. — Fundarstjóri var Sverrir Ragnars. — Formaður stjúrnar og framkvæmdastjórar skýrðu frá rekstri og afkomu féiagsins á s.I. ári, og í fiindar- lok fór fram stjórnarkjör, og var fráfarandi stjórn endurkjör- in. Hana skipa: Albert Sölvason, Helgi Pálsson, Jakob Frímanns- son, Arnþór Þorsteinsson og Tryggvi Helgason. Rekstur togaranna á árinu 1963 var erfiður sem áður, enda (Framhald á bls. 2). I I inga hjá eigendum Félagsgarðs, sem hann þekkir mjög vel. Gjaldþrot Br. Br. er rauna- saga. Að rifja hana upp, eins og Erlingur Davíðsson gerir, þjónar ekki öðrum tilgangi en að koma illu til leiðar. Reykjavík, 23. maí, 1964 Jónas G. Rafnar. Skotar á togarana? NÚ er í athugun hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa, hvort unnt muni að fá skozka sjó- menn frá Aberdeen ráðna á togarana, en þar ríkir nú at- vinnuleysi. — Mun skozkur maður, sem vann við Hótel Akureyri grennslast fyrir urn þetta fyrir Útgerðarfélagið. IIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIMIIII Sorpblaðamennska rís upp á Akureyri í 41. TBL. DAGS hinn 21. þ. m. er hafin gegn Jónasi Rafnar alþingismanni ein- hver viðurstyggilegasta rógs lierferð, sem lengi hefur sézt í íslenzku blaði, þar sem rit- stjórinn ber þingmanninn liinum furðulegustu sökum í blóra við gjaldþrotamál Brynjólfs Brynjólfssonar. — Með þeim yfirlýsingum, sem birtust í Degi nú í vikunni frá Bankaráði Útvegsbank- ans og alþingismanninum er rógur Dags gjörsamlega hrak inn, svo að ekkert atriði, er máli skiptir, hefur reynzt annað en ósannindi. Með þessu hvatvísa tilræði tókst ritstjóra Dags, Erlingi Davíðssyni, til fullnustu að gera blað sitt að sorpblaði, og meðan ritstjórinn biðst ekki afsökunar á framferði sínu og viðurkennir ósann- indi sín, verður að líta svo á, sem bæði hann og þeir, sem ábyrgð bera á útgáfu blaðsins, telji frumlilaup hans ekki athugavert. Má þá raunar vænta þess, að blaðið verði áfram skrifað í sarna dúr, þá er ritstjórinn heiðrar bæinn aftur með nærveru sinni eftir stutta utanlandsreisu. Að sjálfsögðu hitta eitur- skeyti ritstjórans ekki Jónas Rafnar. Enginn, — hvorki vinir lians, stuðningsmenn né andstæðingar, leggja trún að á rógburðinn, sem nú þegar hefur verið rækilega hrakinn. Árásin verður að- eins til þess að þjappa rnönn- um betur santan í stuðningi \ ið Jónas Rafnar en nokkru sinni fyrr. Hitt verður að harma, og mun mæta fullkominni van- þóknun fólks norður hér, að sorpblaðamennska af lægstu tegund skuli hafa fest ræt- ur á Akureyri.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.