Íslendingur


Íslendingur - 04.06.1965, Blaðsíða 1

Íslendingur - 04.06.1965, Blaðsíða 1
51. ÁRANGUR . FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 19G5 . 22. TÖLUBLAÐ Hefur mest lært af lífiiiu sjálfu og stundar enn sitt starf 85 ára Smávegis rabb við Kristján Árnason kaopmann EINN a£ þekkíustu og vinsælustu kaupmönnum þessa bæjar á 85 ára afmæli í dag, Kristján Árnason, sem rekið he£ur Verzl. Eyja- íjörður um áratugi, eða GRUNDARVERZLUN, sem hún var nefnd í sveitinni i gainla daga. í tilefni þessa afmælis átti blaðið tal við Kristján nýlega og bað hann að segja lesendum þess und- an og ofan af æviferli sínum. Kristján Árnason á skrifslofunni. (Ljósm.: Karl Hjaltason). Ráðstelna á Akureyri um alvinnumá! á Norðurlandi Um 40 fulltrúar sóttu þingið, auk alþingis- mauna tveggja kjördæma RÁÐSTEFNA um atvinnumál á Norðurlandi var haldin á Akur- eyri dagana 29. og 30. niaí s.l. Þátttakendur í ráðstefnunni voru 39 k’örnir fulltrúar frá fimm kaupstöðum og átta kauptúnum á Norðuriandi. Þá voru boðnir til ráðstefnunnar allir alþingismenn úr kjördæmum Norðurlands, og ennfremur fulltrúi frá Sambandi íslenzkra sveitarfélaga. — Þú ert Norður-Þingeying- ur, Kristján? — Já, ég er fæddur og uppal- inn í Lóni í Kelduhverfi. — Voru foreldrar þínir ekki efnafólk? — Það má segja, að foreldr- ar mínir væru fremur veitandi en þiggjandi og því talin allvel stæð. — Og því ekki haft af sulti að segja. — Nei, ég tel að ég hafi aldrei verið svangur, en venjulegt var þá, að börnin hlakkaði til að borða. Og ávalt gerðu þau sig fullkomlega ánægð með þann xnat, sem að þeim var réttur. — Nauzt þú ekki einhverrar tilsagnar í bóklegum eða verk- legum greinum í uppvextinum? — Tilsagnar í bóklegum fræð um naut ég heima hjá foreldr- um mínum og umferðakennara, Guðmundi Hjaltasyni. Ennfrem ur lítillega einn vetur hjá Ingi mar Eydal. Verklega fræðslu hefur starfið sjálft veitt mé.r. VEIDDUM ÖGN I LAGNET. — Hvenær hleyptir þú heim- draganum og þá hvert? — Að heiman fór ég fyrst um aldamótin og þá með Sig- urði Jónssyni, sem átti heima á næsta bæ við Lón. Þá áttu Norðmenn marga hafsíldarlása Þjóðhátíð framundan SVO sem venja hefur verið und anfarin rúml. 20 ár, situr nú 17. júní-nefnd að störfum og hyggst koma hér á hátíðahöldum þann dag með líku sniði og áður. Nefndin vill biðja blaðið að koma þeim óskum á framfæri, að bæjarbúar sendi henni til- lögur um dagskrárefni, svo að einhverrar tilbreytingar megi vænta, og eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við for mann nefndarinnar, Hermann Sigtryggsson íþróttafulltrúa. hér á Pollinum og keyptu líka síld, ef hún var á boðstólum. Við félagar fengum okkur lag- net og veiddum dálítið í þau og seldum Norðmönnum. Mig minnir þeir gæfu okkur 5 krón- ur fyrir strokkinn (tunnuna). Auk þes kræktum við okkur í ýmsa vinnu og fengum þá 25 aura fyrir klukkustund. Alfar- inn fór ég svo 1902 sem búðar- maður og bókhaldari til Magn- úsar Sigurðssonar á Grund og vann hjá honum í 7 ár. Kaupið var fyrsta árið 150 krónur og þótti hátt. Síðan smá-hækkaði það, án þess ég færi fram á það. NOKKUR HALLI. — Verzlun þín mun hafa lán- að vöruúttekt? — Já. Viðskiptavinir verzlun- arinnar eru orðnir geysilega margir, og veit ég ekki tölu þeirra, og tel ég vanskil hafa orðið hverfandi lítil. Nokkur halli varð á viðskiptum við bændur, þegar lögboðið var að gefa eftir vissan hluta af skuld- um þeirra. Þó fór það svo, að ýmsir þeirra greiddu aftur þann halla, og er það þeim til sóma. — Þú ert að verða hálf-ní- ræður. Hve langan vinnutíma hefur þú á dag? — Ojá, löng er nú ævin orð- in. Ég sit á skrifstofu venjuleg- an starfstíma, þótt stundum vanti verkefni. Líklega kemur að því, að ég verði að hætta þessu starfi, þótt mér sé það nauðugt. FORÐAST NAUTNALYF. — Hvað heldur þú, að eigi mestan þátt í að verja þig elli- mörkum? — Ég held það sé að þakka því, að í bernsku mipni var fæði óvenjulega fjölbreytt, því jörðinni fylgdi margs konar veiði svo að segja allt árið, eggjataka á vorin og fleira, svo og að hafa forðazt öll nautna- lyf, svo sem áfengi og tóbak. í slíkar natunir hefur mig aldrei langað. — Hvað gerirðu þá með tóm- stundirnar? — Þá les ég blöð og bækur, hlusta á útvarp, legg spil, heim- sæki frændur og vini, tek mér göngutúr, hátta snemma, fer á fætur um átta-leytið. Er það mikil og góð hvíld. — Þú hefur átt sæti í margs konar nefndum á vegum bæjar- ins og félagssamtaka í bænum. Viltu segja okkur eitthvað frá því? — Um það er lítið að segja j og fátt upp að telja. Það væri þá helzt, að ég hef verið fleiri tugi ára í stúkunum Brynju og Sjöfn og starfað þar nokkuð. Ennfremur mætti nefna, að ég var organleikari í Grundar- kirkju í 7 ár, í bæjarstjórn Ak- ureyrar 4 ár, og verið í nokkr- um nefndum á vegum bæjarins, svo sem framfærslunefnd, sjó- (Framhald á blaðsíðu 7). hér á Akureyri sl. sunnudag fóru fram með líku sniði og und anfarin ár. Jónás Þorsteinsson skipstjóri hafði stjórn þeirra á hendi. — Sex sveitir kepptu í róðri, og sigraði sveit af Árskógs strönd. Atlastöngina og Sjó- manninn vann Björn Arason, en sigurvegari í björgunarsundi SAMSTARF SVEITAR- FÉLAGA. Formaður undirbúningsnefnd ar, Áskell Einarsson, setti ráð- stefnuna s.l. laugardag í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Hann varð Símon Þorsteinsson. Tveir sjómenn, Arinbjörn Árnason og Jóhann Jóhannsson voru sæmd ir heiðursmerki dagsins. Verð- laun fyrir bezta fiskmeðferð hlaut togarinn Harðbakur. Veð ur var með eindæmum gott þennan dag. gat aðdraganda ráðstefunnar og meginverkefna. Kom fram í ræðu hans, að ráðstefnan er haldin að förgöngu bæjarstjói'- anna á Norðurlandi, sem skip- uðu undii'búningsnefndina og í : þeim tilgangi að hefja sam- I starf á milli sveitarfélaga með líka atvinnuhætti, um fram- gang sameiginlegra hags- munamála. — Meginvei'kefni í'áðstefnunnar væri að leita úr- ræða um lausn atvinnumála fjórðungsins nú í dag, jafnframt því að benda á ráð til þess að tx-eysta atvinnulífið til frambúð ar og finna leiðir til samvinnu um uppbyggingu Noi'ðui'lands, með heildarskipulagningu og framtíðar áætlun um fram- kvæmdir og framfarir. Fundarstjóri var kjörinn Jón ísberg, sýslumaðui', Blönduósi (Fi'amhald á blaðsíðu 5). TALSVERÐ ÖLVUN UM HELGINA SAMKVÆMT upplýsingum lög í'eglunnar var all-mikil ölvun um síðustu helgi á almannafæri og nokkrir teknir úr „umfei'ð“ fyrir þær sakir. Þá var einn tek inn fyrir meinta ölvun við akst ur. Nokkuð hefur borið á bif- reiðaárekstrum og nokkrir ung lingar teknir réttindalausir á ó- skráðum og ótryggðum „skelli nöðrum“. Frá Sjómannadeginum: Jónas Þorsteinsson skipstjóri afhendir verð laun dagsins við sundlaugina. í miðið Bjöm Arason, er vann Atla- stöngina og Sjómanninn fyrir beztu afrek dagsins. Ljósm.: Karl Hjaltason, Káfíðahöld Sjómannadagsins

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.